Morgunblaðið - 08.03.1997, Síða 36
MORGUNBLAÐIÐ
3(> LAUGARDAGUR 8. MARZ 1997
AÐSENDAR GREIIMAR
Eru sálfræðingar ekki
í jarðsambandi?
Leikskóli fyrir
öll böm
ÞETTA greinarkom
er hugsað sem innlegg
í umræðu íslenskra
sálfræðinga um heild-
stæða þjónustu fyrir
böm 0-18 ára. Ég mun
ekki fjalla um þær
hugmyndir sem slíkar,
heldur skoða inn í
hvaða samhengi þess-
-ar hugmyndir koma.
Við uppbyggingu ís-
lenska velferðarkerfis-
ins hefur margt ágætt
verið gert. Því er hald-
ið fram að íslenska
heilbrigðiskerfíð sé
með því besta sem
þekkist. Þó félagsleg
þjónusta hér á landi standi sam-
bærilegri þjónustu hinna Norður-
landanna nokkuð að baki, er auð-
velt að benda á þjóðir á Vesturlönd-
um sem búa við mun lakara félags-
legt öryggisnet en við íslendingar.
Þó margt gott megi um skólakerfíð
okkar segja, hefur það sætt gagn-
rýni að undanfömu einkum fyrir
'tvennt: Sú kennsla sem nemendur
fá er ekki talin standast samanburð
við það sem annars staðar gerist
og þjónusta við nemendur með sér-
þarfír er sögð alltof lítil. - Þessi
umræða fer fram í skugga stór-
fellds niðurskurðar á fjárveitingum
til velferðarmála og grundvallar-
breytinga á rekstrarformum sem
enginn veit hvert munu leiða okk-
ur. - Hér skulu nefnd nokkur dæmi:
1. Flutningur grunnskólans til
sveitarfélaganna er nýgenginn í
'garð. Enginn getur sagt fyrir um
hvernig gmnnskólanum mun reiða
af í þeim breytingum, en margir
óttast að það muni bitna verulega
á þjónustunni í mörgum sveitarfé-
lögum sem séu þess vanbúin að
taka við þessu stóra verkefni. Eink-
um er óttast að sérfræðiþjónustu
hraki, sem var þó af skornum
skammti fyrir.
2. í heilbrigðiskerfinu hefur
klukkan verið færð aftur um mörg
ár. Álag á starfsfólk heilbrigðis-
kerfisins er orðið óheyrilegt og þeir
sem lítil hafa fjárráð
þurfa nú að vega og
meta hvort þeir hafi
efni á að leita sér lækn-
inga. - Þeir faghópar
sem mestu ráða um
daglegan rekstur heil-
brigðisþjónustunnar
hafa því miður brugðist
við þessum aðstæðum
með þröngri hags-
munagæslu. Fyrir
nokkru fóru læknar og
hjúkrunarfræðingar í
hár saman um hver eigi
að stjóma hveiju. Öll-
um er í fersku minni
hvernig deila heilsu-
gæslulækna og sér-
fræðinga lék þjóðfélagið á síðasta
ári, að ógleymdum þætti ríkisins í
þeirri kostulegu deilu. Sú deila átti
fyrst og fremst að snúast um fag-
leg ágreiningsefni og hagsmunir
Vita sálfræðingar ekki,
spyr Einar Gylfi Jóns-
son, að nú tíðkast skjót-
virkar, einfaldar lausnir,
sem eru hagkvæmar til
skamms tíma litið?
sjúklinganna áttu að vera í fyrir-
rúmi. Það eina sem sjáanlega kom
út úr þeim átökum, sem að miklu
leyti fóru fram í fjölmiðlum, var að
heilsugæslulæknar fengu launa-
hækkun. Sem er í sjálfu sér ágætt.
Ég vil alla vega sjálfur að læknirinn
sem sinnir mér og mínum sé sæmi-
lega sáttur við afkomu sína.
3. Breytingar á þjónustu við
unglinga í vanda hafa valdið veru-
legum deilum. Sérstaklega hefur
lokun Tinda verið gagnrýnd og því
haldið fram að leysa hefði mátt þau
rekstrarlegu vandamál sem þar
voru á ferðinni, án þess að fórna
þeirri faglegu uppbyggingu sem þar
hafði átt sér stað. Forstjóri Barna-
verndarstofu fullyrðir að vistunar-
plássum fyrir unglinga í vanda hafi
fjölgað við breytingarnar, en starfs-
fólk barnaverndarnefnda segir að
aldrei hafi verið erfiðara að fínna
úrræði fyrir þennan aldurshóp.
Hér hafa verið nefnd þijú dæmi
um breytingar sem velferðarkerfíð
er að ganga í gegnum, valdið hafa
miklum deilum og færa má ýmis
rök fyrir að horfí til verri vegar.
