Morgunblaðið - 25.03.1997, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.03.1997, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1997 15 FRÉTTIR ÚA seldi afurðir til 25 landa í fyrra ÚTGERÐARFÉLAG Akureyringa hf. seldi rúm 9.500 tonn af freðfiski á síðasta ári að verðmæti um 2,3 millj- arðar króna (FOB-verð). Bandaríkja- markaður var stærstur sem fyrr en Þýskaland kemst í fyrsta sinn í 2. sætið yfir stærstu markaðssvæðin. Um 84% framleiðslunnar fóru til fjögurra stærstu markaðssvæðanna, Bandaríkjanna, Þýskalands, Japans og Bretlands. Alls seldi ÚA fram- leiðslu sína til 25 landa á liðnu ári. Þetta kemur fram i nýjasta frétta- bréfi ÚA. Til Bandaríkjanna seldi ÚA um 3.000 tonn, sem er tæp 32% af heildarframleiðslunni. Til Þýskalands voru seld um 2.140 tonn (22,4%), rúm 1.500 tonn til Japans (15,8%), og um 1.360 tonn til Bretlands (14,2%). Sem hlutfall af heildinni jókst hlut- ur Þýskalands nokkuð miðað við árið 1995, einnig hlutur Bandaríkjanna en hlutur Japansmarkaðar minnkaði. Ef litið er á verðmæti útflutningsins kemur mikilvægi Bandaríkjanna enn betur í ljós því rúm 39% af sölutekjum ÚA af frystum afurðum komu þaðan. Salan í Þýskalandi skilaði 22,7% tekn- anna, Japan 13,8% og Bretland 10,8%. Verslunar- og skrifstofufólk! Allsherjaratkvæðagreiðsla um kjarasamning sem Verzlunarmannafélag Reykjavíkur gerði við Vinnuveitendasamband íslands og Vinnumála- sambandið verður með eftirfarandi hætti: í dag þriðjudaginn 25. mars kl. 08:00-22:00 á morgun miðvikudaginn 26. mars kl. 08:00-18:00 Kosið er í Húsi verslunarinnar Kringlunni 7, á 1. hæð Verzlunarmannafélag Reykjavíkur Antikbúðin og Zolo saman í Krónunni ANTIKBÚÐIN á Akureyri hefur flutt úr Hólabraut 13 í verslunar- miðstöðina Krónuna í Hafnar- stræti. Þar verður hún í stækkuðu húsnæði verslunarinnar Zolo. Áfram verður boðið upp á antik húsgögn og gamla smærri muni, einnig úrval af nýjum hlutum í gömlum búningi, sem og fjöl- breytt úrval gjafavöru sem verið hefur á boðstólum í versluninni Zojo. í tilefni af sameiningu verslan- anna verður öllum boðið að setja nafn sitt í páskapott sem dregið verður úr laugardaginn fyrir páska, en verðlaun eru skápur að eigin vali, kertastjaki og páska- karfa. Verslanirnar eru opnar frá kl. 10 til 18 mánudaga til föstudaga og á laugardögum frá kl. 10 til 14. ♦ ♦ ♦ Björgunar- sveitin Stef- án 30 ára Mývatnssveit. Morgunblaðið. BJÖRGUNARSVEITIN Stefán í Mývatnssveit minntist 30 ára starfs sinnar með veglegri afmælisveislu í barnaskólanum í Reykjahlfð laugar- daginn 22. mars. Pétur Bjarnason formaður björg- unarsveitarinnar setti samkomuna en kynnir var Jón Árni Sigfússon. Birkir Fanndal rakti sögu vélsleða og vélsleðamóta í Mývatnssveit á undanförnum árum. Hörður Sigur- bjarnarson sagði byggingasögu skála sveitarinnar í Kistufelli norðan í Vatnajökli. Kolbrún Pálsdóttir frá Dalvík færði björgunarsveitinni fagr- an veggskjöld frá Slysavarnafélagi íslands. Ari Eðvaldsson frá Ólafsfirði flutti sveitinni árnaðaróskir í tilefni af þessum tímamótum. Síðast talaði Pétur Bjarni Gíslason um framtíðar- verkefni sveitarinnar. Hann þakkaði ágætan stuðning kvenna i slysa- vamadeildinni Hringnum í Mývatns- sveit, svo og öllum öðrum fyrir vel- vilja og góðar óskir í garð sveitarinn- ar. Bomar voru fram rausnarlegar veitingar m.a. myndarleg afmælist- erta. Að lokum sungu viðstaddir nokkur lög með harmonikkuundirleik Jóns Árna Sigfússonar. Positron - Verð kr. 8.991 stgifc - (áðurkr. 10.516.-) Delta -18° - Þýh '.iíerð kr. S.4Í||j (áður kr. 9.900.-) Wheeler 80Ök Verð kr. 17.6 (áður kr, 23. Verð kk&234 stgr. (áður kr. fO.Si Walker - 30 lítra •#ird *(?; 4,48ð*ét9Í>. (áður kr. 5,250.-)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.