Morgunblaðið - 08.03.1997, Side 24

Morgunblaðið - 08.03.1997, Side 24
24 LAUGARDAGUR 8. MARZ 1997 Michelin- dutúðin RAUÐA Michelin-bókin læt- ur ekki mikið yfír sér. Hún er látlaust uppflettirit sem hefur að geyma upplýsingar um þúsundir veitingastaða í Frakklandi sem lýst er með ýmiss konar tákn- um, örfáum dæmum af matseðli og verðflokki. Þeir heppnu hljóta róset- tu eða stjömu en þær geta flestar orðið þrjár. Líkja má því að fá Michelin-stjömu við það, að kvik- myndaleikari fái Óskarsverðlaun eða vísindamaður Nóbelsverðlaun. I byrjun þessarar viku kom Michelin-bók þessa árs fyrir Frakk- land út. Undanfama mánuði hafa verið uppi miklar vangaveltur um það hvort Alain Ducasse, er síðast- liðið haust tók við rekstri veitinga- staðar Robuchons í París (sem að mati margra var besti veitingastað- ar veraldar) myndi takast að fá þrjár stjörnur fyrir báða staði sína en hann hefur upp á síðkastið ferð- ast nokkmm sinnum í viku milli veitingastaðarins í París og fyrri veitingastaðar síns, þriggja stjörnu staðarins Louis XV í Hotel de Paris í Monte Carlo í Mónakó. Niðurstaða Michelin var sú að Parísar-staðurinn hélt þeim þrem- ur stjömum er hann hafði er Robuchon réð ríkjum í eldhúsinu en staðurinn í Monte Carlo missti eina. Ducasse átti erfitt með að leyna vonbrigðum sínum yfir því að verða ekki fyrsti kokkurinn er gæti státað af fullu húsi á tveimur veitingahúsum en margir telja að með þessu hafi Michelin viljað senda út þau skilaboð að kokkar ættu ekki að dreifa kröftum sínum á tvo staði, vildu þeir fá þrjár stjörnur. Engar aðrar breytingar Enginn veit hverjir þeir eru, hvenær þeir koma eða í raun hvað þeir leggja til grundvallar. Fáir hafa hins vegar meiri áhrif á veitinga- húsaheiminn, segir Steingrímur Sigur- geirsson, en starfs- menn Michelin og ár- lega bíður umheimur- inn með öndina í hálsin- um eftir að þeir kveði upp úrskurð sinn. Sæl kerinn urðu á stjörnugjöf í efsta flokknum og einungis átján franskir veitinga- staðir státa af þremur stjörnum, nokkuð flehi hafa tvær og 515 fengu eina stjömu, miðað við 532 í fyrra. Það skiptir gífurlegu máíi fyrir veitingastað að öðlast þá viðurkenn- ingu að fá Michelin-stjörnu. Stjarna, að ekki sé nú minnst á stjömur, er ávísun á frama, vinsældir, frægð og auðævi. Stjörnumissir hefur öfug áhrif. Það er því ekki nema von að margir spyrji sig hvað þurfi að ger- ast til að öðlast stjömu en kannski undarlegra að enginn veit það í raun. Frægir kokkar á borð við Ducasse segjast hafa rýnt áratugum saman í Michelin-stjömugjöfina án þess að sjá neina skýra reglu eða heild. Stundum gefur Michelin í skyn að það sé einungis maturinn sem skipti máli. Oft virðast dæmin hins vegar benda til annars. Þannig fékk Bernard Loiseau, er rekur veitingastaðinn Cote d’Or í Búrgundarhéraði, ekki þriðju stjömuna fyrr en hann hafði end- urnýjað staðinn fyrir tugi millj- óna. Fleiri slík dæmi em til enda era margir af stjörnustöðunum að svigna undan skuldabyrðinni eftir að efnahagssamdráttur knúði veitingahúsagesti til spamaðar. Ólíkt helsta keppinautnum, Gault-Millau, útskýrir Michelin aldrei hvers vegna komist er að ákveðinni niðurstöðu og Michelin skiptir aldrei um skoðun þótt reynt sé að hóta, múta eða grát- biðja. Starfsmenn Michelin boða aldrei komu sína og veitingastaðir með tvær til þrjár stjömur era heimsóttir allt að átta sinnum á ári. Illar tungur halda því stund- um fram að Michelin hækki eða ikdMMtS iton. sxxOm-£3 vcm 1»mi>Ti<«n ««Sat,RwJtHKK-e í Rep** 32 v. í. EBK *; — T0m$*&*£ : ~ SS/ tK. U »4? ís. - M25 -! vc «£*>, * 6» £: íJ5-- tevb fsar O 2R á V<nx faux ete Veaacf* S:: 3,5 ímjbl-ö. ’acs lHtoaf,5g/ - sesAt&T í335!Bga «3» »®*catBMÉ&r© ' G - íígSs tL Z Voit HökrJ'EKeu**'" «f cte JfcífltwoRr.t etetr&i*-** ■.aipiss&kn** r - dst PBcteecwMr* ay B - Qecnpaett Ijiogftc* AYi'IÍI % Jt Í4 10; 25 & tewcrtMBcs, 4 fcm par Ö SKS SZ. öe Táuwm.