Morgunblaðið - 08.03.1997, Page 51

Morgunblaðið - 08.03.1997, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MARZ 1997 51 BRÉF TIL BLAÐSINS MESSUR Á MORGUN Viðhorfskönnun til stóriðju og með- vitund almennings Frá Karólínu Huldu Guðmundsdóttur: NÝ KÖNNUN sem Félagsvísinda- stofnun vann fyrir MIL (markaðs- skrifstofu iðnaðarráðuneytisins og Landsvirkjunar) hvetur okkur til að skoða ofan í kjölinn hvað það er sem fólk ieggur til grundvallar afstöðu sinni þegar stórt er spurt. Oft hefur mönnum orðið svarafátt við þær aðstæður, en skyndikannanir á af- stöðu fólks til mikilvægra mála gera kröfu um Hkjót avör, án umhugnunar þar sem lagt er til grundvallar að ákveðin grunnþekking sé til staðar hjá svarendum. Hversu upplýst er fólk? Eru menn ekki fyrst og fremst sammála síðasta ræðumanni svo sem oft vill verða? Hvaða möguleika hefur almenningur á að sjá hlutina í samhengi? Samkvæmt nefndri könnun, ef teknir eru þeir sem af- stöðu taka, eru 74 íslendinga fylgj- andi því að orkufrekur iðnaður sé „mikilvægur þáttur atvinnuppbygg- ingar" og samsvarandi stór hópur telur að mengun af völdum stóriðju sé „innan eðlilegra marka“. Ég leyfí mér að fullyrða að hvergi nærri 74 Islendinga hafi hugmynd um hvaða mengun er hér verið að spyija um né heldur velti fólk því svo mikið fyrir sér hvað átt er við með stór- iðju. Fólk er fyrst og fremst hrætt við atvinnuleysi og á þeim forsend- um er skiljanlegt að vonin um ein- hvetja vinnu ráði svörum. Sagan hefur líka kennt okkur að atvinnu- leysisvofan hefur fengið fólk til fylg- is við háskalegustu stefnur. Ef spurt hefði verið hver væru æskileg mörk mengunar hefði trúlega orðið fátt um svör og ef spurt hefði verið um heildaráhrif þeirra framkvæmda sem stóriðja felur í sér hefðu trúlega flestir þagnað við. Þegar hægt er að segja fólki nánast í sama orðinu að öll mengun fjúki út í buskann, hreinlega gufi upp, nema sumt sem ekki lúti sömu vindlögmálum og fari aldrei yfír lóðarmörk, hlýtur eitthvað að vera bogið við framsetningu upp- lýsinga. Hvaða svör hefðu fengist ef spurt hefði verið t.d. um eðliiegt magn brennisteinstvíoxíðs á dag frá fýrirhuguðu álveri á Grundartanga, hvaða aðstæður gætu hraðað mynd- un brennisteinssýru og hvort stað- setning verksmiðju skipti þar máli? Hætt er við að margir hefðu fallið á því prófi. Eins ef spurt hefði verið hvað væri í svifrykinu sem ekki á að geta fokið eins og önnur mengun. Svifryk er e.t.v. svona ósýnilegar agnir sem fólk verður fyrst vart við ef það þurkar ekki af innandyra fyrr Frá Helgu Gunnarsdóttur: I MORGUNBLAÐINU 26. febrúar birtist grein eftir Jón Sigurðsson, framkvæmdastjóra íslenska jám- blendifélagsins, undir yfirskriftinni „Um það sem er logið og hitt sem er satt.