Morgunblaðið - 08.03.1997, Side 40
40 LAUGARDAGUR 8. MARZ 1997
SIGRÚN
GUÐMUNDSDÓTTIR
+ Sigrún Guð-
mundsdóttir
var fædd á Heiðar-
seli á Síðu 29. októ-
ber 1894. Hún lést
á Dvalarheimilinu
Hjallatúni í Vík 26.
febrúar síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru Guð-
mundur Jónsson, f.
á Reyni 13.8. 1867,
d. i Vestmannaeyj-
-y um 15.9. 1946, og
Guðríður Ásgríms-
dóttir, f. 29.11.1853
í Bakkakoti í Meðal-
landi, d. 6.9.1904 á Stóru- Heiði
í Mýrdal. Albræður Sigrúnar
voru Vilhjálmur, f. 24.1. 1896 í
Heiðarseli, og (Runólfur) Jón,
f. 21.11. 1898 á Eyrarbakka.
Þeir eru báðir látnir. Hálfsystk-
ini Sigrúnar samfeðra eru
(Guðríður) Egilína, Guðmundur
og Sigurður.
Þegar Sigrún var tveggja ára
fluttust foreldrar hennar að
Eyrarbakka, en sex árum
seinna leystist heimilið upp
vegna fátæktar. Sigrún fór þá
"' í fóstur til Guðrúnar föðursyst-
ur sinnar í Fagradal.
Sigrún giftist 9. júlí 1916
Ólafi Jakobssyni, f. 3. mars
1895 í Skammadal, en hann
kom með föður sínum að
Fagradal árið 1907. Þau bjuggu
í Fagradal til ársins 1954 og
áttu þar heimili til ársins 1960
að þau fluttu til Víkur. Sigrún
missti mann sinn 18. júlí 1985.
Ari seinna flutti hún í þjónustu-
íbúð í Hjallatúni og 1991 á
' y: Dvalarheimilið Hjallatún.
Þau Sigrún og Ólafur eign-
uðust átta börn. Þau eru: 1)
(Magnús) Jón, f. 23.2. 1916,
maki Ólöf E. Árna-
dóttir, búsett á Sel-
fossi. Þau eiga
fimm börn og tíu
barnabörn. 2) Sól-
veig Sigurlaug, f.
19.6. 1918, býr á
Norður-Fossi í
Mýrdal. Maki Sig-
ursveinn Sveinsson,
f. 23.2. 1904, d.
20.10. 1980. Þau
eignuðust sex börn,
eitt þeirra dó í fæð-
ingu. Barnabörnin
eru sex og eitt fóst-
urbarn. 3) Guð-
ríður, f. 21.10. 1919, d. 21.10.
1984. Maki Pétur Sigurðsson,
f. 30.7. 1921, býr í Vestmanna-
eyjum. Þau eignuðsut sex börn,
barnabörnin eru nítján og
bamabarnabörn sextán. Sonur
þeirra á tvö fósturböm og son-
ardóttir eitt kjörbam. 4) Kjart-
an, f. 22.3. 1921, d. 9.11. 1922.
5) Guðfínna Kjartanía, f. 16.9.
1923, býr í Vestmannaeyjum.
Maki 1: Ingi Gunnar Stefáns-
son, f. 7.8. 1918, d. 4.3. 1950.
Þau eignuðust tvö böm og
baraabörnin em fimm. Maki 2:
Erlendur Stefánsson, f. 20.2.
1920, þau eiga þijá syni. 6)
Jakob, f. 25.11. 1924, d. 9.5.
1926. 7) Jakob, f. 2.10. 1928,
maki Elsa Pálsdóttir, f. 11.7.
1936. Þau búa í Vík og eiga
einn son. 8) Óskar Hafsteinn,
f. 23.9. 1931, maki Margrét S.
Guðmundsdóttir, f. 20.7. 1939,
búa á Laugarvatni. Þau eiga
þijú böra og fjögur barnaböm.
Sigrún átti 90 afkomendur á
lífi þegar hún lést.
Útför Sigrúnar verður gerð
frá Víkurkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
„Að vinna er að sýna ást sína í
verki.“ (K.G.)
Þessi orð koma í hugann er ég
hugsa um lífshlaup tengdamóður
minnar, Sigrúnar Guðmundsdóttur.