^:AÍ p: x»19.*n»MCa*Jfc«« iÖf'S.3í3 'J. - .. r.: - V I? Y - í*. MORGUNBLAÐIÐ Þriggja stjömu staðir. Alain Ducasse í París og Buerehicsel í Strassborg. lækki veitingastaði í tign fyrst og fremst til að hljóta athygli og um- fjöllun í fjölmiðlum. Það er líklega ofsögum sagt en vissulega vakti stjörnumissir Tour d’Argent í París í fýrra mun meiri heimsathygli en ráðleggingar Michelin um einfalda og ódýra veitingastaði. Margir hafa líka bmgðist illa við er þeir misstu stjörnu. Pierre Cardin neitaði að hafa stað sinn Maxims með eftir að hann missti þriðju stjörnuna á átt- unda áratugnum og Alain Zick, mat- reiðslumaður á Relais de Porquer- olles í París, framdi sjálfsmorð í kjölfar þess að staðurinn missti einu stjörnu sína árið 1966. Michelin-bækur era einnig gefn- ar út fyrir fleiri Evrópuríki og í Bretlandi, þar sem flesta þriggja stjömu staðina utan Frakklands er að finna (alls era þeir 36 og þar af fjórir í Bretlandi), hefur Michelin verið gagnrýndur fyrir að leggja of mikla áherslu á hið franska en líta niður á hið breska. Árbók þessa árs virðist þó benda til allt annars því að langflestir þeirra staða er hljóta við- urkenningu falla undir skilgreining- una Modern Brítish Cooking. Það á til dæmis við um hástökkvara ársins Gordon Ramsey en hinn nýi veit- ingastaður hans Aubergine í Chel- sea stökk upp í tvær stjörnur og er talinn eiga miklar líkur á þremur á næstu áram. Það er annars vegar dulúðin og hins vegar ái'eiðanleikinn sem hafa byggt upp örðstír Michelin en fyrsta árbókin kom út árið 1900. Michelin tengist að sjálfsögðu dekkjafram- leiðandanum með sama nafni (tekj- umar af Michelin-ferðabókunum sem era með þeim mest seldu á markaðnum era einungis 2-3% af heildai-veltu samsteypunnar) og markmiðið var í upphafi að koma nafninu á framfæri meðal bifreiða- eigenda með handbók um vegahótel og veitingastaði. Árið 1911 kom fyrsta breska Michelin-bókin út. Kannski er besta merkið um áreið- anleika Michelin að þegar banda- menn réðust inn í Frakkland til að frelsa það frá Þjóðverjum árið 1944 vora yfirmönnum afhentar Michel- in-bækur. Ekki þó til að þeir gætu snætt vel meðan á hemaðarleið- angrinum stóð heldur vegna þess hversu nákvæm borgarkortin í bók- unum vora. Hvað er tilfinningaleg greind? GYLFI ÁSMUNDSSON SÁLFRÆÐINGUR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spumlng: Mikið er talað um til- finningalega greind. Hvað er það? Svan Ef mikið er talað um tilfinn- ingalega greind heftu- það alveg farið fram hjá mér. Þetta er ekki hugtak sem mér er kunnugt um að notað sé í sálarfræði. Það má þó vafalaust heimfæra upp á mikil- væga eiginleika í sálarlífi manns- ins og kemur þá fyrst í hugann til- finninganæmi. Orðið næmi er vissulega notað um greind, en þá er átt við vitræna eiginleika. Fólk hefur bæði næma skynjun og næman skilning á ytri atburðum eða úrlausnarefnum, en tilfinn- inganæmi er einkum notað um að vera næmur á eigin tilfinningar og líðan annarra, hafa innsæi í sjálfan sig og geta sett sig í spor annarra. Ef við nefnum það greind kallar það á endurskoðun og útvíkkun á því hugtaki og það hafa reyndar margir fræðimenn fundið sig knúða til að gera. Greind í