Morgunblaðið - 08.03.1997, Síða 20

Morgunblaðið - 08.03.1997, Síða 20
20 LAUGARDAGUR 8. MARZ 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Skæruliðar slíta víðræðum um gíslamálið í Lima Segja göng grafin til að undirbúa árás Lima. Reuter. Reuter ELFRIEDE Blauenstein- er, kölluð „svarta eklq- an“, fórnar höndum er lífstíðardómur var kveð- inn upp yfir henni. „Svarta ekkjan“ fær lífs- tíðardóm Vín. Reuter. ELFRIEDE Blauensteiner, sem kölluð hefur verið „Svarta ekkjan“, var í gær dæmd í lífstíðarfangelsi fyrir að bera ábyrgð á dauða ellilífeyrisþeg- ans Alois Pichler með of stórri lyfjagjöf. Varla nokkur önnur réttarhöld hafa vakið meiri athygli og umtal í Austurríki fyrr eða síðar. Átta manna kviðdómur kvað upp hinn harða dóm eftir að hafa ráðið ráðum sínum í 12 klukkustundir, aðfaranótt gærdagsins. í úrskurðinum segir, að „hrein græðgi“ hafi ráðið gerðum hinnar ákærðu. Fyrrverandi lögfræðingur Blauensteiner var dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir meðsekt að glæpum skjólstæðings síns, með því að falsa erfðaskrá Pichlers. Bæði hin dæmdu hafa áfrýjað dómnum. Grunuð um fleiri morð En skýringin fyrir þeirri miklu athygli sem réttarhöldin yfir Blauensteiner njóta er ekki fólgin í þessu eina morði. Ferill hennar þykir lygasögu líkastur. Verið er að rannsaka nokkur önnur mannslát, sem talið er að geti verið hliðstæð tilfelli við morð Pichlers. Blau- ensteiner hafði af því atvinnu árum saman, að hjúkra auðug- um karlmönnum sem komnir voru á efri ár. Auglýsti hún þessa þjónustu sína í dagblöð- um. Nú er hún sökuð um að hafa flýtt fyrir dauðdaga þess- ara manna, og lifað hátt fyrir það fé sem þeir eftirlétu henni. PALESTÍNUMENN fordæmdu í gær samþykkt ísraelsku stjórnarinn- ar um land sem hún hyggst láta Palestínumönnum eftir. Segja þeir að um allt of lítið svæði sé að ræða og að ísraelar séu að ganga að frið- arsamkomulaginu dauðu. Hafa fjöl- margir frammámenn í sjálfsstjóm Palestínumanna krafist þess að frið- arviðræðum við ísraela verði hætt. Þá hefur ákvörðunin vakið litla hrifningu samstarfsflokka Likud- flokksins í ísrael, sem segja of mik- ið látið af hendi. Ríkisstjóm Israels samþykkti með 10 atkvæðum gegn 7 tillögu Benj- amins Netanyahu, forsætisráðherra um að Palestínumönnum yrðu afhent 9% Vesturbakkans til viðbótar við það sem þeir hafa þegar fengið. 2% SNURÐA hljóp á þráðinn í viðræð- unum um gíslamálið í Perú í gær þegar marxísku skæruliðamir, sem hafa haldið 72 mönnum í bústað jap- anska sendiherrans í Lima í 80 daga, slitu viðræðunum og sökuðu stjóm- völd um að hafa látið grafa göng að byggingunni og undirbúið árás til að frelsa gíslana. Ákvörðun skæmliðanna dró mjög úr bjartsýni manna á að hægt yrði að leysa málið með friðsamlegum hætti. Skæmliðarnir höfðu áður hafnað tilboði um að þeir fengju hæli á Kúbu ef þeir leystu gíslana úr haldi. Alberto Fujimori, forseti Perú, ræddi við ráðgjafa sína um leiðir til að höggva á hnútinn og japanska stjómin hvatti skæruliðana til að halda