Morgunblaðið - 25.03.1997, Page 60
60 ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
MYNDBÖND/KVIKMYNDIR/ÚTVARP-SJÓNVARP
MYNPBOMD
Kroppastrokur
MYNDBÖND
SÍÐUSTU VIKU
Eyöandinn
(Eraser) ★ ★ 'h
Sporhundar
(Bloodhounds) ★
Glæpur aldarinnar
(Crime ofthe Century) ★ ★ ★ 'h
Próteus
(Proteus) ★
Svaka skvísa 2
(Red Blooded 2) ★ Vi
Bardagakempan 2
(Shootfighter 2) ★
Ást og skuggar
(OfLove and Shadows) ★ ★
Stolt Celtic - liðsins
(Celtic Pride) ★ ★ 'h
Töfrandi fegurð
(Stealing Beauty) ★ ★ ★
Eyja Dr. Moreau
(The Island ofDr. Moreau) ★ 'h
í hefndarhug
(Heaven’sPrisoner) ~k'h
Skriftunin
(Le Confessional) ★ ★ ★ ★
Margfaldur
(Multiplicity)-k ★ 'h
Hættuleg ást
(Sleeping With Danger) ★
Draumar og brimbretti
(Blue Juice)* ★
Ánægjulegir viðskiptahættir
(Business forPleasure)
Erótísk mynd
★ 54
Framleiðandi: Zalnian King Leik-
stjóri: Rafael Eisenman. Handrits-
höfundar: Zalman King og Laline
Pauli. Kvikmyndataka: Eagle Egils-
son. Tónlist: George S. Clinton.
Aðalhlutverk: Gary Stretch, Caron
Bernstein, Joanna Pacula og Jeroen
Krabbe. 98 mín. Bandaríkin. Pro-
mark/Stjörnubíó 1997. Útgáfudag-
ur: 18. mars. Myndin er bönnuð
börnum yngri en 16 ára.
ISABEL er ung kona með völd
í fyrirtækinu, sem er við það að
fara á hausinn. Kaupsýslumaður-
inn Alex gefur henni tækifæri til
að bjarga málunum, ef hún kemur
á hótelherbergið hans með tvær
gleðikonur fyrir bílstjóra sinn.
Isabel lætur slag standa, en
dregst inn í ástarleikinn, og kemst
þá að ýmsu um innra eðli og for-
tíð kaupsýslumannsins. Þessi eró-
tíska mynd býr
ekki yfir mik-
illi sögu.
Myndin bygg-
ist á ástaratr-
iðum (auðvit-
að!) og eru
tengingar
þeirra frekar
hæpnar. í bak-
grunni er þó
saga mannsins
sem lét holdlegar lystisemdir eyði-
leggja iíf sitt og tilfinningar.
Mórall sögunnar er því að maður
eigi að láta efri hluta líkamans
ráða för, frekar en þann neðri.
Myndin er smekklega tekin og
leikurinn er sæmilegur. Bestur er
Krabbe í hlutverki kaupsýslu-
mannsins, en hann er sá eini sem
ekki lætur plata sig út í það að
fækka fötum. Þeir sem hafa
ánægju af fallegum líkömum,
strokum og kynferðislegum
draumórum ættu að kíkja á þessa.
Hildur Loftsdóttir.
BÍÓIN í BORGINIMI
Sæbjöm Valdimarsson/Amaldur Indriðason/Anna
Sveinbjamardóttir
BÍÓBORGIN
Kostuleg kvikindi ★ -k'h
Space Jam ★ ★
Snillingurinn Michael Jordan og
Kalli kanína bjarga leikinni teikni-
mynd frá umtalsverðum leiðindum.
Við hæfi ungbarna og forfallinna
NBA-aðdáenda.
Fjötrar ★ ★1/2
Kolsvartur gamantryllir um gall-
harðar gellur sem bjóða drápara
mafíunnar byrginn. Vel Ieikin og
frumleg.
Auðuga eiginkonan ★
Heilsutæp samsærismynd sem gefst
upp í lokin.
SAMBÍÓIN,
ÁLFABAKKA
„Metro“ ★ ★
Eddie Murphy á fomum slóðum
Beverly Hills Cop og bætir engu
nýju við.
innrásin frá Mars ★ ★’/
Svört vísindaskáldleg gamanmynd
er feiknavel gerð en að þessu sinni
er Burton bitlítill og grínið einhæft.
Space Jam ★ ★
Sjá Bíóborgina.
Þrumugnýr ★ ★54
Flugvélatryllir með snarbrjáluðum
Ray Liotta sem gerir hvað hann
getur til að stúta farþegaflugvél.
Hringjarinn í Notre
Dame ★ ★ ★
Vönduð, falleg fjölskyldumynd
byggð á hinni sígildu sögu um tilvist-
arkreppu kroppinbaksins í Frúar-
kirkju. Litlaus tónlist og framvinda
en snjöll, íslensk talsetning.
