Morgunblaðið - 25.03.1997, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1997 39
ÓLAFUR
ÓLAFSSON
+ Ólafur Ólafsson
fæddist á Svarf-
hóli í Stafholtstung-
um 8. júní 1944.
Hann lést á Sjúkra-
húsi Akraness 16.
mars síðastliðinn
og fór útför hans
fram frá Akranes-
kirkju 24. mars.
Kæri frændi, það
má segja margt með
orðum, en ennþá meira
segja þessi orð:
Kaliið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Það sem mig langar að þakka
sérstaklega, er þegar þú og Ásta
lánuðuð mér og vinum mínum sum-
arbústaðinn ykkar, þar áttum við
góðar stundir. Hafðu þökk fyrir öll
árin sem yið fengum saman.
Elsku Ásta, Elli, Diddi, amma
Gústa og aðrir ástvinir, mínar
dýpstu samúðarkveðjur.
Hvíl þú í friði.
Þinn frændi,
Jóhann Ragnar.
Nú hefur elskulegur frændi okkar
kvatt þetta jarðlíf eftir mikla, harða
og hetjulega baráttu. Þótt á móti
blési lét Óli það aldrei hafa áhrif á
sig heldur hélt ótrauður áfram fram
á síðasta dag og öðrum eins lífsvilja
hefur maður aldrei kynnst.
Ég var mikið hjá Ola og Ástu á
mínum yngri árum og lék við syni
þeirra, Ella og Didda. Amma og
afi bjuggu í sama húsi
þannig að það var mjög
þægilegt að halda til
þar. Oft fékk ég að
fara með Óla, Ástu og
strákunum í hin ýmsu
ferðalög sem þau fóru
í og fannst mér ég allt-
af vera hluti af fjöl-
skyldunni.
Óli var mjög bam-
góður maður og því
kynntust börnin okkar
vel. Þegar sonur okkar,
Andrés, fæddist ætlaði
hann að innræta hjá
honum góða og heil-
brigða hugsun, þ.e. að halda með
Manchester United, en allt kom
fyrir ekki, barnið varð Liverpool-
aðdáandi og var oft hringt á milli
til að minna á úrslit dagsins sem
yfirleitt voru dómarahneyksli ef illa
fór. Óli reyndi í lengstu lög að snúa
frænda sínum til betra lífs með því
að bjóða honum gull og græna
skóga með því skilyrði að hann
héldi með Manchester en barnið lét
ekki segjast þótt það væri aðeins
sex ára. Þegar ég sagði Andrési
að Óli væri dáinn sagðist hann
sakna þess mest að hafa engan að
rífast við hvort væri betra Man-
chester eða Liverpool og þegar ég
væri orðin gömul og dáin og komin
til Óla yrði ég að spyija hann um
hvort liðið væri betra „ef“ Liver-
pool væri í fyrsta sæti.
Stórt högg hefur nú verið höggv-
ið í okkar litlu fjölskyldu og munum
við hugsa með söknuði um Óla
frænda okkar.
Elsku Ásta, Elli, Diddi og amma,
mínar dýpstu samúðarkveðjur og
megi Guð styrkja ykkur í sorg ykkar.
Ágústa, Hörður,
Andrés og Aðalheiður.
Minningabrotin um hann Óla
koma til mín hvert af öðru eins og
lifandi myndir á vegg. Öll eru þau
björt og skemmtileg. Óli í eldhús-
kytrunni í skólanum fyrir tíu árum,
MININIINGAR
tilkynnir mér það að maturinn
hennar mömmu sé betri en þetta
„eiturbras hjá þér“. Óli talandi um
sjúkdóm sinn eins og hverja aðra
tannpínu. Þar hófst vinátta okkar.
Ökukennarinn að leiðbeina nem-
anda sínum: „Ætlarðu að vera
vinstra eða hægra megin á vegin-
um?“
Angandi viðarilmur í tréiðnaðar-
deildinni. Óli þrasar við nemendur:
„Á aldrei að læra þetta?“ í kaffitím-
anum spilar hann svo á spil við
þessa sömu menn.