viðræðunum áfram. Foringi skæmliðanna, Nestor Cerpa, sakaði stjómina um að hafa undirbúið áhlaup til að frelsa gíslana meðan hann og hægri hönd hans, svæðisins hafa verið undir stjóm ísraela eingöngu en hin 7% undir stjórn ísraela og Frelsissamtaka Palestínu (PLO). Hinir síðarnefndu fullyrða að samkvæmt friðarsam- komulaginu eigi ísraelar að láta af hendi land á Vesturbakkanum í þremur áföngum, 30% þess svæðis sem þeir ráði í hvernum áfanga. Yasser Arafat, leiðtogi sjálfsstjórn- ársvæða Palestínumanna, sneri heim í gær úr heimsókn sinni til Bandaríkj- anna og brást hann ókvæða við sam- þykkt Israelsstjómar. „Þessi ákvörð- un er sviksamleg. Hún kemur frá einum flokki, án samráðs við okkur,“ sagði Arafat. Virtust flestir Palest- ínumenn sem tjáðu sig um málið telja að hún væri brot á friðarsamningum þjóðanna. Rolly Rojas, tækju þátt í samninga- viðræðunum í húsi nálægt sendi- herrabústaðnum. „Nú eru þeir allt í einu famir að bíða eftir því að við fömm úr bygg- ingunni til að geta hafið áhlaupið," sagði Cerpa. „Það leikur enginn vafi á því að þeir hafa undirbúið árás ... Við höfum heyrt hávaða undir gólf- inu.“ Mold flutt úr nálægu húsi Lögregluyfirvöld í Perú tjáðu sig ekki um ásökun skæruliðanna. Heim- ildarmenn Reuter-fréttastofunnar staðfestu þó að a.m.k. fern göng hefðu verið grafin að byggingunni síðustu vikumar meðan tónlist hefur glumið í hátölurum lögreglunnar fyr- ir utan. Að sögn heimildarmannanna á að nota göngin ef ákveðið verður að hefja áhlaup, sem búist væri við að tæki sjö mínútur og kostaði mörg mannslíf. Netanyahu hefur varið ákvörðun- ina, sagt hana nægja til að viðhalda friðarferlinu, án þess að skaða hags- muni ísraels. Herve de Charette, utanríkisráð- herra Frakklands, átti á fimmtudag viðræður við sýrlenskan starfsbróð- ur sinn, Farouq al-Shara, um hvern- ig hægt væri að hefja friðarviðræður Sýrlendinga og ísraela að nýju. Shara sagði Sýrlendinga reiðubúna til þess ef viðræðurnar hæfust á þeim punkti sem þeim lauk á, en Sýrlendingar segja fv. ríkisstjórn ísraels hafa fallist á að láta Gólan- hæðir af hendi. Netanyahu hefur krafist þess að viðræður við Sýrlend- inga verði án skilyrða af nokkru tagi en hann hefur þvertekið fyrir að láta af hendi landsvæði fyrir frið. Tomas Meza Castillo, vamarmála- ráðherra Perú, sagði hins vegar ekk- ert hæft í þessari ásökun Cerpa. „Ég hygg að þetta sé ekkert annað en afleiðing taugaveiklunar hjá skæru- liðunum." Meza bætti við að stjómin væri að reyna að leysa gíslamálið með friðsamlegum hætti og hygðist ekki beita „öðmm aðferðum" nema skær- uliðarnir ynnu einhveijum gíslanna mein. Dagblaðið La Republica sagði að blaðamenn þess hefðu orðið varir við grunsamlega flutninga úr húsi ná- lægt sendiherrabústaðnum á hverri nóttu. Verðir staðfestu að verið væri að flytja mold úr húsinu og henni hefði í fyrstu verið sturtað á strönd í Lima og síðan á lóð höfuðstöðva leyniþjónustunnar. Um tuttugu skæruliðar eru í sendi- herrabústaðnum og þeir léku í gær byltingarsöngva