Morgunblaðið - 25.03.1997, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.03.1997, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ 1 ERLEIMT UR SOGU EVROPUSAMBANDSINS Evrópusambandið heldur í dag upp á 40 ára afmæli Rómarsáttmálans, sem enn er uppi- staðan í stofnsáttmála sambandsins. 1950 Robert Schuman, utanríkis- ráðherra Frakka, leggur fram áætlun um að setja kola- og stáliðnað Frakklands og Þýskalands undir eina stjórn. 1957 Ríkin sex undirrita Rómarsátt- málann um stofnun Efnahags- bandalags Evrópu (EBE) og Kjarnorkubandalag Evrópu (Euratom). 1979 Evrópska myntsamstarfið sett á laggimar. ðll rfki EB nema Bretland gerast aðilar. 1985 Leiðtogar EB undirrita Einingar- lög Evrópu. Markmiðið er að koma á hindrunarlausum innri markaði f árslok 1992. 1990 Austur-Þýskaland sameinast Vestur-Þýskalandi og verður hluti af EB. 1992 Samningum um Evrópst efna- hagssvæði lýkur. Samningur- inn veitir Austurriki, Finnlandi, Svíþjóð, Noregi, Sviss, Liechtenstein og Islandi aöild að innri markaðnum. Sviss- lendingar fella samininginn f þjóðaratkkvæðagreiöslu. 1995 Svíþjóð, Finnland og Austurríki ganga í ESB. 1997-8 Aðildarviðræður hefjast við Kýþur (og Möltu ef þarlend stjómvöld óska). Stefnt að þvf að hefja viðræður við Pólland, Tékkland, Slóvakfu, Ungverja- land, Slóveníu, Lettland, Eistland, Litháen, Rúmeníu og Búlagariu. 1951 Frakkland, Vestur-Þýskaland, Belgía, Luxemborg, Ítalía og Holland undirrita Parísarsátt- málann um stofnun Kola- og stálbandalags Evrópu. 1967 Kola- og stálbandalagið, EBE og Euratom eru einu nafni kölluð Evrópubandalagið. 1973 Bretland, írland og Danmörk ganga í EB. Norðmenn hafna aðild (þjóðaratkvæðagreiðslu. 1981 Grikkland gengur (EB. 1986 Sþánn og Portúgal ganga í EB. 1991 Leiðtogar EB ná samkomu- lagi um nýjan stofnsáttmála í Maastricht. Evrópusambandið (ESB) verður til og aðildarríkin taka upp sameiginlega stefnu f utanríkismálum og dóms- og innanaríkismálum. Stefnt að upptöku sameiginlegs gjald- miðils fyrir ársbyrjun 1999. 1994 Norömenn hafna ESB-aöild öðru sinni. 1996 Ríkjaráðstefna ESB hefst. Endurskoðun stofnsátt- málans á að Ijúka fyrir miðjanjúní 1997. 1. janúar, 1999 Sameiginlegur Evrópu- gjaldmiðill, evró, tekinn upp í þeim ríkjum sem uppfylla skilyrði Maastricht- sáttmálans. REUTERS 40 ár liðin frá undirritun Rómarsáttmálans Friður merk- asti árangurinn Brussel. Reuter. UTANRÍKISRÁÐHERRAR Evr- ópusambandsins koma í dag saman í Róm til að halda upp á fertugsaf- mæli stofnsáttmála Efnahags- bandalags Evrópu, sem nú heitir Evrópusambandið. Rómarsáttmál- inn, sem enn er undirstaðan í stofn- sáttmála ESB, var undirritaður 25. marz 1957 og tók gildi í ársbyrjun 1958. Sennilega verður ráðherrunum tíðrætt um að merkasti árangur Evrópusambandsins sé að nú ríki friður á meðal fornra fjenda. Full- trúar Evrópuríkjanna sex, sem komu saman í Róm fyrir fjórum áratugum, und- ________________ irrituðu sáttmála um að draga úr viðskiptahindr- unum, taka upp sameiginlega landbúnað- arstefnu og ____________________ tryggja fijálsa för fólks, fjármagns, vöru og þjón- ustu á milli ríkjanna. Markmiðin voru hins vegar fleiri. Af ríkjunum sex höfðu Italía og Þýzkaland beðið ósigur í mesta hild- arleik mannkynssögunnar. Lúxem- borg, Frakkland, Holland og Belgía höfðu lotið í lægra haldi og verið hemumin í upphafi styijaldarinnar. Öll höfðu þessi ríki verið lögð í rúst að meira eða minna leyti og EVRÓPA^ ekkert þeirra fýsti að grípa til vopna gegn hinum á ný. Meginröksemd leiðtoganna var sú að ef ríkin yrðu bundin sterkum efnahagslegum böndum gætu þau ekki framar ráð- izt hvert gegn öðru. Tvö stríð og nú sameiginlegur gjaldmiðill á sömu öld Evrópusambandið teygir sig nú allt frá heimskautahéruðum Finn- lands og Svíþjóðar og suður til Spánar. Orrusturnar eru nú háðar í Evrópuþinginu eða ráðherraráði ESB, ekki á vígvöllunum. „Á 40 árum hafa lönd okkar lært að vinna _______________ saman," segir Jacques Santer, forseti fram- kvæmdastjórnar sambandsins. „Sá tími er löngu liðinn þegar diplómatísk deila ... gat komið af stað stríði á milli tveggja Evrópu- ríkja.