Morgunblaðið - 25.03.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.03.1997, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Alþjóðlegt átak Amnesty International til varnar réttindum flóttafólks Flóttamenn eru fleiri en nokkru sinni fyrr RIVERA Kalenzo, sex barna móðir í Búrúndí, flúði til Tanzaníu með yngstu börnin sín tvö þegar hún fékk þær fréttir að fjögur elstu börnin hennar hefðu verið myrt i árás hermanna á markaðinn i Bucana í Búrúndí. MEIRA en fimmtán milljónir karla, kvenna og barna í heiminum eru nú flóttamenn, auk þess sem um tuttugu milljónir eru á flótta innan landamæra heimalands síns. Þetta eru fleiri flóttamenn en nokkru sinni fyrr og segir það meira um ástand mannréttindamála í heim- inum en nokkuð annað, að sögn Jóhönnu K. Eyjólfsdóttur, fram- kvæmdastjóra Islandsdeildar Am- nesty International. Hrint hefur verið af stað alþjóð- legu átaki á vegum mannréttinda- samtakanna Amnesty Internat- ional til varnar réttindum flótta- fólks. Yfirskrift átaksins er „Mannréttindi eru án landamæra" og vísar til skyldu allra til þess að vernda mannréttindi og koma í veg fyrir að þau séu brotin. Á blaðamannafundi sem ís- landsdeild Amnesty hélt á Hótel Borg kom m.a. fram að samtökin hafi miklar áhyggjur af afskipta- og virðingarleysi ríkisstjórna gagnvart réttindum flóttafólks. Ríkisstjórnir reyni æ oftar að koma í veg fyrir að fólk sem er á flótta undan ofsóknum fái tækifæri til að nýta rétt sinn til að sækja um hæli og fá þá vernd sem því ber. Aðgerðir ríkisstjórna til að koma í veg fyrir móttöku fióttafólks hafi í för með sér að fj'öldi fólks fái aldrei tækifæri til að komast undan pyndingum, morðhótunum og öðr- um ofsóknum og æ fleiri séu send- ir aftur til heimalandsins þar sem þeirra bíður oftar en ekki fangels- un eða opinn dauðinn. Lifandi fólk - ekki bara tölur Jóhanna minnti á að Amnesty væri að tala um manneskjur, flóttamannavandinn væri ekki bara einhveijar tölfræðilegar stærðir. „í þessari herferð viljum við vekja athygli almennings á því að við erum að fást við lifandi fólk sem hefur neyðst til þess að fara frá heimalandi sínu. Við hvetjum allar ríkisstjórnir heims til að upp- fylla skyldur sínar gagnvart flótta- fólki en þeim ber að styðja starf- semi flóttamannastofnunar Sam- einuðu þjóðanna og annarra al- þjóðlegra stofnana sem vinna að vernd flóttafólks. Það er Iíka mikil- vægt að ríkisvaldið upplýsi al- menning um að flóttafólk þarfnast verndar, það er ekki að misnota rétt sinn. Flóttafólk er ekki það sama og innflytjendur. Flóttafólk er einstaklingar sem af ástæðurík- um ótta hefur þurft að fara frá heimili sínu,“ sagði Jóhanna. Bann við endursendingu flóttafólks hundsað Allsherjarþing Sameinuðu þjóð- anna samþykkti árið 1951 sátt- mála um réttindi flóttafólks. Þar er m.a. að finna ákvæði sem bann- ar endursendingu flóttafólks. Am- nesty bendir á að þrátt fyrir þetta ákvæði sé fjöldi ríkisstjórna sem hundsi bannið og endursendi flóttafólk til landa þar sem lífi þeirra og frelsi sé ógnað. Sem dæmi um þetta er nefnt mál konu frá Zaire, sem tókst að flýja úr fangelsi hersins þar sem hún hafði sætt pyndingum og henni verið nauðgað. Hún komst til Svíþjóðar þar sem hún sótti um hæli. Sænsk yfirvöld neituðu henni um hæli á þeim forsendum að her Zaire lyti ekki stjórn