Morgunblaðið - 25.03.1997, Side 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
KJARASAMIMIIMGAR UNDIRRITAÐIR
Forstjóri Þjóðhagsstofnunar
um áhrif nýrra samninga
Viðskiptahalli
og aukin
verðbólga
Talið er að 2% halli verði á þjóðar-
búskapnum
Verkefni stjórnvalda að
draga úr verðbólgunni
„Það má segja að þetta sé
ekki óviðunandi niðurstaða
þegar alls er gætt, þótt vita-
skuld hefði verið æskilegra að
halda verðbólgunni á svipuðu
róli og í viðskiptalöndum okkar
og ná jafnvægi á viðskiptunum
við útlönd. Það er í þessu eins
og svo mörgu öðru, enginn er
himinlifandi," segir hann. Hann
leggur á það áherslu að það sé
verkefni stjórnvalda að reyna
að draga úr viðskiptahallanum
og verðbólgunni. „A móti þessu
kemur einnig að verið er að
semja til langs tíma og það
hefur væntanlega í för með sér
áframhaldandi stöðugleika. Það
gefur fyrirtækjunum tíma og
færi til að ná árangri í að auka
framleiðni og dregur úr þenslu-
áhrifum samninganna,“ segir
forstjóri Þjóðhagsstofnunar.
Grípa þarf til aðgerða í
peningamálum
„Það er grundvallaratriði að
koma í veg fyrir að þenslan nái
að grafa um sig. Til þess þarf
að beita aðgerðum í peninga-
málum,“ segir Þórður um hugs-
anlegar mótvægisaðgerðir.
Spurður um vaxtahækkanir
segir hann að þær þurfi ekki
endilega að verða og bendir á
að vextir hér séu háir. Hins
vegar væri ljóst að vextir verði
hærri en þeir hefðu ella orðið.
Þá segir hann mikilvægt að
reynt verði að halda eins mikið
aftur af ríkisútgjöldum og unnt
væri, sérstaklega á meðan
þungi framkvæmda við virkjan-
ir og byggingu stóriðjuvera
væri mestur.
UM 2% halli verður á þjóðarbú-
skapnum og verðbólga hálfu til
einu prósenti meiri en í helstu
viðskiptalöndum, verði almennt
samið á þeim nótum sem vinnu-
veitendur sömdu í gær um við
landsambönd og nokkur félög
innan Alþýðusambands íslands.
„Þetta stefnir í einhverskon-
ar jafnvægi óánægjunnar. Allir
hafa þurft að gefa eitthvað eft-
ir,“ sagði Þórður Friðjónsson,
forstjóri Þjóðhagsstofnunar,
síðdegis í gær um áhrif samn-
inganna. „Það liggur í augum
uppi að menn eru að teygja sig
ansi langt.“
Ráðstöfunartekjur aukast
meira en ráð var fyrir gert
Þórður segir að samningam-
ir og tillögur ríkisstjórnarinnar
í skattamálum feli í sér að ráð-
stöfunartekjumar aukist í heild
meira en gert hefur verið ráð
fyrir. Það þýðir að þjóðarút-
gjöld aukast meira en gert var
ráð fyrir og jafnframt halli á
viðskiptum landsmanna við út-
lönd. Það hefur stefnt í að jöfn-
uður næðist á viðskiptin en eft-
ir þessa samninga gerir Þjóð-
hagsstofnun ráð fyrir að hallinn
verði 2%, þegar dregin hafa
verið frá áhrif vegna fram-
kvæmda við virkjanir og stór-
iðjuver.
Samningarnir fela það einnig
í sér að verðbólga verður 2'h
til 3% til jafnaðar á samnings-
tímabilinu en að vísu nokkuð
mismunandi milli tímabila. Að
óbreyttu hefði verðbólgan orðið
2% eða svipuð og í helstu við-
skiptalöndum Islendinga. Verð-
bólgan verður því hálfu til einu
prósenti meiri en nú.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
SAGA Dögg var í afdrepi verkfallsvarða með pabba sínum, Þresti Sigurðssyni. Verkfallsverðir
höfðu á orði að hún yrði tilbúin í slaginn með þeim næst þegar samningar yrðu lausir, svo langur
væri gildistími nýrra samninga.
