Morgunblaðið - 25.03.1997, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1997 27
LISTIR
Morbunblaðið/ Golli
Tiltekt
Starf stjórnanda menn-
ingarborgarinnar
Um tuttugu
umsóknir
bárust
UM TUTTUGU umsóknir hafa bor-
ist um starf stjórnanda menningar-
borgarársins 2000, samkvæmt upp-
lýsingum frá Jóni Björnssyni, fram-
kvæmdastjóra menningar-, upppeld-
is- og félagsmála hjá Reykjavíkur-
borg, en umsóknarfrestur rann út
síðastliðinn sunnudag. Verða þær
kynntar stjórn „Reykjavíkur -
menningarborgar Evrópu árið 2000“
á fundi í dag en að sögn Páls Skúla-
sonar, formanns stjórnarinnar, er
hins vegar ólíklegt að ráðið verði í
starfið fyrr en eftir páska.
Svo sem kunnugt er verður
Reykjavík ein níu menningarborga
Evrópu árið 2000 og af því tilefni
verður efnt til margvíslegra viðburða
á sviði menningar og lista, meðal
annars í samstarfi við aðrar menn-
ingarborgir. Stjórnandi verkefnisins
mun annast framkvæmdir fyrir hönd
stjórnar „Reykjavíkur - menningar-
borgar Evrópu árið 2000“ og meðal
annars skipuleggja vinnu við verk-
efnið, stýra skrifstofu þess, fjármál-
um og annast samvinnu við fjöl-
marga aðila innanlands og utan. Hér
er um tímabundna ráðningu að ræða
en verkefninu lýkur á árinu 2001.
----------» ♦ ♦-----
Nýjar bækur
• Heimsins besti pabbi er lítið
kver með völdum ummælum og
heimspekilegum vangaveltum barna
um pabba sína. í bókinni er einnig
að finna íjölda mynda eftir börnin.
Helen Exley safnaði efninu saman
en Skjaldborg hefur áður gefið út
13 bækur í flokki þessara smábóka
sem flestir þekkja (Alveg einstakur
vinur/sonur/afi... , Alveg einstök
mamma/amma/dóttir... Til ham-
ingju með barnið o.fl.) Alls munu
koma út þtjár bækur til viðbótar þar
sem börn leggja bæði tii efni og
myndir - væntanlegar eru Heimsins
besta mamma, Heimsins besti afi
og Heimsins besta amma.
Útgefandi er Skjaldborg. Guð-
brandur Siglaugsson þýddi Heimsins
bestipabbi. Hún er 28. bls. ogleið-
beinandi útsöluverð er kr. 750.
MYNDLIST
Nýlistasafniö
UPPSTOKKUN
NÝLISTASAFNIÐ
Opið þriðjudaga til föstudaga frá
14-18. Til 26 marz.
Aðgangur ókeypis.
ÞAÐ FER fram óvenjulegur
gjörningur í Nýlistasafninu við
Vatnsstíg um þessar mundir. Felst
í því að listaverkageymsla safnsins
hefur verið rýmd og verkunum kom-
ið fyrir á tvist og bast í öllum sölum
safnsins. Sjálft safnið er umgjörð
um utan um þennan tiltektargerning
og munu þrír fagmenn mæla og
meta, mynda og spá í verkin. Þetta
heitir að pakka út og svo aftur inn
í lokin og listaverkaeignin flutt í
aðra geymslu. Tvö kvöld, fimmtu-
daginn 20. og miðvikudaginn 26.
marz, þ.e. lokadaginn á slaginu átta
verða spjallkvöld. Munu valdir félag-
ar ganga á milli verkanna og leysa
frá skjóðunni eftir því sem andinn
blæs þeim í bijóst. Það er svo von
vinnuhópsins, að gestir og gangandi
verði einhvers vísari um tilurð og
árur, anda og útgeislan tilfallandi
verka. Eru félagsmenn jafnt og
áhugamenn hvattir til að mæta og
bæta einhverju við. Sumir til að
heilsa upp á verk sín svo þeir gleymi
þeim ekki með öllu. Umsjónarmenn
framkvæmdarinnar eru Áslaug
Thorlacius, Pétur Örn Friðriksson
og Ragnheiður Ragnarsdóttir, en
fagmenn sem að sýningunni vinna
verða; Níels Hafstein, Benedikt
Kristþórsson og Áslaug Thorlacius.
Maður nefndur Arnfinnur Einarsson
mun svo aðstoða eftir föngum.
Sýningin er lokuð um helgar og
því kom rýnirinn að læstum dyrum
er hann mætti á staðinn síðla laugar-
dags, og náði loks að skoða fram-
kvæmdina á miðvikudegi. Rétt að
geta þess að ekki er gengið inn um
aðaldyr að þessu sinni heldur upp
steintröppurnar til hægri og inn
dyrnar er mörkuðu SÚM listhúsið á
árum áður.