og hrópuðu vígorð gegn stjóminni. Bíl kastað á franska sendiráðið íBrussel UM 500 starfsmenn Renault- verksmiðju í Belgíu komu sam- an við franska sendiráðið í Brussel í gær til að mótmæla þeirri ákvörðun bílafyrirtækis- ins að loka verksmiðjunni í júlí. 3.100 manns missa þá atvinn- una. Starfsmennirnir köstuðu bíl- grind á sendiráðið og litlu mun- aði að hún lenti á lögreglu- manni og einum mótmælend- anna. Franska ríkið á 46% hlut í Renault og belgísk verkalýðs- félög saka bílafyrirtækið um að hafa ákveðið að loka belg- ískri verksmiðju fremur en franskri til að komast hjá upp- sögnum í Frakklandi. Samstarfi Í60ár að ljúka SVO virðist sem samstarf stjórnarflokkanna í Liechten- stein sé að fara út um þúfur en það hefur staðið í 60 ár eða frá 1938 þegar Föður- landssambandið og Framfara- sinnaði borgaraflokkarnir tóku höndum saman. Enginn stefnumunur er á flokkunum og gengi þeirra hefur lengst af ráðist af vinsældum flokks- leiðtoganna hveiju sinni. Framfarasinnuðu borgaramir hafa þó heldur verið að tapa fylgi frá 1978 og fannst þeim mælirinn fullur þegar um- hverfisverndarflokkur tók mann af þeim í kosningum 2. febrúar sl. Þeir hafa nú 10 þingsæti, Föðurlandssam- bandið 13 og þar með meiri- hluta og græningjarnir tvö. Búist er við, að framfarasinn- aðir borgarar ákveði í næstu viku að fara í stjórnarndstöðu. Liechtenstein er 160 ferkm og íbúarnir 31.000. Syni Herzogs sleppt JOEL Herzog, sonur Chaim Herzogs, fyrrverandi forseta ísraels, var látinn laus gegn tryggingu úr fangelsi í Frakklandi í gær. Hafði hann setið inni frá því í desember vegna rann- sóknar á að- ild hans að mútugreiðsl- um í tengslum við spilavítis- rekstur í Cannes. Michel Mou- illot, fyrrverandi borgarstjóri í Cannes, situr einnig inni en talið er, að hann hafi tekið við 17,5 milljónum ísl. kr. gegn því að leyfa 100 spila- kassa að auki í Noga-Hilton- hótelinu en það er í eigu Sviss- lendingsins Nissims Gaons, tengdaföður Joels Herzogs. Juppe íhugar kynjakvóta ALAIN Juppe, forsætisráð- herra Frakklands, er að hug- leiða að setja kvóta á konur í framboði til þings eða kannski öllu heldur á karlana því að meiningin er að ákveða, að hlutfall kvenna megi ekki fara niður fyrir viss mörk. Raunar er mikill meirihluti þingmanna andvígur kvóta af þessu tagi samkvæmt skoð- anakönnun franska blaðsins Le Monde. Átti það líka við um þingkonurnar eða 22 af 32. Þurrkar í Kenýa MIKLIR þurrkar hafa verið í Kenýa, þeir mestu frá 1992, og stefnir í stórslys í norðaust- urhéruðum landsins bregðist vorrigningarnar. Nú þegar eru 30% bústofnsins fallin og víða þjáist tæpur þriðjungur bama af vannæringu vegna matar- skorts. í norðausturhéruðun- um lifir fólk næstum eingöngu á kvikfjárrækt og því er hætta á, að fólk flosni þar upp í stór- um hópum bregði ekki til batnaðar með veðráttuna. ísralear láta 9% Vesturbakkans af hendi PLO fordæmir ákvörðun Israela Jcrúsalem, Damaskus, New York. Rcuter. Reuter

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.