Morgunblaðið - 25.03.1997, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B/C
70. TBL. 85. ARG.
ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1997
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Reuter
HÓPIJR hermanna úr stjórnarher Zaire bíður þess að gefa sig á vald uppreisnarmönnum í Kisangani.
Júdas ekki svikari?
London. The Daily Telegraph.
JÚDAS Ískaríot var ekki eins
slæmur og menn hafa haldið,
ef marka má kanadiska guð-
fræðinginn William Klassen,
sem heldur því fram að læri-
sveinninn hafi ekki ætlað að
svíkja Krist.
Klassen segir í bók sinni
„Svikari eða vinur Jesú?“, sem
var gefin út í fyrra, að Júdas
hafi aðeins viljað koma á
fundi milli Krists og leiðtoga
gyðinga en ekki svíkja hann.
Hann heldur því fram að
gríska orðið paradidomi, sem
merkir „að afhenda" eða
„framselja", hefði ekki átt að
þýða með sögninni „að svíkja“
í biblíunni.
Klassen segir að það hafi
hentað kirkjunni að líta á Júd-
as sem svikara. Anthony Harv-
ey, erkidjákni í Westminster,
kvaðst hafa rætt þessa túlkun
við Klassen. „Það er vissulega
rétt að orðið paradidomi
merkir fyrst og fremst að af-
henda eða framselja en ef
menn framselja einhvern
gegn vilja hans eru þeir að
svíkja hann,“ sagði Harvey.
„Klassen verður að taka fram
að þegar Júdas framseldi Jesú
æðstaprestinum var það í
þeim tilgangi að stuðla að
lokauppgjöri en að hann hafi
ekki búist við að Jesús yrði
afhentur Rómverjum."
Ákvörðunar Mobutus um viðræður við uppreisnarmenn beðið
Ríkisstjórnin segir af sér
ALMENNIR borgarar í einu af sex kjördæmum Kisangani-borg-
ar fagna kjöri síns manns í embætti hverfisstjóra. Uppreisnar-
menn, sem hafa borgina á valdi sínu, reyna nú að koma á lýð-
ræðislegri stjórnarháttum en tiðkuðust undir sljórn Mobutus.
óða önn að flytja hermenn til Zaire við brottflutning vestrænna ríkis-
og nágrannaríkisins Kongó, sem borgara, ef aðstæður þykja krefjast
vera munu til taks til að aðstoða þess.
Reuter
Gore í Kína
AL GORE, varaforseti Bandaríkj-
anna, sést hér ásamt eiginkonu
sinni Tipper við komuna til Peking
í gær, þar sem hann mun eiga við-
ræður við kínverska ráðamenn um
leiðir til að bæta samband stórveld-
anna tveggja. Gore er hæst setti
Bandaríkjamaðurinn, sem heim-
sækir Kína frá því George Bush,
þáverandi Bandaríkjaforseti, fór
þangað í opinbera heimsókn árið
1989.
Stjórnarandstaðan vonast til að taka
við stj órnartaumunum í Kinshasa
Kinshasa. Reuter.
KENGO wa Dondo, forsætisráð-
herra Zaire, sagði af sér í gær-
kvöldi, eftir að Mobutu Sese Seko
forseti hafði „tekið til greina" sam-
þykkt bráðabirgðaþings landsins
frá liðinni viku um að Kengo og
ríkisstjórn hans skyldi svipt völdum.
Stjórnin situr þó áfram sem starfs-
stjórn unz ný ríkisstjórn hefur verið
mynduð. Samkvæmt bráðabirgða-
stjórnarskrá Zaire geta stjórnar-
andstöðuflokkar tilnefnt forsætis-
ráðherra. Etienne Tsishekedi, leið-
togi stjórnarandstöðunnar, er lík-
legastur til að hljóta þá tilnefningu.
Mobutu kom eftir heimkomu sina
á föstudag fyrst fram opinberlega
á sunnudag. Þess var beðið með
eftirvæntingu, hvað hann hygðist
taka til bragðs eftir að uppreisnar-
menn undir forystu Laurents Kabil-
as hafa á fimm mánaða herför náð
fjórðungi hins stóra lands á sitt
vald. Mobutu neitaði að svara því,
hvort hann hygðist freista þess að
semja við Kabila. „Þið munuð fá
svar innan tveggja sólarhringa,"
sagði hann.
