Morgunblaðið - 25.03.1997, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1997
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Reuter
Músin stöðvar fílinn
Lausnargjald
boðið í Lima?
Lima. Reuter.
Gátu valið
um að lifa
eða deyja
Quebec-borg. Reuter.
ÞRÍR táningar sluppu við dauða er
fimm liðsmenn sértrúarsafnaðarins
Musteri sólarinnar frömdu sjálfs-
morð í Kanada á laugardag. Þeim
var boðið að velja sjálfum um líf eða
dauða.
Unglingarnir, sem eru á aldrinum
13-16 ára, komu skjögrandi út úr
fylgsni sínu er slökkviliðsmenn börð-
ust við eld í húsi því sem liðsmenn
sértrúarsafnaðarins frömdu sjálfs-
morð. Var felustaður þeirra skammt
frá húsinu.
Unglingarnir eru böm hjóna sem
voru meðal hinna fimm látnu. Sögðu
þeir að þeim hefði verið boðið að
velja um að deyja og „hverfa þannig
til nýrrar tilveru“ en ákveðið að flýja
úr húsi. Virtust unglingarnir í lyfja-
vímu og kváðust hafa tekið inn
svefnlyf til að deyfa hryggð sína.
Sjálfsmorðinu svipaði til fyrri
sambærilegra ráðstafana. Gastank-
ar voru á jarðhæð og bensíni hafði
verið skvett á gólf og veggi til að
hraða útbreiðslu bálsins. Fjórir hinna
látnu mynduðu kross á rúmi en lík
móður barnanna fannst á sófa á
jarðhæð og var plastpoki vafinn um
höfuð hennar.
------».♦ ■■♦-----
Fangelsis-
flótta afstýrt
Belfast. Reuter.
VERÐIR í rammgerðasta öryggis-
fangelsi Norður-írlands, Maze-fang-
elsinu, fundu á sunnudag göng, sem
verið var að grafa út úr því.
Göngin lágu út úr álmu sem
geymir 95 af 297 liðsmönnum Irska
lýðveldishersins (297) sem afplána
dóma í fangelsinu. Þau voru raflýst
en engum hefur tekist að komast
um þau út úr fangelsinu enda náðu
þau enn ekki út fyrir múra þess.
Uppgötvunin hefur valdið hörðum
pólitískum viðbrögðum. Leiðtogar
mótmælenda kröfðust þess að at-
hafnafrelsi IRA-manna innan fang-
elsisins yrði takmarkað og þeim, sem
ábyrgð bæru á gangnagerðinni, yrði
hart refsað.
Árið 1983 tókst 38 glæpamönn-
um, sem allir áttu aðild að IRA, að
stijúka úr Maze-fangelsinu.
STARFSMENN Renault-verk-
smiðjanna í Belgiu lögðu áherslu
á mótmæli sín við lokun verk-
smiðjanna með því að hindra för
Eurostar-lestarinnar til Lundúna
RÚSSNESKI rithöfundurinn Alex-
ander Solzhenítsyn sagði á sunnu-
dag að Rússland gæti talist til landa
þriðja heimsins á næstu árum vegna
þess að ráðamenn í Moskvu van-
ræktu menntakerfið og vísindin.
„Skólarnir okkar og vísindastofn-
anir eru að grotna niður. Eftir tvö
eða þijú ár verður Rússland eins
og annars flokks Afríkuríki," sagði
Solzhenítsyn í viðtali við rússneska
sjónvarpið NTV. „Það er geigvæn-
legur klofningur í samfélaginu ...
í Brussel í gær. Það gerðu þeir
með því að stilia barnavagni upp
fyrir framan eimreið lestarinnar
og má segja að þar hafi músin
stöðvað fíl.
við stöndum nú frammi fyrir mik-
illi hættu.“
Solzhenitsyn ræddi einnig verk-
föllin sem boðuð hafa verið á
fimmtudag til að mótmæla lang-
vinnum töfum á launa- og lífeyris-
greiðslum ríkisins. Hann sagði að
stjómin gæti ekki staðið í skilum
þar sem ríkissjóður væri tómur eft-
ir að rússnesk ríkisfyrirtæki hefðu
verið seld á gjafverði í einkavæðing-
unni eftir hrun kommúnismans.
