Morgunblaðið - 25.03.1997, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1997
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
SIGRÍÐUR
ELÍSDÓTTIR
+ Sigríður Elís-
dóttir fæddist
að Laxárdal í
Hrútafirði, 28. apríl
1922. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu
Eir 15. mars síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Guð-
rún Benónýsdóttir,
f. 2.2. 1899, d. 5.12.
1984, og Elís Berg-
ur Þorsteinsson, f.
25.3. 1894, d. 2.12.
1981. Sigríður var
elst sjö systkina en
þau eru. Benóný, f.
15.4.1923, d. 3.2.1997, kvæntur
Þóru Eggertsdóttur, Þorsteinn,
f. 10.10. 1925, kvæntur Ingi-
björgu E. Sigurðardóttur,
Gunnlaugur, f. 9.3. 1928, Víg-
lundur, f. 7.12. 1929, kvæntur
Unni Þ. Sæmunds-
dóttur, d. 18.7.
1995, Ragnar, f.
21.3. 1931, kvæntur
Unni Jóhannsdótt-
ur, Anna Kristín, f.
17.9.1937, gift Þór-
arni Þorvaldssyni.
Sigríður lauk kenn-
araprófi frá Kenn-
araskólanum árið
1947. Hún kenndi á
Akranesi og í Voga-
skóla í Reykjavík til
ársins 1979. Lengst
bjó hún í íbúð sinni
að Alftamýri 12, en
frá 15. des. 1994 til dauðadags
dvaldi hún á hjúkrunarheimil-
inu Eir.
Útför Sigurðar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Mig langar að minnast með
nokkrum orðum mágkonu minnar
Sigríðar Elísdóttur, fyrrverandi
kennara, og þakka henni góð kynni
í áratugi. Hvildinni hefur hún efa-
laust orðið fegin því heilsuleysi og
sjóndepra var búin að hijá hana í
mörg ár. Seinustu árin var hún
orðin næstum blind. Það var henni
mikið áfall að þurfa að hætta sem
kennari 57 ára gömul vegna þess
hve sjónin var orðin slæm.
Á sumrin þegar hún var í fríi frá
kennslu dvaldi hún oft hjá foreldr-
um sínum í Laxárdal og hjálpaði
þeim við búskapinn. Sigríður hafði
mikla ánægju af heyskap og bú-
störfum og Laxárdaíur var henni
mjög kær. Þegar foreldrar hennar
brugðu búi, ftuttu þau til Sigríðar
og bjuggu hjá henni til dauðadags.
Var hún þeim mikil stoð þegar árin
færðust yfir og kraftar dvínuðu.
Lagði hún sig alla fram um að þeim
liði sem best, enda var hún þeirrar
gerðar að vilja veita og hjálpa til
eins og þrekið leyfði.
Sigríði var mjög annt um systk-
ini sín og fjölskyldur þeirra. Mjög
kært var með þeim systrum Sigríði
og Önnu. Bjuggu þær saman um
tíma bæði á Akranesi og í Reykja-
vík eða þar til við Anna giftum
okkur og hún flutti aftur norður í
Hrútafjörð. Góð samskipti héldust
þótt lengra væri á milli þeirra.
Heimili hennar var okkar og börn-
unum opið bæði á meðan bömin
voru lítil og síðar þegar þau dvöldu
í Reykjavík vegna skólanáms og
vinnu. Var það ómetanlegt fyrir
okkur að vita að hún leit til með
þeim og gerði allt fyrir þau, sem
hún gat.
í fríum dvaidi hún stundum hjá
okkur að Þóroddsstöðum. Var mjög
ánægjulegt að hafa hana í heim-
sókn, ekki síst fyrir bömin okkar.
Hún var mikill fræðari og miðlaði
óspart af þekkingu sinni og reynslu
sem kennari.
Sigríður var ágætis kennari, það
hafa margir nemendur hennar og
foreldrar þeirra staðfest. Hún lagði
sig alla fram í kennslunni og vann
oft langan vinnudag. Tók hún
stundum nemendur heim til sín ef
þeir þurftu á aðstoð að halda.
