Morgunblaðið - 08.03.1997, Page 45

Morgunblaðið - 08.03.1997, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MARZ 1997 45 MINNINGAR að hruni komið. Múrningin hafði i fallið af í stórum flygsum. Gott ef reykháfurinn stóð uppi. Utan um húsið hafði verið slegið upp vinnupöllum, en sömu álög hefðu náð til þeirra, þeir voru hvítir af veðrun, og engin merki um við- gerðir sjáanleg. Jafnvel glugga- tjöldin litu út eins og þau hefðu ekki verið hreyfð síðan fyrir stríð. Og garðurinn laut sömu lögmálum líka. Allt greip þetta mig föstum . tökum. Einn góðan veðurdag síðastliðið sumar hafði ég loks látið verða af því að hefja leit að föðurfólki mínu sem ég þá þekkti lítið til, enda fósturbam. Nú hafði ég fund- ið Albert Sölva og numið af orðum hans og aðstæðum að hugur hans fór sínu fram hvort sem eigandan- ; um líkaði betur eða verr. Ég hafði í nokkur skipti komið að húsinu til að ná fundi íbúanna | en engin verið innandyra, innan við feisknar útihurðimar, nema stæðilegur hundur, grimmur og truflaður. Hundurinn smeygði sér gegnum húsið jafnharðan og ég leitaði nýrra dyra, og brást við mér með miklum ófriði. En nú hafði hundurinn verið lokaður inni í einhveiju herbergja hússins. Þau era á annan tug og ekki öll lívera- hæf vegna leka. Við náðum strax vel saman, ég og Albert Sölvi, líkt og við hefðum báðir upplifað dvöl á sömu eyði- eyju. Ég vissi ekkert um þennan mann. Hann byijaði kynnin á að benda upp í loftið þegar hann sá að mér varð starsýnt á flekkótt veggfóðrið í stofunni þar sem ég sat, og mælti af raust: Þakið lek- ur! — Og svo ekki meira um það. Það var burðarás í þessum frænda mínum sem allt varð að víkja fyrir. Hann virtist ekki hugsa til þess sjálfur. Þennan sólskins- dag í sumar er leið sagði hann mér tíðindi af skáldsögu sem hann hafði ritað á ensku ásamt félaga sínum á Intemetið og gefið út á netinu, í samvinnu við fyrirtæki í Ástralíu - sögu um þijár kynslóð- ir írskra innflytjenda á tíma kart- öfluskortsins, sagði Albert, - eins og ekkert væri sjálfsagðara en ég væri inni í málinu. Hann hélt á stórri, boginni reykjarpípu allan tímann, og bar hana hátt. Við stól- inn stóð hálffullur kútur af kók. Og stafur sem mér þótti liggja beint við að hann hefði þarna til að lyfta stórvöxnum líkamanum upg úr setinu. Ég fann af handtakinu, þegar ég hafði vikið mér að honum aftur á kveðjustund, að hann seildist með því allt til forföður okkar, Gísla Konráðssonar fræðimanns. Kunnastan meðal íslenskra of- virkja. Albert Sölvi nam á sjö árum sagnfræði og bókmenntir við bandarískan háskóla, um og eftir upphaf níunda áratugarins. Hann kenndi þessi fræði við Verk- menntaskólann á Akureyri. Hann æfði hnefaleika í fimm ár. Hann starfaði sem næturvörður á Hótel KEA í átján ár. Og sem dyravörð- ur k skemmtistað um tíma. í hálfan annan áratug gengu laun hans upp í verðtryggð náms- lán svo ekkert var aflögu, en um síðustu jól, þegar ég hitti hann öðra sinni, sagði hann mér stoltur að nú ætti hann í fyrsta sinn fé í banka. Þá var búið að gera við þakið og farið að klæða múrinn að utan. Akureyrarbær var í þá daga eins og mynd á jólakorti. Albert sat í Maóstólnum með píp- una á lofti eins og áður. Málfarið minnti á þýðingu eftir Steingrím Thorsteinsson. En um- ræðuefnið var sálfræðiþriller sem hann nú hafði skrifað á Internetið, um alþjóðlega glæpamenn og fleira ófagurt. Framan við Albert í stólnum stóð tölvubúnaðurinn og handan við sjónvarpsskjár og á honum þingmenn