Allt er á tjá og tundri í saman-
lögðu rými safnsins og má augljós-
lega af öllu ráða að hér fer fram
viðamikil uppstokkun. Hvert verk er
skráð nákvæmlega og allar upplýs-
ingar um það færðar til bókar og
skjalfestar. Um leið mun öll starfsem-
in frá upphafi Súm-hreyfingarinnar
fram á daginn í dag vera rakin til
hlýtar í smáatriðum, og samkvæmt
upplýsingum mér veittum yfir kaffí-
bolla, verður framlag hvers og eins
fest á myndband. Ærið verk á sér
þannig stað, en það er hyggja mín
að menn hafi jafnaðarlega bókað
hveija sýningu, í öllu falli þær mikils-
verðari, samviskusamlega og það
mun létta róðurinn. Hins vegar er
hætt við að myndbandið verði í lengra
lagi, en það er líka nauðsynleg fram-
kvæmd. Allt er þetta mjög til fyrir-
myndar og án vafa munu menn upp-
skera í samræmi við útsjónarsemina.
Hér er ekki úr vegi að staldra aðeins
við og reyna að gera sér grein fyrir
stöðunni, ef allar sýningar í Lista-
mannaskálanum gamla hefðu hlotið
viðlíka afgreiðslu, að ekki sé minnst
á haustsýningar FÍM. Heimildir um
flestar þessar sýningar eru með öllu
glataðar og ekki var hirt um að afla
mikilverðs fróðleiks er skarar söguna
áður en ýmsir brautryðjendurnir
hurfu til feðra sinna, þótt þrýst væri
á um slíkt af einstaka félagsmanni.
Jafnvel hafnað að taka upp raddir
elstu brautryðjendanna um leið og
skoðanir þeirra væru viðraðar. Þver-
girðingshátturinn og heiftin í garð
hinna eldri í ljósi tímalegra deilna
um listastefnur komu í veg fyrir allar
athafnir í þá áttina, og að sögn þeirra
er báru tillögurnar upp var sem að
lemja höfðinu við vegg að reifa slíkt
á fundum. Allar tillögur um veglegri
sýningarskrár með auknu heimilda-
gildi sömuleiðis kolfelldar og get ég
hér trútt um talað.
Fyrir vikið er margt óljóst um
þróunina, gloppurnar margar og nær
ógjörningur að fylla upp í þær sum-
ar hveijar, þar fyrir utan eru þeir
til sem kæra sig ekki um að allt
komi fram. Listasagan er þannig
ekki hrein og klár auk þess sem
þetta tímabil er lokuð bók fyrir list-
sögufræðinga, sem tekið hafa próf
sín í útlandinu og framandi sjónlista-
vettvangi og vita sumir hveijir varla
mikið meir en framhaldskólanem-
endur um þróunina í heimalandinu,
sækja hér sumir vizku sína til óprút-
tinna og málglaðra
hvíslara á kaffí- og öld-
urhúsum.
Meinlegt að það skuli
vera myndlistamenn-
irnir sjálfir er með
þröngsýni sinni og and-
varaleysi bera höfuðsök
á ástandinu í dag ásamt
því að haustsýningarn-
ar lognuðust út af, eftir
mesta blómatímabil í
allri sögu þeirra (1968-
1976).
Af framanskráðu má
ráða hve mikið gott og
nytsamt verk fólkið í
Nýlistasafninu er að
inna af hendi fyrir sig
sjálft, sem jafnframt er
markaðssetning sem
naumast á sér hlið-
stæðu í íslenzkri mynd-
listarsögu. Það hefur
líka tæknina með sér, í
dag er allt slíkt ólíkt
auðveldara, enginn
samanburður raunhæf-
ur að því leyti.
Rýnirinn hefur fylgst
með þróunninni frá
upphafi er sýningin
U.M. (Ungir myndlistarmenn) 1967,
sem FÍM stóð að, og raunar einnig
mun flóknari atburðarás, varð að
SÚM 1968. Þekkti aftur og kannað-
ist við fjöldann allan af verkunum í
sölum safnsins og hefur fjallað um
mörg þeirra, sem mörg hver hafa
margoft verið á sýningum. Sum eru
illa farin líkt og svo margt sem
sækir hugmyndir til Fluxus, Art
Povera og Moyens Pauvres, einkum
þegar notast er við forgengilegan
efnivið sem ekki hefur verið gengið
nógu vel frá. Þetta er sama sagan
og ytra og víða mikið vandamál, en
þessi verk verða ekki endurnýjuð né
á nokkurn hátt færð í fyrra horf,
frekar en að menn gangi tvisvar
yfir sömu brúnna. því er mikilvægt
að mynda þau og varðveita á filmum
og myndböndum. Hins vegar mikill
miskilningur að endursmíða þau eins
og stundum hefur verið gert og í
öllum tilvikum með vafasömum ár-
angri. Eins og það gerist er menn
leitast við að endurskapa fortíðina
og uppgötva að andrúm tímanna er
fyrir bý, verður ekki endurheimt
frekar en amma gamla.