Hrossalyktin kemur með Óla á
kennarastofuna. Rætt er um hest-
ana og hundinn hann Bangsa.
Hann horfir hugsandi út í bláinn
um leið og hann brýtur vasaklútinn
vandlega saman eftir kúnstarinnar
reglum.
Stóra verkefnið: Sumarhúsið. Við
ekki alltaf sammála. Gerum samn-
ing. Köku á hveijum miðvikudegi.
Stundum fundið að. „Ekki tefja
fyrir strákunum, annars verður
þessi bústaður aldrei búinn.“
Óli á sjúkrahúsinu: „Mundu,“
segir hann. „Það er bara einn tré-
iðnaðarráðherra." Við höldumst
lengi í hendur. Erum að kveðjast.
Myndirnar renna áfram bjartar
og skemmtilegar. Ég tíni þær upp
og set þær á minningarbandið mitt.
Svo þakka ég góðum vini fyrir mig
og óska honum góðrar ferðar.
Samúðarkveðjur til aðstandenda.
Sjöfn Jónsdóttir.
Ég vil í þessum fátæklegu orðum
minnast Ólafs Ólafssonar kepnara
sem lést hinn 16. mars sl. Ólafur
hóf störf hér við Fjölbrautaskólann
á Akranesi, síðar Fjölbrautaskóli
Vesturlands, á haustönn 1979.
Hann var því með hvað lengstan
starfsaldur starfsmanna skólans.
Ólafur kenndi við tréiðnaðardeild-
ina og var mjög farsæll í starfi og
vinsæll af nemendum sínum. Hann
var menntaður húsasmíðameistari
og eftir að hann hóf störf sem kenn-
ari lauk hann námi í uppeldis- og
kennslufræðum við KHÍ. ðlafur var
góður iðnaðarmaður og það var
fengur fyrir skólann að hafa hann
í kennslu. Reynsla hans og kunn-
átta skilaði sér vel til nemenda.
Ólafur átti mörg áhugamál fyrir
utan starfíð. Hann var mikill áhuga-
og kunnáttumaður um bíla og hafði
lengi það aukastarf að kenna á slík
tæki. Hann var góður hestamaður,
einnig hafði hann gaman af að
ræða um pólitík og stóð þar fastur
á sínu. Sem sannur Skagamaður
hafði hann líka mjög mikinn áhuga
á knattspyrnu og var alltaf tilbúinn
að leggja sitt til málanna og gefa
góð ráð þegar svo bar undir. Ólafur
hafði sínar ákveðnu skoðanir á hlut-
unum, en hann var alltaf jákvæður
þótt ekki væri hann alltaf sammála
þeim sem hann ræddi við. Ólafur
hafði kímnigáfuna í góðu lagi og
greip óspart til hennar þegar málin
voru rædd.
Fyrir niu árum varð Ólafur fyrst
var við það mein sem hann hefur
nú lotið í lægra haldi fyrir. Sam-
starfsfólk hans varð ekki mikið
vart við þá baráttu sem Ólafur átti
í vegna sjúkdóms síns. Hann háði
baráttuna á sínum vígstöðvum á
kraftmikinn hátt og var aldrei tilbú-
inn að játa sig sigraðan. Hans já-
kvæða viðmót og kímni var til stað-
ar fram á síðustu stund.
Fyrir hönd starfsfólks og nem-
enda Fjölbrautaskóla Vesturlands á
Akranesi vil ég þakka Ólafí fyrir
góð störf í þágu skólans. Ég þakka
einnig fyrir að hafa kynnst já-
kvæðni hans, kimni og baráttuanda
sem hann sýndi og við getum öll
lært af. Við sendum Ástu, Elíasi,
Kristjáni og öðrum ættingjum Óla
okkar innilegustu samúðarkveðjur
á þessum erfíðu stundum. Megi
minningin um góðan dreng lifa.
Hörður Ó. Helgason,
skólameistari FVA.