Inn í þessa umræðu blanda sér nú
sálfræðingar og vekja athygli á
hugmyndum sínum um heildstæða
þjónustu fyrir börn 0-18 ára. Hvað
er þetta ágæta fólk að hugsa? Ger-
ir það sér ekki grein fyrir að slíkar
hugmyndir eru gersamlega á skjön
við það sem er að gerast í þjóðfélag-
inu? Heldur það, að ráðherrarnir
sem hugsa um það helst að beija
saman næsta fjárlagafrumvarpi,
fari að hugsa í stærra samhengi
um velferð æskunnar? Heldur það,
að þeir faghópar sem hafa komið
sér bærilega fyrir í niðurskornum
stofnunum velferðarkerfisins muni
hætta að veija sitt, heldur staldri
við og sjái að nú sé rétti tíminn til
að hliðra til fyrir öðru fagfólki sem
geti lagt þeim lið við að bæta þjón-
ustuna við skjólstæðingana? Vita
sálfræðingar ekki að nú tíðkast
skjótvirkar, einfaldar lausnir, sem
er hagk væmar til skamms tíma
litið? Vita þeir ekki, að samverka-
fólki þeirra í velferðarkerfinu finnst
að sér þrengt, störf sín lítils metin
og hefur brugðið á það ráð að bít-
ast innbyrðis? - Vonandi halda sál-
fræðingar ekki, að hugmyndir
þeirra fá liðsinni annarra en fólks
úti í bæ sem á engra sérstakra
hagsmuna að gæta, - annarra en
barnanna sinna. - En hver veit.
Vonandi verður þessum hugmynd-
um ekki tekið með fálæti og tor-
tryggni. Vonandi verða þær skoðað-
ar með opnum huga sem þarft inn-
legg í umræðuna um velferðarkerfi
í vanda. Hugsanlega eru sálfræð-
ingar með þokkalegt jarðsamband
þegar allt kemur til alls.
Höfundur er sálfræðingvr og
formaður Barnaheilla.
UPPBYGGING
leikskóla á íslandi er
víða til fyrirmyndar
en í mörgum sveitar-
félögum þarf að gera
verulegt átak til að
hægt verði að tala um
leikskóla fyrir öll
börn. Til að það verði
hægt þarf að vera fyr-
ir hendi tilboð um
leikskóladvöl fyrir öll
börn frá því að fæð-
ingarorlofi lýkur til
sex ára aldurs, óski
foreldrar þess. Það
virðist sem svo, að
margar sveitarstjórn-
ir miði upphaf leik-
skólagöngu við tveggja ára aldur
barna og byggi áætlanir um upp-
byggingu leikskóla á þeim leiða
misskilningi að börn skuli ekki
byija í leikskóla fyrr.
Skyldur
sveitarfélaga
Frá því lög um leikskóla voru
samþykkt á Alþingi 1994 er leik-
skólinn skilgreindur sem fyrsta
skólastigið í landinu og er ætlaður
fyrir börn undir skólaskyldualdri.
Bygging og rekstur leikskóla skal
Það er fyrst og fremst
réttur barnsins, segir
Björg Bjarnadóttir, að
fá að vera í leikskóla.
vera á kostnað og í umsjón sveitar-
stjóma og er þeim skylt að hafa
forystu um að tryggja börnum
dvöl í góðum leikskóla. Það er stað-
reynd, eins og öllum er kunnugt,
að fæðingarorlof hér á landi er
einungis 6 mánuðir. ísland er þar
eftirbátur annarra Norðurlanda-
þjóða í því sem og mörgu öðru er
lýtur að aðbúnaði og kjörum fjöl-
skyldna, þar með talið barna í land-
inu. Það gefur augaleið að stutt
fæðingarorlof gefur ekki foreldrum
möguleika á því að velja um það
að vera heima með ungum börnum
sínum standi hugur þeirra til þess.
Því miður er það staðreynd að
sveitarfélög bregðast ekki á full-
nægjandi hátt við þessum aðstæð-
um í samræmi við óskir foreldra
því yngstu börnunum er víða út-
hýst úr leikskólunum.
Réttur barna
Það er fyrst og fremst réttur
barnsins að fá að vera í leikskóla.
Að vera í góðum leikskóla hlýtur
að vera krafa foreldra fyrir börn
sín, hversu ung sem þau eru. Hve
lengi dags barnið dvelst í leikskól-
anum fer eftir aðstæðum og ósk-
um hvers og eins. Því hefur stund-
um verið fleygt að heimilin og
leikskólinn keppi um börnin og
að leikskólakennarar haldi því
fram að það að vera í leikskóla
sé það besta fyrir börn í nútíma-
þjóðfélagi. Þetta er misskilningur.
