Morgunblaðið - 08.03.1997, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 08.03.1997, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR LAUGARDAGUR 8. MARZ 1997 49 ■ Alþjóðlegnr baráttudagur kvenna Opinn fundur verð- ur í Ráðhúsinu OPINN fundur verður sunnudaginn 9. mars kl. 14 í Ráðhúsi Reykjavíkur í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna. Fundarstjóri verður Guðrún Ebba Ólafsdóttir, varaformaður KÍ. Allt frá árinu 1910 hefur 8. mars verið Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti. Víða um heim safnast konur saman á þessum degi í viðleitni til að vinna að velferð kvenna og barna og í baráttu sinni fyrir friði og afvopnun. Kvennaráðstefnan í Beijing og fjöldi funda sem haldnir hafa verið í kjöl- far hennar hafa virkað sem nýr afl- vaki hreyfingar kvenna og í ár koma konur saman í jafn ólíkum löndum og t.d. íslandi, Frakklandi, Suður- Afríku, Indlandi, Brasiiíu, Portúgal og ísrael, segir í fréttatilkynningur. Á fundinum í Ráðhúsinu flytur María S. Gunnarsdóttir, MFÍK, ávarp í tilefni Alþjóðlegs baráttu- dags kvenna 8. mars og Helga Kress, prófessor flytur erindið: Kon- ur úr huldum stað. Þær sem flytja ávarp eru Anna Sjöfn Jónasdóttir, verkakona í Dagsbrún, Ragnhildur Guðmundsdóttir, varaformaður BSRB og Elna Katrín Jónsdóttir, formaður HÍK. Ljóðadagskrá í samantekt Arnars Jónssonar, leikara, verður fiutt og verða flytjendur með honum Edda Þórarinsdóttir og Anna Kristín Arn- grímsdóttir, ieikarar. Ljóðadagskrá- in verður táknmáistúlkuð. Ingibjörg Haraldsdóttir skáld les ljóð og Gunn- hildur Hrólfsdóttir barna- og ungl- ingabókahöfundur les upp. SIGURLIÐ 12-15 ára frá keppninni í fyrra, Alþjóðleg kattasýning í Kópavogi KYNJAKETTIR, Kattaræktarfélag Islands, heldur sunnudaginn 9. mars sína 10. sýningu í reiðhöll Gusts í Kópavogi. 126 kettir eru skráðir á sýning- una og er þar að finna ketti af öllum þeim tegundum sem til eru hér á landi, t.d. persa, exotic, abyssiníu, síams, balí, oriental og norska skógar- ketti að ógleymd- um húsköttum. Sýningin verður opnuð kl. 10 og lýkur kl. 18. Verð fyrir fullorðna er 400 kr. og 200 kr. fýrir börn, ellilíf- eyrisþega og öryrkja. Þrír alþjóðlegir dómarar dæma kettina. Myndarlega verði staðið að rekstri heil- brigðisþj ónustu NÝSTOFNAÐUR aðgerðahópur Styrktarfélags aldraðra á Selfossi í réttinda- og kjaramálum aldraðra sendi nýverið frá sér ályktun um nokkur af baráttumálum aldraðra. Niðurlag ályktunarinnar féll niður í frásögn blaðsins og fer hér á eftir: „Aldraðir íslendingar gera kröfu til þess að stjómvöld standi myndarlega að rekstri heilbrigðisþjónustunnar sem og öðrum þáttum velferðarkerf- isins, þessum mikilsverðu þjónustu- þáttum sem gamla fólkið í dag lagði metnað sinn í að byggja hér upp á langri starfsæfi sér og sínum til handa. í ljósi þess teljum við kröfur okkar hvorki betl né ósanngjarnar í neinu tilliti. Ollum má ljóst vera að aldraðir eru seinþreyttir til vandræða en munu þó aldrei líða það baráttulaust að áunnin réttindi og kjör séu af þeim tekin.“ Hraðskákmót Hellis HRAÐSKÁKMÓT Hellis verður haldið mánudagskvöldið 10. mars kl. 20. Tefldar verða 5 mínútna skákir, 7*2 umferðir eftir Monrad kerfi. Teflt verður í Þönglabakka 1, Mjódd. Heildarverðlaun mótsins verða 10.000 kr. Þátttökugjald er 300 kr. fýrir fullorðna félagsmenn en 400 kr. fyrir aðra og fyrir unglinga 15 ára og yngri 200 kr. fyrir félags- menn og 300 kr. fyrir aðra. Nemenda- sýningog . liðakeppni NEMENDASÝNING Dansskóla Jóns Péturs og Köru verður haldin á Hótel íslandi sunnudag- inn 9. mars nk. Þar munu allir nemendur í barna- og unglinga- hópum skólans ásamt nokkrum fullorðinshópum koma fram með sýnishorn af því sem þeir hafa lært í vetur. Húsið opnar kl. 13 og hefst sýningin kl. 14. Strax að lokinni sýningu kl. 15 hefst liðakeppni á milli