Kabila boðið á
leiðtogafund
Einingarsamtök Afríku, OAU,
hafa undanfarið reynt að stuðla að
vopnahléi í Zaire. Á morgun, mið-
vikudag, standa samtökin fyrir sér-
stökum leiðtogafundi í Lome, höf-
uðborg Togo, þar sem enn á að
freista þess að finna leið til að binda
enda á borgarastríðið. Ekki var
orðið ljóst í gær, hvort Mobutu
hygðist sækja fundinn, en einn
helzti aðstoðarmaður Kabilas hefur
boðað komu sína. Þetta er í fyrsta
sinn, sem fulltrúum uppreisnar-
manna er boðið á fund OAU.
Belgar og Frakkar voru í gær í
Palestínumenn hafna kröfu um að taka á öfgamönnum
Slíta lögreglusam-
starfi við ísraelsstjóm
Jerúsalem. Reuter.
4.600 ára
gamalt krabba-
meinstilfelli
EGYPSKIR sérfræðingar segjast
hafa fundið merki um krabba-
mein í höfuðkúpu og rifbeinum
manns sem tók þátt í að reisa
piramítana í Egyptalandi fyrir
4.600 árum. Fornleifafræðingur-
inn Zahi Hawas sagði þetta í
fyrsta sinn sem merki um
krabbamein fyndist í beinum frá
þessum tíma.
Sár í höfuðkúpunni og beinun-
um benda til þess að maðurinn
hafi verið með krabbamein í
þekjufrumum. Hawas sagði að
fundurinn gæti aukið skilning
vísindamanna á lækningarað-
ferðum Forn-Grikkja. Maðurinn
var um 35-40 ára þegar hann
lést og á höfuðkúpunni eru göt,
hið minnsta á stærð við baun og
hið stærsta á við stóra mynt.
Rcutcr
RIKISSTJÓRN ísraels sakaði í gær
heimastjórn Palestínumanna um
linkind í viðleitni sinni til að hindra
að til nýrra hryðjuverka komi á
borð við sjálfsmorðstilræði ungs
Palestínumanns, sem banaði þrem-
ur ísraelskum konum í Tel Áviv á
föstudag. Heimastjórnin hafnaði
kröfu Israelsstjórnar um að hún
taki herskáa róttæklinga í röðum
Palestínumanna föstum tökum og
tilkynnti, að hún hefði slitið lög-
reglusamstarfi við Ísraelsríki.
1 kjölfar tilræðisins á föstudag
setti Israelsstjórn á sunnudag upp
það skilyrði fyrir áframhaldandi
friðarviðræðum, að palestínska
heimastjórnin gangi hart fram í að
uppræta starfsemi múslimskra
öfgamanna. Byggingaframkvæmd-
ir Israelsmanna á hernumdu svæði
við jaðar Jerúsalem, sem hófust í
síðustu viku, hafa valdið gífurlegri
óánægju meðal Palestínumanna, og
á meðan svo er ástatt á hún ekki
hægt um vik að beita lögregluvaldi
sínu gegn eigin fólki.
Hamas, samtök róttækra Palest-
ínumanna, lýstu ábyrgð á sprengju-
tilræðinu á hendur sér, og hóta fleiri
slíkum árásum ef ekki verði hætt
við byggingaframkvæmdirnar.
Hamas gaf út yfirlýsingu í gær,
þar sem segir að friðarferlið sé á
dánarbeðnum og tími kominn til að
veita því náðarhöggið.
Hundruð palestínskra mótmæl-
enda slógust við ísraelska óeirðalög-
reglu og hermenn víða á Vestur-
bakkanum í gær, fimmta daginn í
röð. Á Gaza-ströndinni hlaut ungur
Palestínumaður skotsár, en þrátt
fyrir að beitt hafi verið táragasi og
gúmmíkúlum virðist lítið hafa verið
um að menn særðust í átökunum.