Morgunblaðið - 25.03.1997, Side 49

Morgunblaðið - 25.03.1997, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1997 49 FRÉTTIR Fyrirlestur um lög- mannsstörf og konur Morgunblaðið/M. Hjörleifsson GISLI Baldur Garðarsson, stjórnarformaður Olís, afhendir Ól- afi Magnússyni, framkvæmdastjóra íþróttasambands fatlaðra, einnar milljónar króna styrk til þátttöku á ólympíumóti fatlaðra í Sydney árið 2000. Olís styrkir Iþrótta- samband fatlaðra CLAIRE Ann Smearman lögmaður mun halda fyrirlestur um lögmanns- störf og konur í Bandaríkjunum í dag kl. 12 að Skála Hótel Sögu. Claire Ann Smearman hefur að mestu unnið við lögmannsstörf á annan áratug og sérhæfir sig sviði heimilisofbeldis og sifjaréttar, þ.m.t. erfiðra skilnaðarmála. Hún starfar nú á Iögmannsstofu Gordon, Fein- blatt, Rothman, Hoffberger & Hol- lander í Baltimore, auk þess sem hún tekur þátt í lögmannavöktum þar í landi. Ennfremur hefur hún skrifað, kennt og flutt fyrirlestra á ofangreindum sviðum lögfræðinnar, auk stjórnskipunarréttar. Clair Anna Smearman flytur einn- A FUNDI sem Islendingafélagið í Toronto hélt nýlega með yfirskrift- inni: Velkomin til íslands var sér- stök dagskrá eingöngu helguð ís- landi. Dagskráin hófst með því að John og Ellen Sigurdson Gilmore sögðu frá ferð sinni til Islands í máli og myndum. Þau ferðuðust víða um landið og vörðu einnig nokkrum dögum í Reykjavík. Er skemmst frá því að segja að ferðin var þeim afar eftirminnileg og kom þeim margt skemmtilega á óvart og hrifust þau mjög af landi og þjóð. Tveir aðrir Kanadamenn sögðu frá reynslu sinni af heimsókn til ís- lands, hvor á sinn hátt. Annar fór til þess að safna efni í leikrit sem hann er að skrifa um landnám ís- lands en hinn fór sérstaklega til ig í dag fyrirlestur kl. 17.15 sem nefnist Lög gegn heimilisofbeldi á vegum Rannsóknastofu í kvenna- fræðum, Kvennréttindafélags ís- lands og lagadeildar Háskóla Islands í stofu 101 í Odda og er hann öllum opinn. í fyrirlestrinum fjallar hún um réttarúrræði sem reynd hafa verið í Bandaríkjunum til að taka á heim- ilisofbeldi og ber þau saman við ís- lenskar aðstæður. Meðal þess sem hún mun fjalla um er skilgreining afbrotsins heimilisofbeldi, rannsókn- arúrræði, saksókn heimilisofbeldis- mála, nálgunarbann, úrlausn við skilnað hjóna og forsjá barna. Fyrir- lesturinn fer fram á ensku. þess að ferðast um landið fótgang- andi. Þá var sýnt myndband frá íslandi sem Ferðamálaráð íslands hefur lát- ið gera og nefnist á ensku „Iceland The Hot Spot“ og einnig myndband sem sýnir eldsumbrotin í Vatnajökli og hlaupið í Skaftá sl. haust. Þótti mikið til beggja koma og sama máli gegndi um síðasta atriðið á dag- skránni sem var þriðja myndbandið, „Iceland A Nutshell", sem Saga Film framleiddi og Jón Ásgeirsson, fyrr- verandi formaður Þjóðræknisfélags- ins, hafði með í farteski sínu. Hann hafði ennfremur ýmsa bæklinga um ísland og svaraði fyrirspurnum um ferðir til íslands og ýmislegt varð- andi dvöl á íslandi, ferðalög innan- iands, hótel og veitingahús o.fl. sem ferðamenn fýsir að vita. OLÍUVERSLUN íslands hf. heldur upp á 70 ára afmæli fé- lagsins á þessu ári og af því til- efni hefur stjórn félagsins af- hent Iþróttasambandi fatlaðra eina milljón króna að gjöf í styrk til þátttöku á ólympíumóti fatl- aðra sem fram fer í Sydney í Ástralíu árið 2000. Við afhendingu gjafarinnar á aðalfundi Olís síðastliðinn fimmtudag sagði Gísli Baldur Garðarsson, stjórnarformaður Olís, að íþróttasamband fatlaðra væru landssamtök sem óneitan- lega hefðu unnið gott starf. Fé- lagar samtakanna hefðu komið fram fyrir hönd landsins á íþróttamótum víða um heim og oftar en ekki unnið frækileg af- rek. Þannig væri í fersku minni árangur þeirra á ólympíumóti fatlaðra i Atlanta á siðasta ári, en þá sendu samtökin 10 kepp- endur á mótið og komu þeir heim með fimm gullverðlaun, fern silf- urverðlaun og fimm bronsverð- laun. Páskaferðir Ferðafé- lagsins FERÐAFÉLAG íslands efnir til margra ferða um bænadaga og páska. 27.-29. mars verður ferð í Óræfasveit og Skaftafell þar sem skoðuð verða ummerki Skeiðarár- hlaups, farið í Skaftafell í vetrar- búningi o.fl. Gisting er að Hótel Skaftafelli, Freysnesi og er farar- stjóri Kristján M. Baldursson. 27.-30. mars er skíðaganga í Landmannalaugar með dvöl þar í sæluhúsinu. Farangur verður flutt- ur í Landmannalaugar. Farið verð- ur í Hrafntinnusker ef aðstæður leyfa. Gisting í sæluhúsinu Laug- um. Þetta er 4 daga ferð. Farar- stjóri er Ólafía Aðalsteinsdóttir. 27.-31. mars er í boði skíðaganga um „Laugaveginn“ frá Sigöldu um Landmannalaugar til Þórsmerkur. Fararstjóri Kristján Bollason. 26.-31. mars er svo skíðagangan, Miklafell, Laki, Skaftárdalur. Gist verður í gangnamannahúsum og er farangur fluttur milli staða. Fararstjóri Gestur Kristjánsson. 29.-31. mars er þriggja daga ferð- in: Þórsmörk-Langidalur. Farið verður í gönguferð um Mörkina og gist í sæluhúsinu Skagfjörðs- skála. Fararstjóri Hermann Vals- son. Þingvallaferð (gamlar götur) og skíðagönguferð á Mosfellsheiði eru kl. 10.30 á skírdag. Á föstu- daginn langa er farið á Skógasand og að Eyjafjöllum kl. 10.30 og annan í páskum er ferð á Skeiðar- ársand kl. 8., skíðaganga á á Hellisheiði kl. 10.30 ogóvissufjall- ganga. Kynna Island í Toronto Toronto. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.