Morgunblaðið - 08.03.1997, Síða 52
52 LAUGARDAGUR 8. MARZ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Jfc.1
Matur og matgerð
Gómsæt ber
Ég vil miklu heldur frosin ber en fersk á þessum
árstíma, segir Kristín Gestsdóttir, enda eru
þau ódýrari, handhægari og miklu betri.
Fyrir nokkrum árum rakst ég
á margar tegundir geysigóðra
frosinna beija og notaði þau ós-
part, þau voru í plastpokum merkt
ARDO og fengust ekki víða. Eink-
um var það berjablanda með sex
tegundum, sem var í miklu uppá-
haldi hjá mér. Allt í einu hættu
þessi ber að fást og ég get næst-
um sagt að matarheimur minn
hafi hrunið, en nú eru þessar fjöl-
breyttu beijategundir fáanlegar á
ný í 450 gramma öskjum svo að
betur fer um berin. í þessum
flokki eru margar tegundir: Jarð-
arber, hindber, brómber, sem þeir
hjá Garra kalía skógarber, aðal-
bláber, týtuber og berjablandan
góða, svo tvær tegundir melónuk-
úlna mismunandi á litinn, suðræn
blanda með framandi aldinum og
ávaxtablanda með sex hefðbundn-
um tegundum. Við íslendingar
gerum of lítið af því að nota ávexti
og ber í kökur og ábætisrétti, en
okkur líður miklu betur eftir léttan
berja- eða ávaxtarétt í lok máltíð-
ar en þungan ijómadesert. Beija-
rétturinn og ávaxtarétturinn
skreytir sig auk þess sjálfur. Gott
er að búa til sósur úr beijunum
og hafa með ís eða borða berin
með ís eða rjóma. Fyrsta upp-
skriftin í dag er grautur úr berja-
blöndunni og það er enginn venju-
legur grautur, heldur heimsins
besti grautur, sem mínir matar-
gestir bera mikið lof á. Svo eru
hér tvær berjasósur og mangósósa
til að hafa með ís og geta lesend-
ur valið um að kaupa ísinn tilbú-
inn eða búa hann til sjálfir.
Grauturinn góði
1 pk. berjablanda, 450 g
1 dl sykur
4 dl vatn
1 dl vatn + 2 msk. karöflumjöl
1. Setjið berin í pott ásamt sykri
og 4 dl af vatni og sjóðið við hægan
hita í 15-20 mínútur. Meijið þá ber-
in örlítið með sleif.
2. Hrærið saman eða hristið í
hristiglasi 1 dl vatn + 2 msk. kart-
öflumjöl. Takið pottinn af hellunni
og hrærið kartöflumjölsblönduna út
í. Kælið.
Meðlæti: Mikið af hálfþeyttum
ijóma.
Athugið: Mjög fallegt er að bera
þetta fram í víðurn glösum á fæti
og setja smáijómaslettu í toppinn.
Hindberjasósa
‘A pk. hindber
'A dl sykur
Skógarberjasósa
(brómberjasósa)
‘A pk. hindber
'A dl sykur
Aðferð við báðar sósumar: Raðið
frosnum beijum á disk, stráið sykrin-
um yfír og látið þiðna. Setjið helm-
ing beijanna í blandara eða meijið
á sigti. Setjið síðan heilu berin út í
sósuna.
Mangósósa
Eitt vel þroskað mangóaldin er
skorið frá steininum sem er flatur.
Hægt er að sjá á aldininu hvernig
steinninn snýr, og er það kallað
„kinnar“ þar sem aldinið er þykk-
ast. Best er að skera kinnarnar af
og síðan hitt. Aldinið er afhýtt og
saxað mjög smátt eða sett í bland-
ara. Aldinið þarf að vera mjúkt og
vel þroskað og oft er betra að smá
svartir blettir séu í hýðinu.
*
Is með mangósósu og
skógarberjum
(brómberjum)
Berið í'sinn fram í smáskálum.
Setjið mangósósu á botninn, þá ís
og loks skógarbeijasósu með heiium
beijum.
ís með hindberjasósu
íspakkanum dýft augnablik í heitt
vatn og honum hvolft á fat. Síðan
er hindbeijasósu með heilum beijum
hellt yflr.
Heimatilbúinn
vanilluís
2 heil egg + 2 eggjarauður
3 msk. sykur
2 pelar rjómi
‘A tsk. vanilludropar
1. Þeytið egg og eggjarauður með
sykri og vanilludropum.
2. Þeytið ijómann sér. Blandið
saman og setjið í frysti. Gott er að
hræra tvisvar í ísnum meðan hann
er að fijósa.
í þættinum 27. febrúar, Gómsætt
brauð á góu, slæddist inn slæm villa.