Við fráfall félaga okkar og vinar
viljum við í Hestamannafélaginu
Dreyra votta eftirlifandi eiginkonu,
sonum og öðrum aðstandendum
okkar innilegustu samúð. í minn-
ingum tengdum hestamennskunni
er mynd Ólafs ákaflega skír. Hann
lagði sig fram um að eiga góða
hesta og vera vel ríðandi. Hestarnir
voru hans líf og yndi og í samvistum
við þá endurnærði hann sál og lík-
ama.
Síðustu árin sat Ólafur í stjóm
Hestamannafélagsins. Hann tók
virkan þátt í starfinu meðan heilsa
og kraftar leyfðu og sýndi í verki
að hann vildi hag félagsins sem
bestan. Okkur sem með honum
störfuðum mun seint líða úr minni
æðruleysi hans er hinn erfiði sjúk-
dómur gerði vart við sig. Gamansemi
og glettni voru hans mótleikur. Og
enda þótt sjúkdómurinn hafí nú lagt
hann að velli, er Ólafur samt sigur-
vegari á þann hátt að hann lét eng-
an bilbug á sér fínna en háði hetju-
lega baráttu allt til síðustu stundar.
Enda þótt nú sé höggvið skarð
í raðir okkar hestamanna lifir minn-
ingin um ljúfan dreng. Við þökkum
samverustundirnar og biðjum Guð
að blessa minningu hans.
Stjórn Hestamanna-
félagsins Dreyra.
Hingað til Svíþjóðar hafa mér
borist þær sorgarfréttir að Ólafur
Ólafsson sé látinn. Ég kynntist Ól-
afi vel í löngu samstarfí okkar í
Fjölbrautaskóla Vesturlands á
Akranesi. Rétt áður en ég hélt utan
til náms í fýrrasumar hitti ég Ólaf.
Mér er minnisstætt þegar við
kvöddumst hve hispurslaust Ólafur
talaði þá um veikindi sín. Mér
fannst aðdáunarvert hve vel hann
bar sig í ljósi þess hversu sjúkdóm-
urinn vart langt genginn. í veikind-
um sínum fannst mér Ólafur hug-
rakkur og hress er ég hugsa til
þeirra stunda er hann heimsótti
okkur i skólanum. Ólafur var góður
kennari og átti stóran þátt í að
byggja upp verklega kennslu í húsa-
smíði við Fjölbrautaskólann. Ég
minnist margra samtala þar sem
Ólafur talaði fyrir sinni deild og
mikilvægi þess að ungt fólk fengi
verklega kennslu. Ólafur stóð fyrir
ýmsum nýjungum í náminu sem
urðu til að efla áhuga og færni
nemenda. Mér fannst samband
hans við nemendur alltaf einkenn-
ast af föðurlegri vináttu. Nemend-
um þótti vænt um hann. Mér Jjykir
miður að geta ekki fylgt Ólafi Ólafs-
syni, þeim góða dreng, síðasta spöl-
inn vegna dvalar minnar erlendis.
Við Sigrún sendum Ástu og drengj-
unum og öllum ættingjum samúðar-
kveðjur og vonum að hlýjar hugsan-
ir þeirra mörgu sem minnast Olafs
Ólafssonar verði þeim styrkur.
Þórir Ólafsson.
GYÐA
ÁRNADÓTTIR
prentari, fæddur
1928, dáinn 1992.
Gyða flutti til
Iteykjavíkur á
fjórða áratugnum
og stundaði ýmis
störf, oftast sem
matráðskona. Hún
vann m.a. lengi á
barnaheimilunum
Suðurborg og
Tjarnarborg, en
síðustu starfsárin
vann hún hjá Tób-
akseinkasölu ríkis-
ins.
Útför Gyðu fer
fram frá Fossvogskirkju í dag
og hefst athöfnin klukkan 15.
+ Gyða Árnadótt-
ir var fædd á
Borgarfirði eystra
24. október 1903.
Hún lést á dvalar-
heimilinu Skjóli 15.
mars síðastliðinn.