Verkfallsverðir Dagsbrúnar ósáttir við kjarasamning
„Ekki hægt að
samþykkja svona rugl“
„STJÓRN félagsins er sú eina
sem er sátt við þennan samning.
Við getum ekki sætt okkur við
að ná ekki fram grundvallaratr-
iðum, eins og 70 þúsund króna
lágmarkstaxta. Núna er talað
um að lægstu laun verði komin
170 þúsund um næstu áramót,
en það verður gert með ein-
hverjum bónusum og sporslum.
Taxtinn verður ekki hækkaður
í 70 þúsund því þar með þyrfti
að hækka ýmsar bætur sem
miðast við lágmarkslaunin.
Þetta þýðir að yfirvinna og næt-
urvinna, sem reiknast sem hlut-
fall af taxtanum, hækkar ekki.
Það er ekki hægt að samþykkja
svona rugl.“
Þetta sögðu verkfallsverðir
Dagsbrúnar, sem sátu í húsnæði
verkamannafélagsins í Skipholti
skömmu fyrir hádegi í gær. Við-
mælendur Morgunblaðsins voru
þeir Gýmir Guðlaugsson, Jón
Ingvarsson og Eyþór Þorgríms-
son.
Þeir áttu von á að fá um það
boð á hverri stundu, að forusta
félagsins væri búin að skrifa
undir nýja kjarasamninga. Um
30-40 manns hafa sinnt verk-
fallsvörslunni, en í gærmorgun
bættust margir í þann hóp, til
dæmis starfsmenn Reykjavíkur-
borgar, enda var þá allsheijar-
verkfall Dagsbrúnar og Fram-
sóknar skollið á. „Þetta hefði
farið að blossa upp núna. Hingað
streymdu menn, enda sáu þeir
fram á að nú fyrst færi að reyna
fyrir alvöru á verkfallsvörsluna.
Við höfum að vísu þurft að passa
töluvert upp á sum fyrirtæki, til
dæmis Skeljung og Eimskip og
sums staðar þurft að vera með
sólarhringsvakt.“
Svefnlausir og léttgeggjaðir
Verkfallsverðirnir töldu þær
fréttir, sem þeir höfðu haft af
samningum, benda til að
samningamenn væru
„svefnlausir og léttgeggjaðir",
eins og þeir komust að orði. „Ég
hélt að þeir hefðu lært lexíuna
sína á þriðjudaginn, þegar
samningar voru kolfelldir. Núna
skrifa þeir upp á samning sem
felur í sér 0,2% í viðbót við þann
kolfellda, samningurinn á að
gilda í þijú ár og það eru engin
almennileg, rauð strik í honum.
Samt erum við strax farin að
sjá hækkanir, til dæmis hjá
Myllunni, Samsölunni og
Vífilfelli."
Þeir eru sannfærðir um að
fólk hafi verið tilbúið að beijast
fyrir betri samningum. „Það má
vera að forustan nái þessu í
gegn, en það verður nú engin
yfirburðakosning. Stjórnin
hafði 90% fundarmanna með sér
á stóra fundinum í Bíóborginni
og þeir fá aldrei annan eins
stuðning eftir þessa
frammistöðu.“
Rjúkum ekki í vinnuna
Verkfallsverðir töldu þrátt
fyrir þetta að samningurinn yrði
samþykktur ef forustan legði á
það áherslu. Hins vegar væri
ekki víst að forustan héldi velli.
„Menn linast í afstöðunni ef því
er haldið fram að það hafi ekki
verið hægt að ná lengra. En við
eigum nú eftir að sjá hvenær
verður skrifað undir. Þá þurfum
við að funda um málið, svo
líklega förum við nú ekkert að
ijúka strax í vinnuna.“
Formenn BSRB og BHM um nýgerðan kjarasamning aðila vinnumarkaðarins
Varla samnings-
grundvöllur
FORMAÐUR samninganefndar
ríkisins sagði í gær að samningar
vinnuveitenda við landssambönd
og einstök verkalýðsfélög væru í
anda þeirra tillagna sem samn-
inganefnd ríkisins hefði lagt fyrir
alla viðsemjendur sína. Forystu-
mönnum BSRB og BHM leist hins
vegar þunglega á að þessir samn-
ingar gætu orðið samningsgrund-
völlur hjá félögum innan þeirra
raða.
