Morgunblaðið - 08.03.1997, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 08.03.1997, Qupperneq 6
6 LAUGARDAGUR 8. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Biskupskjör í sumar Þrír prestar hafa gefið kost á sér Verkfall í MS hefst á miðnætti annað kvöld Búist við mjólkurskorti á fimmtudag Starfsmenn neituðu afgreiðslu til Hagkaups ÞRÍR prestar hafa lýst því yfir að þeir hyggist gefa kost á sér til bisk- upskjörs á sumri komanda, en þeir eru auk séra Gunnars Kristjánsson- ar sóknarprests á Reynivöllum í Kjós, séra Auður Eir Vilhjálmsdótt- ir sóknarprestur í Kirlrjuhvols- prestakalli og Sigurður Sigurðar- son vígslubiskup í Skálholti. Séra Karl Sigurbjömsson sóknarprestur í Hallgrímsprestakalli sem gjaman hefur verið orðaður við biskups- embættið segist vera að hugleiða hvort hann eigi að bjóða sig fram, en vill að öðm leyti ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Auður Eir segir að margir hafi hvatt hana til að bjóða sig fram, bæði fólk á götum úti og fólk sem hafi hringt í hana. „Þá tel ég mig eiga erindi í þetta starf vegna þess að ég hef lengi haft ýmsar hug- myndir sem ég vildi að yrðu fram- kvæmdar í kirkjunni," segir hún. „Til dæmis vil ég að prestar vinni í litlum hópum að því að endur- skipuleggja starf sitt og fái sam- hliða því bæði sálgæslu og endur- menntun." Sigurður Sigurðarson segist hafa tekið ákvörðun um að bjóða sig fram í samráði við nokkra presta. „Ég hef orðið var við mik- inn stuðning og traust ákveðinna manna sem telja að ég geti sinnt ýmsu því sem biskup á að sinna,“ segir hann og leggur áherslu á að eitt mikilvægasta verkefni næsta biskups verði að stuðla að einingu kirkjunnar. Söngfólk fram- tíðarinnar ÞAÐ lá vel á unga söngfókinu í Rimaskóla, þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar að garði í gær. Krakkarnir syngja í Litla kórnum, en í kórnum eru börn úr öðrum og þriðja bekk Rima- skóla. Börnin í Rimaskóla hafa undanfarna daga ekki ástundað hefðbundið skólastarf, heldur verið í sérverkefnum, undir heitinu „Þemadagar“. Allir ár- gangar hafa frá 5. til 7. marz unnið að ýmsum verkefnum, sem tengjast lífinu í Grafarvogi, hvort sem um ræðir atvinnulíf, listir eða bókmenntir. Dag- skránni lauk svo með skemmtun í gær. Hinn hefðbundni skóla- dagur bíður svo krakkanna handan helgarinnar. „UNNIÐ verður við framleiðslu, pökkun og afgreiðslu allan daginn (laugardag). Það verður feykinóg af mjólkurvörum á markaðinum vel fram í næstu viku. Ég tel að það verði ekki skortur á mjólkurvörum fyrr en á fimmtudag eða föstudag í næstu viku,“ segir Pétur Sigurðs- son, yfirmaður framleiðslusviðs Mjólkursamsölunnar í Reykjavík, en vinnustöðvun Dagsþrúnarmanna hjá MS og EMMESSÍS hefst á mið- nætti annað kvöld. Pétur segir að neytendur séu ekki byijaðir að hamstra mjólk en hins vegar hafi verslanir keypt mun meira magn en venjulega og miklar tafir hafi orðið á afgreiðslu mjólkur- vara að undanförnu. Fullyrða að mjólk hafi verið flutt í Hagkaup frá Akureyri Starfsmenn Dagsbrúnar sem ann- ast mjólkurdreifingu hjá MS ákváðu í gærmorgun að afgreiða ekki mjólk- urvörur í verslanir Hagkaups, þar sem þeir telja sig hafa fulla vitn- eskju um að mjólk hafi verið flutt frá Mjólkursamlagi KEA í gegnum Hagkaup á Akureyri til verslana Hagkaups í Reykjavík. Ólafur Ólafs- son, aðaltrúnaðarmaður starfs- manna, sagði að þarna væri um við- vörun að ræða en afgreiðslubannið hefði staðið „fram eftir degi“. „Dagsbrún er með forgangsrétt til vinnu við dreifingu á mjólk í Reykja- vík. Ef Óskar í Hagkaup og Þórarinn