Hún var dóttir
hjónanna Árna
Steinssonar og
Ingibjargar Jóns-
dóttur. Gyða var
yngst margra
systkina, sem nú
eru öll látin.
Hún ólst upp hjá
foreldrum sínum á
Borgarfirði eystra. Sonur Gyðu
var Gestur Guðni Árnason,
Við dánarbeð Gyðu frænku reik-
aði hugurinn um liðna tíð og fyrir
hugskotssjónum sér maður hana
ávallt brosandi. Gyða var einstak-
lega glaðlynd kona og laðaði fólk
að sér. Hún var tryggur vinur og
bundust vinnufélagar og nágrannar
TÍWUIIUID OTO JIMJfl Ufll
4JÖTÍL m(>
MITfHIWIIT • (ííí
Upplýsingar í s: 551 1247
auk ættingjanna henni sterkum
böndum.
Gyða hélt heimili með Gesti
einkasyni sínum og þangað lögðu
margir leið sína. Þar var öllu fólki
tekið með kostum og kynjum. Þau
voru bæði ræðin og skemmtileg og
sýndu öllum svo einlægan og já-
kvæðan áhuga. Þau voru bæði eink-
ar barngóð og voru börn sérstakir
heiðursgestir. Mörg börn urðu þar
heimagangar og sérlegir vinir Gests
og Gyðu. Ekki fóru fjölskylda og
ættingjar varhluta af umhyggju
þeirra. Allt, sem við tókum okkur
fýrir hendur, þótti þeim áhugavert
og þau fylgdust vel með lífi og starfí
okkar allra. Eftir að hafa setið á
heimili þeirra góða kvöldstund við
fjörugar umræður um menn og
málefni og ótal pönnukökur og rúll-
utertusneiðar, kvaddi Gyða oft með
orðunum: „Mikið voruð þið góð að
koma.“ Á svona kvöldum var gjama
séð til þess, að kaffibrauð væri skor-
ið niður á diska og eldra fólkinu í
blokkinni færð hressing.
Gyða frænka hafði gaman af
fallegum fötum og á yngri árum
var hún áhugasöm um fína hatta.
Tveimur frændum hennar þótti nóg
um og komu eitt sinn fýrir teskeið
og sykurmolum í hattskrautið, svo
óku þeir henni í búðir í bænum.
Undraðist Gyða, hve allar búðar-
stúlkurnar urðu skrítnar á svipinn,
þegar hún kom inn, þar til ein lét
hana vita, hvað hún var með hattin-
um. Mikið er búið að hlæja að þess-
ari sögu og öðrum í líkum dúr í
gegnum tíðina.
Gyða var ákaflega lagin við hvers
kyns matargerð og bakstur og vann
löngum sem matráðskona. Hún
vann lengi á barnaheimilunum Suð-
urborg og Tjarnarborg og eignaðist
góða vini meðal starfsfélaga og
barnanna. Sum þeirra héldu tryggð
við hana alla ævi.
Er árin færðust yfír tók Gyða
að fínna fyrir miklum erfiðleikum
í hnjám og fór svo að settir voru
nýir liðir í bæði hnén. Gyða sýndi
mikið hugrekki og dugnað í þessum
aðgerðum og þær hjálpuðu henni
mikið. Síðar tók minnið að bila
nokkuð og annaðist Gestur sonur
hennar hana af mikilli natni og til-
litssemi. Hún fór í dagvist í Múlabæ
meðan hann var í vinnu.
Gestur varð bráðkvaddur á heim-
ili þeirra í apríl 1992 á 64. aldurs-
ári og öllum harmdauði, sem hann
þekktu. Þótt minni og skilningur
Gyðu væri farið að minnka, var
eins og rofaði til í þessum mikla
harmi. Hún sótti hjálp í næstu íbúð
og vísaði á ættingja til að hringja
í. Það var þyngra en tárum tæki,
að þessi aldraða kona þyrfti að sjá
á bak einkabarni sínu. Hún lét sorg
sína í ljós, en sýndi mikla stillingu
og æðruleysi eins og ávallt áður.