Gunnar Björnsson, formaður
samninganefndar ríkisins, sagði að
ríkið hefði lagt áherslu á að draga
úr sjálfvirkum hækkunum, fækka
flokkum og einfalda samninga.
Þegar rætt var við Gunnar voru
viðræður samninganefnda ríkis og
Reykjavíkurborgar við Verka-
mannasambandið, Samiðn, Dags-
brún og Framsókn á lokastigi.
„Þeir samningar sem nú er verið
að leggja lokahönd á eru í þeim
anda,“ sagði hann. Tekur hann
fram að áherslur einstakra félaga
innan BSRB og BHM séu afar
mismunandi og viðræðum við þau
verði haldið áfram til að reyna að
finna sameiginlegan flöt til lausnar
málinu.
Greidd laun
frekar viðmiðunin
„Ég geri ráð fyrir að greidd laun
í aimenna kerfinu séu frekar við-
miðun fyrir félögin innan BHM en
þessir kjarasamningar. Ég sé ekki
að samningarnir breyti neinu hjá
þeim hópum sem félögin miða sig
við,“ sagði Martha Hjálmarsdóttir,
formaður BHM, í gær.
Hún lagði á það áherslu að fé-
lögin hefðu sjálfstæðan samnings-
rétt og væru óbundin af öðrum
samningum. „Það hefur verið yfir-
lýst stefna ríkisins að semja ekki
við þessi félög fyrr en samningum
á almenna vinnumarkaðnum væri
lokið. Það er ábyrgðarleysi hjá
vinnuveitanda að semja ekki við
starfsmenn sína og kostar félags-
menn mikið, nema samningarnir
gildi aftur í tírnann," sagði Mart-
ha. Kvaðst hún vonast til að nú
kæmist skriður á samningana.
Vaxandi
óþolinmæði
„Ég efast ekki um að ríkið býr
yfir þeirri óskhyggju að þessir
samningar verði grundvöllur
samninga við félög innan BSRB.
Það er hins vegar ljóst að með slíka
samninga myndi ekki ríkja
ánægja,“ sagði Ögmundur'Jónas-
son formaður BSRB. Hann tók það
fram að hann hefði ekki séð samn-
ingana en byggði álit sitt á fréttum
úr Karphúsinu. „Þeir virðast vera
að semja allt of langt fram í tím-
ann án uppsagnarákvæða."
Ögmundur sagði að það væri
vaxandi óþolinmæði í róðum opin-
berra starfsmanna og mikil reiði
yfir því að fjármálaráðuneytið og
Reykjavíkurborg skuli hafa látið
þessi félög bíða á meðan verið
væri að gera samninga við aðildar-
félög ASÍ. „Við spyijum að því
hvort þetta sé beinlínis gert til að
þæfa samningana," sagði Ög-
mundur.
Sjöfn Ingólfsdóttir, formaður
Starfsmannafélags Reykjavíkur-
borgar, sagði að kröfur félagsins
væru á allt öðrum nótum en
Reykjavíkurborg væri að semja um
við félög innan ASÍ. „Kröfur okkar
liggja hvergi undir 80 þúsund
krónum og að samið verði til
tveggja ára,“ sagði Sjöfn og taldi
að umræðan um 70 þúsund kr.
lágmarkslaun ætti ekki heima í
samningaviðræðum þeirra við
borgina. „Þetta er fáránleg um-
ræða og innan okkar raða er vax-
andi umræða um það hvort það
sé virkilega svo að ekki sé farið
að tala við fólk fyrr en það er
komið í verkfallshugleiðingar,“
sagði Sjöfn.
Hún vildi ekkert fullyrða um
þróun mála á næstunni, en viður-
kenndi að umræðu um verkfalls-
boðum yxi fiskur um hrygg.