Morgunblaðið - 08.03.1997, Page 16
16 LAUGARDAGUR 8. MARZ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Landsbanki íslands skilaði 262 milljóna króna hagnaði á síðasta árí samanborið við 177 milljónir árið áður
Langt frá viðunandi
rekstramiðurstöðu
Morgunblaðið/Kristinn
FINNUR Ingólfsson, viðskiptaráðherra, undirritar ársreikning
Landsbanka Islands á ársfundinum í gær. Við hlið hans er Björg-
vin Vilmundarson, formaður bankasljórnar Landsbankans.
HAGNAÐUR Landsbankans fyrir
skatta og óreglulega liði nam 582
milljónum króna á árinu 1996, en
eftir skatta og óreglulega liði sem eru
vegna eldri lífeyrisskuldbindinga að
fjárhæð 260 milljónir króna nam
hagnaðurinn 262 milljónum króna
samanborið við 177 milljónir árið
áður. Björgvin Vilmundarson, for-
maður bankastjómar Landsbanka ís-
lands, sagði þegar hann gerði grein
fyrir afkomu bankans að þessi rekstr-
amiðurstaða væri langt frá því viðun-
andi allra síst í ljósi þess að árferði
hefði verið gott á síðasta ári og nauð-
syn á að bæta afkomuna í gjörbeytt
rekstrarumhverfí næstu ára.
Vaxtatekjur Landsbankans á síð-
asta ári námu 9.115 milljónum króna
og lækkuðu um 43 milljónir eða um
0,5% milli ára. Útlán bankans jukust
um 2,7 milljarða króna milli ára eða
um 3,5%. Vaxtagjöld hækkuðu hins
vegar um 174 milljónir eða um 3,5%
og námu 5.121 milljón. Þar af námu
vaxtagjöld vegna innlána 2.591 millj-
ón og hækkuðu um 234 milljónir eða
tæp 10% frá árinu áður. Hreinar
vaxtatekjur námu 3.994 milljónum
og lækkuðu um 217 milljónir króna
eða um 5%. Aðrar rekstrartekjur
námu 2.209 milljónum og jukust um
263 milijónir króna eða 13,5%. Mest
jukust tekjur vegna þóknana og hins
vegar gengismunur en hann rúmlega
tvöfaldaðist milli ára. Hreinar rekstr-
artekjur jukust aðeins um 46 milljón-
ir króna.
Rekstrargjöld jukust hins vegar
mun meira. Þau námu 4.384 milljón-
um króna og hækkuðu um 248 millj-
ónir króna eða 6%. Þar af jókst launa-
kostnaður um 90 milljónir eða 4%,
en annar rekstrarkostnaður um 162
milljónir eða 10%. Stöðugldum fækk-
aði um 20 á árinu og voru í árslok 929.
Allur tilkostnaður
hækkar
„Sú einfalda mynd blasir við að
allur tilkostnaður hvort sem um er
að ræða vaxtagjöld eða rekstrar-
kostnað hækkar verulega, en tekjur
dragast saman eða standa í stað. A
þessu þarf að taka með markvissum
aðgerðum," sagði Björgvin.
A síðasta ári fóru 71% af hreinum
rekstrartekjum í rekstrargjöld en
árið áður var hlutfallið 67%. Framlög
á afskriftarreikning námu 1.237
milljónum og lækkuðu um 129 millj-
ónir króna milli ára og fer enn yfir
þriðjungur af vaxtamun til að mæta
framlögum á afskriftarreikning út-
lána, að sögn Björgvins. Eiginfjár-
hlutfall bankans í árslok var 9,36%
en var 9,38% árið áður. Efnahags-
reikningurinn nam 110 milljörðum
króna og stækkaði um 8 milljarða.
Vaxtamunur bankans í hlutfalli af
meðalstöðu heildarfjármagns lækk-
aði úr 3,8% í 3,6%.
Útlán til einstaklinga
minnkuðu
Heildarinnlán Landsbankans í árs-
lok 1996 að meðtalinni verðbréfaútg-
áfu námu 75,7 milljörðum króna.
Nam aukningin 5,1 milljarði króna
eða 7,2% frá árinu áður. Meðalaukn-
ing innlána banka og sparisjóða á
sama tíma nam 6,3%. Innlán ein og
sér jukust um 1,5%.