“ Santer segir að merkasti áfang- inn í 40 ára þróun ESB sé sam- komulagið um Efnahags- og mynt- bandalag, sem á að ganga í gildi 1. janúar árið 1999. Ríkin, sem hafi borizt á banaspjótum tvisvar sinnum á tuttugustu öldinni, muni nú nota sameiginlegan gjaldmiðil áður en öldin sé á enda. Umsækjendum ekki boðið til Amsterdam Brussel. Reuter. RÍKJUM Austur- og Mið-Evrópu, sem hafa sótt um aðild að Evrópu- sambandinu, verður ekki boðið til leiðtogafundar ESB í Amsterdam í júní næstkomandi. Ástæðan er sú að leiðtogarnir vilja geta einbeitt sér að erfiðum samningaviðræðum um endurskoðun stofnsáttmála sambandsins, sem ætlunin er að ljúka á fundinum. Utanríkisráðherrar aðildarríkj- anna ákváðu þetta á fundi í Bruss- el í gær. Jafnframt var samþykkt að bjóða Austur-Evrópuríkjunum til fundar viku eftir leiðtogafundinn. Sú hefð hefur skapazt á undan- fömum ámm að bjóða leiðtogum ríkjanna, sem fengið hafa fyrirheit um aðildarviðræður, til leiðtoga- funda ESB. Hafa leiðtogar allra ríkjanna snætt saman hádegisverð og rætt sameiginleg hagsmunamál. Sex ríki vilja sameiningu ESB og VES í áföngum Bretar hóta að beita neit- unarvaldi Ummæli Jeltsíns um ESB-aðild Varkár við- brögð í ESB Brussel. Reuter. VIÐBRÖGÐ ráðamanna í Evrópu- sambandinu við yfirlýsingu Borísar Jeltsín, Rússlandsforseta, um að Rússar stefni að aðild að samband- inu, einkennast af varkárni. Greini- legt er að ríki ESB vilja ekki móðga Rússa, en þau vilja heldur ekki vekja með þeim falskar vonir um skjóta aðild. „Nú þegar er langur listi af ríkj- um, sem vill ganga í sambandið," sagði Malcolm Rifkind, utanríkis- ráðherra Bretlands, í Bmssel í gær. „Kannski lengist sá listi. Hver veit?“ Jeltsín lýsti því yfir eftir fund með Martti Ahtisaari, forseta Finn- lands, að Rússland stefndi að því að verða viðurkennt sem fullgilt Evrópuríki og væri reiðubúið að ganga í ESB. Þetta er í fyrsta sinn sem yfirlýsing þessa efnis kemur frá rússneskum stjómvöldum og hafa Rússar ekki lagt fram form- lega aðildammsókn. Samstarfssamningur enn ekki staðfestur Embættismenn ESB forðast að gefa opinberar yfirlýsingar um að Rússland sé ekki undir aðild búið. Þeir tala um nauðsyn þess að efla tengsl ESB og Rússlands, en benda hins vegar á að ákveðnum sam- starfsverkefnum sé ólokið. „Þetta er ekki nákvæmlega rétti tíminn til að tala um aðild,“ sagði Hans van den Broek, sem fer með utanríkismál í framkvæmdastjóm ESB, í samtali við Reuters-frétta- stofuna. Hann bætti hins vegar við að hann vildi ekki loka dymnum á neitt ríki. Van den Broek tók fram að sam- starfssamningur ESB og Rúss- lands, sem var undirritaður árið 1994, hefði enn ekki hlotið staðfest- ingu rússneska þingsins eða_ sumra þjóðþinga aðildarríkja ESB. í samn- ingnum er kveðið á um samninga- viðræður um viðskiptamál í framtíð- inni og til langs tíma er stefnt að fríverzlunarsvæði. Klaus Kinkel, utanríkisráðherra Þýzkalands, sagði á sunnudag að fullgilding samstarfssamningsins væri for- senda hvers konar viðræðna um nánari tengsl. í einkasamtölum útiloka embætt- ismenn ESB aðild Rússlands að