Sigríður hafði yndi af lestri góðra
bóka. Tónlist hafði hún í hávegum
og sótti oft söngskemmtanir. En
mesta ánægju held ég að hún hafi
haft af því að vinna og var þá nokk-
uð sama hverskonar vinna það var.
Það var hennar stóra lán, þegar
degi tók að halla að eiga að stóran
hóp systkina, frændfólks og vina,
sem litu til hennar og léttu henni
lífið. Sérstaklega vil ég nefna Gunn-
laug bróður hennar, sem annaðist
öll hennar mál af einstakri alúð.
Með innilegri þökk fyrir sam-
verustundirnar og allt sem hún
gerði fyrir okkur ijölskylduna.
Blessuð sé minning Sigríðar Elís-
dóttur.
Þórarinn Þorvaldsson.
Hún fölnaði, bliknaði, fagra rósin mín,
því frostið var napurt.
Hún hneigði til foldar hin blíðu blöðin sín
við banastn'ð dapurt.
^ ^ ^ ^ ^ ^
Erfidrykkjur
*
n PERLAN
* Sími 562 0200
Erfídrykkjur
HÓTEL
REYKJAVÍK
Sigtúni 38
Upplýsingar í síma 568 9000
Islenskur efnlvlður
íslenskar steintegundir henta margar
afar vel í legsteina og hverskonar
minnismerki. Eigum jafnan til fyrir-
liggjandi margskonar íslenskt efni:
Grástein, Blágrýti, Líparít og Gabbró.
Áralöng reynsla.
Leitið
upplýsinga.
0i S. HELGAS0N HF
ISTEINSMIÐJA
SKEMMUVEGI 48 » SÍMI 557 6677
En Guð hana í dauðanum hneigði sér að
hjarta
og himindýrð tindraði um krónuna bjarta.
Sof, rós mín í ró í djúpri ró.
(Guðm. Guðmundsson)
Sigríður Elísdóttir, eða Sigga
frænka eins og hún var ávallt köll-
uð af okkur systkinunum, hefur nú
kvatt þennan heim. Þrátt fyrir að
fréttin um andlátið kæmi ekki á
óvart er það jafn sárt að sjá á eftir
góðri frænku. Huggun er þó harmi
gegn að nú er margra ára baráttu
hennar við heilsuleysi lokið og að
hún hefur öðlast hvíld.
Kynni okkar Siggu frænku hóf-
ust fyrstu viku lífs míns þar sem
Álftamýri 12 var fyrsti viðkomu-
staður minn eftir að fæðingardeild-
inni sleppti. Frá þeim degi voru þær
margar dvalarstundirnar hjá
frænku í Reykjavík enda var Sigga
frænka höfðingi heim að sækja og
ávallt tilbúin að taka á móti „innrás
að norðan". Okkur systkinunum
reyndist hún ætíð mjög vel, hvort
sem var í hagnýtum efnum eins og
afnoti af þvottavé! eða sem ráð-
leggjandi í lífsins málum. Sigga
frænka var mjög sjálfstæð og dug-
leg kona og sívinnandi eins og ótal
pijónaðar peysur og vettlingar okk-
ar systkinanna báru vitni um. Einn-
ig var ósérhlífni hennar einstök sem
sérstaklega kom í ljós við umönnun
foreldra sinna, afa og ömmu, síð-
ustu æviárin þeirra. Þessa sömu
ósérhlífni sýndi Gunnlaugur frændi
henni þegar heilsu hennar fór að
hraka og á hann bestu þakkir skild-
ar fyrir.
