Morgunblaðið - 25.03.1997, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
KJARASÁTT Á
VINNUMARKAÐI
••
OLL ÞJOÐIN hefur vafalaust andað léttar, þegar þau
tíðindi spurðust út í gærmorgun, að heildarkjarasamn-
ingar væru í burðarliðnum. Stöðvun mjólkursölu og benzíns
á höfuðborgarsvæðinu var þegar farin að valda almenningi
óþægindum og allsheijarverkfall hafið. Þau hefðu leitt til
lömunar atvinnulífsins og margs konar erfiðleika fólks.
Ómælt tjón hefði hlotizt af víðtækum verkföllum og mikil
hætta á, að efnahagslegur ávinningur þjóðarinnar á þjóðar-
sáttartímanum, sigurinn yfir óðaverðbólgunni, hefði farið
forgörðum. Með nýjum heildarkjarasamningum á almennum
vinnumarkaði eru nú hins vegar horfur á því, að framund-
an séu tímar bættra lífskjara allra landsmanna, kaupmátt-
araukning, stöðugleikinn verði varðveittur og verðbólga lítil.
Nýju kjarasamningarnir sýna, að verkalýðshreyfingin
náði fram meginkröfu sinni um 70 þúsund króna lágmarks-
laun. Sú krafa virðist njóta almenns stuðnings og einnig
meðal margra vinnuveitenda, enda sanngjörn krafa. Hins
vegar stóð rimma um, hversu fljótt á samningstímanum
markinu verður náð og þessi ásteytingarsteinn leiddi m.a.
til þess að snurða hljóp á samningsþráðinn hjá Dags-
brún/Framsókn og landssamböndunum. Samningstilboð
vinnuveitenda að kvöldi sunnudags hjó á þennan hnút. Það
tryggir, að þeir, sem ekki ná 70 þúsund króna markinu
nú nái því með mánaðarlegum eingreiðslum frá næstu ára-
mótum.
Helztu atriði nýju samninganna fela í sér nær 13% kaup-
hækkun á samningstímanum, sem er þrjú ár, til febrúar-
loka árið 2000. Kaup hækkar um 4,7% við undirritun, um
4% 1. janúar 1998 og um 3,65% 1. janúar 1999. Aðilar eru
sammála um, að náist markmið samninga ekki eru þeir
uppsegjanlegir með fjögurra mánaða fyrirvara. Mörg ný-
mæli eru og í samningunum, m.a. um nýtt taxtakerfi, sem
miðar að því að færa kauptaxta nær greiddu kaupi. Þá er
opnað fyrir möguleikann á fyrirtækjasamningum og sveigj-
anlegri vinnutíma. Miklar kjarabætur felast og í sérkjara-
samningum.
Mikilvægur þáttur í nýrri kjarasátt á vinnumarkaði er
ákvörðun ríkisstjórnarinnar um skattalækkanir á næstu
þremur árum, þær mestu sem hér hafa orðið um langt
árabil. Kostnaður ríkisins við skattabreytingarnar eru 4,5
milljarðar og sveitarfélaga 500 milljónir. Staðgreiðsluhlut-
fallið lækkar úr 41,98% í 37,98%.
Reiknað er með því, að kaupmáttur aukist um allt að
10% fram að aldamótum gangi þessir samningar eftir og
kemur það til viðbótar 8% kaupmáttaraukningu sl. tvö ár.
Þá er vinnufriður tryggður í þrjú ár, sem gerbreytir starfs-
umhverfi atvinnulífsins til hins betra.
SINNULEYSI
ÞAÐ GETUR varla flokkazt undir annað en sinnuleysi
að íslenzk stjórnvöld skuli enn ekki hafa fullgilt al-
þjóðasáttmálann um bann við framleiðslu, geymslu og notk-
un efnavopna. Samningurinn gengur í gildi 29. apríl næst-
komandi.
ísland var á meðal fyrstu ríkja, sem undirrituðu samning-
inn fyrir rúmum ljórum árum, og má furðu sæta að þing-
legri meðferð hans skuli ekki vera löngu lokið. Langflest
vestræn ríki hafa nú þegar fullgilt efnavopnasáttmálann
og jafnframt mörg smáríki, sem hafa jafnvel enn fámenn-
ari stjórnsýslu en ísland.
