Morgunblaðið - 08.03.1997, Qupperneq 32
32 LAUGARDAGUR 8. MARZ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
STOFNAÐ 1918
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
UPPSVEIFLAI
EFN AH AGSLÍFI
ÞJÓÐHAGSSTOFNUN hefur birt bráðabirgðatölur um
þróun helztu hagstærða á liðnu ári. Þær tölur sýna,
svo ekki verður um villzt, að umskipti í efnahagslífinu
árið 1996 hafa verið það mikil og jákvæð, að með ólíkind-
um er.
Hagvöxtur á síðasta ári var mjög mikill, eða 5,7%,
nokkru meiri en spáð hafði verið. Hagvöxturinn er með
því mesta, sem varð í iðnríkjum heims þetta ár, og er
sá mesti hér á landi allt frá árinu 1987. Þetta verða að
teljast mikil og góð tíðindi fyrir íslendinga, sem hafa
mátt búa við efnahagssamdrátt, atvinnuleysi og kaup-
máttarrýrnun svo lengi.
Þrátt fyrir þennan hagvöxt hélst verðbólgan í skefjum
og var 2,3% milli áranna 1995 og 1996. Það er að vísu
heldur meira en árin á undan, en verður þó að teljast
viðunandi. Kaupmáttur ráðstöfunartekna jókst um 4,5%
á síðasta ári og hefur þá aukizt alls um 8% á tveimur
árum. Þetta eru gleðitíðindi fyrir launþega, enda tölu-
vert meiri kaupmáttaraukning en í flestum öðrum lönd-
um. Atvinnuleysi hefur einnig farið minnkandi og nam
4,3% í fyrra, sem er mun minna en árið 1995.
Yfirlit Þjóðhagsstofnunar sýnir einnig, að staða at-
vinnulífsins hefur farið batnandi árin 1994-1996, en
hreinn hagnaður fyrirtækjanna nam um eða yfir 3% af
tekjum árlega á þessu tímabili. Þar hafa einnig orðið
veruleg umskipti. Þá er ennfremur vert að hafa í huga,
að afkoma ríkissjóðs batnaði að mun á síðasta ári og
varð tekjuhallinn aðeins um helmingur þess, sem fjárlög
ársins gerðu ráð fyrir, eða tæpir 2 milljarðar. Gert er
ráð fyrir í fjárlögum ársins 1997, að ríkissjóður verði
rekinn hallalaus, í fyrsta sinn frá árinu 1984. Gangi
þetta eftir verða áhrifin mjög jákvæð á fjármagnsmark-
aði og mun stuðla að lækkun vaxta. Það sem var neik-
vætt í þjóðarbúskapnum á síðasta ári var 9,1 milljarðs
króna viðskiptahalli, eða 1,9%, en afgangur nam 3,4
milljörðum árið áður. Hallinn stafar fyrst og fremst af
aukinni flárfestingu, sem reyndar hefur verið alltof lítil
mörg undanfarin ár.
Horfur eru á áframhaldandi hagvexti, a.m.k. fram að
aldamótum. Rætt hefur verið um 8-10% kaupmáttaraukn-
ingu næstu þrjú árin. Þess vegna skiptir miklu að kjara-
samningar takist á vinnumarkaði, sem treysti þessa þró-
un.
VIÐRÆÐUR UM JÁRN-
BLENDIÐ
SNURÐA hefur hlaupið á þráðinn í samningum ís-
lenzkra stjórnvalda og samningamanna norska fyrir-
tækisins Elkem um stækkun járnblendiverksmiðjunnar á
Grundartanga. Elkem, sem á 30% í Járnblendifélaginu,
hefur viljað eignast meirihluta í fyrirtækinu, sem metið
er á 2,3 til 2,9 millj'arða króna. Þegar upp úr slitnaði á
samningafundum í Osló taldi talsmaður íslenzkra stjórn-
valda, að 100-140 milljónir króna bæri í milli samnings-
aðila.
í Morgunblaðinu í gær kom fram í máli Guðmundar
Einarssonar, sem er framkvæmdastjóri járnblendi- og
kísilmálmsviðs Elkem, að fyrirtækið líti svo á, að hlé
hafi orðið á samningaviðræðunum og að enn séu mögu-
leikar á samningum. Elkem virðist því ekki líta viðræðu-
slitin eins alvarlegum augum og íslenzk stjórnvöld.
Eftir að upp úr slitnaði í fyrri viku sagði Finnur Ing-
ólfsson, iðnaðarráðherra, að viðræðuslitin væru „efna-
hagslegt áfall fyrir okkur“ og hann sagði einnig: „Það
eru vonbrigði að þetta skyldi ekki ganga upp. Þessi
stækkun hefur verið undirbúin í langan tíma og við höf-
um trúað því að þetta myndi takast þegar á reyndi. Nú
er komið í ljós að eignaraðilar ná ekki saman um þær
ákvarðanir sem þarf að taka til þess að af stækkun geti
orðið.“
Miðað við ummæli Guðmundar Einarsson hjá Elkem
virðist of mikil svartsýni einkenna viðbrögð iðnaðarráð-
herra. Verður að vona, að samningar verði reyndir til
þrautar.
