Morgunblaðið - 25.03.1997, Page 15

Morgunblaðið - 25.03.1997, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1997 15 FRÉTTIR ÚA seldi afurðir til 25 landa í fyrra ÚTGERÐARFÉLAG Akureyringa hf. seldi rúm 9.500 tonn af freðfiski á síðasta ári að verðmæti um 2,3 millj- arðar króna (FOB-verð). Bandaríkja- markaður var stærstur sem fyrr en Þýskaland kemst í fyrsta sinn í 2. sætið yfir stærstu markaðssvæðin. Um 84% framleiðslunnar fóru til fjögurra stærstu markaðssvæðanna, Bandaríkjanna, Þýskalands, Japans og Bretlands. Alls seldi ÚA fram- leiðslu sína til 25 landa á liðnu ári. Þetta kemur fram i nýjasta frétta- bréfi ÚA. Til Bandaríkjanna seldi ÚA um 3.000 tonn, sem er tæp 32% af heildarframleiðslunni. Til Þýskalands voru seld um 2.140 tonn (22,4%), rúm 1.500 tonn til Japans (15,8%), og um 1.360 tonn til Bretlands (14,2%). Sem hlutfall af heildinni jókst hlut- ur Þýskalands nokkuð miðað við árið 1995, einnig hlutur Bandaríkjanna en hlutur Japansmarkaðar minnkaði. Ef litið er á verðmæti útflutningsins kemur mikilvægi Bandaríkjanna enn betur í ljós því rúm 39% af sölutekjum ÚA af frystum afurðum komu þaðan. Salan í Þýskalandi skilaði 22,7% tekn- anna, Japan 13,8% og Bretland 10,8%. Verslunar- og skrifstofufólk! Allsherjaratkvæðagreiðsla um kjarasamning sem Verzlunarmannafélag Reykjavíkur gerði við Vinnuveitendasamband íslands og Vinnumála- sambandið verður með eftirfarandi hætti: í dag þriðjudaginn 25. mars kl. 08:00-22:00 á morgun miðvikudaginn 26. mars kl. 08:00-18:00 Kosið er í Húsi verslunarinnar Kringlunni 7, á 1. hæð Verzlunarmannafélag Reykjavíkur Antikbúðin og Zolo saman í Krónunni ANTIKBÚÐIN á Akureyri hefur flutt úr Hólabraut 13 í verslunar- miðstöðina Krónuna í Hafnar- stræti. Þar verður hún í stækkuðu húsnæði verslunarinnar Zolo. Áfram verður boðið upp á antik húsgögn og gamla smærri muni, einnig úrval af nýjum hlutum í gömlum búningi, sem og fjöl- breytt úrval gjafavöru sem verið hefur á boðstólum í versluninni Zojo. í tilefni af sameiningu verslan- anna verður öllum boðið að setja nafn sitt í páskapott sem dregið verður úr laugardaginn fyrir páska, en verðlaun eru skápur að eigin vali, kertastjaki og páska- karfa. Verslanirnar eru opnar frá kl. 10 til 18 mánudaga til föstudaga og á laugardögum frá kl. 10 til 14. ♦ ♦ ♦ Björgunar- sveitin Stef- án 30 ára Mývatnssveit. Morgunblaðið. BJÖRGUNARSVEITIN Stefán í Mývatnssveit minntist 30 ára starfs sinnar með veglegri afmælisveislu í barnaskólanum í Reykjahlfð laugar- daginn 22. mars. Pétur Bjarnason formaður björg- unarsveitarinnar setti samkomuna en kynnir var Jón Árni Sigfússon. Birkir Fanndal rakti sögu vélsleða og vélsleðamóta í Mývatnssveit á undanförnum árum. Hörður Sigur- bjarnarson sagði byggingasögu skála sveitarinnar í Kistufelli norðan í Vatnajökli. Kolbrún Pálsdóttir frá Dalvík færði björgunarsveitinni fagr- an veggskjöld frá Slysavarnafélagi íslands. Ari Eðvaldsson frá Ólafsfirði flutti sveitinni árnaðaróskir í tilefni af þessum tímamótum. Síðast talaði Pétur Bjarni Gíslason um framtíðar- verkefni sveitarinnar. Hann þakkaði ágætan stuðning kvenna i slysa- vamadeildinni Hringnum í Mývatns- sveit, svo og öllum öðrum fyrir vel- vilja og góðar óskir í garð sveitarinn- ar. Bomar voru fram rausnarlegar veitingar m.a. myndarleg afmælist- erta. Að lokum sungu viðstaddir nokkur lög með harmonikkuundirleik Jóns Árna Sigfússonar. Positron - Verð kr. 8.991 stgifc - (áðurkr. 10.516.-) Delta -18° - Þýh '.iíerð kr. S.4Í||j (áður kr. 9.900.-) Wheeler 80Ök Verð kr. 17.6 (áður kr, 23. Verð kk&234 stgr. (áður kr. fO.Si Walker - 30 lítra •#ird *(?; 4,48ð*ét9Í>. (áður kr. 5,250.-)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.