Með þessari seinkun er í fyrsta lagi tekin sú óþarfa
áhætta að íslenzkur efnaiðnaður verði beittur viðskipta-
þvingunum vegna þess að ísland er ekki aðildarríki sáttmál-
ans.
í öðru lagi - og það skiptir ekki minna máli - verður
hryllingurinn, sem fylgir efnahernaði, ekki stöðvaður nema
með samstilltu átaki ríkja heims. Miklu skiptir því að öll
ríki, stór og smá, eigi aðild að hinni nýju stofnun um bann
við efnavopnum (OPCW). Allra sízt mega vestræn lýðræðis-
ríki skorast undan þátttöku, burtséð frá því hvort þau hafa
framleitt slík vopn eða ekki.
Clinton, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir eftir leiðtoga-
fundinn í Helsinki á föstudag að hann myndi beita sér fyrir
því að efnavopnasáttmálinn yrði samþykktur á bandaríska
þinginu og Bandaríkin yrðu stofnríki OPWC. Jeltsín Rúss-
landsforseti hét því sömuleiðis að þrýsta á samþykkt samn-
ingsins heima fyrir. íslenzk stjórnvöld ættu að stefna að því
að ljúka þinglegri meðferð efnavopnasáttmálans á yfirstand-
andi þingi, þannig að ísland verði í hópi stofnríkjanna.
KJARASAMIUINGAR UIUDIRRIl
MORGUNBLAÐIÐ ræddi við forystumenn
vinnuveitenda og launþega að lokinni und-
irskrift samninffa í Karphúsinu í ffærkvöldi.
Halldór Björnsson
Galli að 70 þús.
nást ekki strax
„ÞETTA er góður samningur í sjáifu
sér en hefur þann galla að 70 þúsund
króna markmiðið næst ekki að fullu
strax,“ sagði Halldór Björnsson, for-
maður Dagsbrúnar.
„Þótt 70 þúsund krónur sjáist í
næstum því hverjum flokki ná neðstu
tölurnar ekki 70 þúsund fyrr en um
áramót. Ef maður skoðar þann árang-
ur fyrir þá sem nú hafa 50 þúsund
króna laun þá hefði það einhvern tím-
ann þótt sæmilegt."
Halldór sagðist telja að það væru
5-6% félagsmanna sem fengju hækk-
un á fyrrgreindu bili með þessum
samningum.
Halldór hefur átt við andstreymi
að búa innan félagsins undanfarna
viku. Fyrst felldi stóra samninganefnd
félagsins samning sem hann hafði
gert fyrir viku, í fyrrinótt óku Dags-
brúnarmenn að Karphúsinu og þeyttu
bílflautur í óánægjuskyni við yfirvof-
andi samninga. Halldór sagði að-
spurður að slík togstreita í félaginu
reyndi á menn. „En þetta er eitthvað
sem þú verður að reikna með þegar
þú ert í forsvari fyrir stéttarfélag.
Félagið er „aggressíft“ vegna þess
að við höfum unnið vel úti í félaginu,
við höfum vakið félagið og það er vel
vakandi."
Um það hvað hefði áunnist frá því
stóra samninganefndin felldi fyrri
samninginn þar til nú og hvort sú
ákvörðun hefði verið réttmæt að feng-
inni niðurstöðunni í gær, sagði Hail-
dór að þetta hefði verið lýðræðisleg
niðurstaða nefndarinnar á sínum tíma,
„og ég sætti mig við það og þeir sem
að þeirri ákvörðun stóðu og þeir sem
eru að mótmæla þessu núna þurfa
nú að una lýðræðislegri niðurstöðu."
Hann sagði að á þessari viku hefðu
komið fram ýmsar góðar breytingar
á samningnum, upphafshækkunin
hefði hækkað úr 4,2 í 4,7% og þetta
hefði haft áhrif á alla þá sérsamninga
sem búið var að gera.
Halldór hefur tekið þátt í samning-
um fyrir Dagsbrún síðan um 1960 og
sagðist telja að þetta yrðu sínir síð-
ustu samningar. Hann væri að vísu
nýtekinn við formennsku í félaginu
en hefði aldrei ætlað að vera lengi í
þessu embætti.