Sjópróf vegna strands Vikartinds haldin í Héraðsdómi ]
KARL Guðmundsson, fulltrúi Eimskips um borð i Vikartindi, ræðir við Helga Hallvarðsson, skipherr
Höfnuðu hjálp þi
fyrir margar viðva
Hvorki skipstjóri Vikartinds né fyrsti stýrímað-
ur telja að skipið hafí verið í yfírvofandi hættu
fyrr en það rak upp í fjöru. Ragnhildur Sverr-
isdóttir fylgdist með sjóprófum í gær. Þar
kom fram, að skipveijar voru oft hvattir til
að þiggja hjálp, en neituðu alltaf. Hvorki skip-
stjóri né 1. stýrimaður eru vanir siglingum
við ísland og hvorugur þeirra kvaðst áður
hafa þurft að varpa akkerum fyrir opnu hafí
í 6-7 vindstiga álandsvindi,
HAUKUR Már Stefánsson,
forstöðumaður skipa-
rekstrardeildar Eimskips,
kom fyrstur fyrir réttinn.
Hann rakti atburði miðvikudagsins,
allt frá því að Eimskip bárust fyrstu
upplýsingar um vélarbilun Vikar-
tinds kl. 9.30. Þegar hann náði sam-
bandi við skipið, um klukkustund
síðar, sagði fulltrúi Eimskips um
borð, hleðslustjórinn Karl Guð-
mundsson, að skipið væri 7 sjómílur
frá landi í 6-7 vindstigum og ræki
að ströndinni. Klukkan 11 var vélin
komin í gang á ný, en stöðvaðist
aftur um kl. 12 og var þá útlit fyrir
að skipið ræki upp í fjöru á tveimur
stundum, væri ekkert að gert.
Að frumkvæði Eimskips sendi
Landhelgisgæslan Ægi á vettvang.
Haukur Már sagði að skipstjóri Vik-
artinds hefði ekki talið skipið í hættu,
því jafnvel þó akkeri héldu ekki
gæti skipið keyrt frá landi þrátt fyr-
ir bilun í kælikerfi. Um svipað leyti
óskaði þýska útgerðin eftir því við
Eimskip, að haft yrði samband við
Landhelgisgæsluna og samið um
hugsanleg björgunarlaun.
Haukur Már sagði að um kl. 14.30
hefði Karli Guðmundssyni ekki litist
á blikuna. Skipstjóri hefði ekki
þekkst boð Ægis um aðstoð, en spáð
væri 9 vindstigum. Aðalvélin væri í
gangi, en gæti aðeins gengið á
„slow“ eða „dead slow“, sem þýddi
ganghraða frá 3-5 mílum, miðað við
að gott væri í sjóinn.
Eimskip kannaði hvað það myndi
kosta að fá Ægi til að fylgja skipinu
til hafnar, þar sem mönnum leist
ekki á að Vikartindur væri fylgdar-
laus, að sögn Hauks. Landhelgis-
gæslan svaraði því til að aðeins þyrfti
að greiða beinan kostnað vegna sigl-
ingarinnar. „Ég lét skipstjórann vita
og lagði áherslu á að hann nýtti sér
þessa þjónustu. Það yrði ekki liðið
ef hann nýtti ekki alla möguleika á
að koma skipinu í höfn,“ sagði Hauk-
ur. Hann sagði að skömmu síðar
hefði fulltrúi útgerðarinnar hringt
og sagt að nú ætti að hífa akkeri
og sigla. „Ég ítrekaði að þeir fengju
Ægi til fylgdar. Hann spurði um
kostnaðinn og ég flutti honum svör
Gæslunnar."
Þegar akkeri skipsins náðust ekki
upp óskaði fulltrúi útgerðarinnar
eftir að Eimskip kannaði kostnað við
að ná þeim upp síðar og taldi það
mögulegt þar sem staðsetning þeirra
væri nákvæm samkvæmt GPS-tæki.
Skipið er að farast
Málin þróuðust hratt og kl. 18.30
hafði skipið þokast hálfri mílu nær
landi en það var kl. 14. 30 metrar
voru undir skipið, en Karl Guðmunds-
son sá brimgarðinn skammt frá.
MICHAEL Barz, skipstjóri þýska 1
ur til sjóprófa í Héra
Haukur sagði að Karl hefði tjáð sér
að hann væri áhyggjufullur og hefði
rætt við gamlan skólafélaga sinn á
varðskipinu. Þeir hefðu verið sam-
mála um að best væri að Ægir tæki
skipið í tog og þyrlan flytti hluta
áhafnar á brott. Þessu hefði skipstjór-
inn hafnað, en kl. 19 hefði
verið ákveðið að koma
taug á milli. „Stuttu seinna Sagt 8Í
heyrði ég aftur í Karli. engan i
Hann sagði að varðskipið jng við
hefði komið línu yfir, en skil
hún slitnað. Svo heyrði ég _______
hávaða í bakgrunni, sem
var líklega þegar brotið reið yfír Ægi
og Karl kallaði að varðskipið hefði
misst mann fyrir borð. Nokkrum sek-
úndum síðar rofnaði símasambandið,
en þá hefur brotið líklega gengið yfir
Vikartind. „Skipið er að farast,“ sagði
ég þá við Hjörleif Þór Jakobsson,
framkvæmdastjóra rekstrarsviðs.“
Samband komst á við Vikartind
skömmu síðar og þá sagði Karl skip-
ið á fleygiferð upp í sandinn. Land-
helgisgæslan sagði Ægi í stórhættu,
en að þyrlan væri á leiðinni.
Hjörleifur Þór Jakobsson staðfesti
ummæli Hauks um að Eimskip hefði
lagt mikla áherslu á það við þýsku
útgerðina og skipstjórann að aðstoð
varðskips yrði ekki afþökkuð, heldur
yrði Ægir fenginn til að fylgja skip-
inu til hafnar.