Morgunblaðið - 08.03.1997, Page 2
2 LAUGARDAGUR 8. MARZ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
___________________FRÉTTIR________
Sæberg og Þormóður rammí
sameínast á næstu vikum
STJÓRNIR Sæbergs hf. í Ólafsfirði og Þor-
móðs ramma hf. á Siglufirði hafa gert með
sér samkomulag um samruna félaganna og
er stefnt að því að samruninn komi til fram-
kvæmda á næstu vikum. í maímánuði á árinu
1996 keypti Þormóður rammi hf. 20% hlut í
Sæbergi hf. og gerðu félögin þá með sér sam-
starfssamning sem unnið hefur verið eftir síð-
an.
Tilgangur með samruna félaganna er að
auka hagkvæmni með bættri nýtingu eigna
og veiðiheimilda, draga úr kostnaði og gera
hið sameinaða félag betur búið til að takast á
við ný sóknarfæri. Stefnt verður að stækkun
félagsins, eflingu skipastólsins jafnframt því
sem unnið verður að frekari úrvinnslu afla í
landi eftir því sem möguleikar gefast til og
hagkvæmt þykir. Starfsemi félaganna mun
fara fram bæði á Siglufirði og Olafsfirði og
horfa menn mjög til bættra samgangna milli
staðanna og aukinnar samvinnu sveitarfélag-
anna. Sem fyrsta skref í eflingu skipastólsins
hefur verið gerður samningur um kaup á frysti-
skipinu Engey RE-1 af Granda hf.
Veiðiheimildir félaganna beggja nema nú
um 17 þúsund þorskígildistonnum að meðtöld-
um heimildum utan lögsögu.
Sæberg hf. á fjögur skip, tvo frystitogara
og tvo ísfisktogara. Þrír togarar félagsins eru
nú á bolfiskveiðum og einn á rækjuveiðum.
Hjá félaginu starfa 100 manns. Heildarvelta
félagsins nam 1.350 millj. kr. á árinu 1996.
Þormóður rammi hf. á fjögur skip, tvö rækju-
frystiskip og tvö ísrækjuskip. Félagið rekur
bolfisk- og rækjuvinnslu á Siglufirði. Starfs-
menn félagsins eru 190. Heildarvelta félagsins
nam 2.272 millj. kr. á árinu 1996. Hlutabréf
í Þormóði ramma hf. eru skráð á hlutabréfa-
markaði.
Framkvæmdastjórar félagsins verða tveir,
Gunnar Sigvaldason í Ólafsfírði og Ólafur
Marteinsson á Siglufirði.
Tryggingamál
skoðuð í samráði við
dómsmálaráðherra
„Ekki for-
svaranlegt
að leggja
TF-LIF“
HAFSTEINN Hafsteinsson for-
stjóri Landhelgisgæslunnar segir
að tryggingamál TF-LÍF verði
skoðuð í samráði við dómsmálaráð-
herra, í samhengi við aðrar fyrir-
liggjandi spamaðartillögur.
Dómsmálaráðherra sagði í
Morgunblaðinu í gær að þyrlan
verði alltaf til taks og hún verði
ekki tekin út af tryggingum. Haf-
steinn segir að vélin þurfi að vera
ákveðið marga mánuði á ári í við-
haldi og þótt menn vilji hafa þann
tíma eins skamman og unnt er sé
þó ljóst að vélin geti vart verið til
taks öllum stundum.
Engu breytt í rekstri
„Ef við getum notað TF-SIF
gerum við það vegna lægri tilkostn-
aðar því samfara, en komið getur
fyrir að við verðum að nota TF-LÍF
ef minni þyrlan er í yfirhalningu.
Við erum því ekki að breyta neinu
í rekstrarfýrirkomulagi þótt við
hvílum TF-LÍF eftir megni,“ segir
Hafsteinn. „Sjálfum finnst mér ekki
forsvaranlegt að TF-LÍF verði lagt,
en hins vegar notum við TF-SIF
þegar svo ber undir.“
Um 20 manns skiptast á í áhöfn
þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-
LÍF, þar af þrír flugstjórar, þrír
aðstoðarflugmenn, þrír sigmenn
og fjórir á spili, auk þess sem fimm
til sjö læknar skiptast á í björg-
unarflugi. Reynt er að fljúga tvisv-
ar í viku og tengja æfingar við
brottför varðskipa úr höfn, auk
þess sem fastur liður í þjálfun er
í tengslum við Slysavarnarskóla
sjómanna, þar sem m.a. er æft að
síga eftir mönnum. Einnig eru
björgunaraðgerðir á fjöllum, leitar-
aðgerðir o.fl. innan æfingaáætlun-
ar þyrlunnar.
