Morgunblaðið - 25.03.1997, Blaðsíða 64
MORGUNBLADID, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SlMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRl: KAUPVANGSSTRÆTI 1
ÞRIÐJUDAGUR 25. MA-RZ 1997
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Kjarasamningar á almenna vinmimarkaðinum undirritaðir til þriggja ára
Verkföllum hefur verið
frestað í fjórar vikur
SAMNINGANEFNDIR Dagsbrúnar/Framsóknar, Verkamannasambands-
ins, Samiðnar, Landssambands verslunarmanna og vinnuveitenda undirrit-
uðu nýja kjarasamninga á tíunda tímanum í gærkvöldi. Yfirstandandi
verkföllum Dagsbrúnar, Framsóknar, Hlífar í Hafnarfirði og járniðaðar-
manna hjá skipafélögum og boðuðum verkföllum nokkurra verkalýðsfé-
laga, sem hefjast áttu 3. apríl, var frestað frá sama tíma til 23. apríl.
Kjarasamningarnir gilda frá und-
irritun til 15. febrúar árinu 2000 og
er lágmarkshækkun launa 12,86% á
samningstímanum. Frá undirskrift-
ardegi hækka laun um 4,7%, þann
1. janúar 1998 um 4% og 1. janúar
1999 um 3,65%. Frá 1. janúar á
næsta ári eiga lágmarkstekjur fyrir
fulla vinnu að vera 70.000 kr. á
mánuði og skal greiða mánaðarlega
uppbót á laun starfsmanna sem ná
ekki þessum tekjum. Þá er samið
um að færa kauptaxta nær greiddu
kaupi. Forystumenn ASÍ fullyrtu í
gær að í þessum samningum væri
stigið eitt stærsta skref í sérstakri
hækkun lægstu launa sem stigið
hefði verið árum saman.
Engar breytingar gerðar á
vaxtabótakerfi
Við undirritun samninganna birti
ríkisstjórnin yfirlýsingu þar sem seg-
ir að forræði almennu lífeyrissjóð-
anna á 10% sameiginlegu framlagi
vinnuveitenda og launþega verði
tryggt í þeirri löggjöf sem nú er í
undirbúningi. Ríkisstjórnin fellur frá
fyrirhugðum tillögum um breytingar
á vaxtabótakerfinu en aðrar tillögur
í skattamálum eru óbreyttar frá
þeirri yfirlýsingu sem ríkisstjórnin
gaf 10. mars. Þá er áréttuð sú yfír-
lýsing að bætur í tryggingakerfinu
muni hækka um þá meðalhækkun
launa sem verði í kjarasamningum
að _mati ríkisstjórnarinnar.
I kjarasamningnum er opnunar-
ákvæði þess efnis að aukist kaup-
máttur ráðstöfunartekna ekki í sam-
ræmi við þróun í helstu viðskipta-
löndum, sé hægt að segja samning-
unum lausum með fjögurra mánaða
fyrirvara, nái samningsaðilar ekki
saman um aðgerðir til að bregðast
við frávikum.
Morgunblaðið/Þorkell
STARFSMENN Skeljungs voru að dæla bensíni á tanka bensín-
stöðvar vlð Miklubraut laust fyrir miðnætti í gærkvöldi.
Nóg bensín
en lítil mjólk
STRAX og búið var að skrifa
undir nýja kjarasamninga í gær-
kvöldi hófst dreifing á bensíni
á höfuðborgarsvæðinu. Að sögn
Thomasar W. Möller, fram-
kvæmdastjóra markaðssviðs Ol-
ís, er reiknað með að búið verði
að dreifa á flestallar bensín-
stöðvar um hádegið í dag. Erfitt
verður hins vegar fyrir neytend-
ur að nálgast mjólkurvörur í
dag vegna verkfalls mjólkur-
fræðinga sem skall á í nótt.
Þegar verkfalli Dagsbrúnar
og Framsóknar var frestað í
gær var bensínlaust á öllum
bensínstöðvum frá Ferstiklu í
Hvalfirði til Hafnar í Horna-
firði. Sjö olíubílar Olís og Olíufé-
laginu hófu að dreifa bensíni á
höfuðborgarsvæðinu um kl. ell-
efu í gærkvöldi. I nótt bættust
sjö bílar af Suðurlandi og Suður-
nesjum við. Thomas sagðist gera
ráð fyrir að hægt yrði að fá
bensín á öllum stærstu bensín-
stöðvum á höfuðborgarsvæðinu
þegar þær yrðu opnaðar kl.
9.30.
Leysist verkfall mjólkur-
fræðinga ekki í nótt eru horfur
á að áfram verði mjólkurskortur
á höfuðborgarsvæðinu eins og
verið hefur. Guðlaugur
Björgvinsson, forsljóri
Mjólkursamsölunnar í
Reykjavík, sagði að í gær hefði
verið pakkað talsverðu af mjólk,
en magnið væri mun minna en
færi til dreifingar frá
Mjólkursamsölunni á
veiy'ulegum þriðjudegi. Þetta
magn myndi því klárast strax í
dag.