Sigga frænka hafði mikinn metn-
að fyrir hönd sinna nánustu og
hvatti mig óspart til að ganga
menntaveginn og standa mig sem
best í hveiju því sem ég tæki mér
fyrir hendur. Hvatning hennar og
stuðningur voru mér ómetanleg í
löngu námi sem konum okkar tíma
gefst tækifæri til að stunda. Sjálf
hefði hún gjarnan viljað mennta sig
enn meira og ferðast meir til íjar-
lægra landa. Tíminn og fjárráð þeg-
ar hún var ung leyfðu lítinn munað
en síðar kom ótímabær sjóndepra
í veg fyrir að hún gæti látið marga
sína drauma rætast. Á meðan sjón-
arinnar naut við las hún heilmikið
og vissi oft á tíðum meira um er-
lendar borgir og menningarsvæði
en ég þrátt fyrir að ég hefði heim-
sótt staðinn.
Elsku frænka. Þar sem mig
skortir orð á þessari hinstu kveðju-
stund gríp ég til orða merkrar ís-
lenskrar skáldkonu sem lýsir vel
tilfinningum mínum á þessari
stundu.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífs-
ins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleym-
ist eigi,
og gæfa var það öilum, er fengu að kynn-
ast þér.
(Ingibj. Sig.)
Þín
Sigríður Gróa.
Með Sigríði er gengin sérstak-
lega vönduð og samviskusöm kona,
sem aldrei mátti vamm sitt vita.
Mörg undanfarin ár átti hún við
vanheilsu að stríða. Sjóndepra, sem
háði henni alla tíð, ágerðist og var
hún næstum blind síðustu árin. En
pó að líkamskraftamir væm farnir
að þverra, þá hélt hún góðri and-
legri heilsu til hinstu stundar. Ég
vil í þessu sambandi láta í ljós að-
dáun á þeirri miklu og góðu umönn-
un og fórnfýsi, sem Gunnlaugur
bróðir hennar sýndi henni. Ég veit
að fyrir þessa umhyggju var Sigríð-
ur afar þakklát.
Gott og náið samband var á milli
æskuheimila okkar, Laxárdals og
Hlaðhamars. Boð og heimsóknir
milli bæjanna voru tíð. Bræðurnir
Elís í Laxárdal og Ólafur á Hlað-
hamri, feður okkar, voru mjög sam-
hentir og höfðu lengi töluverða
samvinnu og samstarf á ýmsum
sviðum. Sérstaklega á þetta við um
fiskveiðar í firðinum okkar kæra.
Við frændystkinin lékum okkur
saman og vorum saman í barna-
skóla. Við Hlaðhamarssystkini eig-
um ljúfar minningar um hin góðu
tengsl við Laxárdalsheimilið. Þaðan
kom oft hjálparhönd sem við minn-
umst þakklátum huga.
Snemma kom í ljós að Sigga
frænka, eins og ég var vanur að
kalla hana, væri bráðger til náms.
En hin lélega sjón var henni ijötur
um fót og held ég að hún hafi ver-
ið um sex ára er hún fékk gler-
augu. Þá sá hún heiminn í nýju ljósi
og er mér það minnisstætt, að
skömmu síðar kom hún að Hlað-
hamri og spurði hvaða bæir þetta
væru fyrir handan fjörðinn, sem
henni varð starsýnt á. Hún hafði
þá ekki séð þá áður.
Sigríður var að eðlisfari mikil
dugnaðarforkur, kappsfull og ósér-
hlífin. Kjarkur hennar og áræði
birtist m.a. í því að aðeins 19 ára
unglingur gerist hún farkennari á
ókunnum stöðum. Haustið 1944
settumst við bæði í 2. bekk Kenn-
araskólans og vorum þar saman í
3 vetur. í síðasta símtali mínu við
Siggu frænku, þá fárveika, barst í
tal að við bekkjarsystkinin, sem
tókum kennarapróf vorið 1947,
ættum í vor 50 ára afmæli. „Við
verðum endilega að hittast og
drekka kaffi saman,“ sagði Sigga.
Því miður getur hún ekki verið með
í því samkvæmi. Hún er önnur sem
er burtkölluð úr okkar hópi. Kjartan
Hjálmarsson er látinn fyrir nokkr-
um árum.