Hún var af þeirri kynslóð sem þótti
eðlilegt að vinna langan dag til að
hafa í sig og á, og lagði metnað
sinn í að skulda ekki neinum neitt,
meðvituð um að sælla er að gefa
en þiggja. Það var éngin fyrirferð
á henni en verkin voru unnin hratt
og örugglega. Mér fannst er ég
horfði á hendur hennar sem þeim
þætti vænt um hvaðeina sem þær
fóru um, brauðdeigið, borðklútinn,
pijónana, pottablómin. Hvernig
hún útbjó hversdagsmatinn, —
reiddi fram veisluborð handa gest-
um og gangandi af eðlislægri gest-
risni og að því er virtist án nokkurr-
ar fyrirhafnar.
Soðinn fískur varð að veislumál-
tíð í hennar höndum. „Meira að
segja venjulegt búðarbrauð bragð-
aðist mun betur hjá henni en ann-
ars staðar," sagði eitt hennar
mörgu bamabama er við ræddum
um þessa töfrafíngur hennar
ömmu.
Hún var mikil hannyrðakona og
notaði hveija stund sem gafst til
að sauma út, hekla og pijóna. Allt
var það unnið af sömu alúðinni,
hugsað fyrir hveiju afmæli og eng-
inn skyldi fara í jólaköttinn. Um-
hyggja hennar fyrir fjölskyldunni
var ómæld og náði raunar langt
út fyrir hana.
Meðan pijónamir tifuðu sagði
hún frá draumum ungrar stúlku,
sumir rættust, aðrir ekki eins og
gengur. Móður sinnar naut hún
aðeins fyrstu átta árin, en þá var
henni komið í fóstur til föðursystur
sinnar, Guðrúnar Jónsdóttur, hús-
freyju í Fagradal, og bónda henn-
ar, Magnúsar Bjömssonar, en hann
lést tveim áram eftir að Sigrún kom
til þeirra. Hún taldi sig hafa lært
mikið af Guðrúnu, frænku sinni,
sem hefði verið framúrskarandi
húsmóðir. Seinni maður Guðrúnar
var Jakob Þorsteinsson en hann
kom ráðsmaður að Fagradal árið
1907 með son sinn, Ólaf, 12 ára
gamlan.
Engan mann kvaðst Sigrún hafa
þekkt fremri Jakobi fóstra sínum
og síðar tengdaföður, að mann-
gæsku.
Hún taldi sig hafa verið láns-
manneskju. „Við unnum mikið en
fengum alltaf nógan mat.“ Fýllinn
var sóttur í björgin og silungur í
ána. Hugur hennar stóð snemma
Birting afmælis- og
minningargreina
MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar
endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í
Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti
1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi
(5691115) og í tölvupósti (MBL@CENTRUM.IS).
Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri
lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk,
A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2200 slög (um
25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast
við eitt til þijú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn
sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein-
ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfrétt-
ir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
MINNINGAR
til að læra ljósmóðurfræði, en fyrr
en varði var hún lofuð Ólafi Jakobs-
syni og draumar ungrar stúlku um
að hleypa heimadraganum lagðir á
hilluna.
Hún var húsfreyja á stóra heim-
ili í þjóðbraut, þar sem gestakomur
vora tíðar á nóttu sem degi.
Börnin urðu átta. Tveir synirnir
dóu ungir, Kjartan og Jakob. Sögðu
kunnugir að þeim missi hefði hún
tekið af æðruleysi, hún vitjaði
reglulega um litlu leiðin sín, hlúði
að þeim og signdi yfir.
Þótt vinnudagur væri langur taldi
hún ekki ástæðu til að gera mikið
úr því, hún hefði átt svo góðan
mann sem hjálpaði henni af ein-
stakri natni með bömin, þvoði þeim
og kom í bólin sín, sem þótti tiltöku-
mál á þeim tíma, þar sem verka-
skipting kynjanna var mjög skýr.
Sigrún var mikið náttúrabam.
Draumar vora henni jafnan íhugun-
arefni og dreymdi hana oft fyrir
daglátum. Nágranna átti hún góða
í hólum og klettum. Hæst bar þó
trúna á góðan Guð sem hún fól
umsjá alls.
