Morgunblaðið - 25.03.1997, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1997 23
PHILIPS “1
Fimm
Uighurar
líflátnir?
TALSMAÐUR útlægra sam-
taka Uighura í Kína hélt því
fram í gær, að fimm þjóðbræð-
ur þeirra hefðu verið líflátnir
í borginni Yining í héraðinu
Xinjiang í vesturhluta landsins
vegna meintrar aðildar að upp-
þotum og sprengjutilræðum í
Kína. Embættismenn í Yining
vísuðu því á bug að aftökur
hefðu farið fram; sögðu sex
menn hafa verið ákærða fyrir
meinta aðild að tilræðum en
sögðu dauðadóm ekki vofa
yfir þeim.
Ógilda líkn-
ardrápslög
ÁSTRALSKA þingið felldi í
gær úr gildi lög sem leyfðu
líknardráp en þau voru fyrstu
og einu lög sinnar tegundar í
heiminum. Phillip Nitschke,
læknir sem aðstoðaði við fjög-
ur líknardráp á grundvelli lag-
anna, mótmælti samþykkt
þingsins með því að brenna
eintak af nýja frumvarpinu á
tröppum þinghússins í Can-
berra.
Vörubílabann
um helgar
BANN við akstri vörubifreiða
á sunnudögum og þeim rúm-
helgum dögum, þegar bankar
eru lokaðir, gengur í gildi í
Frakklandi um næstu helgi.
Frá 10 að kvöldi laugardags
til 10 á mánudagskvöld verður
akstur vöruflutningabifreiða
yfir 7,5 tonnum brotlegur.
Varðar akstur á þeim tíma 900
franka, jafnvirði 11.300 króna,
sekt.
Kínverjar í
WTO 1998?
KÍNVERJAR gætu öðlast að-
ild að Heimsviðskiptastofnun-
inni (WT0) á næsta ári að
óbreyttum pólitískum ásetn-
ingi þeirra. Hafa Kínveijar
fallist á ýmsar umtalsverðar
tilslakanir, m.a. um fullt við-
skiptafrelsi allra fyrirtækja og
stofnana innan þriggja ára frá
því þeir fengju aðild. Einnig
hafa þeir heitið því að gera
staðla um höfundarrétt hug-
verka að sínum við inngöngu.
Tölvur fá
englanöfn
NÝRRI og endurbættri heima-
síðu Vatíkansins á slóðinni
http://www.vatican.va verður
hleypt af stokkunum á páska-
dag. Verða síðan og gagna-
grunnur hennar varðveitt á
þremur móðurtölvum sem
nefndar hafa verið eftir erki-
englunum Rafael, Mikael og
Gabríel. „Örlítil aukavernd er
af hinu góða,“ sagði 48 ára
bandarísk nunna, Judith Zoe-
belein, sem stjórnað hefur
heimasíðugerð páfadóms. Á
síðunni verður í fyrstunni
hægt að fá aðgang að um
1.200 skjölum og ræðum Jó-
hannesar Páls páfa. í framtíð-
inni er ráðgert að auka aðgang
að skjölum og upplýsingum
úr valdatíð fyrri páfa.
Heilmikið úrval!
. UU\J Al.stgr,
Útvarpsvekjari á mynd
4.490 kr.
Fullkominn simboði með
tímastillingu, upplýstum
skjá, 30 nr. minni, titrara og
öryggiskeðju.
EKKERT AFNOTAGJALD!
Mikið úrval fyrir allar
fermingarstelpur
og stráka.
Q
Ú)
X
□
n
*
jjlQ
5.190 kr.
Tveggja hnífa,
með og án hleðslu.
Rakvél á mynd:
7.990 kr.
n
Q
5
m
anam e
L
erm 11 ujaroorn unum
t
Heimilistæki
SÆTÚNI 8 SÍMI 569 15 OO
http.//www. ht. is
umboðsmenn um land allt