Morgunblaðið - 28.02.1997, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 28.02.1997, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1997 /------------------------- MORGUNBLAÐIÐ ÍDAG Slðasti dagur útsölunnar Allir skór á kr. 995 eða minna yoppskórinn Veltusundi við Ingólfstorg, sími 552 1227 Nýr listi fullur af fatnaöi a alla fjölskylduna fyrir sumarið. Hringdu strax í dag eftir eintaki Sími 565 3900 Fax 565 2015 Glæsilegt urval áf vorfatnaöi í verslun okkar. Opiö virka daga 9-18 og lau- gardaga 10-14. Ol ‘lONDON Bæjarhrauni 14, Hafnarfiröi. 2JA ÁRA AFMÆLIHJÁ LA BAGUETTE Heildsöluverð 1.-15. mars á tertum, smjördeigi með fyllingu og bökum. GERIÐ GÓÐ KAUP FYRIR FERMINGARNAR EKTA FRANSKT BAKKELSI LA BAGUETTE frystivöruverslun og heildsölubirgðir, GLÆSIBÆ, SÍMI 588 2759. SKAK llmsjón Margeir Pétursson STAÐAN kom upp á stór- mótinu í Linares á Spáni um daginn. Vasílí ívant- sjúk (2.740) var með hvítt, en ungverska stúlkan Júdit Polgar (2.645) hafði svart og átti leik. 19. - Rdf4+! og ívantsjúk þurfti ekki meira og gafst upp. Eftir 20. gxf4 - Dg4+ 21. Kh2 - Hh8 er orðið stutt í mátið. Það hefði einnig dugað til vinnings að skáka með hinum riddaranum á f4, en leikur Júditar var sterkari. Það er fallvölt gæfan við skákborð- ið. Stuttu síðar tap- aði Júdit þremur skákum í röð, en Ivantsjúk vann sjálf- an Kasparov. Hann var ótrúlega mis- tækur á mótinu eins og sést af þessari hörmung. Deildakeppni Skák- sambands íslands 1996-97, seinni hluti, fer fram um helgina. Rifjum upp stöðuna í fyrstu deild: 1. Tafifélag Reykjavíkur, A-sveit 25 v., 2. Hellir 24 'A v., 3. Skákfélag Hafnar- fjarðar 15 ‘A v., 4. Taflfélag Garðabæjar 14‘A v., 5. Skákfélag Akureyrar 14 v., 6. Taflfélag Reykjavíkur, B-sveit 13‘Av., 7. Taflfélag Kópavogs 12'A v., 8. Skák- samband Vestfjarða 8'A v. SVARTUR leikur og vinnur. Pennavinir ÁTJÁN ára japönsk stúlka með áhuga á píanóleik, matseld, skíð- um, dýrum og útivist: Juri Tanigawa, 5-14 Nagaoyama Kirihata, Takarazuka-shi, Hyogo 655, Japan. SAUTJÁN ára þýsk stúlka með mikinn ís- lands- og hestaáhuga: Annette Krauss, Hofweg 6, 72622 Niirtingen- Hardt, Germany. ÞRETTÁN ára banda- rískur strákur vill skrifast á við stráka á sama reki: Evan Edwardsen, 4759 Carnoustie Lane, Manlius, NY13104, U.S.A. SEXTÁN ára tælenskur frímerkjasafnari vill skiptast á merkjum: Nawana Yajai, 114/1 Moo 3, T. Tha-ngiew, A. BanphotPhi Sai, Nakhon Sawan 60180, Thailand. ÍTALSKUR áhugamaður um knattspymu og safn- ari alls kyns hluta sem viðkoma þeirri íþrótt. Get- ur ekki um aldur: Luciano Zinelli, Via Pergolesi 11, 42100 Reggio Emilia, Italy. ENSKUR 23 ára háskóla- nemi með mikinn ís- landsáhuga: Richard MacDonald, 4 York Buildings, London, WC2N 6JN, England. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: laugaÞmbl.is Lokun Stöðvar 3 ÉG VIL hér með mót- mæla lokun útsendingar Stöðvar 3. Veit ég vel að íslenska útvarpsfélagið keypti stöðina og það frábæra efni sem hún sýndi, ég veit líka að þeir hafa putta sína í Sýn eða Endursýn eins og ég vil helst kalla hana þar sem hún sýnir ekkert nema endursýnt efni. Ég tel að fyrst að þeir þurftu endilega að loka útsend- ingu á stöð, þá hefði það átt að vera Sýn en ekki Stöð 3. Ég er áskrifandi að öllum stöðvunum en það eina sem ég horfi á á Sýn er Tímaflakkarar, þar sem smekkur minn nær ekki yfir íþróttir, sem nóg er sýnt af í rík- issjónvarpinu, Stöð 2 svo ekki sé minnst á Euro- sport og Fréttastöðvarn- ar þrjár. Svo eru þessar „ljós- bláu“ myndir sem eru fyrir neðan allar hellur og eru sýndar einum of oft, og svo eru flest allar bíómyndir og þættir end- ursýnd frá Stöð 2 og rík- issjónvarpinu. Ég verð að hrósa Stöð 3 fyrir allt frumlega efnið sem hefur verið sýnt og tel ég þá einna helst þætt- ina Psi-Faxtor sem eru alveg frábærir, David Letterman, Framtíðar- sýn o.fl. og svo bíómynd- imar sem maður getur verið næsta viss um að hafa ekki séð áður, hvorki í sjónvarpi né á spólu. Kæra Í.