hefðbundnum skilningi er hagnýtur eiginleiki, hæfileikinn til að læra nýja hluti og laga sig að nýjum aðstæðum. Greind í þessum skilningi kemur best fram í námshæfni og árangri í skóla og greindarpróf vora reyndar upp- haflega hönnuð til að mæla hæfi- leika til náms. Sá sem mælist vel greindur á greindarprófi og stendur sig vel í námi þarf ekki að vera tilfinninganæmur og stund- um er það svo að greindir menn leggja alla áherslu á skynsamlegt vit, en loka á tilfinningar sínar og þar með að veralegu leyti á upp- sprettu framlegrar og frjórrar hugsunar. Skapandi hugsun sækir efnivið sinn í hið dýpra sálarlíf þar sem hugsun er ákaflega til- finningabundin og jafnvel órök- ræn. Framleg sköpunargáfa ræðst því sennilega fi'emur af persónuleika einstaklingsins, inn- hverfum eiginleikum, sem gera honum kleift að komast í snert- ingu við sinn innri mann, fremur en mælanlegri vitænni hæfni. Góð vitræn greind er honum þó nauð- Greind synleg til að geta nýtt sér þessa eiginleika til fulls. Margir íræðimenn hafa verið ósáttir við það hvernig greind hef- ur verið skilgreind og mæld. Þeir telja að skólakerfíð leggi of mikla áherslu á þekkingaröflun og hefð- bundin vinnubrögð en afræki framlega sköpunarhæfni. Ofan á það bætist að samfélagið gerir kröfur um að einstaklingurinn lagi sig að siðum og venjum og sé eins og hinir. Framlegir og hugmynda- ríkir einstaklingar eiga erfitt upp- dráttar og era oft litnir hornauga þangað til snilli þeirra er lýðum ljós löngu síðar. Prófessor Matthías heitinn Jón- asson fékkst mikið við rannsóknir á greind og vann stórvirki á sviði greindarmælinga með prófi sem við hann er kennt. Hann var þó ekki sáttur við að greind sé ein- skorðuð við hinn vitræna þátt. í bók sinni Framleg sköpunargáfa (Rvík, 1976) gerir hann ítarlega grein fyrir kenningum og rann- sóknum fjölmargra fræðimanna um sköpunarhæfni og snilligáfu. Hann segir enn margt á huldu um hvemig snjöllustu hugsýnir og lausnir bæði listamanna og vís- indamanna verða til, en telur jafn- framt að með nýjum rannsóknar- aðferðum verði unnt að skýra það samspil meðvitundar og dulvit- undai' sem þar á sér stað. Lýsing- ar snillinga geta þó veitt okkur nokkurt innsæi í hugarheim þeirra á meðan á sköpun stendur. Mozart lýsti því eitt sinn hvernig tónverk sprettur fram í huga hans: ..öþá streyma hugmyndirnar viðstöðulaust framö... Eg sé það allt í einni svipan, rétt eins og ég liti í anda yfir fagra mynd; alls ekki eitt á fætur öðra, eins og það hlýtur þó að koma að lokum, held- ur heyri ég það í ímyndun minni allt í sömu andráö... Það streymir gegnum vitund mína eins og í fögram draumi.“ Rannsóknir fræðimanna hafa mikið beinst að því að skoða hvaða persónuleikaþættir liggi til grand- vallar frumlegri sköpunargáfu. Gerðai' hafa verið rannsóknir á hugvitsmönnum, vísindamönnum og listamönnum í fremstu röð, sem sýna m.a. að þeir eru óragari við að taka áhættu og brjóta í bága við grónar venjur og hefðir. Þeir era innhverfari, draumlyndari og tíl- finninganæmari en aðrir, en hafa einnig að jafnaði meira sjálfstraust. Tilfinninganæmi og innsæi í eig- ið sálarlíf era eftir þessu mikilvæg skilyrði framlegrar sköpunargáfu. Kannski er það þetta sem átt er við með tilfinningalegri greind. • Lesendur Morgunblaðsins geta spurt sálfræðinginn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spurningum á virkum dögum milli klukkon 10 og 17 i síma 569 1100 og bréfum eða símbréf- um merkt: Vikulok, Fox 5691222.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.