Heildarútlán Landsbankans voru
86.614 og jukust um 1,9 milljarða
króna eða 2,3%. Hlutdeild bankans
í heildarútlánum banka og sparisjóða
var 38%. Mjög mikil umskipti urðu
á útlánum til einstaklinga að sögn
Björgvins. Þau lækkuðu og numu
rúmlega 16,1 milljarði króna. Hlut-
deild einstaklinga í heildarútlánum
bankans lækkuðu úr 21% í 20% og
hlutdeild bankans í lánum til ein-
staklinga meðal banka og sparisjóða
lækkaði úr 30% í 24%. „Minni hlut-
deild bankans í útlánum til einstakl-
inga er vissulega áhyggjuefni og
getur ekki gengið til lengdar. Hitt
er ekki síður áhyggjuefni hversu
hratt heimilin í landinu hafa kosið
að skuldsetja sig að því er virðist
upp á betri tíð með blóm í haga,“
sagði Björgvin.
Útlán bankans til sjávarútvegs
jukust hins vegar verulega og hækk-
aði hlutdeild hans úr 30% í 32%.
Lausafjárstaða bankans var góð allt
árið og var hann vel yfir lausafjár-
skyldu Seðlabankans allt árið, sem
hækkaði úr 10% í 12% í september.
Þurfti bankinn fyrstu níu mánuðina
að eiga 7 milljarða króna í lausu fé
en 9 milljarða króna á síðasta árs-
fjórðungi ársins. Björgvin sagði að
það orkaði tvímælis að aðeins bankar
og sparisjóðir þyrftu að uppfylla
skyldur um ákveðið hlutfall lausaijár
á meðan aðrir aðilar á sama mark-
aði í harðri samkeppni við bankana
um viðskiptavini þyrftu ekki að hlýta
neinum slíkum kvöðum.
Verður að skila
miklum hagnaði
Landsbanki íslands
Úr reikningum ársins 1996
Rekstrarreikningur Miiijónir króna 1996 1995 Breyting
Vaxtatekjur 8.997,1 9.061,0 -0,7%
Vaxtagjöld 5.013,1 4.761,0 +5,3%
Hreinar vaxtatekjur 3.984,0 4.299,9 -7,4%
Aðrar rekstrartekjur 2.610,9 2.224,4 +17,4%
Hreinar rekstrartekjur 6.594,9 6.524,4 +10,8%
Rekstrargjöld 4.743,9 4.497,4 +5,5%
Framlög í atskriftareikning útlána 1.236.9 1.366,3 -9.5%
Hagnaður fyrir skatta 614,1 660,7 -7,1%
Hagnaður af reglul. starfs. e. skatta 318,1 352,4 -9,7%
Hagnaður ársins 262,4 176,9 +48,3%
Etnahagsreikningur 31. desember 1996 1995
I Eíanír: I Milljónir króna
Sjóður og kröfur á lánastofnanir 12.446,0 8.256,6 +50,7%
Útlán 84.836,8 83.748,9 +1,3%
Markaðsverðbréf og eignarhl. í fél. 8.216,8 5.427,1 +51,4%
Rekstrarfjármunir 4.185,7 4.118,4 +1,6%
Ýmsir eignaliðir 561,3 660,6 -15,0%
Eignir samtals 110.246,6 102.211,4 I +7,9%
I Skuldir oo eiQiO fó: \
Skuldir við lánastofnanir 3.740,7 6.500,8 -42,5%
Innlán 62.206,1 60.369,6 +3,0%
Lántaka 31.171,8 23.645,0 +31,8%
Aðrar skuldir 4.539,4 3.937,1 +15,3%
Víkjandi lán 1.994,7 1.564,2 +27,5%
Eigið fé 6.593,9 6.194,8 +6,4%
Skuldir og eigið fé samtals 110.246.6 102.211,4 +7.9%
Liðir utan efnahagsreiknings 12.079,5 11.451,3 +5,5%
Sjóðstreymi Mllljónir króna 1996 1995
Handbært fé frá rekstri 3.581,1 2.999,8 +19,4%
Handbært fé í árslok 1.557,8 599,5 +160%
ÞÓTT hagnaður Landsbanka íslands
í fyrra sé talsvert meiri en hann var
á árinu 1995 er augljóst að rekstr-
arniðurstaða ársins er mun síðri en
nauðsynlegt er, að því er fram kom
hjá Kjartani Gunnarssyni, formanni
bankaráðs Landsbanka íslands, á
ársfundi bankans í gær þar sem árs-
skýrsla Landsbankans vegna ársins
1996 var kynnt.