Sonur forsetans ★ ★
Lumma um forsetasoninn og vin
hans í lífverðinum sem losar um
hann í einangrun Hvíta hússins.
Sinbad á einn hrós skilið og feliur
vel í kramið hjá smáfólkinu.
Lausnargjaldið ★★★
Gibson leikur auðkýfing sem lendir
í því að syni hans er rænt. Snýr
dæminu við og leggur lausnarféð til
höfuðs skálkunum. Gibsonmynd í
góðum gír.
Dagsljós ★ ★14
Góð spennumynd með þögulum
Stallone þrumubrellum.
Jerry Maguire ★ ★ ★.
Sjá Stjömubíó.
Djöflaeyjan ★★★54
Friðrik Þór, Einar Kárason, óað-
fínnanlegur leikhópur og leiktjalda-
smiður og reyndar allir sem tengjast
Djöflaeyjunni leggjast á eitt að gera
hana að einni bestu mynd ársins.
Endursköpun braggalífsins er í senn
fyndin, sorgleg og dramatísk.
HÁSKÓLABÍÓ
Stjörnustríð ★ ★ ★54
Endurunnið stríð í orðsins fyllstu
merkingu. Lengi getur gott batnað.
Þessi tvítuga vísindafantasía stend-
ur fyrir sínu og viðbótin er fag-
mennskan uppmáluð,
Kolya ★★★54
Töfrandi og hlý mynd sem yljar bíó-
gestum um hjartarætur.
Fyrstu kynni ★★★
Star Trek sagnabálkurinn lifir góðu
lífi undir stjórn nýs skipherra. Geisl-
ið mig í bíó!
Móri og Skuggi („The Ghost
and the Darkness") ★ ★
Tveir ævintýramenn tengjast
tryggðaböndum á ljónaveiðum í Afr-
íku. William Goldman skrifar hand-
ritið sem kemur kunnuglega fyrir
sjónir.
Undrið ★★★’/
Átakanleg saga um píasnósnilling
sem brestur á hátindi frægðar sinnar
er frábærlega kvikmynduð í alla
staði og Rush hlýtur að teljast sigur-
stranglegur við Óskarsverðlaunaaf-
hendinguna í mars.
Leyndarmál og lygar ★ ★ ★ ★
Meistaraverk frá Mike Leigh um
mannleg samskipti, gleði og sorgir
og óvæntar uppákomur í lífi bresks
almúgafólks.
KRINGLUBÍÓ
„Metro" ★★
Sjá Sambíóin, Álfabakka.
Innrásin frá Mars ★★54
Svört vísindaskáldleg gamanmynd
er feiknavel gerð en að þessu sinni
er Burton bitlítill og grínið einhæft.
Kvennaklúbburinn ★ ★54
Þijár góðar gamanleikkonur, Hawn,
Keaton og Midler, fara á kostum sem
konur sem hefna sín á fyrrum eigin-
mönnum.
Space Jam ★ ★
Sjá Bíóborgina.
LAUGARÁSBÍÓ
Evita ★★'/2
Madonna og Antonio Banderas eru
glæsileg en það dugir ekki til þess
að fanga athyglina í of langri mynd.
Borg Englanna ★54
Óttalega óspennandi og lítilsiglt,
nátthrafnaævintýri. Mun síðra en
fýrri myndin
Koss dauðans ★ ★ ★54
Geena Davis og Samuel L. Jackson
fara á kostum í frábærri hasarmynd
frá Renny Harlin.
REGNBOGINN
Rómeó og Júlfa ★ ★ ★
Skemmtilega skrautleg nútímaút-
gáfa á sígildu verki Shakespeares.
Luhrman er leikstjóri sem vert er
að fylgjast með.
Evita ★★54
Sjá Laugarásbíó.
Englendingurinn ★★★54
Epísk ástarsaga. Meistaralega fram-
sett og frábærlega leikin mynd um
sanna ást. Óskarstykkið í ár!
STJÖRNUBÍÓ
Jerry Maguire ★ ★ ★
Hrokafullur uppi nær jarðsambandi
um stund. Ljúft og laglegt skemmti-
efni
Málaferlin gegn Larry
Flynt ★★★'/
Milos Forman er aftur kominn á
fljúgandi skrið með hræsnina að
leiðarljósi og afbragðs leikhóp.
Enn ein hættu-
leg kynni
Sannleikurinn er
sagna bestur________________
(Little WhiteLies)
Spcnnumynd
★ 'h
Framleiðandi: John Sexton Chris
Brown. Leikstjóri: Pauline Chan.
Handritshöfundur: Henry Tefay og
Kee Young. Kvikmyndataka: Martin
McGrath. Tónlist: Stephen Rae. Aðal-
hlutverk: Mimi Rogers, Andrew Macf-
arlane og Temuera Morrison. 92 mín.