sambandinu í náinni framtíð. Á meðal ástæðna, sem em nefndar, er að Rússland teygir sig langt inn í Asíu, efnahagsgerðin sé mörgum SEX RÍKI Evrópusambandsins munu í dag leggja fram tillögu á fundi utanríkisráðherra sambands- ins í Róm, um að Vestur-Evrópu- sambandið verði sameinað ESB í áföngum. Tillagan, sem var boðuð fyrir hálfum mánuði á fundi samn- ingamanna á ríkjaráðstefnu ESB, nýtur stuðnings BYakklands, Þýzka- lands, Spánar, Ítalíu, Belgíu og Lúxemborgar. Bretar em hins vegar mjög andsnúnir henni og hóta að beita neitunarvaldi til að fella hana. Lamberto Dini, utanríkisráð- herra Ítalíu, og Herve de Charette, utanríkisráðherra Frakklands, skrifuðu í gær grein í franska blað- ið Le Monde og segja þar meðal annars að tilgangur tillögunnar sé að sameiginlegar varnir ESB verði ekki lengur aðeins fræðilegt hug- tak, heldur raunvemlegur mögu- leiki. Varnarskuldbindingar í stofnsáttmála ESB Ráðherrarnir segja að með því að sameina VES og ESB verði fimmta grein stofnsáttmála VES felld inn í stofnsáttmála Evrópu- sambandsins. Greinin kveður á um gagnkvæmar varnarskuldbinding- ar aðildarríkjanna. Bretar segja að tillagan taki ekki mið af því að það séu alls ekki sömu ríkin, sem eiga aðild að VES og ESB. Fimm af ríkjum ESB, Danmörk, Svíþjóð, Finnland, Austurríki og Irland, eiga aðeins áheyrnaraðild að VES. Fjögur síð- amefndu ríkin framfylgja enn þeirri stefnu að standa utan hem- aðarbandalaga. Þá em þijú evrópsk NATO-ríki og aukaaðildarríki VES, sem ekki eiga aðild að ESB. Bretar eru jafnframt þeirrar skoðunar að Evrópusambandið sé ekki rétti vettvangurinn til að móta sameiginlega varnarstefnu; Atl- antshafsbandalagið (NATO) eigi áfram að gegna því hlutverki. Auk Bretlands hafa þau fjögur ríki ESB, sem standa utan hemað- arbandalaga, miklar efasemdir um tillöguna. Þrír áfangar Að sögn Financial Times er í fransk-þýzku tillögunni kveðið á um að á ríkjaráðstefnunni verði bókun bætt við stofnsáttmála ESB, sem skuldbindi sambandið til þess að sameinast VES að fullu í þrem- ur áföngum. í fyrsta áfanga er lagt til að ESB geti nýtt VES til að sinna verkefn- um á sviði friðargæzlu og mann- úðaraðgerða. Þetta er í raun í sam- ræmi við áherzlur ríkjanna, sem standa utan hernaðarbandalaga. Svipaða tillögu er að finna í samn- ingsuppkastinu, sem írland lagði fram í lok síðasta árs. í öðrum áfanga er lagt til að ráðherraráð ESB geti sett fram markmið og skilgreint stefnu fyrir VES. Þriðji áfanginn felst í því að VES renni inn í ESB. Efasemdir í höfuð- stöðvum VES Háttsettur embættismaður VES segir í samtali við Morgunblaðið | að takmörkuð hrifning ríki í höfuð- stöðvum samtakanna með þessar tillögur. Full sameining VES og ESB geti torveldað samstarf VES og Atlantshafsbandalagsins, NATO. „Við höfum litið svo á að þessi möguleiki væri út úr mynd- inni,“ segir embættismaðurinn. Að undanförnu hefur mikil vinna ! verið lögð í að þróa VES sem „Evr- ( ópustoð" NATO og skilgreina . hvernig NATO geti lánað ríkjum ' VES hergögn, fjarskipta- og stjórn- kerfi þannig að þau geti ráðizt í t.d. friðargæzluaðgerðir án þátt- töku Bandaríkjamanna. ísland, Noregur og Tyrkland eiga aðild að NATO en ekki að ESB. Þau eru hinsvegar aukaaðilar að Vestur-Evrópusambandinu. , Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra hefur sagt að sameinist VES ' Evrópusambandinu sé óliklegt að ( ísland vilji halda aukaaðild sinni til streitu. áratugum a ertir þvi, sem genst í ESB og loks sé landið einfaldlega of stórt. \ s QýCeimsh'ós Faxafeni (blátt hús), sími 568 9511.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.