“ Þar gerir Jón að umtalsefni hve óvandaður málflutningur þeirra er sem talað hafa gegn álveri og tekur nokkur dæmi máli sínu til stuðnings. Hann varar við að menn grípi til óvandaðra meðala og óskar eftir að umræðan haldi sig við stað- reyndir. Hann fellur síðan í þá gryfju sjálfur að taka óstaðfesta sögu úr skólastarfi á Akranesi og bera hana áfram inn í Morgunblaðið í sömu grein. Nú er mér kunnugt um að Jón leitaði eftir upplýsingum frá skólanum um hvort umrætt atvik hefði átt sér stað. En hann gaf sér ekki ráðrúm til að bíða eftir því að málið væri kannað og hið rétta kæmi fram. Því miður. Umræður um nýtt álver á Grund- artanga hafa verið líflegar á Akra- en sólin sýnir af fullkomnu miskunn- arleysi óþrifin. Engin húsmóðir/faðir vill láta koma þannig upp um skort á umhverfishreinsun sinni, en getur á sama tíma samþykkt að dreift sé hálfu tonni af einhverskonar ryki uppi í Hvalfirði á dag! Hvað þýðir svo þetta flúor sem svifið á að inni- halda? Er það ekki bara eitthvað hollt og gott fýrir tennumar? Súrt regn? Hvaða áhyggjur þurfum við að hafa af því? Ekki höfum við neina timburskóga til að hafa áhyggjur af. Svo er líka „að meðaltali“ hæfilegt rok af réttri vindátt þama uppfrá og svo segja reiknilíkönin að súra regnið fari „að mestu leyti“ bara í sjóinn, því það myndist á svo löngum tíma, en er það svo? Hvað höfum við ann- ars að gera við þumalputtareglu í megnunarútreikningum? Svo er það þetta með eyðingu ósonlagsins. Ef fólk hefði verið spurt hver væri þar mesta ógnin hefðu e.t.v. einhveijir minnst á hárlakk og ísskápa, en yppt svo öxlum. Veit fólk að álframleiðsla er hér einn stærsti skaðvaldurinn? Nei, ég leyfi mér að fullyrða að þekk- ing almennings á áliðnaði og annarri stóriðju er afskaplega lítil og fráleitt að niðurstaða könnunar, sem byggist á þekkingu, sem aftur er reist á sandi, geti leitt til þeirrar niðurstöðu að stjómvöld séu á réttri leið í stóriðju- málum. Miklu fremur ætti þetta að sýna okkur að hér þarf aukna fræðslu. Hér þarf samanburð á valkostum og heildaryfírsýn yfir þá stefnu sem stjómvöld boða. Hvaða framtíð vilj- um við búa þeim sem á eftir koma? Ábyrgð Hollustuverndar ríkisins er mikil í þessum málum. Hún er sú stofnun sem meta á áhrif mengandi efna á landsvæði þar sem engin trygging er fyrir því að erlendir staðlar geti gilt. Hún þarf jafnframt að vinna undir mikilli tímapressu þar sem samningar geta oltið á því að ákvörðun sé tekin strax. En í öllum þessum asa gleymist að fólkið, sem á að geta gert athugasemdir við umhverfismat, hefur engar forsend- ur til þess né að svara svo viðamikl- um spurningum sem þeim, hver séu „eðlileg mörk“ mengunar. Ég skora á umhverfisráðuneytið að sinna betur því grundvallar- markmiði sínu að auka meðvitund og þekkingu almennings í umhverf- ismálum, svo við getum svarað af einhveiju viti þegar við erum spurð eða í það minnsta þagað af enn meira viti. KARÓLÍNA H. GUÐMUNDSDÓTTIR frá Fitjum í Skorradal. nesi og er það vel. Það væri illa komið ef almenningur léti slíkt sig engu varða og sitt sýnist hveijum eins og gengur. Eðlilega hefur áhugi barna á málefninu verið vakinn og þau í einhveijum mæli flutt umræð- una inní skólann. Skólinn verður að vera í þeim tengslum við umhverfi sitt að hann leyfi umræðu um það sem efst er á baugi og kennarar eiga ekki að þagga umræður niður ef þær koma upp. Þeirra hlutverk er hins vegar ekki að kveða upp dóma í málefnum sem ekki er ein- dregin sátt um í þjóðfélaginu. Það er að segja þegar um álitamál er að ræða. Ef foreldrar, eða aðrir sem láta sig skólastarf skipta álíta að kennarar hafi farið út fyrir sitt verk- svið, þá verður skólinn að treysta því að þeir hinir sömu hafi samband við skólann, geri athugasemdir og fái uppiýsingar um hvað raunveru- lega er á ferðinni. HELGA GUNNARSDÓTTIR, skólafulltrúi Akraness. Guðspjall dagsins: Jesús mettar 5 þúsundir manna. (Jóh. 6.) ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðs- þjónusta kl. 14. Kaffi eftir messu. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Foreldrar hvattir til þátttöku með börnun- um. Guðsþjónusta kl. 14. Organ- isti Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Guðsþjónusta kl. 11, skírn. Prest- ur sr. Hjalti Guðmundsson. Dóm- kórinn syngur. Organleikari Mar- teinn H. Friðriksson. Fundur í safnaðarheimilinu eftir messu. Unnur Halldórsdóttir djákni talar um þjónustu djákna í kirkjunni. Barnasamkoma kl. 13 í kirkjunni. Föstumessa, altarisganga kl. 14. Prestur sr. Hjalti Guðmundsson. GRENSÁSKIRKJA: Fjölskyldu- og æskulýðsmessa kl. 11. Barnakórar Grensáskirkju syngja. Helga Loftsdóttir stjórnar. Fermingarbörn lesa ritningarlest- ur. Sonja Berg og Þuríður Guðna- dóttir annast barnaefnið. Prestur sr. Halldór S. Gröndal. Organisti Árni Arinbjarnarson. HALLGRÍMSKIRKJA: Fræðslumorgunn kl. 10. Hvers vegna kristin fræði á grunnskól- um? Sr. Sigurður Pálsson. Messa og barnasamkoma kl. 11. Sr. Bragi Ingibergsson prestur á Siglufirði prédikar. Kirkjukór Siglufjarðar syngur, stjórnandi Antonias Hcvesi. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Bragi Skúlason. HÁTEIGSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Sr. Gylfi Jónsson héraðsprestur. Messa kl. 14. Organisti Pavel Manasek. Sr. Gylfi Jónsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Messa kl. 11. Prestur sr. Jón Helgi Þórar- insson. Organisti Jón Stefánsson. Kaffisopi eftir messu. Barnastarf kl. 13 í umsjá Lenu Rós Matthías- dóttur. LAUGARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Félagar úr Kór Laugarneskirkju syngja. Sigurður Flosason leikur á saxófón. Organ- isti Gunnar Gunnarsson. Barna- starf á sama tíma. Guðsþjónusta kl. 14 í Sjálfsbjargarhúsinu, Hát- úni 12. Kvöldmessa kl. 20.30. Kór Laugarneskirkju leiðir söng. Und- irleik annast valinkunnir tónlistar- menn ásamt organistanum Gunn- ari Gunnarssyni. Lifandi tónlist frá kl. 20. Ólafur Jóhannsson. NESKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11. Opið hús frá kl. 10. Sr. Frank M. Halldórs- son. Messa kl. 14. Sr. Frank M. Halldórsson. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11 í tengslum við átak- ið „Fórn á föstu", Friðrik Hilmars- son kristniboði prédikar. Sr. Sol- veig Lára Guðmundsdóttir þjónar fyrir altari. Barnastarf á sama tíma. Hádegisverður með kaffi á eftir. Organisti Vierea Manasek. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Fjölskylduguðsþjónusta kl. 14. Kaffisala eftir messu. ÁRBÆJARKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðs- þjónusta kl. 14. Organleikari Kristín G. Jónsdóttir. Vænst er þátttöku fermingarbarna og for- eldra þeirra. Stuttur fundur með þeim eftir guðsþjónustuna. Prest- arnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Messa með altarisgöngu á sama tíma. Samkoma Ungs fólks með hlut- verk kl. 20. Gísli Jónasson. DIGRANESKIRKJA: Messa kl. 11. Altarisganga. Prest- ur sr. Flóki Kristjánsson. Barna- guðsþjónusta á sama tíma. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðs- Meira um það sem er logið og hitt sem er satt prestur. Organisti Violeta Smid. Barnaguðsþjónusta á sama tíma. Prestarnir. GRAFARVOGSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Um- sjón hafa Hjörtur og Rúna. Barna- guðsþjónusta í Rimaskóla kl. 12.30 í umsjón Jóhanns og Ólafs. Guðsþjónusta kl. 14. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti Hörður Bragason. Prestarnir. HJALLAKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Kristján Einar Þorvarðarson þjónar. Barnaguðs- þjónusta kl. 13 í umsjá sr. Irisar Kristjánsdóttur. Organisti Oddný J. Þorsteinsdóttir. Prestarnir. KÓPAVOGSKIRKJA: Barnastarfið. Heimsókn í Víði- staðakirkju í Hafnarfirði. Farið verður með rútu, mæting í Borg- um kl. 10.30. Messa kl. 11. Ferm- ingarbörn og foreldrar þeirra eru hvött til þátttöku. Fundur í safnað- arheimilinu Borgum með foreldr- um og fermingarbörnum strax að lokinni messu. Organisti Örn Falkner. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SEUAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðs- þjónusta kl. 14. Sr. Valgeir Ástr- áðsson prédikar. Organisti Kjart- an Sigurjónsson. Sóknarprestur. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Messur kl. 10.30, 14 og 20 (á ensku). Mánud. til föstud. messur kl. 8 og kl. 18. Laugardagur mess- ur kl. 8 og kl. 14. KFUM og KFUK v/Holtaveg: Kristniboðssamkoma á morgun kl. 17. Upphafsorð og bæn: Bald- ur H. Ragnarsson. Ræðurmaður: Skúli Svavarsson. Ljós í myrkri: Hrönn Sigurðardóttir. Kór KFUM og KFUK syngur. HVÍTASUNNUKIRKJAN Ffladelf- ía: Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. Niðurdýfingarskírn. Allir hjartan- lega velkomnir. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu- dagur kl. 11, sunnudagaskóli, kl. 19.30 bænastund, kl. 20 hjálp- ræðissamkoma. Turid og Knut Gamst stjórna og tala. LÁGAFELLSKIRKJA: Messa kl. 14. Barnastarf í safnað- arheimilinu kl. 11. Jón Þorsteins- son. BRAUTARHOLTSKIRKJA, Kjalar- nesi: Barnaguðsþjónusta kl. 11 f.h. Gunnar Kristjánsson, sóknar- prestur. VÍDALÍNSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Guðmundur Sigurðsson. Sunnu- dagaskóli á sama tíma í safnaðar- heimilinu. Sunnudagaskóli í Hof- staðaskóla kl. 13. Bragi Friðriks- son. BESSASTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Nemendur úr Álftanesskóla og Tónlistar- skólanum taka þátt í athöfninni. Hugvekju flytur Sæmundur Haf- steinsson, sálfræðingur. Aðal- safnaðarfundur kl. 15.30 í hátíðar- sal íþróttahússins. Bragi Friðriks- son. KÁLFATJARNARSÓKN: Kirkjuskóli í dag, laugardag, í Stóru-Vogaskóla kl. 11 í umsjá Bjarna, Sesselju og Franks. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Altarisganga. Sigurður Helgi Guðmundsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sunnudagaskóli í Hafnarfjarðar- kirkju kl. 11. Umsjónarmenn séra Þórhildur Ólafs, Katrín Sveinsdótt- ir og Natalía Chow. Sunnudaga- skóli í Hvaleyrarskóla kl. 11. Um- sjónarmenn séra Þórhallur Hei- misson, Bára Friðriksdóttir og Ing- unn Hildur Hauksdóttir. Messa kl. 14 við lok Leikmannastefnu. Prestur séra Gunnþór Ingason sem flytur samtalsprédikun ásamt Helga Hjálmssyni viðskiptafræð- ingi. Barnakórinn syngur ásamt Kirkjukórnum undir stjórn Hrann- ar. Helgileikur, altarisganga. Org- anisti Natalía Chow. Kirkjukaffi í Strandbergi eftir messuna. Prest- ar Hafnarfjarðarkirkju. FRÍKIRKJAN, Hafnarfirði: Barnasamkoma kl. 11. Umsjón Edda og Aðalheiður. Guðsþjón- usta kl. 14. Organisti Jakob Hall- grímsson. Kaffiveitingar í safnað- arheimili að lokinni guðsþjónustu. Einar Eyjólfsson. KEFLAVIKURKIRKJA: Samræða um sjálfsímyndina kl. 11-15 laugardag. Tónlist, dag- skráin sett. Fyrirlesarar í fræðsluátakinu hafa framsögu um sjálfsímyndina, fíkniefnavandann, sjálfsvíg og samkynhneigð. Súpa og brauð í hádeginu í Kirkjulundi. Panelumræður og fyrirspurnir eft- ir hádegi og samræðunni lýkur með helgistund í kirkjunni. Sunnu- dagaskóli kl. 11. Munið skólabíl- inn. Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Ólafur Óddur Jónsson. Ræðu- efni: Samræðan um sjálfsímynd- ina. Kór Keflavíkurkirkju syngur. Organisti Einar Örn Einarsson. INNRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11, sem fer fram í Ytri-Njarðvíkurkirkju. Börn sótt að safnaðarheimilinu kl. 10.45. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11. Brúðuleik- hús. Sara Vilbergsdóttir segir sögu og leikur á gítar. Allir aldurs- hópar velkomnir. Baldur Rafn Sig- urðsson. SELFOSSKIRKJA: Messa kl. 14. Börn af landsmóti Barna- og unglingakóra koma í heimsókn. Sóknarprestur. HVERAGERÐISKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11. Aðalsafn- aðarfundur Hveragerðissóknar kl. 14. HEILSUSTOFNUN NLFÍ. Guðsþjónusta kl. 11. Jón Ragn- arsson. STOKKSEYRARKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Sókn- arprestur. EYRARBAKKAKIRKJA: Messa kl. 14. Sóknarprestur. BORGARPRESTAKALL: Barnaguðsþjónusta verður í Borg- arneskirkju kl. 11.15. Messa kl. 14 og guðsþjónusta á dvalarheim- ili aldraðra í Borgarnesi kl. 15.30. Þorbjörn Hlynur Árnason. HVAMMSTANGAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guð- rún Helga, Laura Ann og Helgi Sæmundur leiða stundina með presti. Kristján Björnsson. VESTUR-HOPSHÓLAKIRKJA: Messa kl. 14. Altarisganga og skírn. Kirkjukór Vesturhóps og Vatnsness syngur undir stjórn Helga S. Ólafssonar, organista. Kristján Björnsson. VALLANESKIRKJA: Messa kl. 14 sem hefst með vígslu skrúðhúss. Dr. Einar Sigur- björnsson prédikar. Kirkjukaffi á Iðavöllum. Sóknarprestur. LANDAKIRKJA, VESTMANNA- EYJUM. Sunnudagaskólinn kl. 11. Almenn guðsþjónusta í Landa- kirkju. Barnasamvera meðan á prédikun stendur. Messukaffi. Almenn guðsþjónusta á Hraun- búðum kl. 15.15. Poppmessa, „Létt sveifla í helgri alvörul". Hljómsveitin Prelátar leiðir safn- aðarsönginn. Smári Harðarson líkamsræktarmaður byrjar mess- una með signingu og bæn. Alt- arisganga og fyrirbænir í kirkju- skipi en messukaffi í safnaðar- heimilinu að lokinni athöfn. PCI lím og fúguefni k Stórhöfða 17, vlð Gullinbrú, síml 567 4844 UNGBARNASUNDFÖT Sængurgjafir - fyrirburaföt - rósir á skírnarkjóla Skólagerði 5, Kópavogi, sími 554 2718. Opið kl. 13-18.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.