dans- skóla og hefur nokkrum dans- skólum verið boðið til leiks. Þar munu flest af sterkustu danspör- um Islands sem mörg hver hafa verið að gera það gott á er- lendri grundu eigast við á dans- gólfinu. Keppt verður í tveimur aldursflokkum, 15 ára og yngri og 16 ára og eldri. Hvert lið samanstendur af fjórum dan- spörum, tveimur sem dansa suð- ur-amerísku dansana og tveim- ur sem dansa standarddansa. Fimm dómarar munu dæma keppnina. Miðar á sýninguna og keppn- ina verða seldir á Hótel íslandi 9. mars og hefst miðasala kl. 13. Frítt er fyrir 11 ára og yngri en aðgangseyrir fyrir 12 ára og eldri er 400 kr. -----» ♦ 4 Gengið á reka með Útivist í NÆSTSÍÐASTA áfanga rað- göngu Útivistar „Gengið á reka“ sunnudaginn 9. mars verður geng- ið með ströndinni frá bæjarstaði Litlu-Sandhafnar í Gömlu Höfnum út- á Eyri og síðan eftir Hafna- bergi að bæjarstæði Skjótastaða og niður á Stóru-Sandvík. Á leiðinni verða rifjuð upp sögu- brot um Litlu-Sandhöfn, stóijörð sem átti reka frá Karlmannstjöm suður undir Valahnúk. Farið verð- ur frá Umferðarmiðstöðinni kl. 10.30 og Fitjanesti í Reykjanesbæ kl. 11.15. Gangan hefst rétt sunn- an við Laxeldið. Staðfróður heima- maður verður fylgdarmaður. -----» ♦ ♦----- Leiðrétting Nýtt sýningarrými RANGT var farið með nafn Hann- esar Lárussonar í blaðinu í gær, sem sýnir í „svart-hvítt“ sem hlotið hef- ur nafnið 20 m2. Beðist er velvirð- ingar á því. Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir Myndlistarsýning leikskólabama Hveragerði. Morgunblaðið. FORELDRAFÉLAG leikskól- anna í Hveragerði stendur þessa dagana fyrir sýningu á myndum eftir leikskólabörn bæjarins í Grænu smiðjunni, Hveragerði. Við opnun sýningarinnar síðast- liðinn sunnudag var fjöldi fólks mættur til að skoða listaverk ungu kynslóðarinnar, sem eru bæði litrík og fjölbreytt eins og við er að búast af svo stórum hópi. 112 leikskólabörn eiga verk á sýningunni sem er opin til 9. mars. Flestir hinna ungu lista- manna voru viðstaddir opnunina og sungu þar nokkur lög. Mynd- in er tekin við það tækifæri. Verkefni valin í keppni ungra vísindamanna DÓMNEFND Hugvísis hefur valið verkefni í undanúrslit keppni ungra vísindamanna. Þau verkefni sem velj- ast til undanúrslita keppa til úrslita laugardaginn 12. apríl kl. 14 í Hinu húsinu, Aðalstræti 2. Vinningshafar Hugvísis taka þátt í Evrópukeppninni næsta haust en þá verður keppnin haldin í Mílanó á Italíu. Verkefnin heita: Fleyg skordýr í alaskalúpínu, höfundur Þurý Ósk Axelsdóttir, Flensborg, Hafnarfirði, Forstverkanir, höfundur Jóhanna Helgadóttir, Fjölbrautaskóla Suður- nesja, Kennsluforrit í stærðfræði, höfundur Sigmar Karl Stefánsson, Menntaskólanum við Sund, Stökk- mýs, höfundar Pétur Jónsson, Róbert Pálmason og Birgir R. Amórsson, Foldaskóla, Þroskastig barna, höf- undar Sigrún Jóhannsdóttir, Guðrún M. Bjamadóttir og Eva D. Guðmuns- dóttir, Foldaskóla, og Ólíkar matar- venjur fólks, höfundar Berglind Snorradóttir, Sólveig H. Sigfúsdóttir, Elín H. Hjartardóttir og Guðrún B. Brynjólfsdóttir, Foldaskóla. Hugvísir er samstarfsverkefni ísaga hf., menntamálaráðuneytisins og Hins hússins. „ Morgunblaðið/Halldór HERVOR Jónasdóttir, formaður Hvítabandsins, Hulda Guð- mundsdóttir, forstöðumaður meðferðarheimilisins, Ingvar Krist- insson, geðlæknir, og Jóhannes Pálmason, framkvæmdastjóri Sjúkrahúss Reykjavíkur. Kleifarvegsheimilinu gefin peningagjöf KVENFÉLAG Hvítabandsins gaf Kleifarvegsheimilinu, sem er meðferðarheimili fyrir börn með sálræn og geðræn vandkvæði, 300 þúsund krónur til kaupa á tölvubúnaði sem nýta skal til menntunar og endurhæfingar barnanna. Meðferðarheimilið er hluti af geðsviði Sjúkrahúss Reykjavikur og er framkvæmdastjóri þess Jóhannes Pálmason en forstöðu- maður heimilisins er Hulda Guð- mundsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.