Eftir þetta flutti Gyða að hjúkr-
unarheimilinu Skjóli, þar sem hún
naut góðrar umönnunar. Heilsu
hennar hrakaði og hefur hún nú
síðustu árin vart verið í tengslum
við umhverfi sitt. Hvíldin var því
kærkomin. Nú er lokið kafla í ævi
okkar allra, ættingja hennar. Haf
þökk, Gyða frænka, fyrir allt.
Þorgerður og Einfríður
Árnadætur.
Elskuleg frænka mín, Gyða
Árnadóttir, eða Gyða frænka, er
látin á 94. aldursári. Gyða var syst-
ir móðurömmu minnar Þorgerðar,
eða Æju eins og ég man eftir að
hún kallaði hana. Marga kosti hafði
Gyða til að bera, þar á meðal hafði
hún sérstakt lag á að láta fólki líða
vel í návist sinni. Hún var sjálf það
sem hún sagði um svo marga: „fal-
leg og góð“. Gyða frænka var með
silfurgrátt hár og fallegan hörunds-
lit. Hún naut þess að vera úti er
hlýna tók í veðri, þurfti nánast ekki
annað en að líta til sólar, þá var
hún komin með gullinn lit.
Mínar fyrstu minningar um
frænku mína tengjast barnaheimil-
inu Tjarnarborg í Reykjavík. Gyða
vann þar þegar ég var barn og var
þar í pössun. Þessar minningar eru
óljósar, líkjast helst myndum í alb-
úmi. Einnig man ég eftir heimsókn-
um hennar til foreldra minna á
Bergstaðastrætið. Þegar von var á
Gyðu í heimsókn biðum við systkin-
in með óþreyju eftir sögu, enda
kunni hún þær margar. Stundum
þurftum við að bíða og suða en
höfðum samt alltaf vinninginn í lok-
in. Gyða var mjög barnelsk og sagði
skemmtilega frá.
Alla tíð var mikill samgangur
milli foreldra minna og Gyðu og
Gests sonar hennar sem lést fyrir
tæplega fimm árum. Okkur Gyðu
samdi vel þó að aldursmunurinn
væru nær 50 ár. Oftast var það
nú þannig að ég skellti mér í kaffi
til hennar inn á Kleppsveg en það
kom þó fyrir að við brugðum okkur
út t.d. í kaffi til Ingu Stefáns
systurdóttur hennar, sem þá bjó
rétt hjá, á kaffihús niður í bæ eða
jafnvel í bíó. Man ég vel eftir einu
skipti þegar ég kom á Kleppsveg-
inn, Inga var hjá Gyðu, þær voru
að undirbúa ferð til Spánar daginn
eftir. Heimsóknin endaði með því
að ákveðið var að ég færi með
þeim.
Þetta var góð ferð, það var margt
að sjá og fengum við gott veður.
Einn daginn fórum við á ströndina,
við Gyða lágum og sóluðum okkur
en Inga frænka ætlaði að kæla sig
og fór að synda. Leið nú langur
tími og fór okkur að lengja eftir
henni. En viti menn, birtist hún
ekki, að sjálfsögðu rennblaut en öll
í sandi og ákaflega þreytuleg og
slæpt. Við urðum fegnar að sjá
hana en agndofa að sjá hvernig
elskuleg frænka okkar leit út. Sag-
an var sú að hún hafði lent í útsogi
og komst ekTci af sjálfsdáðum að
landi. Hafði henni verið bjargað af
sundkappa einum sem þar var nær-
staddur. Eftir að Inga hafði jafnað
sig og losað sig við sandinn hlógum
við allar og þá sérstaklega ég og
Gyða að útlitinu á Ingu eftir þessa
svaðilför. Eftir á, ef minnst var á
strandferðina, var stutt í hlátur.
Þessar línur eru skrifaðar í Lond-
on, vorið er komið og Gyða hefði
kunnað að meta veðurfarið hér og
verið velkomin. Minning um fallega
og góða konu lifir.
Guðrún Ó. Nielsen.