Ástralía. Bergvík 1997. Útgáfudagur:
17. mars. Myndin erbönnuð bömum
innan 16 ára.
HIN fullkomna fjölskylda er brotin
upp af ósvífnum fjárkúgara. „Sann-
leikurinn" er dæmigerð fjölskyldu-
vandamálamynd, sem reynir eftir
fremsta megni að vera spennandi,
en verður aldrei neitt annað en út-
þynnt útgáfa af „Fatal Attraction".
Mimi Rogers leikur eiginkonu
frammámanns í stjómmálalífinu og
fær upplýsingar um það að eiginmað-
ur hennar sé að halda fram hjá henni.
Maðurinn sem veitir henni þessar
upplýsingar nær að vinna traust
hennar og þegar hún er sem ber-
skjölduðust notfærir hann sér hana.
Byijar hann að hóta henni með vafa-
sömum myndum að ef hún borgi
honum ekki ákveðna upphæð muni
hann birta myndirnar og þar með
eyðileggja feril eiginmanns hennar.
Ef þetta er ekki nóg til að sýna fram
á hveija klisjuna á eftir annari, sem
LUCY Lawless leikur stríðs-
prinsessuna Xenu.
Stór og sterk
stelpa
►ÞÁTTUR í anda „Conan the
Barbarian" er meðal vinsælasta
sjónvarpsefnisins í Bandaríkjunum
í vetur. Hetja þáttanna er þó ekki
líkamsræktartröll eins og
Schwartzenegger heldur kvenvík-
ingurinn, Lucy Lawless. Henni
halda engin bönd í hlutverki stríðs-
prinsessunnar Xenu.
Persóna Xenu kom fyrst fram í
öðrum fomaldar-bardagaþætti,
„Hercules - The Legendary Jour-
neys“. Þar náði hún slíkri hylli
áhorfenda að ákveðið var að prófa
sjálfstæðan þátt, og vinsældirnar
hafa ekki látið á sér standa. „Xena:
Warrior Princess" slær út bæði
„Baywatch“ og „Star Trek: Deep
Space Nine“ sem sýndir eru á sama
tíma.
„Xena“ blandar saman gamni
og alvöru, og þykir að sumu leytí
svipa til gömlu sjónvarpsþáttanna
um „Batman“. I Bandaríkjunum
eru aðdáendur striðsprinsessunnar
þegar famir að halda ráðstefnur
til heiðurs gyðjunni. Hægt er að
kaupa búning eins og hún klæðist,
tímarit tíleinkuð henni, leikfigúrur
og leik á geisladiski meðal annars.
þessi "mynd inni-
heldur, þá er eina
ráðið að leigja
hana og fullvissa
sig um það. Leik-
stjórinn hefur bit-
ið það í sig að
nota svart-hvít
atriði til að tjá
örvæntingu
eiginkonunnar og
er það ein léleg-
asta aðferð sem ég hef séð til að
fara inn í huga persónu. Það sem
er best við þessa mynd er leikurinn
en Rogers, Macfarlane og Morrison
reyna að gera sitt besta við bragð-
daufar persónurnar og er það þeim
að þakka að myndin fær eina og
hálfa stjörnu.
Ég get ekki mælt með þessari
mynd nema fyrir allra hörðustu fjöl-
skylduvandamálamyndafíklana ef
þeir eru til.
Ottó Geir Borg
MIDVIKUDAGUR 26. mars
Kl. 19.30 á DSF
Lemgo - Flensburg
Kl. 19.30 áSUPER
Þýski handboltinn
FIMMTUDAGUR 27. mars
Kl. 20.30 í RÚV
KA- Haukar
Kl. 21.15 áSAT.1
Þýski boltinn, leikir kvöldsins
FÖSTUDAGUR 28. mars
Kl. 19.45 áSKY
Barnsley - W.B.A.
LAUGARDAGUR 29. mars
Kl. 01.00 áSUPER
Charlotte - Indiana
Kl. 14.30 áSUPER
Bayern Miinchen- Werder Bremren
Kl. 16.30 ÍRÚV
Haukar- KA
Kl. 17.00 áSAT.1
Þýski boltinn, Leikir kvöldsins
Kl. 18.00 á SKY og SÝN
England - Mexíkó
Kl. 19.15 á TV3-D
Króatía - Danmörk
Kl. 19.45 áSKY
Ítalía - Moldavía
Kl. 21.30 áEURO
Landsleikir dagsins
SUNNUDAGUR 30. mars
Kl. 17.35 áSUPER
Orlando - New York
MÁNUDAGUR 31. mars
Kl. 17.00 á EURO
Strasbourg - Karlsruhe (vináttul.)
Kl. 17.00 á SKV
CREWE - Preston
ÞRIÐJUDAGUR 1. apríl
Kl. 17.00 á ARD
Albanía - Þýskaland (u-21)
Kl. 17.00 áSKY
England - Sviss (u-21)