Morgunblaðið - 25.03.1997, Page 44

Morgunblaðið - 25.03.1997, Page 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ MIIMIMIIMGAR + Hjartkær amma, vinkona og systir okkar, EBBA SIGURBJÖRG EÐVARÐSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Langholtskirkju miðviku- daginn 26. mars kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélag íslands. Eiríkur Ólafur Emilsson, Guðbjörg Lilja Magnúsdóttir, Páll Jónsson, Lára Eðvarðsdóttir og systkini. + Elskuleg föðursystir okkar, ELÍN BRYNJÓLFSDÓTTIR, Mánagötu 12, Reykjavik, lést á Landspítalanum 14. mars sl. Að ósk hinnar látnu hefur jarðarförin farið fram í kyrrþey. Guðmundur H. Magnússon, Hrafn Magnússon. UNNUR STURLAUGSDÓTTIR, Faxabraut 18, Keflavík, lést á heimili sínu 13. mars síðastiiðinn. Börn og vandamenn. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, teng- dafaðir, afi og langafi, PÉTUR BJÖRNSSON, Fjarðarbakka 6, Seyðisfirði, sem lést á Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar miðvikuda- ginn 19. mars, verður jarðsunginn frá Seyðis- fjarðarkirkju miðvikudaginn 26. mars ki. 14.00. Valgerður Emilsdóttir, Hreinn Pétursson, Alda Pétursdóttir, Rún Pétursdóttir, Ingólfur Júlíusson, Dagbjört Skúlína Pétursdóttir, Lóa Margrét Pétursdóttir, Sigurður Pór Kjartansson, barnabörn og barnabarnabörn. ♦ + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem auð- sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar og dóttur, JÓNÍNU AUÐUNSDÓTTUR, Funafold 20, Reykjavík. Gunnbjörn Guðmundsson, Kolbrún Sævarsdóttir, Stefán Kristján Gunnbjörnsson, Eva Guðrún Gunnbjörnsdóttir, Soffía Gísladóttir. + Elskuleg frænka okkar, GYÐA ÁRNADÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Skjóli, áður til heimilis á Kleppsvegi 134, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, þriðjudaginn 25. mars, kl. 15.00. Alúðarþakkir til starfsfólks á Skjóli fyrir góða umönnun. Fyrir hönd frændfólksins, Inga Stefánsdóttir, Ragna Stefánsdóttir, Ólöf Jóhannsdóttir. JON OLAFUR ÁRNASON + Jón Ólafur Árnason var fæddur á Isafirði hinn 13. júlí 1971. Hann lést í New Jersey 16. mars síð- astliðinn. Foreldrar hans eru Árni Sig- urðsson, forstöðu- maður Oddi Print- ing Corp., og Guð- rún Halldórsdóttir, húsmóðir og leir- listakona í New Jersey í Bandaríkj- unum. Foreldrar Árna eru Sigurður Jónsson, prent- smiðjustjóri, og Martha Árna- dóttir, bankaritari á ísafirði. Foreldrar Guðrúnar voru þau Halldór Gunnarsson, skipstjóri, og Guðbjörg Kristín Bárðardótt- ir, kennari á ísafirði. Unnusta Jóns Ólafs er Kolbrún Dóra Kristinsdóttir, nemi í Hafnar- firði. Foreldrar Kolbrúnar eru Kristín Kristjánsdóttir og Krist- inn Pétur Friðbjörnsson. Krist- inn lést 1991. Bræður Jóns Ólafs eru Arnar Þór Árnason, nemi við Loyola University í New Orleans, og Sigurður Halldór Árnason, nemi í New Jersey. Hálfsystir Jóns Enginn veit sína ævi, fyrr en öll er. Það hefði aldrei hvarfiað að okk- ur, er biðum fæðingar þinnar fyrir 26 árum, að þú yrðir kvaddur á brott svo brátt. Það var spenna í Munaðar- nesinu þar sem halda skyldi upp á 60 ára afmæli afa þíns þann 12.07. 1971. Þar biðum við þess hvort syst- ir myndi fæða þig á afmælisdegi afa þíns, en það fór svo fyrir henni sem og elstu systurinni, að þær fæddu ykkur synina með tuttugu ára milli- bili deginum eftir afmæli afa ykkar. Það er sárt að kveðja þig nú, elsku vinurinn. Þú varst snemma fljótur að bjarga þér og ekki varstu hár í lofti er þú fórst fyrst á skíði með föður þínum, enda skipaði skíða- íþróttin stóran sess í flölskyldunni. Keppnisskapið vantaði ekki þegar þú skíðaðir á fullri ferð á mótum Ólafs er Martha Árnadóttir, skrif- stofumaður í Reykjavík. Dóttir Jóns Ólafs er Martha Sif Jóns- dóttir, en móðir Mörthu er Margrét Ósk _ Arnarsdóttir frá Isafirði. Þau stofnuðu ung heimili saman, en slitu sam- vistir. Jón Ólafur ólst upp hjá foreldrum sínum á Isafirði. Hann stundaði sjó- mennsku og framleiðslustörf að loknu grunnskólanámi ásamt með framhaldsnámi, fyrst við Iðnskólann á Isafirði, en síðar Iðnskólann í Reykjavík, en þar lagði hann stund á rafeinda- fræði. Hann fluttist til New Jersey í Bandaríkjunum ásamt heitkonu sinni, Kolbrúnu, árið 1994. Hann var við Nám í rafeindafræði