„Landsbankinn verður að skila
miklum hagnaði til þess að geta
styrkt eiginfjárstöðu sína og tryggt
sér nægjanlegt svigrúm til þátttöku
í harðri samkeppni á fjármagnsmark-
aðnum á íslandi. Á öllum sviðum
bankans þarf því að samræma og
samhæfa öfiugar aðgerðir til þess
að á árinu 1997 verði veruleg bót á
rekstrarafkomu hans. Meðal þess
sem gera þarf er að taka skipulag
bankans til gagngerrar endurskoð-
unar og gaumgæfa með hvaða hætti
verkum og verkefnum verður best
komið fyrir. Heildarhagsmunir fyrir-
tækisins verða að hafa ótvíræðan
forgang í því starfí jafnvel þótt það
verði á kostnað gamalla hefða og
annars þess sem lengi hefur þótt
viðtekinn sannleikur. I nútíma sam-
keppni er ekkert rúm fyrir hefðar-
speki,“ sagði Kjartan.
Há framlög á
afskriftareikning
Hann sagði að bankinn glímdi enn
við há framlög á afskriftarreikning
þó þau hefðu lækkað nokkuð eða úr
1.500 milljónum í 1.300 milljónir
króna í fyrra. Glíman við þennan
kostnaðarlið samfara glímu við auk-
inn rekstrarkostnað og lægri hlut-
fallslegar vaxtatekjur og tekjur af
þjónustugjöldum yrði að halda áfram
með betri árangri en hingað til hefði
náðst.
Kjartan gerði síðan að umræðu-
efni nýjungar í starfsemi bankans á
síðasta ári sem var 110. starfsár
hans. Bankinn hefði opnað viðskipta-
stofu, þar sem fengist væri við inn-
lenda og fjölþjóðlega fjármálaþjón-
ustu fyrir viðskiptavini bankans og
bankann sjálfan. Þá hefði Lands-
bankinn fyrstur íslenskra banka opn-
að símabanka á síðasta ári.
Kjartan vék síðan að fyrirhugaðri
breytingu ríkisbankanna í hlutafélög
og sameiningu ijárfestingarlánasjóð-
anna, en þama væri um að ræða
einhveijar veigamestu og mikilvæg-
ustu breytingar á íslenskum peninga-
og fjármagnsmarkaði til þessa.
Formbreyting bankanna ein og sér
væri mikilvægt skref og mundi gefa
bönkunum gjörbreytt svigrúm til
þess að taka þátt í samkeppni á fjár-
málamarkaði. „Ég leyfí mér að full-
yrða að starfsmenn Landsbankans
ganga bjartsýnir til þessarar breyt-
ingar. Þeim er orðið það betur ljóst
en öllum öðrum að það er bankanum
fjötur um fót en ekki styrkur að
vera áfram ríkisfyrirtæki þeirrar
gerðar sem hann er í dag,“ sagði
Kjartan og bætti við að nú varðaði
mestu að sú undirbúningsvinna sem
fram þyrfti að fara næstu mánuði
yrði unnin í góðri samvinnu við for-
ystu bankans og starfsmenn hans.
Þá vék Kjartan að fyrirætlunum
um að breyta fjárfestingarlánasjóð-
um atvinnulífsins. Landsbankinn
hefði haft forustu um að leggja til
við ríkisstjómina að eignir sjóðanna
verði seldar viðskiptabönkunum og
þeir taki við hlutverki þeirra með
þeim hætti. Slík breyting myndi
styrkja bankakerfíð og lækka rekstr-
arkostnað þess, sem yrði viðskipta-
mönnum bankanna til hagsbóta.
Hann væri ekki hrifinn af þeirri hug-
mynd að stofna sérstakan fjárfest-
ingarbanka að meirihluta í eigu ríkis-
sjóðs og teldi fyrrgreinda aðferð far-
sæili leið til þess að ná hratt fram
markmiðum ríkisstjómarinnar. „Vel
er hægt að hugsa sér enn að saman
gætu farið hugmyndir ríkisstjómar-
innar um hlutafélag um fjárfestinga-
sjóðina sem selt yrði og hugmynd
bankanna um yfirtöku þeirra á eign-
um sjóðanna. Þá yrðu afdráttarlaus
fullnaðaryfírráð bankanna yfír meiri-
hluta hlutafjár í slíku hlutafélagi að
vera trygg.“
Kjartan bætti því við að næsta
stórverkefni á þessu sviði hlyti að
vera að kanna frekar möguleika á
nánari samvinnu og samruna fyrir-
tækja á fjármálamarkaði. Það væri
mjög brýnt með tilliti til harðnandi
samkeppni bæði hér á landi og að
utan. Hann rifjaði upp hugmyndir
Björgvins Vilmundarsonar, banka-
stjóra Landsbankans, um haginn af
því að sameina Landsbanka og Bún-
aðarbanka og sagði að það væri
hægt að hugsa sér fleiri sameiningar
eða sammna á fjármálamarkaði.