forseta lands- ins og þess vegna teldust pynding- ar framkvæmdar af hermönnum ekki til ofsókna af hálfu ríkisvalds- ins. Konan var send aftur til Zaire og eru örlög hennar þar ókunn. íslandsdeild Amnesty bendir á að íslensk löggjöf sé ekki í fullu samræmi við alþjóðasamþykktir sem íslendingar eru aðilar að og hvetur stjórnvöld til þess að end- urskoða löggjöfina þannig að laga- breytingarnar endurspegli þær meginreglur um vernd flótta- manna sem íslendingar hafa gert að skyldu sinni að framfylgja með því að gerast aðilar að alþjóðasátt- málum. Ragnheiður Elfa Þorsteinsdótt- ir, lögfræðingur og einn stjórnar- manna íslandsdeildar Amnesty, reifaði á fundinum stuttlega helstu atriði sem nauðsynlegt er talið að taka á við endurskoðun löggjafar- innar. Hún nefndi að í flótta- mannasáttmálanum frá 1951 væri að finna ýmis ákvæði sem bæri að innieiða í íslenska löggjöf. Þar væri t.d. skilgreining á hugtakinu flóttamaður, sem rétt væri að taka inn í útlendingalögin. Einnig væri nauðsynlegt að lögfesta endur- sendingarbann, sem væri mikil- vægasta réttarvernd flóttamanna. Þá væri rétt að ákvæði varðandi réttarúrræði yrðu gerð skýrari og kveðið á um réttaraðstoð til handa flóttamönnum sem koma til landa- mæra. Ennfremur benti hún á að í útlendingalögunum væri að finna allt of víðtækar heimildir til að meina útlendingum landgöngu. Minnihluti í stjórn hjá SVR gagnrýnir meirihluta R-listans í stjórninni Tekist á um leiðakerf- isbreytingar hjá SVR STJÓRN Strætisvagna Reykjavíkur og borgar- stjórn hafa samþykkt tillögur um breytingar á leiðakerfi SVR. Tillögur um breytingar voru lagðar fram að fenginni reynslu eftir að nýtt leiðakerfi var tekið í notkun 15. ágúst sl. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæð- isflokksins, gagnrýndi meirihluta R-lista í borg- arstjórn harðlega fyrir að hafna breytingartillögu fulltrúa flokksins í stjórn SVR um að hefja að nýju akstur á leið eða leiðum milli suður- og norðurhverfa borgarinnar sem ieiðir 8 og 9, vinstri og hægri hringleið, sinntu áður. Sagði hann að fjölmargir farþegar hafi komið á framfæri kvörtunum vegna þess að leiðirnar voru lagðar niður. Taldi hann að þær hafi gegnt mikilvægu hlutverki við að tengja saman norð- ur- og suðurhluta borgarinnar og þjóna þremur stórum framhaldsskólum, MS, MH og Ví. Kvaðst hann harma að leiðakerfishópur hafi ekki tekið til skoðunar hvort rétt væri að hefja akstur á þessum leiðum. Villandi málflutningur Árni Þór Sigurðsson, formaður stjórnar SVR, sagði útilokað að tveimur leiðum úr gamla kerf- inu yrði bætt við nýja kerfið. Sagði hann tillögu- flutning sjálfstæðismanna villandi með því að gefið væri í skyn að enginn akstur væri milli norður- og suðurhverfa sem væri alrangt. Vís- aði hann ennfremur á bug að þjónusta við fram- haldsskólana þijá hafi verið skert. Árni lýsti forsendum leiðakerfisbreytinganna og minnti á að takmark þeirra hafi verið að stórbæta þjónustu við hverfi þar sem fólksfjöig- un væri mikil en á móti þyrfti lítið eitt að draga úr þjónustu við hverfi þar sem fólki hefur fækk- að. Greindi hann frá því hvernig leitast hafi verið við með ýmsu móti að koma tii móts við þá sem einkum notuðu leiðir 8 og 9. Sagði hann að leið- ir 4 og 5 tryggðu sambærilega þjónustu og einn- ig leiðir 3, 6 og 7 að hluta. Leiðir 