Þórarinn V. Þórarinsson
Farið inn á nýj-
ar brautir
„ATVINNUREKSTURINN kemur til
með að þola þennan samning. Þetta
er enginn kollsteypusamningur. Þetta
er þvert á móti samningur sem trygg-
ir framhald stöðugleikans næstu árin.
Því er hins vegar ekki að neita að
launahækkanirnar eru snöggtum
meiri en við hefðum viljað sjá,“ sagði
Þórarinn V. Þórarinsson, fram-
kvæmdastjóri VSÍ.
„Við erum að horfa hér á kostnað-
arauka sem kemur til með að liggja
á bilinu 5-7% fyrsta árið eða tvöfalt
það sem við erum að sjá í okkar sam-
keppnislöndum. Þessa mun sjá stoð,
annars vegar í afkomu fyrirtækja í
útflutnings- og samkeppnisgreinum
og hins vegar í atvinnustigi og verð-
lagsmálum hér innanlands. Verðbólg-
an verður ekki 2% eins og Vinnuveit-
endasambandið hafði sett sér sem
markmið fyrir þessa samningsgerð.
Hún verður eitthvað meiri til að bytja
með en lækkar síðan eftir því sem
líður á samningstímann."
Þórarinn sagði að í þessum samn-
ingum væri farið inn á nýjar brautir
í nokkrum atriðum sem vinnuveitend-
ur vonuðust eftir að myndu skila já-
kvæðum árangri. „í öllum þessum
samningum sem við undirrituðum í
kvöld er gert ráð fyrir að hægt verði
að þróa það sem við köllum fyrir-
tækjaþátt samninga, þ.e. samstarf um
kjaraatriði innan fyrirtækja. Það er
farið afar varlega af stað og af meiri
varfærni en við höfðum vonast eftir.
Við erum hins vegar sannfærðir um
að á þessum þriggja ára samnings-
tíma muni menn læra að vinna saman
með þessum hætti þannig að í næstu
samningalotu sé þess að vænta að
stærri hluti af samningsgerðinni eigi
sér stað á forsendum fyrirtækjasamn-
inga,“ sagði Þórarinn.
„í þessum samningum hækkum við
lágmarkstaxta í lok samningstímann,
1. janúar 1999 upp í 70 þúsund krón-
ur. Til þess að mæta kröfum verka-
lýðsfélaganna um að þetta gerist fyrr
tökum við inn tekjutryggingu sem
færi þeim sem eru undir þessum
mörkum hækkun strax á árinu 1998
án þess að hreyfa allt kauptaxtakerf-
ið. Ef við hefðum átt að ná þessu
marki með því að taka upp taxta-
launakerfið hefði það leitt til meiri
launabreytinga á öllum launamarkað-
inum og það gat ekki orðið án þess
að af því hlytist stórslys í okkar efna-
hagslífi."
Þórarinn sagðist gera ráð fyrir að
þessir samningar kæmu til með að
hafa áhrif á samninga ríkisins við sína
viðsemjendur. Þeir fælu í sér einföldun
á launakerfinu, sem væri til eftir-
breytni fyrir ríkið. Aðalatriði væri þó
að kostnaður ríkisins yrði ekki meiri
en atvinnulífsins af samningunum.
Björn Grétar Sveinsson
Anægður með
nýtt taxtakerfi
„ÉG ER ánægður með hvernig okkur
tókst að byggja upp þetta nýja kaup-
taxtakerfi Verkamannasambandsins
sem er miklu hærra heldur en það
sem fyrir var. Þetta er m.a. byggt
upp á þann hátt að það tekur styttri
tíma fyrir fólk að komast inn í nýja
kauptaxta sem eru miðaðir við starfs-
menntun og -þjálfun og það er sú
framtíð sem ég sé fyrir verkafólk á
íslandi," sagði Björn Grétar Sveins-
son, formaður Verkamannasambands
íslands.
Hann kvaðst einnig ánægður með
aukinn orlofsrétt sem náðist með
samningnum og hefur verið margra
ára barátta hjá hans mönnum. „Síðan
náðum við ákveðinni vörn inn í samn-
inginn með höfnunarákvæðum ef allt
fer úr böndum," sagði hann ennfrem-
ur.
Aðspurður um kröfuna um krónu-
töluhækkun sem ekki náði fram að
ganga sagði hann aðeins að því miður
hefði því farið sem fór. „Við hjá
Verkamannasambandinu vorum ein-
faldlega orðin ein eftir í þessari
krónutöluleið, það verður að segjast
alveg eins og er. Því miður, segi ég,
því ég er krónutölumaður og það erum
við hjá Verkamannasambandinu."