V. Þórarinsson telja að þeir geti far- ið út í mjólkurdreifingu hér í bæn- um, þá er það misskilningur,“ segir hann. 30-40% meira magn en venjulega Pétur Sigurðsson segir rangt að afgreiðslubann hafi verið sett á I mjólkurdreifíngu til Hagkaups og I starfsmenn hafi ekki boðað það | formlega. Hann segir að verslanir 1 Hagkaups fái mjólk eins og aðrir :j eftir því sem unnt sé. „Það er hins s vegar seinkun á allri útkeyrslu til verslana af allt öðrum ástæðum. Það hefur verið hamstrað svo mikið á undanförnum dögum. Fyrstu fjóra .. daga vikunnar höfum við keyrt út J 30-40% umfram það sem venjulegt j er eða um 150 þúsund lítra. Þetta i mjólkurmagn er í verslununum en ij það hefur gengið á þær birgðir sem við erum með og okkur vantar því mjólk, ekki aðeins fyrir vörur sem í pakkað er á Bitruhálsinum, heldur vantar einnig mjólk í ýmsar sérvörur I svo sem jógúrt og skyr. Öll af- | greiðsla er því á eftir áætlun,“ segir § hann. Talsmenn Hagkaups vildu ekki tjá | sig um málið í gær. Starfsmenn einhuga um að skaði MS verði í lágmarki Dagsbrúnarmenn í MS hafa óskað eftir stuðningi starfsbræðra sinna í | öðrum mjólkursamlögum úti á landi vegna vinnustöðvunarinnar í næstu | viku og segja _að erindi sínu hafi verið vel tekið. Ólafur sagði að fylgst 1 verði vel með því að mjólk verði ekki flutt til höfuðborgarinnar eftir að vinnustöðvunin hefst. „Við ætlum ekki að láta bijóta niður verkfallið“ ■ segir hann. Ólafur gerði ráð fyrir að starfs- ; menn ynnu í dag og hugsanlega á sunnudag ef þess yrði óskað. Hann | sagði að starfsfólkið væri einhuga ! um að lágmarka skaða fyrirtækisins vegna verkfallsins. „Þarna er verið að þrýsta á gerð samninga, sem ekkert hafa gengið," segir hann. Morgunblaðið/Kristinn Iðnaðarráðherra um frekari viðræður við Elkem um Járnblendiverksmiðjuna Eitthvað nýtt verð- ur að koma frá El- kem í umræðuna FINNUR Ingólfsson iðnaðarráð- herra segir að til þess að viðræður um kaup Elkem í Noregi á ákveðn- um eignarhlut íslenska ríkisins í Jámblendiverksmiðjunni á Grund- artanga geti hafist á nýjan leik verði eitthvað nýtt að koma inn í umræð- una af hálfu Elkem. Jón Sveinsson, stjórnarformaður Járnblendifélags- ins, segir að eins og staðan sé í dag sé ekkert útlit fyrir að verksmiðjan verði stækkuð, og ekki verði farið fram á frekari framlenginu á fresti Landvirkjunar af hálfu stjórnar fé- lagsins. í Morgunblaðinu í gær var haft eftir Guðmundi Einarssyni, forstjóra jámblendi- og kísilmálmsviðs El- kem, að hann vonist til þess að samningar um kaup Elkem á hluta eignarhluts ríkisins í jámblendivek- smiðjunni geti tekist þannig að Elk- em eignist meirihluta í fyrirtækinu, og með því geti tekist samningar um stækkun verksmiðjunnar. Finnur Ingólfsson segir að á þeim fundi þegar slitnaði upp úr viðræð- um fulltrúa ríkisins og Elkem hafi hver og einn verið búinn að teygja sig eins langt í átt til samkomulags og menn treystu sér til á þeirri stundu. „Menn náðu ekki saman um hvert verðmæti verksmiðjunnar er, en við fengum óháðan aðila til að meta verksmiðjuna fyrir okkur og verð- mætamatið var á bilinu 2,1-2,8 milljarðar króna. Við höfum í sjálfu sér verið tilbúnir til þess að fallast á að fara eftir þessu verðmæta- mati. Þrátt fyrir þetta tókst mönn- um ekki að komast að samkomulagi um hvert verðið væri, og um leið stóð það út af borðinu við hvaða kringumstæður Elkem gæti orðið meirihlutaeigandi,“ sagði Finnur. Hann sagði að til þess að viðræð- urnar geti farið aftur af stað þyrfti eitthvað nýtt að koma inn í umræð- una, og engin launung á því að öll nýmæli