Þau Sigrún og Ólafur fluttu til
Víkur árið 1960. Þar leið þeim vel
og eignuðust góða nágranna og
vini.
Guðríði, dóttur sína, misstu þau
haustið 1984. Þá sá ég minni góðu
tengdamóður fyrst brugðið.
Ari eftir lát Ólafs flutti hún í
þjónustuíbúð í Hjallatúni, þá var
heilsan farin að gefa sig svo ekki
þótti forsvaranlegt að hún byggi
ein í húsinu. í íbúðunum í kring
bjuggu gamlir vinir og sveitungar
sem skiptust á heimsóknum og alls
staðar var heitt kaffi á könnu.
En fimm áram síðar flyst hún í
eins manns herbergi á Dvalarheim-
ili aldraðra, Hjallatúni, með allri
þjónustu sem því fylgir. Þessi vista-
skipti urðu henni erfið. Skamm-
tímaminnið brást, sjónin dapraðist
og loks gat hún ekki lengur séð til
að pijóna lítinn sokk. Hendumar
sem áður unnu og veittu af örlæti
og hlúðu að öllu kringum sig þurftu
nú að þiggja þjónustu af öðram.
Þótt ört hallaði undan fæti átti
hún sínar góðu stundir og minnist
ég sérstaklega 100 ára afmælis
hennar, en þá lék hún á als oddi
umkringd af á annað hundrað af-
komendum og vinum.
Á Hjallatúni naut hún mikillar
umhyggju og hlýju starfsfólks og
vistmanna sem léttu henni síðasta
áfangann.
Hjá sínu fólki uppskar hún eins
og hún hafði sáð til, bömin hennar
og fjölskyldur þeirra fylgdust vel
með henni og sýndu henni mikla
ræktarsemi, að ógleymdum Jó-
hannesi Brandssyni sem dvaldi á
bernskuáram sínum oft í Fagradal
og reyndist henni alla tíð sem besti
sonur.
Með lífí sínu og starfí gaf hún
meira en fátækleg þakkarorð fá
tjáð.
Blessuð sé minning hennar.
Margrét Steina
Gunnarsdóttir.
Það er ávallt merkilegt þegar
manneskja nær þeim stóra áfanga
í lífinu að verða 100 ára og því
náði hún amma í Vík, meira að
segja gott betur en það. Heil öld
er langur tími og sú öld sem nú
er að renna sitt skeið á enda, 20.
öldin, hefur markað sérstöðu í sögu
þjóðarinnar, raunar heimsins alls.
Barátta þjóðarinnar fyrir sjálfstæði
stóð hátt, ósjaldan við kröpp kjör
og bágar aðstæður, í skugga
heimsstyijalda og náttúruhamfara.
En þrátt fyrir allt hafði hin íslenska
þjóð betur, hrósaði sigri og lýsti
yfir sjálfstæði. Við sem yngri eram
getum ekki annað en dáðst að dug
og þrautseigju þessarar kynslóðar;
vonað að okkur takist að nýta það
mikla veganesti sem hún hefur
fært okkur inn í framtíðina. Ótrú-
legar breytingar á atvinnuháttum
hafa einnig átt sér stað og tækni-
þróun þessarar aldar er svo hröð
að henni verður vart fylgt.
Já, þessa viðburðaríku öld hefur
hún amma lifað og verið þátttak-
andi á sinn hátt. Haldið myndarlegt
heimili ásamt eiginmanni sínum,
honum afa, Ólafi Jakobssyni. Sam-
an eignuðust þau bamahóp sem
þegar hefur margfaldast og munu
afkomendumir nú vera komnir fast
að hundraðinu. En nú er hún amma
farin frá okkur, horfin yfir móðuna
miklu til móts við nýja birtu og ljúfa
endurfundi. Við hin stöndum eftir
með minninguna um hlýja og dug-
mikla konu, stöndum í djúpri þökk
fyrir að hafa átt hana að og notið
nærveru hennar.