3, 6 og 7 Ieysa af hólmi leið 9 að sögn Árna og leiðir 2, 4 og 5 að hluta. Árni viðurkenndi á hinn bóginn að íbúar nyrst í Laugarnesi þyrftu að þola nokkra skerðingu á þjónustu SVR en minnti á að leið 4 kæmi þeim að notum. Sjálfstæði Vinnumiðl- unar verði tryggt TVEIR borgarfulltrúar lýstu á fundi borgarstjórnar á fimmtudaginn áhyggjum sínum af nýjum lögum um vinnumarkaðsaðgerðir. Inga Jóna Þórðardóttir, borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins, hvatti eindregið til þess að sjálfstæði Vinnumiðlunar Reykjavíkurborgar yrði tryggt til frambúðar eftir að ákveðið hefði ver- ið með lögum að allar vinnumarkaðs- aðgerðir heyrðu undir félagsmála- ráðuneytið. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borg- arstjóri, tók undir áhyggjur borgar- fulltrúans. Sagði hún marga þætti í víðtækri starfsemi Vinnumiðlunar vera í óvissu að óbreyttu, þ.á m. verkefni um þróun á nýjum úrræðum fyrir atvinnulaust fólk. Óskað eftir viðræðum við ríki Greindi hún frá því að óskað hefði verið eftir viðræðum við ríkið til að tryggja sjálfstæði miðlunarinnar og að Vinnumiðluninni yrði falið að ann- ast þau verkefni svæðismiðlunar sem kveðið væri á um í lögum um vinnu- markaðsaðgerðir. Borgarstjóri taldi koma til greina að gerður yrði þjónustusamningur við ríkið um að borgin taki að sér lögbundin verkefni. ♦ ♦ ♦------ Gerð verði sam- anburðar- könnun á launum INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri telur æskilegt að gerð verði ítarleg samanburðarkönnun á laun- um borgarstarfsmanna og starfs- manna nágrannasveitarfélaga sem vinna sambærileg störf. Segir hún mikilvægt að könnun á hugsanlegum launamun fari fram í samvinnu borgaryfirvalda og Starfs- mannafélags Reykjavíkurborgar. Borgarstjóri sagði á fundi borg- arstjórnar á fimmtudaginn að starfs- menn borgarinnar hefðu lengi haldið því fram að starfsmenn annarra sveitarfélaga væru betur launaðir en þeir. Sagði hún að ef fullyrðingar starfsmannafélagsins í nýlegu póst- kortaátaki væru réttar væri það mik- ið áhyggjuefni. Á hinn bóginn benti borgarstjóri á að við launasamanburð yrði að vera tryggt að sannanlega væri verið að bera saman sambærileg störf. Minnti hún á að verkefni og ábyrgð starfs- manna í sveitarfélögum með sömu starfsheiti getu verið ákaflega ólík. ------------♦ ♦ ♦----- Makaskipti á Fæðing- arheimili og leikskóla Fullnægir eftir- spurn í tveimur hverfum ÁRNI Þór Sigurðsson, formaður stjórnar Dagvistar barna, segir að náist samningar milli borgarinnar og Ríkisspítala um makaskipti á Fæð- ingarheimilinu við Þorfinnsgötu og leikskóla í eigu Ríkisspítala við Engi- hlíð 6-8 takist að fullnægja eftir- spurn eftir dagvistarplássum í Hlíða- hverfi og Norðurmýri. Borgarfulltrúinn sagði á borgar- stjórnarfundi á fimmtudaginn mjög ánægjulegt að samningar væru á lokastigi. Sagði hann að ef samning- ar takist muni Dagvist barna taka við rekstri skólans og annast innritun frá og með 1. ágúst nk. Öll börn og allir starfsmenn munu halda plássum sínum. Árni Sigfússon, oddviti minnihlut- ans, lýsti sig algjörlega andsnúinn áformum um að selja Fæðingarheim- ilið. Taldi hann að borgaryfirvöld hefðu getað þrýst betur á að þar yrði áfram boðið upp á þjónustu fyr- ir mæður og börn þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.