Samdráttur áhyggjuefni
Páll Halldórsson flugrekstrar-
stjóri Landhelgisgæslunnar segir
að verði dregið úr flugi frá því sem
nú er sé það áhyggjuefni.
„Verði vélinni lagt er henni vita-
skuld ekki flogið á meðan og þá
þarf að ráðast í miklu víðtækara
æfingaferli til að koma mönnum
aftur í góða þjálfun. Ef við höfum
ekki þyrluna takmarkast okkar
geta við TF-SIF, sem minnkar að
sjálfsögðu öryggi. Það skiptir öllu
að vera viðbúinn, eins og sannaðist
við strand Vikartinds, og að menn
þurfi ekki rifja upp fyrir sér hversu
langt er síðan þeir voru að síga
þegar kallið kemur,“ segir Páll.
Morgunblaðið/Rax
Árekstrahrina á Kringlumýrarbraut
ALLS skemmdust sautján bifreiðir í fjórum
árekstrum á Kringlumýrarbraut í gær og þar
af þijár á sjötta tímanum í gærkvöldi, með ör-
stuttu millibili. Svo virðist sem hálka og slæm
færð sé aðalorsök árekstranna, að sögn lög-
reglu. Einn maður var fluttur á slysadeild með
sjúkrabíl eftir árekstrahrinuna um klukkan
17.30 í gær, en annar hugðist leita þangað af
sjálfsdáðum. Talsvert eignaljón varð af þessum
sökum, en stórvægilegar skemmdir urðu ekki á
bifreiðum eða alvarleg meiðsli á ökumönnum.
Alls voru 25 árekstrar færðir til bókar hjá lög-
reglunni í Reykjavík frá því í gærmorgun og
fram til klukkan 20 í gærkvöldi.
Rafiðnaðarmenn
hjáRARIK
95,8% sam-
þykktu
verkfall
16. mars
RAFIÐNAÐARMENN sem
starfa hjá Rafmagnsveitum
ríkisins hafa samþykkt boðun
ótímabundins verkfalls sem
hefjist á miðnætti 16. mars.
A kjörskrá voru 138. Alls
kusu 120 eða 86,9%. Já sögðu
115 eða 95,8%, nei sögðu 4
eða 3,3% og einn skilaði auðu.
Rafiðnaðarmenn hafa slitið
viðræðum við vinnuveitendur
og hafna m.a. tillögum í til-
boði vinnuveitenda um að
samningar gildi frá undir-
skrift. Rafiðnaðarmenn hafna
einnig tillögu um sveigjanleg-
an vinnutíma og vilja að yfir-
vinnuálag verði óbreytt enda
séu engir bónusar færðir inn
í föst laun rafiðnaðarmanna.
Hass og
amfetamín
falið í gjótu
TVEIR menn voru látnir laus-
ir úr varðhaldi í gær, en þeir
hafa setið í gæsluvarðhaldi
síðan 14. febrúar, daginn eft-
ir að par á leið úr landi var
handtekið í flugstöð Leifs
Eiríkssonar.
Skömmu áður hafði fíkni-
efnadeild lögreglunnar í
Reykjavík fundið rúm tvö kíló
af hassi og um 350 grömm
af amfetamíni sem var falið
í gjótu á víðavangi innan
höfuðborgarsvæðisins.
Grunur um vafasöm
viðskipti
Samkvæmt upplýsingum
frá lögreglu er rannsókn
málsins komin á það stig að
ekki þykir ástæða til að halda
mönnunum í varðhaldi, en
rannsókn er þó ekki lokið og
er meðal annars verið að
skoða fjárhagslega hlið máls-
ins.
Fólkið sem var handtekið
í flugstöð Leifs Eiríkssonar
var á leið til útlanda eins og
áður sagði, að eigin sögn í
viðskiptaferð. Að sögn lög-
reglu lék grunur á að þau
viðskipti snerust um fíkni-
efni, en ekki þótti ástæða til
að hleypa fólkinu úr landi
eftir að áðurnefnd eiturlyf
fundust og böndin beindust
að því.
Innbrot í 5
bíla í gær
BROTIST var inn í bifreið við
Vallarás í gærmorgun og sáu
þjófarnir ástæðu til að bijóta
tvær rúður í henni til að nálg-
ast fistölvu og farsíma sem
þeir höfðu á brott með sér.
Einnig var brotist inn í bif-
reið við Laxakvísl og geisla-
spilara og geisladiskum stolið
og einnig tvo bíla við bílaum-
boðið Brimborg i Faxafeni í
gærmorgun, þar sem tveimur
útvarpstækjum var stolið.
Um hádegi í gær var síðan
brotist inn í bifreið við Sæ-
mundargötu og geislaspilara
og geisladiskum stolið.