Morgunblaðið - 08.03.1997, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 08.03.1997, Qupperneq 4
4 LAUGARDAGUR 8. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ ______________________________FRETTIR_____________________________ Landssambönd Alþýðusambandsins hafa svarað gagntilboði vinnuveitenda Viðræður yfir lielgina en mikill ágreiningur •• LL landssambönd innan ASÍ og verkalýðsfélögin Dagsbrún og Framsókn hafa svarað gagntillögum vinnuveitenda og gera fjölmargar athugasemdir. Mikill ágreiningur er á milli launþegasambandanna og vinnuveitenda. Verkamannasambandið svaraði gagntilboði vinnuveitenda í gær með því að leggja fram ítarlegar tillögur að aðalkjarasamningi sem eru byggðar á kröfugerð sambandsins frá því í desember. Þrátt fyrir mikla óánægju innan launþegasamtakanna með tillögur vinnuveitenda og að mikið beri í milli hefur Rafíðnaðar- sambandið eitt lýst yfir að það hafí slitið viðræðum við vinnuveitendur. Rafiðnaðarmenn hittu hins vegar fulltrúa Reykjavíkurborgar og ríkis- ins í gær og verður viðræðum þeirra haldið áfram í dag. Ákveðnir hafa verið sáttafundir með fulltrúum ann- arra landssambanda og vinnuveit- enda hjá sáttasemjara yfír helgina þar sem reynt verður að finna fleti sem gefí tilefni til að halda viðræðum áfram. í dag verður m.a. haldinn fundur með fulltrúum Dagsbrúnar og Framsóknar þar sem látið verður reyna á hvort hægt sé að ná niður- stöðu í viðræðum um sérsamninga félaganna. Þáttaskil í samningamálunum Þórir Einarsson ríkissáttasemjari segir að staða kjaraviðræðnanna sé óráðin en ákveðin þáttaskil hafí nú orðið. Fyrstu verkföll eigi að hefjast upp úr helginni og nú verði látið reyna á möguleika á samkomulagi áður en þau skelli á. „Það er mjög mikill ágreiningur um samningstíma, breytingar á yf- irvinnuálagi, svokallaðan fleytitíma sem felur í sér að starfsmenn vinni dagvinnu á mismunandi tímum yfír daginn, einstaklingsbundið, og svo munar mjög miklu á launaliðum," segir Bjöm Grétar Sveinsson, for- maður Verkamannasambandsins. VMSÍ stendur m.a. fast á kröfu um tveggja ára samningstíma og krefst um helmingi meiri kauphækk- ana en vinnuveitendur bjóða. „Við ætlum að taka peninga út úr þjóðfé- lagsstærðum í efnahagslífínu með aðferðum sem hleypa ekki upp verð- bólgubáli. Við erum trúir þessari stefnu og höfum farið nútímalegri leiðir en oft áður. Við erum ekki á neinum prúttmarkaði," segir Bjöm VMSI-formenn halda heim og skipuleggja verk- fallskosningar Grétar og bætir við að Verkamanna- sambandsmenn séu trúir þeirri stefnu sem mótuð var á síðasta ASÍ- þingi að fara fram á krónutöluhækk- anir. Ákveðið hefur verið að hópur helstu forystumanna VMSÍ hitti vinnuveit- endur á ný á sunnudag. Einnig verð- ur fundur með Landsambandi versl- unarfólks og Iðju á sunnudag. „Það er verulegur ágreiningur um ákveðna þætti í tilboðinu. Við erum út af fyr- ir sig tilbúnir að ræða málin áfram. Við leysum ekki hnútinn nema við ræðumst við,“ segir Guðmundur Þ. Jónsson, formaður Iðju. Síðdegis í gær fóru fjölmargir full- trúar í samninganefndum VMSÍ utan af landi að tínast til síns heima. Formenn einstakra verkalýðsfélaga sögðu í gær að nú tækju þeir til við að skipuleggja atkvæðagreiðslur um boðun verkfalls um næstu mánaða- mót en yrðu þó tii taks ef einhver hreyfing yrði í Karphúsinu. Forysta Verzlunarmannafélags Reykjavikur fór í gær yfír tillögur vinnuveitenda og i dag verður hald- inn fundur með starfsgreinafulltrú- um áður en haldinn verður fundur síðdegis með vinnuveitendum. VR sér kosti og ókosti við tilboð vinnu- veitenda. Félagið á einnig í viðræðum við verslanimar 10-11 um gerð kja- rasamnings og er undirritunar að vænta á hverri stundu, skv. upplýs- ingum blaðsins. VSÍ tilbúið að ræða flata prósentuhækkun Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ segir að áfram verði látið reyna á hvort tilraunin til að mæta upprunalegri kröfugerð verkalýðsfélaganna um að færa tax- takaup nær greiddu kaupi geti skilað árangri. „Við höfum þegar undirgengist að minnsta kosti 5% aukningu á launakostnaði með okkar tilboði. Við emm reiðubúnir að ræða aðrar út- færslur á því, þess vegna um flata prósentuhækkun, þar sem ekki yrðu gerðar neinar aðrar breytingar, líkt og samningar sumra þessara félaga, til dæmis við Stöð 2, hafa falið í sér. Af okkar hálfu er engin krafa uppi um það að hækka taxtakaup um tugi prósenta og gera aðrar þær breytingar sem því fylgja. Við erum alveg eins tilbúnir að semja á einföld- um nótum með svipuðum launa- kostnaðarauka," segir hann. ASV kemur til sáttafundar Síðdegis á sunnudag koma fulltrú- ar Alþýðusambands Vestfjarða og viðsemjendur aðildarfélaga þess til fyrsta sáttafundar í húsnæði rík- issáttasemjara. Einnig verður hald- inn sáttafundur í Vestmannaeyjum á milli verkalýðsfélagsins og fulltrúa fískimjölsverksmiðja en boðað yfir- vinnubann í bræðslunum á að heflast síðdegis á mánudag. 