„Það er t.d. jafn sjálfsagt að breyta
sparisjóðum landsins í hlutafélög eða
hlutafélag eins og það er að breyta
ríkisviðskiptabönkunum í hlutafélög.
Afskipti sveitarstjóma af fjámála-
starfsemi eins og henni er háttað í
sparisjóðum landsins eru alveg jafn
óeðlileg og þátttaka og afskipti ríkis-
ins í ríkisviðskiptabönkunum. Ef
sparisjóðir landsins væru sameinaðir
í eitt öflugt íjármálafyrirtæki í hluta-
félagsformi væri kominn enn einn nýr
flöturinn til endurskipulagningar fjár-
málakerfisins og spái ég því að þá
mundi vaxandi hlutaíjármarkaður
fljótlega skapa hér nægilegt svigrúm
til þess að styrkja og efla tvær megin-
heildir á fjármálamarkaði sem hvor
um sig yrði nægilega sterk til þess
að geta sinnt öllum helstu verkefnum
sem þörf er að sinna í bankamálum
á íslandi," sagði Kjartan.
Hann vék í lokin að þeim tímamót-
um sem væru framundan í starfsemi
bankans og sagði: „Landsbankinn
státar af rösklega aldar gamalli sögu
og samfelldum rekstri. Hann hefur
þann tíma verið öflugasta og stærsta
íslenska fjármálafyrirtækið sem hef-
ur veitt atvinnulífi landsmanna mest-
an og bestan stuðning og styrk þeg-
ar mest hefur riðið á. Þau eru örugg-
lega ófá tilvikin þegar að ákvarðanir
Landsbankans hafa ráðið úrslitum
um lífskjör og afkomu manna og
fyrirtækja í heilum byggðarlögum,
jafnvel í heilum landshlutum. Lands-
bankinn hefur því haft úrslita áhrif
á marga þætti í lífi og starfi þessar-
ar þjóðar. Þessi áhrif sín vill Lands-
bankinn varðveita og beita áfram til
góðs fyrir alla iandsmenn."
Bankar
ávaxti
lífeyris-
spamað
ALLIR þeir sem hafa heimildir til
að taka að sér ávöxtun fjármuna
almenning eiga að hafa jafnan kost
á því að ávaxta lífeyrisspamað lands-
manna. Sú þróun sem orðið hefur
hér á landi að lífeyrissjóðakerfið sé
nánast alfarið bundið á klafa einka-
réttar og skylduaðildar greiðanda er
óhugsandi til frambúðar.
Þetta kom fram í ræðu Kjartans
Gunnarssonar formanns bankaráðs
Landsbanka Islands á ársfundinum.
Hann sagði að úreltar hindranir á
fjármagnsmarkaði þyrfti að ryðja úr
vegi og kæmi fyrirkomulag lífeyris-
mála upp í hugann í því sambandi.
í lífeyrissjóðum landsmanna væri
varðveittur sparnaður að verðmæti
um 300 milljarðar en það nálgast
að vera um helmingur af öllum pen-
ingalegum sparnaði í landinu. Ef
stjórnvöld teldu það einhvers virði
að hafa í framtíðinni sterka og öfluga
banka á íslandi væri augljóst að
skapa yrði þeim grundvöll til þess
að taka með eðlilegum hætti þátt í
lífeyrissparnaði landsmanna.
„Það er nauðsynlegt að heildar-
endurskoðun fari fram á allri lögg-
jöfinni um lífeyrissjóði og málefni
þeirra með það fyrir augum að nýj-
ungum á þessu sviði verði veitt eðli-
legt svigrúm og öllum þeim sem
hafa heimildir til að taka sér ávöxt-
un fjármuna fyrir almenning verði
gefinn jafn kostur á því að ávaxta
þetta fé eins og annað fé. Ekkert
bendir til, hvorki erlend né innlend
reynsla, að þeim aðilum sé verr trú-
andi fyrir því heldur en stjórnum
lífeyrissjóðannaj með fullri virðingu
fyrir þeim. Á Islandi ríkir fremur
úreltur hugsunarháttur varðandi líf-
eyrismál landsmanna, þeim hugs-
unarhætti þarf að breyta og veita
þarf nýjum stefnum og straumum
inn í lífeyris- og tryggingamálin með
það að markmiði að tryggja öflug
og góðl lífeyrisréttindi manna þegar
þeir Ijúka starfsævi sinni," sagði
Kjartan ennfremur.