Arnar Sigurmundsson
7% hækkun hjá
fiskvinnslu í ár
„FLJÓTT á litið sýnist mér að á þessu
ári muni samningarnir auka launa-
kostnað fiskvinnslunnar um 600 millj-
ónir eða um 7%. Kostnaðaráhrifin á
greinina á samningstímanum öllum
er um 14%,“ sagði Arnar Sigurmunds-
son, formaður Samtaka fiskvinnslu-
stöðva.
„Með þessum samningi skapast
nokkrir möguleikar hjá okkur til að
fara í frekari vaktavinnu en nú er og
það er einn af ávinningum þessa
samnings. Við gerum okkur hins veg-
ar grein fyrir því að þetta hefur í för
með sér mikil útgjöld og lendir lang-
þyngst á hefðbundinni botnfiskvinnslu
vegna þess hvað hún er mannfrek.
Engu að síður tel ég að þetta hafi
verið það skynsamlegasta sem hægt
var að gera í stöðunni, þ.e. að gera
samning til lengri tíma og tryggja
ÞÓRARINN V. Þórarinsson framk
að lokinni undirritun kjarasamnin;
Ólafur B. Olafsson foi
þannig vinnufrið.“
Arnar sagði að allar meðaltalsmæl-
ingar á rekstri botnfiskvinnslu sýndu
að hún væri rekin með halla. Mörg
fyrirtæki hefðu brugðist við þessu
með því að fara í fjölbreyttari rekst-
ur. Þau myndu án efa halda áfram
að leita nýrra leiða í rekstrinum og
reyna að hagræða eftir mætti.
Aðalsteinn Baldursson
Þokkalega
ánægður
AÐALSTEINN Baldursson, formaður
fiskvinnsludeildar Verkamannasam-
bands íslands, kvaðst sá,ttur við
marga þætti samningsins. „í heildina
er ég þokkalega ánægður með flest
atriði nema launin, það er sá liður sem
ég er óhress með og hefði viljað sjá
mun hærri,“ sagði Aðalsteinn.
„En ég er ánægður með það sam-
komulag sem náðist um ýmis sérmál
fyrir hópa innan Verkamannasam-
bandsins. Til dæmis fer kauptrygging
fiskverkafólks úr níu mánuðum í íjóra
en það hefur lengi verið baráttumál.
Nú þarf líka að ákveða orlof fisk-
verkafólks í apríl ef fyrirtæki ætlar
að loka yfir sumarið. Síðan verður
tekið á starfsmenntunarmálum fisk-
verkafólks, svo eitthvað sé nefnt.“
Aðalsteinn taldi einnig afar mikil-
vægt að ná inn þeirri tryggingu að ef
verðlagsforsendur myndu bregðast þá
yrði hægt að segja samningnum upp.
Um skipbrot krónutöluleiðarinnar
hefur hann þetta að segja: „Við vorum
með það markmið í upphafi að fara
krónutöluleiðina en það gekk því mið-
ur ekki upp. Við erum enn á því að
það hefði átt að fylgja eftir samþykkt-
um síðasta Alþýðusambandsþings þar
sem var samþykkt að fara krónutölu-
leiðina, en því miður brást samstaðan.
Verkamannasambandinu var ýtt út í
horn og þegar svo var komið gátum
við ekki gert annað en að sveigja út
af þeirri leið. Auðvitað er engin hrifn-
ing með það.“
Ragna Bergmann
Meirihluti fær
eingreiðslu
„ÞAÐ sem hefur áunnist frá því í síð-
ustu viku er að við hækkuðum upp-
hafshækkunina úr 4,2 í 4,7% og svo
er ýmislegt inni í samningnum sem
kemur okkar konum til góða sem var
ekki inni áður,“ sagði Ragna Berg-
mann, formaður verkakvennafélags-
ins Framsóknar.
Hún vildi ekki tiltaka einstök önnur
dæmi um það hvað hefði breyst í
samningnum frá því að stóra samn-
inganefnd Dagsbrúnar og Framsókn-
ar hafnaði fyrri samningi sem samn-
ingamenn höfðu undirritað.