sem komið hefðu inn í um- ræðumar fram að þessu hefðu kom- ið frá Islendingum. „Við höfum lagt höfuðáherslu á það frá íslenskum hagsmunum að þessi verksmiðja verði stækkuð til þess að tryggja framtiðarstöðu hennar, samkeppnisaðstæður á markaðnum, auka útflutningsverð- mætið og til þess að tryggja at- vinnuöryggi starfsmanna og fjölga störfum. Við horfum því á þetta þjóðhagslega og metum verðið líka út frá því. Það þarf því að koma eitthvað nýtt inn í umræðuna til þess að viðræður fari af stað og ég er feginn því sem ég heyri nú á Norðmönnunum að þeir hafi áhuga á að koma með eitthvað nýtt inn í umræðuna og þá komi það frá þeim,“ sagði Finnur. Verðmætamatið miðað við þriðja ofninn Varðandi þá gagnrýni Guðmund- ar Einarssonar að ríkið vilji selja hlut sinn á of háu verði, segir Finn- ur að áðurnefnt verðmætamat hefði verið miðað við að þriðji ofninn væri kominn í gagnið, en ef hann væri ekki tekinn með í reikninginn væri matið mun lægra. „Við höfum viljað halda okkur við þetta verðmætamat sem við höfum verið að fá frá þessum óháðu aðilum sem þekkja mjög vel til á markaðnum, en það hefur hins veg- ar ekki verið svo með Norðmennina að þeir hafi verið tilbúnir til þess,“ sagði hann. Finnur segir að það komi alveg til greina að Elkem geti eignast meirihluta í Járnblendiverksmiðj- unni og hann vilji ekki útiloka það. Hins vegar fái hann ekki séð að hægt sé að semja um málið í ein- hveijum pörtum, þ.e. um verðið sér og síðan um meirihlutann. „Þetta er samhangandi og menn verða að horfa á dæmið í heild sinni. Þessi 55% skráða meirihlutaeign okkar í fyrirtækinu er í sjálfu sér mjög lítils virði ef minnihlutaréttind- in eru svo sterk og tryggð að við getum í raun og veru engu ráðið. Það lýsir sér í samningaviðræðum okkar síðustu daga að minnihluta- réttindin eru mjög sterk og til þess að taka ákvörðun um þriðja ofninn þarf meirihluta 2/3 atkvæða og það höfum við ekki nema með Sumi- tomo, og til þess að taka lán í þriðja ofninn þurfum við líka að hafa Sumitomo með okkur. Þeir hafa hins vegar marglýst því yfír að þeir séu ekki tilbúnir til að gera þetta nema að fá breytingu á markaðs- samningi sínum, en til þess að fá honum breytt þarf samþykki allra aðilanna,“ sagði Finnur. Engin áform um frekari viðræður Jón Sveinsson, stjórnarformaður Járnblendifélagsins á Grundar- tanga, segir engin áform uppi um frekari viðræður við Elkem. „Eins og þessar viðræður þróuð- ust og þeir kostir sem Elkem voru boðnir er ekki hægt að skilja það svo að íslensk stjórnvöld séu ekki reiðubúin að afsala sér meirihluta- eign í Járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga. Viðræðurnar strönd- uðu í sjálfu sér á verðhugmyndum aðila og með hvað hætti Elkem gæti orðið meirihlutaaðili. Það voru gefnir ákveðnir möguleikar fyrir Elkem í því sambandi en þeir voru ekki tilbúnir að gangast inn á þær lausnir sem íslenska ríkið bauð upp á í þessu sambandi, né það verð sem um var að ræða. Elkem vildi hafa þessa hluti með öðrum hætti en ís- lenska ríkið lagði til. Þetta snýst ekki bara um verð, heldur líka um aðferðafræði og þá með hvaða hætti þetta gæti gerst,“ segir Jón. Jón segir að ekki verði farið fram á frekari framlenginu á fresti Land- ! virkjunar af hálfu stjómar félagsins. Eins og staðan sé í dag sé því ekk-; ert útlit fyrir að verksmiðjan verði stækkuð. „Miðað við þau svör sem okkur hafa borist frá hinum eigna- raðilunum teljum við okkur ekki fært að taka þann raforkukost sem i Landsvirkjun býður upp á,“ segir j Jón.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.