Morgunblaðið/Kristinn
HALLDÓR Björnsson, formaður Dagsbrúnar, undirritar nýjan kjarasamning á tíunda tímanum í
gærkvöldi. Til hliðar við Halldór má sjá nokkra forystumenn landssambanda Alþýðusambandsins.
í mati Þjóðhagsstofnunar frá í ingum og áformaðar ráðstafanir í en í helstu viðskiptalöndum okkar.
gær segir að miðað við þjóðhags- skattamálum megi reikna með að --------------------------------
horfur eins og þær blasa við nú, ráðstöfunartekjur í heild vaxi hrað- ■ Kjarasamningar/10/11/32/33
fyrirliggjandi drög að kjarasamn- ar á samningstímanum hér á landi ■ Kjarasátt/32
Um 50 mál óleyst
hjá sáttasemjara
„ÞETTA hefur verið mjög flókin
og erfið törn. Þarna var um að
ræða mörg félög, áherslur oft á
tíðum ólíkar og erfitt að fást við
þetta verkefni," sagði Þórir Einars-
son ríkissáttasemjari eftir að kjara-
samningar höfðu verið undirritaðir
í gærkvöldi.
Kjarasamningarnir, sem gerðir
voru í gærkvöldi, ná til talsvert á
fjórða tug þúsunda félagsmanna í
Alþýðusamþandinu. Samningar
náðust fyrir nokkru við tvö lands-
sambönd og eitt verkalýðsfélag,
sem í er um fjórðungur ASÍ-félaga,
og er því búið að semja fyrir mik-
inn meirihluta félagsmanna Al-
þýðusambandsins. Ósamið er við
Sjómannasambandið, nokkur félög
sem eiga beina aðild að sambandinu
og öll verkalýðsfélög innan Alþýðu-
sambands Vestfjarða eru enn með
samninga lausa, en viðræður við
flest þessara félaga halda áfram
hjá sáttasemjara. Þá er ósamið við
öll félög opinberra starfsmanna,
innan BSRB og BHM.
Þórir sagðist í gærkvöldi áætla
að um 50 mál væru nú til meðferð-
ar hjá sáttasemjara og því ljóst að
mikil vinna væri framundan í samn-
ingamálunum þrátt fyrir að tekist
hefði að semja fyrir stærsta hluta
almenna markaðarins.
Verkfall Félags mjólkurfræðinga
hófst á miðnætti í nótt en sátta-
fundi félagsins með vinnuveitend-
um var frestað í gær fram yfir
miðnætti. Staðan í viðræðunum var
óljós í gær.
Auk þeirra samninga sem undir-
ritaðir voru í gær milli landssam-
banda og félaga í ASÍ og vinnuveit-
enda voru einnig undirritaðir samn-
ingar Dagsbrúnar/Framsóknar við
Reykjavíkurborg, Kópavogsbæ og
Seltjarnarnesbæ og verkföllum hjá
þessum aðilum frestað. Einnig var
undirritaður kjarasamningur milli
vinnuveitenda og landssambanda
og verkalýðsfélaga vegna virkjun-
arframkvæmda Landsvirkjunar.
Samningum við
ríkið ekki lokið
í gærkvöldi stóðu hins vegar enn
yfir viðræður þessara verkalýðsfé-
laga, Verkamannasambandsins og
Samiðnar við ríkið og var þeim
ekki lokið þegar Morgunblaðið fór
í prentun. Stóð verkfall félags-
manna í Dagsbrún og Framsókn
sem starfa hjá ríkinu því enn þegar
Morgunblaðið fór í prentun.
Agreiningur er á milli ríkisins og
verkalýðsfélaganna um lögmæti
verkfallsaðgerðanna, en fulltrúar
ríkisins telja að ekki hafi verið stað-
ið löglega að boðun vinnustöðvun-
ar, þar sem ekki hafi verið búið
að fullreyna að ná sáttum þegar
atkvæðagreiðslur fóru fram.
Verkalýðs- og sjómannafélag
Keflavíkur á enn ósamið við Kefla-
víkurbæ og stendur því óbreytt
boðun verkfalls, sem samþykkt var
í fyrri viku, en það á að hefjast
3. apríl.
Mikill
verðmunur
á lyfjum
MIKILL verðmunur reyndist á
ýmsum lyfjategundum í verð-
könnun sem Samkeppnisstofn-
un gerði í 30 apótekum þann
17. mars síðastliðinn. Kannað
var verð á 32 algengum lyfjum.
Mestur reyndist verðmunur-
inn á hæsta og lægsta verði
innúðalyfsins Ventoline en
hann nam 354%. Þá var 135%
munur á hæsta og lægsta verði
Kliogest taflna og 157% mun-
aði á 10 stykkjum af Parasupp
stílum.
■ Allt að 354% verðmunur á
Iyfjum/20-21