Amma og afi bjuggu lengst af
í Fagradal en fluttust síðan til Vík-
ur sumarið 1960. Afi var mikill
sigmaður og ófáar eru þær sögur
sem um hann lifa í fýlatekju í
Fagradalshömram. Að sjá þennan
unga og tápmikla mann fyrir sér
hoppa á milli syllnanna, léttan á
fæti í lóðréttu hamrabeltinu, er
yndisleg mynd og dýrmæt fyrir
okkur afkomendurna að eiga. Svo
ekki sé minnst á þann heiður að
hafa átt afa sem sýndi bjargsig á
Alþingishátíðinni 1930. Sú minning
sem mér er hvað sterkust af afa
er þegar ég var hjá þeim í Víkinni
og hann sagði við mig: „Jæja,
frændi, eigum við að tak’einn?"
En það þýddi að nú skyldi spilaður
ólsen sem var fastur liður í sam-
skiptum okkar tveggja. Ég kunni
afar vel við þennan samskiptamáta
því þar náði ég afa dálítið einum
útaf fyrir mig. Létt spjall í bland
við spilamennskuna gaf okkur
tækifæri til að kynnast eilítið betur
og þannig eignaðist ég sjálfur nota-
legar minningar um hann afa í Vík.
Það var ætíð notalegt að heim-
sækja ömmu og afa á Víkurbraut
30, í „húsið“ eins og amma kallaði
það jafnan. í þau tæp tuttugu ár
sem ég man eftir ömmu fannst
mér hún ekkert breytast og ótrú-
legt var hve vel hún hélt sér þrátt
fyrir háan aldur. Ljúfar og innileg-
ar móttökur birtu þá hlýju sem
skein úr öllu hennar fasi og mynd-
arlegt heimilið bar vitni um þann
dugnað sem að baki lá. Við amma
ræddum oft saman og margt bar
þar iðulega á góma: Mannlífið í
sveitinni, skepnumar, veðrið og svo
auðvitað frændfólkið. Ömmu var
afar annat um hag afkomenda
sinna og sýndi mikinn áhuga á því
sem hver og einn hafði fyrir stafni.
Hún kom líka gjarnan með þarfar
ábendingar um það að draga nú
ekki um of að finna rétta makann
og stofna fjölskyldu — og alltaf var
stutt í brosið hjá henni og glettn-
ina. Eftir að afi féll frá, sumarið
1985, flutti amma fljótlega á dval-
arheimilið Hjallatún og þá þótti
mér afar vænt um að sjá hve vel
hún kom sér þar fyrir, allt bar sama
svipmót og verið hafði í „húsinu“.
í samræðum okkar ömmu fannst
mér alltaf skemmtilegast þegar
hún fór að ræða um liðna tíma,
segja frá búskapnum í Fagradal,
lýsa æskuárum sínum, draumum
og væntingum. Hún var ótrúlega
minnug langt aftur í tímann og því
varð frásögnin einkar lifandi í með-
förum hennar.
Trúin reyndist ömmu alla tíð
öraggt haldreipi, það mátti vel
heyra í orðum hennar, bæði um
fortíð og framtíð. Það var unun á
að hlýða hve trúin var eðlilegur og
sjálfsagður þáttur í lífi hennar. Og
þegar við hittumst í síðasta sinn
nú fyrir fáum vikum sagði hún við
mig: „Ég vona bara að blessaður
Skaparinn fari nú að kalla mig
aftur til sín.“ Það eru einlæg orð
eins og þessi, af vöram hinnar
traustu lífsreyndu konu, sem
styrkja trú mína og gefa henni
aukið gildi — orð sem segja meira
en margar prédikanir.
Elsku amma, þakka þér fyrir
góðar samverustundir og allt sem
þú hefur gefið mér. Guð blessi þig.
Óskar Hafsteinn Óskarsson.
Það var mikið ævintýri ungum
börnum úr Flóanum að fá að heim-
sækja ömmu og afa í Fagradal.
Um miðbik aldarinnar þegar veg-
irnir voru öðruvísi en þeir eru í dag
tók það óratíma að ferðast frá Sel-
MORGUNBLAÐIÐ
fossi austur í Mýrdal með mjólkur-
bíl eða rútu. í Fagradal var veröld-
in allt öðravísi, há fjöll og grasi
vaxin, leyndardómsfullir hellar og
bæjarlækurinn sem skoppaði svo
skemmtilega hávær niður hlíðina.
