Morgunblaðið - 25.03.1997, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
4
LANDIÐ
Tímamóta minnst í Rangárvallahreppi
Fundaðá
Heklutíndi
Hellu - Ráðamenn í Rangárvalla-
hreppi boðuðu til blaðamannafund-
ar sl. sunnudag á óvenjulegum
fundarstað, eða í tæplega 1.500
metra hæð, á hæsta tindi Heklu.
Tilefnið var að kynna 70 ára byggð-
arafmæli Helluþorps og minnast
gossins mikla, sem hófst í Heklu
þann 29. mars 1947 fyrir 50 árum.
Afmælis- og hreppsnefnd Rang-
árvallahrepps bauð til fararinnar
sem farin var í blíðuveðri á bílum
Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu.
Síðasta spölinn voru menn feijaðir
á snjóbíl og snjósleðum sveitarinnar
sem fóru léttilega alla leið á topp-
inn. Oddviti Rangárvallahrepps, Oli
Már Aronsson, sagði frá því helsta
sem gert verður á árinu í tilefni
þess að 70 ár eru liðin frá fyrstu
byggð á Hellu. Á staðnum búa rúm-
lega 600 íbúar af u.þ.b. 800 íbúum
í hreppnum. Byggð má rekja til
ársins 1927 þegar Þorsteinn Björns-
son setti á fót verslun sem lagði
grunn að uppbyggingu á staðnum.
Ibúum fjölgaði hægt fyrstu árin en
árið 1947 voru íbúar 50 að tölu,
en 1977 voru þeir orðnir um 500
talsins. Hella hefur í gegnum tíðina
verið miðstöð verslunar og þjónustu
fyrir hinar dreifðu sveitir héraðsins,
en einnig er þar að finna ýmis iðn-
fyrirtæki og annan rekstur.
Fjölbreytt dagskrá á
afmælisári
Á árinu verða ýmsir viðburðir í
tengslum við afmælið, s.s. tónleik-
ar, kóramót, barna- og fjölskyldu-
dagur í grunnskólanum auk veg-
legrar dagskrár á 17. júní. í sumar
munu verða sýningar á kvikmynd
frá Heklugosinu 1947 og alhliða
sýning á því sem heimamenn eiga
í fórum sínum, s.s. framleiðsluvör-
ur fyrirtækja, heimilisiðnaður, list-
munir, ritverk, ljósmyndir og mál-
Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir
HÓPURINN sem fór á blaðamannafund á hæsta tind Heklu, afmælisnefndin, hreppsnefndar- og
flugbjörgunarsveitarmenn. I baksýn í fjarska Vestmannaeyjar og Þríhyrningur.
verk. Þá er hafinn undirbúningur
fyrir sérstæða útilistsýningu sem
hraunlistamaðurinn Snorri Guð-
mundsson er að hanna og mun
setja upp við Heklurætur í sumar.
í nóvember verður svo lokahátíð
og dansleikur. Afmælisnefndin
mun gefa út rit á árinu, þar sem
saga þéttbýlis á Hellu verður rak-
in, svo og saga barna- og unglinga-
skóla í hreppnum.
Eitt af mestu gosum á
jörðinni á þessari öld
Heklugosið 1947 hófst rétt fýrir
kl. sjö að morgni 29. mars. Skömmu
áður en gosið hófst fannst allharður
jarðskjálftakippur, en gosið hófst
með mikilli sprengingu og var eins
og kollurinn á fjallinu lyftist.
Skömmu síðar reis mikill reykjar-
mökkur sem náði hæst í um 30
kílómetra hæð. Drunur heyrðust
víða um land. Einnig rann hraun
frá háfjallinu til austurs og suðurs.
Aska barst til suðurs og var ösku-
fall mest í byggð í Fljótshlíð og
undir Eyjafjöllum. Gosinu lauk í
apríl 1948 og hafði þá staðið í 13
mánuði er. alls urðu 98 bæir fyrir
tjóni, flestir þó minni háttar. Aðeins
tveir bæir fóru alveg í eyði, Rauð-
nefsstaðir og Þorleifsstaðir.
Morgunblaðið/Anna Ingólfsdðttir
DANSHÓPUR Fiðrildanna sem fara mun til Palma og taka þátt í alþjóðlegu móti í þjóðdönsum.
íslenskir þjóð-
dansar á Spáni
Messur í Hóla-
prestakalli
HÓLAR í Hjaltadal: Kvöldmáltíðar-
guðsþjónusta skírdagskvöld í Hóla-
dómkirkju kl.21.00. Á föstudaginn
langa koma allir prestar héraðsins
saman kl. 14.00 í Dómkirkjunni og
lesa úr Passíusálmum fram til kl.
17.00. Þar er og samleikur á alt-
flautu og orgel, flytjendur Sveinrún
Eymundsdóttir og Sigrún Þórsteins-
dóttir. Hátíðarmessur á páskadag í
Hólaprestakalli, í Hóladómkirkju kl.
14.00, í Viðvíkurkirkju kl. 15.30 og
í Rípurkirkju kl. 21.00.
Egilsstöðum - Danshópurinn
Fiðrildin á Egilsstöðum heldur á
næstunni utan og tekur þátt í al-
þjóðlegu móti áhugadansara í
þjóðdönsum sem haldið verður í
Palma á Mallorca 1.-5. apríl. Um
2.000 dansarar taka þátt í mótinu
og koma þeir frá um 40 löndum.
Dagskrá mótsins verður fjöl-
breytt, m.a. munu allir dansarar
mótsins dansa á götum og torgum
Palma-borgar á opnunarkvöldi og
koma fram á fleiri stöðum eyjunn-
ar. Þátttakendur frá Fiðrildunum
eru 20 auk harmóníkuspiiara.
Fiðrildin hafa dansað saman i um
20 ár, bæði þjóðdansa og gömlu
dansana.
Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson
VIÐBYGGING við gömlu flugstöðina.
Byggt við gömlu
flugstöðina
Vogum - Verið er að ljúka
framkvæmdum við viðbyggingu
við gömlu flugstöðina á Kefla-
víkurflugvelli þar sem í dag er
þjónað flugumferð á vegum
varnarliðsins. Verkið felur í sér
byggingu nýs inngangs frá flug-
hlaði í gömlu flugstöðina.
Kostnaður við þessa fram-
kvæmd er 19,4 milljónir króna
og er verkinu lokið að undanskil-
inni veggklæðningu og utan-
hússmálningu sem hvort tveggja
verður framkvæmt í vor.
habitat
KRINGIUNNI