Ú., ef lokun á stöð er nauðsynleg, þá lokið Sýn, ekki Stöð 3, það var svo gaman að hafa Stöð 2 og Stöð 3 í gangi og fannst mér báðar stöðvarnar hefja hvor aðra upp. Ég er líka áskrifandi að Fjölvarp- inu og þætti mér vænt um ef 1-2 bamarásum væri bætt við, t.d. Foxkids eða Disney Channel og svo einni góðri bíórás. Ég vil hrósa útsendingum á Disco- very, N.B.C., BBC Prime og Cartoon Network, en mér finnst þijár frétta- stöðvar of mikið þar sem íslensku fréttastövarnar gera öllu fréttaefni góð skil. MTV er líka góður kostur og Eurosport er tilvalið fyrir íþróttafólk- ið. En endilega heflið aft- ur útsendingar á Stöð 3, ekki eru þið svo hrædd við smá samkeppni að þið minnkið úrvalið fyrir þjóðinni þegar loksins var farið að verða til eitt- hvert úrval. Rósa Mikaelsdóttir. Tapað/fundið íþróttataska tapaðist ELLEFU ára drengur tapaði íþróttatöskunni sinni föstudaginn 21. febrúar síðast liðinn á leiðinni frá Hlíðaskóla að heimili sínu í Suðurhlíðum. Taskan sem er svört og grá Nike-taska innihélt allt hans íþróttadót, búning og skó. Skilvís finnandi er vinsamlega beðinn að hafa samband í síma 553-2136. Gullhringur í óskilum GULLHRINGUR fannst fyrir utan Endurvinnsluna mánudaginn 24. febrúar og má eigandinn vitja hans í síma 587-9233 eftir kl. 19. Víkveiji skrifar... VÍKVERJI heimsótti Mennta- skólann á Akureyri í ferð sinni norður á dögunum og gekk um Hóla, nýbyggingu skólans. Skemmst er frá því að segja að þetta nýja húsnæði MA er hið glæsi- legasta í alla staði og aðstaðan hlýt- ur að vera bylting bæði fyrir nem- endur og starfslið. Til að mynda er myndarlegt bókasafn að Hólum og afar fallegur samkomusalur. Ekki er auðvelt að koma svo ný- tískulegu húsi fyrir í grennd gam- alla húsa, eins og gamla skólahúsið sannarlega er, svo vel fari, en það hefur tekist mjög vel í þessu til- felli. Hólar eru öllum til sóma sem nálægt byggingu hússins komu og ekki spillir nafnið. xxx HÚSIN tvö sem áður voru nefnd, Hólar og gamli skóli, eru tengd saman á afar smekklegan hátt. Hólar eru raunar einnig tengd- ir Möðruvöllum, raunagreinahúsi MA, þannig að nemendur og kenn- arar þurfa ekki að fara út undir bert loft lengur, þótt þeir færi sig milli húsa. Og nú er tekið mið af nýjum aðstæðum í MA: nemendur taka af sér utanyfirflíkur og skó- fatnað þegar þeir mæta í skólann og ganga síðan um á sokkum eða inniskóm þar til þeir hverfa aftur út að starfsdegi loknum. xxx VÍKVERJI hafði orð á því fyrir skömmu hve hvimleitt honum finnst að heyra forystumenn svo- kallaðra aðila vinnumarkaðarins staglast á því í viðtölum í útvarpi og sjónvarpi að þetta eða hitt sé ýmist ásættanlegt eða óásættan- legt, í stað þess að brúka orð eins og viðunandi eða önnur ámóta, sem mörg eru til í okkar fagra máli. Gísli Jónsson, sá mæti íslenskumað- ur, þakkaði Víkverja liðveisluna í einum pistla sinna í Morgunblaðinu fyrir skömmu en Víkverji ætti miklu fremur að þakka Gísla góða þætti, sem áðurnefndum talsmönnum „að- ilanna" veitti sannarlega ekki af að gefa betri gaum en þeir virðast gera. XXX VÍKVERJA finnst að fjölmiðlar eigi, allir sem einn, að standa vörð um íslenska tungu og því sárn- aði honum að heyra fréttamann á Stöð 2 hálda því fram fyrir skemmstu - í frétt af kjaraviðræð- um - að einhveijum þætti eitthvað óásættanlegt. Fjölmiðlamenn verða að vera góð fyrirmynd og ættu jafn- vel að reyna að leiðbeina viðmæl- endum sínuro í þessu efni. Eitt gott ráð er að hvetja til lestrar pistla Gísla Jónssonar! xxx ATHYGLIVERÐ umfjöllun var á íþróttasíðum Morgunblaðs- ins á dögunum þar sem nokkrir fyrrum íþróttakappar, sem síðar hafa fengist við þjálfun, lýstu þeirri skoðun sinni að ungir og upprenn- andi íþróttamenn væru ekki jafn metnaðarfullir og áður tíðkaðist, og skorti jafnframt aga. Einn þeirra komst svo að orði að sumir af þeirra kynslóð afreksmanna sem nú er að vaxa úr grasi væru mjög glúrnir við samningaborðið en væru síðan ekki tilbúnir að leggja sig fram í réttu hlutfalli við það, þegar kæmi að æfingum. Ljótt er að heyra, hugsaði Víkverji með sér. Flestum er ljóst að íþróttahreyfingin hefur ejdt um efni fram síðustu árin - þar sem víða hafa verið settir mikl- ir peningar í keppnislið félaga með von um árangur. Getur verið að íþróttaforystan hafa ofdrekað um- rædda kynslóð svo að nú skipti peningarnir orðið miklu meira máli en árangurinn?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.