Sigríður hafði yndi af að kenna
og var kennari af lífi af sál, sérlega
nákvæm og skyldurækin. Það var
því mikið áfall fyrir hana að verða
að hætta kennslu vegna sjónleysis
inna við sextugt. Tveimur árum síð-
ar fékk hún heilablóðfall og lamað-
ist, en hún náði sér nokkuð vel
furðufljótt. En eftir sjötugt fer að
halla undan fæti, því að sjónin fór
þverrandi. Þrátt fyrir þetta and-
streymi hélt hún jafnan fullri reisn
og sjálfsvorkunn var henni fjarlæg.
Eftir að hún hætti að geta lesið,
en hún var áður fyrr mikill lestrar-
hestur, var útvarpið (rás 1) henni
alveg ómetanlegur afþreyingar- og
gleðigjafi. Sigríður hafði ákveðnar
skoðanir á mönnum og málefnum
og lét ekki aðra hafa nein áhrif á
sig. Hún hafði undir það síðasta
brennandi áhuga á málefnum líð-
andi stundar. Það vildi oft teygjast
úr símtölum okkar er rætt var af
ákafa um það sem efst var á baugi
í þjóðlífinu.
Eg kveð frænku mína með virð-
ingu og þökk fyrir vináttu hennar
og tryggð. Blessuð sé minning Sig-
ríðar Elísdóttur.
Systkinum og öðru venslafólki
sendi ég samúðarkveðjur.
Þorsteinn Olafsson.
„Vertu til er vorið kallar á þig,
vertu til að leggja hönd á plóg...“
Þannig hefst einn af eftirlætis-
söngvum Sigríðar. Sannarlega var
hún alltaf tilbúin að leggja hönd á
plóg, styðja málstað lítilmagnans á
meðan hún gat. En nú hefur hún
verið kölluð inn í birtuna og vorið
eilífa. Birtuna sem hún þráði svo
mjög í rökkri ævikvöldsins.
Leiðir okkar lágu saman við
kennslustörf í Vogaskóla. Til Sig-
ríðar var gott að leita ráða. Hún lá
ekki á liði sínu, hollráð jafnt nem-
endum sem samstarfsfólki. Hún
gerði miklar kröfur til sjálfrar sín,
og fannst okkur vinkonum hennar
að samviskusemi hennar væri alltof
mikil. Gæti nægt fyrir fjölda manns.
En þó að Sigríði væri ætíð mikið í
mun að „standa sig“, velta ekki
vandanum á aðra, þá var kímni og
glaðværð henni tiltæk hvenær sem
aðstæður leyfðu. Hnyttnar vísur og
kjarnyrt orðatiltæki léku á tungu
og heilu ljóðabálkana kunni hún og
hafði yfir jafnvel eftir að hún var
blind orðin og heilsulaus. Til þess
að vera viss um að fara rétt með,
hringdi hún í vinkonur til þess að
fá flett upp í ljóðabók. Síðan flutti
Sigríður ljóð fyrir sambýlinga á
„Eir“, því félagslynd var hún og
vildi láta fleiri njóta ljóðalinda. Ég
held að hún hafi átt frumkvæði að
því, að maður var fenginn til þess
að lesa framhaldssögur einu sinni
í viku á blindradeild hjúkrunarheim-
ilisins. Þetta stytti mörgum stundir
þó e.t.v. hafí sumir ekki notið þess
sökum sjúkleika. Sigríði rann til rifja
grátur konu einnar sem oft sat í
dagstofu. Umhyggja starfsfólks og
hlýlegt tal gagnaði þar ekki alltaf.
Sigríður fann þá út að gamla konan
hafði yndi af að raula og kunni
mörg gömul ljóð. Sungu þær gjarnan ->
saman og héldust í hendur. Þannig
leið mörg stund án leiða, en langt
finnst þeim er blindur. bíður.