Sagt er að við langa lyftingu brauð-
anna eigi að nota 'A tsk. af geri en
átti að vera ‘A msk. Beðist er velvirð-
ingar á þessu.
í DAG
VELVAKANDI
Svarað úáma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags
Netfang: elly@mbl.is
Hlaupár
árið 2000?
MAÐUR hringdi og vill
hann benda samninga-
nefndum þeim sem eru að
semja um kaup og kjör á
að í sumum samningum
er verið að semja til 29.
febrúar árið 2000. Hann
heldur því fram að það
verði ekkert hlaupár árið
2000 vegna þess að það á
að fella niður hlaupársdag
þau ár þar sem 400 gangi
upp í ártalið. Og er það
eina frávikið frá reglunni
um að ef 4 gangi upp í
ártalið þá sé hlaupár.
Frakki glataðist
Frakki, ljósbrúnn, glatað-
ist í Fjörukránni 22. febr-
úar og er annar svipaður
í óskilum þar. Sá sem
kannast við þetta er beðinn
um að hafa samband við
Fjörukrána í síma
565-1213.
Þakkir
DAVÍÐ hringdi og vildi
hann koma á framfæri
þakklæti til þeirra í Baha’i-
miðstöðinni fyrir skemmti-
leg og fróðleg laugardags-
kvöld.
Leitað ættingja
DÖNSK kona, Vibeke
Thejll Bjömson-Lange,
hyggst koma til íslands í
sumar. Faðir hennar hét
Carl Adolph Thejll, fæddur
í Stykkishólmi 8. ágúst
1895, sonur hjónanna
Hagbarðs Thejll kaup-
manns og Sigríðar Thejll
sem var fædd á ísafirði
um 1853. Þau hjón voru
lengi á Búðum, síðan
nokkur ár í Stykkishólmi
en munu þá hafa flutt ut-
an. Vibeku langar að hafa
samband við ættingja sína
á íslandi og eru þeir vin-
samlega beðnir að hafa
samband við hana.
Heimilisfangið er:
Vibeke Thejll Bjömson-
Lange, Orsted Frave 4,
5620 Flamsbjerg, Dan-
mörku. Fax: 644-51006.
Breyting á fatnaði
KONA hringdi í Velvak-
anda og vill hún benda
fólki á að í Hveragerði er
kona sem gerir við fatnað
og heitir Amdís og býr á
Lyngheiði 7, sími 483-
4556.
Viðgerðir á fatnaði
AÐALHEIÐUR hringdi og
segist hún taka að sér
fataviðgerðir, hún er með
síma 552-0974.
Leiðrétting á vísu
ÞURÍÐUR hringdi og vildi
hún koma á framfæri leið-
réttingu á þætti sem send-
ur var út frá Akureyri um
Látrabjörgu var ekki farið
rétt með eina vísu hennar.
í bók Arnfríðar Sigurgeirs-
dóttur „Séð að heiman" er
visan svona:
Mývatnssveit ég vænsta
veit
vera á norðurláði,
fólkið gott, það fær þann
vott,
að flestum góðvild tjáði.
Arnfríður segir að
nokkrir hafi síðustu orð
vísunnar þannig:
Að fullt sé það af háði.
þannig var hún lesin í
þættinum. Vilji einhver
kynna sér þetta nánar vísa
ég til bókar Arnfríðar.
Þuríður Sigurðardóttir.
Fatabreytingar
BJÖRG hringdi og vill
benda fólki á að það getur
snúið sér með fatabreyt-
ingar til Lindasaums í
Kringlunni og í Veltusundi
er einnig saumastofa þar
sem fatnaði er breytt.
Rauð pokadúkka
tapaðist
LITIL, handunnin, rauð
dúkka, ca. 6 sm há, svo-
kölluð pokadúkka, tapaðist
miðvikudaginn 5. mars, á
leiðinni frá stoppustöðinni
á Listabraut yfir að
Kringluplaninu, eða í leið
6. Hennar er saknað sárt.
Skilvís finnandi hringi í
síma 551-4048.
Dýrahald
Kisu vantar
gott heimili
FALLEG og góð 2ja ára
gömul læða leitar að góðu
heimili. Upplýsingar í síma
554-5388.
HÖGNIHREKKVÍSI
a þa5 uargaman oh Sjá. hokkí d ný
skák
Umsjón Margeir
Pétursson
Staðan kom upp í deilda-
keppni Skáksambands
íslands um síðustu
helgi. Hannes Hlífar
Stefánsson (2.555),
Taflfélaginu Helli,
hafði hvítt og átti leik,
en Agúst S. Karlsson
(2.335) var með svart.