Fólkið varð líka eldra, við áttum
þama gamlan Iangafa með sítt og
mikið skegg og svo talaði það öðra- -
vísi, amma notaði skjólu en ekki
fötu, klukkan hennar flýtti sín og
kartöflumar vora settar niður í des
en ekki í beð eins og heima hjá
okkur. Afi seig í björg og sótti fyl-
inn sem amma matreiddi og auðvit-
að þótti okkur hann góður eins og
allt hjá ömmu og afa.
Seinna eftir að ég varð fullorðin
og leiðin austur hafði styst til
muna, kynntist ég ömmu minni
betur. Þá vora þau afi flutt til Vík-
ur og þar fagnaði hún barnabörn-
unum og svo barnabarnabörnunum
af sömu hlýju og áður. Hún hafði
yndi af blómum og prýddu þau
garðinn hennar, vel hirt og litskrúð-
ug. Svo var hún sípijónandi sokka
og vettlinga og ekki brást mjúki
pakkinn frá ömmu og langömmu á
jólum og afmælum því þrátt fyrir
að afkomendunum fjölgaði stöðugt
mundi hún eftir afmælisdögum
þeirra allra. Hún var létt og kvik
á fæti og varla leið sá dagur að
hún færi ekki gangandi fram að sjó.
Enn seinna eftir að afi dó og
amma átti orðið heimili í Hjallatúni
var skemmtilegt og fróðlegt að sitja
hjá henni, spjalla um gamla daga,
hlusta á hana segja frá æsku sinni
og búskap í Fagradal og miðla
okkur af reynslu langrar ævi og
lífsháttum fyrri tíma. Eftir að hún
komst ekki lengur gangandi fram
að sjó naut hún þess að horfa út
á hann frá Hjallatúni, en þaðan er
einkar fagurt útsýni yfir Víkur-
þorp, Reynisdranga og fjöruna
góðu. Þarna var vel hugsað um
hana ömmu á vistlegu og notalegu
elliheimilinu og ber að þakka
starfsfólkinu og heimilisfólkinu öllu
fyrir góða umönnun og samfylgd
síðustu æviárin.
Ég vil þakka henni Sigrúnu
ömmu minni fyrir allt sem hún var
okkur systkinunum og börnunum
okkar, fyrir allar góðu minningarn-
ar sem við eigum um hana og
Mýrdalinn fagra.
Steingerður Jónsdóttir.
Amma Sigrún er látin. Það ætti
þó ekki að koma á óvart, því að
árin voru orðin mörg og heilsan
búin. Að við getum ekki heimsótt
hana lengur er staðreynd sem við
eigu erfitt að trúa, svo ríkan þátt
átti hún í lífi okkar. Ótal minn-
ingarbrot koma í hugann. Ferðir
austur í Fagradal þegar amma og
afi bjuggu þar. Seinna eftir að þau
fluttu til Víkur var litla húsið þeirra
okkar athvarf, hvort sem það var
skólaganga eða vinna í Vík. Kök-
urnar hennar ömmu vora einstakar
og það var eins og það væri enda-
laust til kaffi í litla brúsanum henn-
ar. Amma var gjafmild kona og
nutum við systkinin þess ríkulega.
Þá hafði hún þann hæfileika að sjá
ýmislegt fyrir og oftar en ekki var
tekið mið af því við sláttinn á Fossi.
Jólaboðin eru okkur minnisstæð,
þá kom amma ásamt fjölskyldu
sinni að Fossi og var þá oft glatt
á hjalla og spilað langt fram á
nótt. Á nýársdag fóram við svo til
ömmu þar sem nýju ári var fagnað
með matarveislu og spilamennsku.
Fyrir allt þetta þökkum við af al-
hug.
Síðustu tíu árin bjó amma á
dvalarheimilinu Hjallatúni í Vík þar
sem hún naut frábærrar umönnun-
ar og viljum við alveg sérstaklega
þakka því góða fólki, sem þar vinn-
ur, þá miklu hlýju og góðvild, sem
þau sýndu ömmu okkar. Einnig
þökkum við Jóhannesi Brandssyni
fyrir hans miklu natni og hugulsemi
sem hann ætíð sýndi ömmu. Við
kveðju ömmu með mikilli virðingu
og þökk fyrir allt það sem hún var
okkur. Guð varðveiti þig, elsku
amma.
Ólafur, Jóhanna, Sveinn,
Sigurður og Runólfur.