í Brookdale Community College og starfaði við forritun og heimasíðugerð hjá e-Presence í Red Bank, New Jersey meðfram námi. Útför Jóns Ólafs fór fram frá Garðakirkju 22. mars. hvort heldur var hér heima eða ann- ars staðar fyrir ísaflörð. Það var oft fjörugt á Austurvegi hjá afa og ömmu er við komum þar systurnar með ykkur synina, þú fæddur 1971, þá Jónas 1972 og Siggi Hólm 1973, oft sló í brýnu, þið sættust, þið voruð alla tíð nánir og fylgdust hver með öðrum í gegnum lífshlaup ykkar. Þú gafst okkur svo mikið á þinni stuttu ævi, elsku Óli minn, það er erfitt að sætta sig við brotthvarf þitt, en við sem eftir erum eigum þó eitt sem ekki verður frá okkur tekið. Það er minningin um góðan dreng og föður sem nú hefur kvatt litla sólargeislann sinn í hinsta sinn. Þú varst vinur vina þinna, fyrir það munum við ævinlega þakka og þess munum við minnast um ókomna tíð. Elsku systir, mágur, Martha Sif, + Elsku systir okkar, GUÐRÚN ÞORGILSDÓTTIR ECCLESTON, lést á heimili sínu á Long Island 21. þessa mánaðar. Systkinin. + Bróðir okkar og mágur, GÍSLI KRISTJÁNSSON frá Feigsdal, Arnarfirði, lést á Landspítalanum 15. mars. Jarðarförin hefur farið fram. Jóna Kristjánsdóttir, Páll Kristjánsson, Kristín Kristjánsdóttir, Teitur Kristjánsson, Margrét Aðalsteinsdóttir. + Þökkum innilega öllum, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför bróður okkar og mágs, SNORRA GUÐJÓNSSONAR frá Lækjarbakka, Glerárhverfi, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks handlækningadeildar FSA. Birna Guðjónsdóttir, Þóroddur Sæmundsson, Bragi Heiðberg og aðrir vandamenn. Kolla, Martha, Addi, Siggi, Búbbi og Martha, megi guð gefa ykkur og okkur öllum styrk til að takast á við sorgina. Við Pétur, Jónas, Ragga og Högni kveðjum þig nú, elsku ðli minn, með broti úr kvæði og þökkum þér fyrir stundirnar sem við áttum öll saman, guð geymi þig, vinur minn. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar gðngum vér nú héðan, fylgjum þér vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (V. Briem.) Þín frænka, Kolbrún. Við fráfall Jóns Ólafs er höggvið stórt skarð í fjölskyldu okkar. Frændi okkar var litrík og heillandi persóna alveg frá því við munum fyrst eftir honum. Hann var ljúfur og skemmti- legur strákur, fullur af orku sem erfitt var að beisla. Síðustu dagana hafa minningarnar oltið fram og upp í hugann koma atriði bæði úr æsku og seinni tíð sem sýna sterkan per- sónuleika og hugmyndaauðgi, svo sem skötuveislan sem hann bauð okkur systkinunum í um árið þegar hann hafði verkað og selt skötu í stórum stíl fyrir jólin, þá ennþá rétt um tvítugt. Við minnumst Jóns Ólafs með hlý- hug og vottum flölskyldunni allri okkar innilegustu samúðarkveðjur á þessum erfiðu tímum. Dýri steinn, af skálda brotinn bergi! Breitt er skarðið, autt er sætið þitt. Þú varst stór, en meðal maður hvergi. Móðurmold þér býður armlag sitt. Lóan mildan kveðjusöng þjer syngur. Sæll í Drottni, göfgi íslendingur. (Ólína Andrésdóttir) Systkinin úr Hraunprýði. í vor eru 10 ár liðin síðan árgang- ur ’71 lauk gagnfræðaprófi frá Grunnskólanum á ísafirði. V.onandi eigum við eftir að hittast og gleðjast á þessum tímamótum. Gleðin er þó blandin því hann Jón Óli er dáinn. Það eru ófáar spumingar sem leita á hugann við slíkar fréttir en fæstum þeirra verður þó svarað. Það eina sem lifir er minningin og það er svo sann- arlega margs að minnast þegar Jón Óli er annars vegar. Jón Óli eða Jón Ólafur var einn af Fjarðarpúkunum. Hann var mynd- arlegur og vel gefinn strákur, fullur af fjöri og orku. Þeir voru jú ekki mikið eldri en fjögurra, fimm ára hann og Einar Pétur þegar þeir struku af leikskólanum á Hlíðarveg- inum til að heimsækja frænda Einars sem bjó úti í Hnífsdal. Hann fór snemma að æfa skíði. Stundum virt- ist reyndar eins og hann hefði fæðst á skíðum, því þegar sum okkar voru að byija á skíðanámskeiði um sex ára aldur fór hann einn í lyfturnar og brunaði einn niður aftur eins og hann hefði aldrei gert annað. Margrét. Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík * Sími 553 1099 Opið ötl kvöld lil kl. 22 - eíirnig um helgar. Skreytingar fyrir öll tílefni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.