Leikskólakennarar líta á leikskó-
lauppeldi sem nauðsynlega viðbót
við foreldrauppeldið og leggja
áherslu á góða samvinnu og traust
milli foreldra og leikskólans, ávallt
með velferð og hag barnsins í fyr-
irrúmi. í þessu sambandi má
benda á að rannsóknir sýna að
eftir því sem börn byija fyrr í leik-
skóla standa þau sig betur hvað
varðar ýmsa þroskaþætti seinna í
skólagöngu sinni. Þetta er að
margra áliti mikilvægasta for-
sendan fyrir nauðsyn leikskóla-
uppeldis fyrir öll börn og ætti að
vera hvatning til sveitarstjórna-
manna til að koma á móts við
þarfir yngstu barnanna.
Skóli fyrir börn frá
6 mánaða
Ég hef velt því fyrir
mér hvort þetta litla
fallega orð skóli geti
verið fráhrindandi í
huga einhverra í þess-
ari umræðu. Fólki
fínnist það ekki viðeig-
andi að tala um
skóla/skólagöngu fyrir
nokkurra mánaða
gömul böm, hvað þá
hugtakið að læra eða
menntun. í uppeldis-
áætlun leikskóla er
kveðið á um uppeldis-
og námssvið. Eitt
þeirra er leikurinn. Gildi leiksins
fyrir þroska bamsins er löngu við-
urkennt af fræðimönnum. Leikur-
inn er hið eðlilega tjáningarform
bamsins og í gegn um hann læra
börn og afla sér þekkingar. Þau
fá útrás fyrir tilfinningar sínar,
sköpunar- og hreyfíþörf. Hug-
myndaflug bamanna og forvitni
birtist í leiknum, svara er Ieitað
og rökhugsun efld. Börnin læra
að vinna saman, taka tillit, virða
rétt og samskiptareglur.
Annað námssvið í uppeldisáætl-
un leikskóla er umönnun og dag-
legar venjur. Því yngri sem börnin
eru því meiri natni þarf að leggja
í þennan þátt uppeldisstarfsins.
Þar er lögð höfuðáhersla á tilfinn-
ingatengsl, traust og öryggi.
Smám saman verða börnin sjálf-
bjarga og móta eigin sjálfsmynd í
samskiptum sínum við önnur börn
og starfsfólkið. Starfið í leikskó-
lanum mótast einnig mjög af
venjubundnum athöfnum sem lúta
að líkamlegum þörfum barnanna;
máltíðir, hreinlæti, hvíld, klæða sig
o.s.frv. Að annast börnin andlega
og líkamlega af ábyrgð, hlýju, virð-
ingu og áhuga er grundvallaratriði
í öllu leikskólastarfi.
Leikskólaheitið skýrskotar til
þess fjölbreytta uppeldis- og
menntastarfs sem fram fer í leik-
skólum og ætti því ekki að valda
nokkurri tortryggni í huga fólks.
Til gamans má geta þess að lat-
nesk/gríska orðið schola þýðir í
upprunalegri merkingu „tóm-
stundir sem notaðar eru til náms“.
Framtíðarsýn
Áður en hægt verður að tala
um leikskóla fyrir öll börn þarf
margt að koma til. Það sem þar
vegur þyngst er að mínu mati við-
horfsbreyting. Að litið verði á leik-
skólann sem sjálfsagðan hluta í
skólakerfinu og hann sé hugsaður
fyrst og fremst vegna barnanna
og þeirra þarfa er þar mikilvæg-
ast. Uppbygging leikskóla þarf að
vera ofar á forgangslista margra
sveitarfélaga. Til að efla leikskóla-
starf þarf að gera átak í menntun-
armálum leikskólakennara, því
víða er skortur á fagfólki og það
háir leikskólastarfi verulega. í
menntun leikskólakennara þarf að
taka mið af því að öll börn eigi
rétt á leikskóladvöl. Þar er átt við
að námsefni og verkleg þjálfun
vegna yngstu barnanna verði ekki
fyrir borð borin. Lengja þarf fæð-
ingaroriof og gefa báðum foreldr-
um kost á því. Það er réttur barns-
ins og baráttumál sem allir ættu
að geta sameinast um. Áfram
mætti eflaust lengi telja, en að
lokum er ekki hægt að láta hjá
líða að benda á nauðsyn þess að
hækka laun þeirra stétta sem eru
í umönnunar-, uppeldis- og
menntageiranum svo þau verði eft-
irsóknarverðari. Til þess er tæki-
færi nú.
Höfundur er fonnaður Félags
íslenskra leikskólakcnnara.
VlaUOUf'
Kvartett borðlampar
2.500,-
IKEA
Afgreiðslut ími
Mán.-föstud. 10:00-18:30
Laugardag: 10:00-17:00
Sunnudag: 13:00-17:00 fyrir alla snjallu
Einar Gylfi
Jónsson
Björg
Bjarnadóttir