í önnum sínum þessa síðdegisstund. Stæður af videóspólum vora í hillum að baki hans. Þær hafði hann fyllt af gamanþáttum úr sjónvarpinu til að læra af hrynj- andi enskrar tungu og nema af þá punkta sem helst hræra við áheyrendum. Ég var aftur sestur að kökunum hennar Kristínar frænku. Hún leit öðra hveiju inn- fyrir hengið, brosmild og móleit, hún minnti mig á sígauna. Albert Sölvi talaði um áhuga- mál sín og feyran í veggfóðrinu fyrir framan mig var orðin að sögulegum minjum fyrir tilliti mínu. Hann talaði um söguþróun- ina sem hann sagði að tæki stökk á sjötíu ára fresti. Um byssueign, sem hann sagði loftvog á kerfið; því takmarkaðri þeim mun líklegra að yfirgangssemina bæri niður á fleiri sviðum. Sjálfur reyndist hann eiga nokkra tugi sem hann mat eins og listaverkasafnari málverk sín. Hann bar saman leiki félaga sinna á Oddeyri þegar hann var krakki og barna nú um stundir. Hversu grimmilega sem barist var hvarflaði ekki að neinum annað en rétta föllnum hjálparhönd ef þörf krafði. Það er annað nú. Það var í senn hryggð og undran í röddinni þegar hann mælti þessi orð. Svo frétti ég að Albert væri í senn sykursjúkur og hjartveikur. Engin æðra þar. Um það var ekki talað. Albert kom mér fyrir sjónir þessar dagsstundir sem ég naut samvista við hann sem einstaklega drenglundaður maður. Hugur hans ætlaði honum meira en hjart- að þoldi. Þorsteinn Antonsson. AOAUGLVSI 1 1 M < u DC TILKYNNINGAR w Aburðarflutningar > > Tilboð óskast í flutning á 730 tonnum af áburði á 33 bæi í Skaftárhreppi. Tilboðum skal skila fyrir 17. marstil Þórarins Bjarnasonar, Þykkvabæ 1, 880 Kirkjubæjar- klaustri, sem einnig gefur nánari upplýsingar í símum 487 4704 og 852 2638. ÖLFUSHREPPUR FUIMOIR/ MANNFAGNAOUR GEÐHJÁLP Aðalfundur Geðhjálpar Verður haldinn laugardaginn 22. mars kl. 14.00 í félagsmiðstöðinni, Tryggvagötu 9. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður lögð fram tillaga að skipulagsskrá fyrir Styrktarsjóð Geðhjálpar og að stefnu Geðhjálpar í geðheil- brigðismálum. Stjórnin. FÉLAGSSTARF Auglýsing um lausar iðnaðarhúsalóðir í Þorlákshöfn l .. | Olfushreppur auglýsir iðnaðarhúsalóðir við Óseyrarbraut 14a og 14b, með aðkeyrslu frá Hafnarskeiði, lausartil umsóknar. Hvor lóð er rúmir 2000 fm með nýtingarhlutfall 0,4. Sækja skal um báðar lóðirnar og byggja á þeim saman hús með 6-8 bilum. Áfangaskipta má byggingunni og þá byggja fyrsta áfanga fyrrihluta ársins 1997 og seinni áfangann inn- an umsaminna tímamarka. Hugsanlegir kaup- ; endur eru að tveimur eða fleiri bilum. | Þeir, sem áhuga hafa á þessum lóðum, fá upp- lýsingar og umsóknargögn hjá byggingarfull- trúa Olfushrepps, Selvogsbraut 2, 815 Þorláks- höfn, sími 483 3800 og símbréf 483 3536. Umsóknum skal skila fyrir 12.00 á hádegi 24. mars nk. Sveitarstjóri Ölfushrepps. I NAUÐUNGARSALA 1 Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins, Aðalstræti 12, 415 Bolungarvík, midvikudaginn 12. mars 1997 kl. 15.00 á eftirfarandi eignum: Hreggnasi, e.h., norðurendi, þingl. eig. Guðbjartur Kristjánsson, gerð- arbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins. Máni ÍS 59, þingl. eig. Hornvík ehf., b.t. Óttars Överby, gerðarbeiðendui Símon Richard Turner og Sparisjóður Önundarfjarðar. Sýslumaðurinn í Bolungarvik, 7. mars 1997. Jónas Guðmundsson. ÓSKAST KEYPT Tveir sumarbústaðir óskast Óska að kaupa tvo vandaða sumarbústaði ca 40 fm og ca 60 fm, sem eru í byggingu eða nýlegir og gott er að flytja. I Vinsamlega hringið í síma 892 0018 næstu daga. Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélag- anna í Hafnarfirði Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Hafnarfirði er boðaðtil áríð- andi fundar í Sjálfstæðishúsinu mánudaginn 10. mars kl. 20.00. Fundarefni: Málefni Sjálfstæðisflokksins í minnihluta í bæjarstjórn. Stjórnin. ATVINNU- AUGLÝSINGAR Lyfjaverksmiðja Óskum eftir að ráða eftirtalið starfsfólktil starfa í lyfjaverksmiðju okkar á Reykjavíkurvegi 78, Hafnarfirði. 1. Lyfjafræðing í framleiðsludeild. 2. Starfsfólk í pökkunardeild. 3. Starfsfólk í framleiðsludeild við blöndun og töfluslátt. Æskilegt er að umsækjendur hafi menntun og/eða reynslu á sviði véla- vinnslu. 4. Starfsmann til þess að byggja upp fyrir- byggjandi viðhaldskerfi á tækjum og búnaði framleiðslu- og rannsóknardeildar, annast kvarðanir mælitækja (voga, hita/rakanema, rannsóknarmælitækja o.s.frv.). Æskilegt er að umsækjendur hafi menntun á sviði verkfræði, tæknifræði, vélvirkjunar eða sambærilegu. Vinnutími frá kl. 8-16 virka daga. Um vaktavinnu getur einnig verið að ræða. Reyklaus vinnustaður. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstof- unni. Umsóknarfrestur er til 20. mars nk. Öllum umsóknum verður svarað. Delta hf., Reykjavíkurvegi 78, Hafnarfirði, sími 555 3044. Sandgerðishöfn Starf hafnarstjóra Hafnarstjórn auglýsir starf hafnarstjóra laust til umsóknar. Umsóknarfrestur ertil 26. mars. Um er að ræða krefjandi starf í einni umsvifa- mestu útgerðarhöfn landsins. Nánari upplýs- ingar veitir bæjarstjóri á skrifstofu Sandgerðis- bæjar alla virka daga frá kl. 9—12. F.h. hafnarnefndar, Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri. SMAAUGLYSINGAR FÉLA6SLÍF Sálarrannsóknafélag Suðurnesja, Víkurbrrut 13, Keflavík. Fjöldafundur Valgaröur Elnarsson, miðill, heldur fjöldafund í húsi félagsins, Vikurbraut 13, sunnudaginn 9. mars kl. 20.30. Húsið opnað kl. 20.00. Allir velkomnir. SAMBAND ÍSLENZKFiA 'igdtr KRISTNIBOÐSFÉLAGA Kristniboðsvikan í Reykjavík Samkoma á Holtavegi 28, kl. 20.30 i kvöld. „Drottinn minn og Guð minn!" Jesús og Tómas. Upphafsorð og bæn: í höndum KSS. Ræðumaður: Karl Jónas Gislason. Krapf: Umsjón KSF. Ragnheiður Hafstein syngur. Allir velkomnir. Dalvegi 24, Kópavogi Almenn samkoma i dag kl. 14. Allir hjartanlega velkomnir. BAHÁ’Í OPIÐ HÚS Laugardagskvöld kl. 20:30 Eðvarö T. Jónsson talar um ris og fall siömenningar. Katfl veitingar. Álfabakka 12, 2. hœð sími 567 0344 Dagsferð 8. mars kl. 8.00 Fjallanámskeið. Kennd verði undirstöðuatriði i notkun brodda, linu og isaxar. Dagsferðir 9. mars kl. 10.30 Raðganga Útivistar, 5. áfang Kirkjuhöfn-Stóra Sandvík. Kl. 10.30 Skiðaganga, Bláfjöll, Þríhnúk- ar, Grindarskörð. Netslóð http://www.centrum.is/utivii FERÐAFÉLAG ÍSLANDS MÖRKINNI6 - SlMI 568-2533 Sunnudagsferðir 9.mars kl. 10.30 Skiðaganga yfir Leggjarbrjó Kjósarskarð til vara. Verð 1.500 kr. Botnsdal frestað. Brottför frá BSÍ, austanmegin og Mörkinni 6. Kl. 13.00 Mörkin 6 — Fossvogsdalur, fjölskylduganga. Mæting við Mörkina, ekið i Skógræktina og gengið til baka i um 1,5 klst Minnum á kvöldvökuna um Ferðabók Konrads Maurers mið- vikudagskvöldið 12. mars kl. 20.30 i Mörkinni 6. Ferðafélag íslands. Pýramídinn - andleg miðstöð Opið hús Ellen Sveinsdóttir heil- ari er með bæna- og þróunarhringi öll þríðju- dagskvöld. Verð 500 kr. Allir velkomnir. Pýramídinn, Dugguvogi 2, simi 588 1415.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.