Solzhenítsyn hlaut bókmennta-
MARXÍSKU skæruliðunum, sem
hafa haldið 72 gíslum í Lima í
rúma þijá mánuði, kann að verða
boðið lausnargjald og hæli á Kúbu
eða Dóminíska lýðveldinu fallist
þeir á að láta gíslana lausa, að
sögn dagblaðsins La Republica í
Perú í gær. Blaðið sagði að nokkr-
um félaga skæruliðanna kynni
einnig að verða sleppt úr fangelsi.
Að sögn blaðsins er þetta á
meðal tillagna þriggja manna
nefndar, sem er skipuð fulltrúum
Páfagarðs, Rauða krossins og
Kanada og hefur haft milligöngu
um viðræður stjórnarinnar við
skæruliðana. Tillögurnar verða
bornar undir skæruliðana á næstu
dögum.
Blaðið sagði að skæruliðamir
myndu fá „nokkrar milljónir dala“
um leið og þeir færu úr bústað
japanska sendiherrans í Lima þar
sem þeir hafa haldið gíslunum í
97 daga. Gert væri ráð fyrir að
peninganna yrði aflað með fram-
verðlaun Nóbels árið 1970 og sov-
éskir kommúnistar sendu hann í
útlegð 1974 fyrir ritið Gúlag-
eyjarnar þar sem hann lýsti heimi
fangabúðanna í Sovétríkjunum.
Hann var í útlegð í Bandaríkjunum
í 20 ár og sneri aftur heim 1994.
Síðan hefur hann gagnrýnt rúss-
neska ráðamenn harkalega, sagt
að Rússland sé forystulaust vegna
þess að öllum viðteknum gildum á
sviði rússneskrar siðfræði og menn-
ingar hafi verið varpað fyrir róða.
lögum frá stjórn Japans og fyrir-
tækjum þeirra kaupsýslumanna
sem eru í haldi skæruliðanna.
Hluta fjárins kann að verða
dreift meðal fátækra íbúa Lima
og nokkurra héraða en stjómin
mun vera andvíg því þar sem hún
vill ekki að litið verði á skærulið-
ana sem „Hróa Hetti nútímans".
Nefndin leggur ennfremur til að
skæruliðunum í Lima verða veitt
sakaruppgjöf.
-------» ♦ »------
Reyna að
stöðva
Albana
Róm, París, Butrint. Reuter.
SAMKOMULAG náðist á fundi
forsætisráðherra Ítalíu og Albaníu,
Romanos Prodi og Bashkims Fino,
í gær um að ítalski flotinn haldi
uppi eftirliti upp við strendur Al-
baníu í þeim tilgangi að stöðva
fólksflótta þaðan á sjó. Jafnframt
hétu Ítalír því að senda aukna
neyðarhjálp og matvæli til Albaníu.
Mörghundruð albanskra flótta-
manna komu til Ítalíu í gær á skip-
um og bátum og hafa þá um
12.000 manns flúið þangað sjóleið-
ina frá 13. mars. Strandgæsluskip
gerði tilraun til þess að draga burt
bát með um 100 manns innan-
borðs, sem það tók í tog við hafnar-
borgina Brindisi, en þá var skotið
á skipið frá bátnum. Siglingin var
stöðvuð og snúið til borgarinnar
þar sem vopnaður bátsvetji var
tekinn fastur og færður á bak við
lás og slá.
Sali Berisha, forseti Albaníu,
hélt því fram í viðtali við franska
blaðið Le Monde í gær, að röð og
regla væri smám saman að kom-
ast á í landinu en ugglaust tæki
langan tíma að endurheimta vopn,
sem numin hefðu verið úr geymsl-
um hers og lögreglu.
Solzhenítsyn gagnrýnir ráðamenn í Moskvu
Rússar gætu talist
til þriðja heimsins
Moskvu. Reuter.
Við hjá BT. Tiílvum höhim ákvEÖið að leggja
hönd á plóg í samningaviðræðum stétta
landsins. Af því tilafni munum við slá 8000
krónur ai íermingartilboði okkar í mars.
Ef tilboðið hmtar ekki þörfum þinum mun
starfsíólk okkar veita þér vandaða ráðgjöf
við val á töhm sem hentar þér og þinum
og það sem meira er að þú munt örugglega
ná samningum.