23. Hxe4! - fxe4 24.
Dg4 - Kh8 (Betri
vörn var fólgin í 24. -
De7) 25. Dh5! -
Bc5+ 26. Khl - Dc8
27. f5! (Svartur er nú
varnarlaus á hvítu
reitunum) 27. - Rd5
28. Hxd5! (Fórnar
öðrum skiptamun!) 28. -
exd5 29. Rg6+ - Kg8 30.
Bxd5+ - Hf7 31. Re5 og
svartur gafst upp.
Eftir slæmt tap fyrir TR
unnu Hellismenn 15 skákir
í röð gegn Vestfirðingum
og Hafnfirðingum. Þeir
þurftu að vinna eina í viðbót
til að verða meistarar, en
það tókst ekki og Taflfélag
Reykjavíkur sigraði eina
ferðina enn. Þrír erlendir
stórmeistarar tefldu með
TR, en ekkert hinna félag-
anna styrkti sveitir sínar
með þeim hætti.
Víkveqi skrifar...
VÍKVERJI heyrði fyrir nokkru
undarlega sögu kunningja,
sem fluttu til Bandaríkjanna á síð-
asta ári. Þar komu hin ungu hjón
sér fyrir og fóru að svipast um eft-
ir húsnæði til að kaupa, enda ætlun-
in að dvelja nokkur ár þar vestra.
Þau fundu húsið, en þegar kom að
því að ganga frá kaupunum kom
dálítið babb í bátinn. Bandaríkja-
menn setja ströng skilyrði fyrir
fasteignakaupum útlendinga, til að
koma í veg fyrir peningaþvætti.
Þannig urðu ungu hjónin að sýna
á sannanlegan hátt að þau væru í
öruggu starfi, að þau hefðu verið í
launuðu starfi hér á landi og ekki
nóg með það, heldur einnig að þau
hefðu staðið í skilum við ýmis þjón-
ustufyrirtæki og greitt alla hita-
veitureikninga, rafmagnsveitu-
reikninga og símareikninga.
xxx
UNGU hjónin voru sátt við þessi
skilyrði Bandaríkjamanna og
hófust handa við að sanka að sér
gögnum. Hitaveita Reykjavíkur og
Rafmagnsveitan töldu ekki eftir sér
að faxa allar upplýsingar á ensku
og staðfesta þar með að ungu hjón-
in höfðu ávallt staðið í skilum með
alla sína reikninga. En þá kom röð-
in að Pósti og síma. Stofnunin dró
lengi að svara, en bar því síðan við
að stofnunin gæti eklri sent um-
beðna yfírlýsingu á faxi, því það
væri of dýrt. Hins vegar væri sjálf-
sagt að senda hana í pósti! Ungu
hjónin áttu erfítt með að skilja hvers
vegna Póstur og sími settu fax-
kostnaðinn fyrir sig, en ekki bréf-
burðargjaldið, en svona voru víst
reglurnar og ekkert við því að gera.
xxx
AR SEM dregist hafði að fá
endanleg svör Pósts og síma
voru seljendur hússins í Bandaríkj-
unum orðnir nokkuð óþolinmóðir,
en loksins barst bréfið góða inn um
lúguna. Þar var vottað, að hjónin
hefðu ávallt staðið í skilum með
símareikninga, en þó með þeim fyr-
irvara að síðasta greiðsla þeirra
hefði ekki borist á réttum tíma.
Þessi fyrirvari gerði það að verkum,
að plaggið nýttist hjónunum ekki,
enda lítt fýsilegt að láta seljendur
halda að þau hefðu hlaupist á brott
frá reikningum á Islandi. Skýringin
á þessum fvrirvara var hins vegar
sú, að áður en hjónin fluttu út
gengu þau frá öllum sínum málum
hér heima og í því fólst meðal ann-
ars, að eiginkonan fór á skrifstofur
Pósts og síma og greiddi símareikn-
inginn fyrir gjalddaga. Það má því
til sanns vegar færa, að reikningur-
inn var ekki greiddur á „réttum"
tíma. Til allrar hamingju féllust
seljendur á að ganga frá viðskiptun-
um án þess að yfirlýsing símafyrir-
tækisins væri lögð fram og nú búa
ungu hjónin í húsinu sínu og líklega
standa þau í skilum hér eftir sem
hingað til. Hins vegar ala þau þá
von í bijósti að breyting á rekstrar-
formi Pósts og síma leiði til þess,
að vinnubrögð af þessu tagi hætti.
xxx
LESENDUR Morgunblaðsins
veittu því ef til vill athygli, að
á mynd í blaðinu á miðvikudag sást
biskup íslands koma til prófasta-
þings með stóra ferðatösku í hend-
inni. Það láðist hins vegar að geta
þess í myndatexta að biskup var
hvorki að koma úr ferðalagi, né
fara í langferð, heldur var hann
með skrúða sinn meðferðis í tösk-
unni góðu.