260 manns á 115 bíl- um á há- lendinu FERÐ félaga úr Ferðaklúbbn- um 4x4 yflr hálendið gekk að óskum í gærkvöldi þrátt fyrir éljaveður og lélegt skyggni og var búist við að hópurinn yrði kominn í skálann í Nýjadal um miðnætti. í ferðinni eru 100 þátttökubílar og 15 vinnubílar með samtals um 260 manns, en lagt var af stað frá Reykjavík í gærmorgun og er ferðinni heitið yfír Sprengisand. í dag slást svo í hópinn fimm bílar frá Akureyri. Að sögn Odds Einars- sonar, formanns 4x4 klúbbsins, hafði ferðin í gær gengið áfalla- laust nema hvað einn bíllinn valt í Þrengslum. Enginn slasað- ist og litlar skemmdir urðu á bílnum sem komið var á réttan kjöl og hélt hann ferðinni áfram. Veðurspá fyrir nóttina var slæm og sagði Oddur að leiðangursmenn myndu bíða af sér veðrið í Nýjadal fram yfir hádegi í dag en halda síðan í skála 4x4 klúbbsins í Réttarkoti og þaðan niður í Bárðardal. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Sagðist hann gera ráð fyrir að fyrstu bílamir yrðu svo komnir til Akureyrar um kl. 21 í kvöld. Gæsluvarð- hald fram- lengt LÖGREGLAN í Reykjavík fékk því í gær framgengt að lengt væri gæsluvarðhald yfír íslenskum manni sem handtekinn var um miðjan desember í tengslum við rannsókn á smygli og dreifingu á hassi, auk amfetamíns og E-pilla. Gæsluvarðhald mannsins er framlengt til 18. apríl næstkom- andi, eða sama tíma og hollenskt par sem handtekið var 11. desem- ber. Fólkið var með tæp tíu kfló af hassi í fórum sínum við komuna til landsins og í kjölfarið fundust við húsleitir 10,5 kg af hassi, 500 E-pilIur og 260 grömm af am- fetamíni. Losna líklega ekki fyrr en dómur gengur „Málið er víðtækt og brotið svo stórt að líklegt er að þetta fólk verði ekki látið laust fyrr en dómur gengur," segir Einar Karl Krist- jánsson, fulltrúi í fíkniefnadeild lög- reglunnar í Reylqavík. Opel Astra Cœfy'emey 100.000.- kr. afsláttur Halim A1 dæmdur til fjögurra mánaða fangelsisvistar „Glöð yfir árangrinum44 ÍSAK Halim Al var dæmdur til þriggja mánaða og tuttugu og sex daga fangelsisvistar í sakadómi í Istanbúl í gærmorgun vegna ítrek- aðra brota sinna á umgengnisrétti Sophiu Hansen við dætur þeirra. Hann hefur viku frest til að áfrýja dómnum til Hæstaréttar. „Ég get ekki annað en verið glöð yfír þeim árangri að sjá tyrkneska réttarkerfið loksins virka og sýna fram á að þar er líka hægt að fá réttláta dómsniðurstöðu," sagði Sop- hia í samtali við Morgunblaðið í gær að réttarhöldum loknum. „Það er auðvitað aldrei skemmtilegt fyrir böm að sjá á eftir foreldrum sínum bak við fangelsisrimla en þetta hefur hann kallað yfír sig.“ Ólafur Egilsson sendiherra segir að vöm lögmanns Halims Al hafí verið byggð á þvi að ekkert væri því til fyrirstöðu af hans hálfu að mæðg- umar hittust, en telpumar vildu ekki hitta móður sína. „Þessu trúa menn ekki, vitandi það að hann hefur beitt þær miklum þrýstingi öll þessi ár og staðið mjög eindregið í vegi fyrir því að mæðg- umar hittust eins og dómsúrskurðir hafa kveðið á um. Lögmaðurinn vísaði m.a. til bama- sáttmála Sameinuðu þjóðanna og taldi að það væri ekki hægt að þvinga telpumar til að hitta móður sína en dómarinn tók ekki mark á því, taldi brot Halims augljóst og hann ekki eiga sér aðrar málsbætur en þær við dómsuppkvaðninguna að hann hefði komið þokkalega fram í réttinum," sagði Ólafur. Eins og fyrr sagði hefur Halim Al viku frest til að áfrýja dómnum til Hæstaréttar en Sophia kveðst frekar hafa trú á því að Hæstiréttur staðfesti dómsniðurstöðuna. Það gæti tekið allt að þijá til fimm mán- uði fyrir Hæstarétt að kveða upp úrskurð sinn en Ólafur telur þó ekki ólíklegt að reynt verði að flýta með- ferð málsins. Líkur em á að dómarar áfrýjunar- réttarins í Ankara leggi fljótlega fram endurskoðað álit sitt í forræðis- máli þeirra Sophiu Hansen og Halims Al. Það hefur tafíst nokkuð sökum þess að sakadómarinn í Istanbúl ósk- aði eftir að fá til sín öll gögn forræð- ismálsins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.