Gjafahrél fyrir tnhmáhugnmanninn fást i BT. Tnhmm
íntal triton móöurborð
Verð
103.9D0.-kr
í vélinni fyrir framtíðar stækkunarmöguleika
orgjorvi
sem flýtir fyrir við nám og störf
í innra minni
minni til að geta verið með mörg forrit opin í einu
64 shjákort m/2mb í minni
hraðvirkt skjákort sem flýtir fyrir í leikjum og margmiðlun
lággeisla litaskjár
góóur skjár sem vsmdar augun þegar álagið er mikið
Ouantum harður diskur
*qj|p>iikið geymslupláss fyrir vinnugögnin þin
,12 hruða geisladrii
- Hraðvirkustu geisladrifin í dag sem eru frábær í leikjum og margmiðlun
16 hiia hljáðkort
- Kristaltær hljómur við tónlistarhlustun eða leikjaspilun
25 watta hátalarar
- Góðir hátalarar með hljómstyrks- og bassastillingum
Windows 95 stýrikerfið uppsett og á goisladisk
- Vinsælasta stýrikerfi heims fylgir með á geisladisk og uppsett í vélinni
102 hnai
ippa lyklahorð og 3 hnappa
yklaborð frá Digital og straumlínu Geniu
mús
Wtpy/wwwJUhdmri
BJaTölvúr
Grensásvagur 3 -108 Raykjavik
Simi: 588 5900 Fax : 588 5905
Opnunartími virka daga : 10:00 -19:00
Opnunartimi laugardaga : 10:00 -16:00
Fidel Castro ræðir ástina og konur
SPÆNSKA timaritið ABC hefur birt ást-
arbréf sem Fidel Castro, forseti Kúbu,
skrifaði Nataliu Revuelta, þegar hann
var í fangelsi á árunum 1953-54.
„Er eilíf-
lega hug-
fanginn
af konum“
Havana. Reuter.
FIDEL Castro, forseti Kúbu,
segist „eilíflega hugfanginn af
konum“ og eiga enn auðvelt
með að verða ástfanginn en það
sé þó alltaf „lostalaus og andleg
ást“.
Þetta kemur fram í viðtali
við Castro í kúbverska dag-
blaðinu Juventud Rebelde.
Castro, sem er sjötugur, hefur
hingað til verið mjög tregur til
að tjá sig um einkalíf sitt en í
viðtalinu er hann óhræddur við
að ræða viðhorf sín til ástarinn-
ar og kvenna.
„Mönnum líður oftast vel
þegar einhver elskar þá, en ég
kýs frekar að vera sá sem elsk-
ar því þegar einhver var ást-
fangin af mér vissi ég ekki
hvernig ég átti að bregðast við,
mér fannst þær heija á mig eða
sitja um mig,“ sagði hann.
Opinberar heimildir sýna að
Castro var kvæntur á árunum
1949-55 og þegar hann var
spurður hvort það væri rétt
svaraði hann að svo hefði ekki
verið „í borgaralegum skiln-
ingi“.
Eiginkona Castros ól honum
son árið 1950 og vitað er að
hann átti nokkur börn utan
hjónabands. Eitt
þeirra, Alina Fem-
andez Revuelta, sem
býr nú í Miami, seldi
nýlega sex ástarbréf
sem Castro skrifaði
móður hennar, Na-
taliu Revuelta, þeg-
ar hann var í fang-
elsi á árunum
1953-54 fyrir tilraun
til að steypa einræð-
isstjórn Fulgencio
Batista hershöfð-
ingja.
I einu bréfanna
tjáir Castro konunni
eilífa ást sína.
„Skynsemin er köld,
eins og ís; tilfinning-
in heit eins og
hraun ... Þú ert
hugrökk; það líkar
mér. Eg loga.“
Castro sagði í við-
talinu að bréfin til
Nataliu hefðu verið
skrifuð í „ástríðu
fjarlægðarinnar“. „Fjarlægðin
magnar ástina.“
Forsetinn ráðlagði ennfrem-
ur ástsjúkum konum að sýna
ekki mönnunum, sem þær
elska, of mikla ást því það kynti
undir drambsemi þeirra. „Tóm-
læti er mesti drifkraftur ástar-
innar.“