Rétt er að óska hinu hugumstóra
fólki, sem hefur svo mikinn skilning
á heimildagildi og markaðssetningu,
árangurs og farsældar til gildra at-
hafna.
Bragi Ásgeirsson
Heimur
Guðríðar
til London
LEIKRITIÐ Heimur Guðríðar -
Síðasta heimsókn Guðríðar Sím-
onardóttur í kirkju Hallgríms eft-
ir Steinunni Jóhannesdótur verð-
ur sýnt í þýsku kirkjunni -
Christuskirche við Montpelier
Place, London SW7, fimmtudag-
inn 27. mars kl. 20.
Leikritið Heimur Guðríðar var
frumsýnt á Kirkjulistahátíð í
Reykjavík í júní 1995 og hefur
verið sýnt hátt á annað árí fjöl-
mörgum kirkjum um allt Island
og hvarvetna verið mjög vel tekið.
Með helstu hlutverk í sýning-
unni fara Margrét Guðmundsdótt-
ir og Helga Elínborg Jónsdóttir,
sem báðar leika Guðríði á ólíkum
æviskeiðum og Þröstur Leó Gunn-
arsson er í hlutverki Hallgríms.
Tónlist er eftir Hörð Áskelsson,
en búninga gerir Elín Edda Árna-
dóttir. Höfundur leikritsins, Stein-
unn Jóhannesdóttir, er einnig leik-
stjóri sýningarinnar.
FREMRI röð f.v. Þröstur Leó
Gunnarsson, Björn Br. Björns-
son, Guðjón Davíð Karlsson,
aftari röð f.v. Helga E. Jóns-
dóttir, Steinunn Jóhannesdótt-
ir, Margrét Guðmundsdóttir og
Elín Edda Árnadóttir.
Morbunblaðið/ Golli
Evita glitrar en
heillar ekki
KVIKMYNPIR
Rcgnboginn
EVITA ★ ★ '/2
Leikstjóri: Alan Parker. Kvikmynda-
tökustjóri: Darius Khondji. Handrit:
Alan Parker og Oliver Stone. Byggt
á söngleik Andrews Lloyds Webbers
og Tims Rice. Aðalhlutverk: Ma-
donna, Antonio Banderas, og Jonath-
an Pryce. 134 mín. Bandarísk.
Cinergi Pictures. 1996.
GOÐSÖGNIN um Evu Peron er
fullkomið frásagnarefni á Holly-
wood-mælikvarða. Fátæka götu-
stelpan sem kemst áfram, giftist
ofursta og verður forsetafrú. Dáð
og elskuð af alþýðu Argentínu en
fyrirlitin af yfirstéttinni og hernum.
Falleg, ung og rík deyr hún fyrir
aldur fram og tryggir sér ódauð-
leika.
Söngleikur Andrews Lloyds Web-
bers og Tims Rice, „Evita", segir
þessa sögu með ágætum og er hin
prýðilegasta afþreying. Kvikmynd
Alan Parkers er hins vegar frekar
ófrumleg. Parker tekur söngleikinn
og filmar liann án þess að þykja
nauðsynlegt að breyta áherslum
þegar skipt er um miðla. Fjölmennar
hópsenur, og fjölbreytt sviðsmynd
-OU'KÍ i IJ'Í9 iljíiO i KIÖ8 j
er ekki nóg til þess að breyta sviðs-
stykki í heillandi kvikmynd.
Tónlistin er skemmtileg ef manni
fellur við stíl Webbers og Rice. Leik-
ararnir og söngvararnir eru flestir
piýðilegir. Madonna og Antonio
Banderas koma bæði skemmtilega á
óvart. Banderas hefur söngleikjarödd
sem virkar og hlutverk Evitu er eins
og það hafí verið skrifað fyrir Ma-
donnu. Það er enginn vandi að trúa
á söngkonuna, sem söng „Material
Girl“, sem hina harðsnúnu og klóku
Evu Duarte. Jonathan Piyce er einnig
lúmskt góður í lítilli rullu sem Peron.
Þegar upp er staðið eru ríkulegir
búningar, og söngur Madonnu og stíll
þó ekki nóg til þess að halda athygl-
inni í yfir tvo tíma. Maður hefði búist
við meira af leikstjóra sem héfur tek-
ist ágætlega með söng sem megin-
uppistöðu í myndum á borð við
„Bugsy Malone", „Fame“, og „The
Commitments“.
Að lokum verð ég að fá að kvarta
undan slæmri tímasetr.ingu á hléi. í
miðjum flutningi á „Don’t Cry For
Me Argentina" kom sem sagt hlé.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem stað-
setning á híéi í bíói eyðileggur heilt
atriði. Fyrst endilega þarf að hafa
hlé þá ætti að minnsta kosti að passa
að eyðileggja ekki fyrir myndunum
sem eru til sýningar.
Anna Sveinbjarnardóttir