Á meðan Sigríður hafði sjónina
var hún snillingur við hvers kyns
hannyrðir. Nærri má geta hvílíkt
regindjúp skilur að þann tíma er
allt lék í höndum hennar, og síð-
ustu ár þegar hún gat ekki einu
sinni notað símann hjálparlaust.
Aldraða foreldra tók Sigríður á
sitt heimili og annaðist þau af natni
og nákvæmni, kennslustarfið var
einnig kreijandi og þá hvarflaði að
henni að hætta kennslu til þess að
helga sig eingöngu umönnun for-
eldranna. En þá kom úrskurður sem
var í senn reiðarslag og léttir.
Augnlæknir skipaði henni að hætta
kennslu. Teningunum var kastað.
Frá þeirri stundu snerist öll hennar
umhyggja um foreldrana til hinstu
stundar þeirra.
Sigríður hafi skerta sjón frá
barnsaldri. Ekki kom það niður á
kennslunni. Formfegurri skrift
fannst varla, færslur allar í dagbók
og víðar voru óaðfinnanlegar.
Úlfar Þórðarson augnlæknir
„annaðist augu hennar“ eins og hún
orðaði það. Þegar hann hafði sinnt
því í 50 ár tók hún sig til og færði
honum blómvönd í tilefni þeirra
tímamóta. Trúi ég að læknirinn
hafí haft gaman af þessu óvænta
tiltæki Sigríðar.
Já, ræktarsemi var henni í blóð
borin. Hún fylgdist með lífi og líðan
ættmenna sinna, lagði þar gott til
á meðan hún gat og naut nær-
gætni þeirra og góðmennsku til
hinstu stundar. Þar ber hæst Gunn-
laug bróður hennar sem ætíð var
til taks nótt sem dag. Hin systkinin
áttu ekki eins hægt um vik, flest
búsett fjarri Reykjavík. Þó gaf
Anna systir Sigríðar sér tíma tii
að sitja langtímum saman við
sjúkrabeðinn.
Eitt sinn klippti ég mynd ásamt
grein úr blaði, þar sem sagt var frá
viðurkenningu bróðurdóttur Sigríð-
ar og eiginmanns sem „prúðustu
leikmenn" í keppni vissrar íþrótta-
greinar. Þetta færði ég Sigríði og
þvílík gleði!
Hún hefði ekki fagnað meira þó
að þau hefðu sett heimsmet.
„Góður maður ber gott fram úr
góðum sjóði hjarta síns,“ (Lúk.
6-45). Margir nutu þess sem Sig-
ríður bar fram úr sínum sjóði. Bréf
sem Sigríði bárust fram á síðustu
ár sýna það að enn minnast nem-
endur hennar með þakklæti.
Nú er skarð í litla vinahópnum
okkar sem átti margar ljúfar sam-
verustundir. Við Guðný, Sólrún og
Kristín látum minningarnar verma
okkur, svo mun og um fleiri.
Blessuð sé minning mætrar konu.
Þórný Þórarinsdóttir.
Nú er komið að kveðjustund og
að þakka fyrir vináttu og tryggð.
Þannig var Sigríður, vinátta til
æviloka og aldrei bar skugga á.
Við kenndum saman í Vogaskóla í
morg ár. Sigríður var afburða kenn-
ari. Hún lagði sig alla fram og náði
góðum árangri.
Við vorum fimm vinkonur og
samkennarar sem fórum saman á
myndlistarsýningar og alls konar
listkynningar. Það var Sigríður sem
hafði frumkvæði að því. Þá drukk-
um við saman kaffi og var oft glatt
á hjalla þegar spjallað var saman
um sýningarnar og sitt sýndist
hverri.
Sigríður var höfðingi heim að
sækja. Margar voru veislurnar sem
hún hélt okkur vinum sínum. Þá
var vel veitt og ekkert til sparað.
En svo bilaði heilsan. Sigríður hefur
samt verið hetja í öllum sínum veik-
indum. Hún varð að hætta að kenna
vegna sjónleysis. Hún varð fyrir því
að fá heilablæðingu, lamaðist og