Morgunblaðið - 25.03.1997, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/RAX
HALLI Vikartinds eykst enn og gámum á þilfari fækkar stöðugt.
Vikartindur sígur enn á stjórnborð
Gámar með lyfjum
fóru í sjóinn
ÁTTA gámar runnu af Vikar-
tindi um helgina eftir hvassviðri
og mikið öldurót á strandstað við
Þjórsárósa og í gær losnuðu enn
fleiri gámar af skipinu. Lyf og
önnur varasöm efni voru í einum
gámanna og rak hann uppí fjöru.
Mönnum frá Hollustuvemd og
Heilbrigðiseftirliti Suðurlands
tókst í gær að ná mestu af inni-
haldi hans.
Vitlaust veður var á strandstað
á sunnudag og í gær hafði lítið
lægt þannig að björgunarmenn
gátu lítið aðhafst, biðu þess að
veður og sjór kyrrðust en í dag
er enn spáð hvassviðri. Skipið
hefur sigið enn meira á sljórn-
borðshlið eftir því sem sjórinn
hefur grafið undan því.
Mál skipstjóra til saksóknara
í briminu um helgina gekk sjór
það langt á land að hann náði til
tækja björgunarmanna og hveirf
ein ljósavél í brimið. Gámum er
mjög tekið að fækka á þilfari
skipsins og hafa þeir brotnað og
skemmst í öldurótinu í fjömnni.
Engri olíu er dælt úr skipinu
meðan hvassviðrið stendur.
Rannsóknarlögregla ríkisins
hefur Iokið rannsókn á þætti
skipstjóra Vikartinds í þeim at-
burðum sem leiddu til strands
skipsins og var niðurstaðan send
LÖGREGLAN er á strandstað
allan sólarhringinn. í gær var
reynt að ná lyfjum úr einum
gámnum sem fór fyrir borð.
ríkissaksóknara á föstudag. Rik-
issaksóknari óskaði eftir því að
RLR rannsakaði málið í Iqölfar
sjóprófanna til að kanna hvort
hugsanlegt væri að skipstjórinn
hefði gerst brotlegur við lög.
FRÉTTIR
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmir ríkissjóð bótaskyldan
2 millj. í bætur fyrir
óréttmætan stöðumissi
HÉRAÐSDÓMUR dæmdi í gær
samgönguráðherra og fjármálaráð-
herra til að greiða fyrrverandi skrif-
stofustjóra Vita- og hafnamála-
stofnunar tvær milljónir króna í
bætur, þar sem honum hafi með
ólögmætum hætti verið gert að
hætta störfum.
Maðurinn hóf störf hjá Vita- og
hafnamálaskrifstofu árið 1967 og
var skipaður skrifstofustjóri Vita-
og hafnamálastofnunar ríkisins árið
1975. Haustið 1989 voru gerðar
breytingar á starfssviði hans, sem
fólust í því að sum verkefni voru
af honum tekin og honum gert að
vinna önnur og veigaminni. Af hálfu
samgönguráðuneytis og vita- og
hafnamálastjóra var litið svo á, að
maðurinn hefði verið fluttur í nýja
stöðu, stöðu skrifstofustjóra Vita-
stofnunar.
í desember 1992 ákvað ráðuneyt-
ið að leggja niður starf skrifstofu-
stjóra Vitastofnunar frá og með 1.
janúar 1993. Maðurinn svaraði því
til, að hann teldi sig enn gegna
þeirri stöðu sem hann var skipaður
til að gegna, þ.e. stöðu skrifstofu-
stjóra Vita- og hafnamálastofnunar
og óskaði eftir að ráðherra tæki af
öll tvímæli um að það væri staðan
sem leggja ætti niður. Ráðuneytið
gerði það hins vegar ekki, heldur
sagði að maðurinn hefði verið flutt-
ur í annað starf á sínum tíma og
það væri starfið sem leggja ætti
niður.
Maðurinn kvartaði undan með-
ferð ráðuneytisins við umboðsmann
Alþingis, sem fór fram á að ráð-
herra rétti hlut hans. Ekki tókst
samkomulag um fjárhæð bóta og
fór málið því fyrir dómstóla.
Dómarinn, Allan V. Magnússon,
segir að stjórnvaldsákvörðun, sem
feli í sér skipun, setningu eða ráðn-
ingu ríkisstarfsmanns verði að vera
ákveðin og skýr, en það skilyrði
hafi engan veginn verið uppfyllt í
þessu máli. Fallast verði á að aldrei
hafi verið tekin lögmæt og bindandi
ákvörðun um að flytja hann í starf
skrifstofustjóra Vitastofnunar og
ósannað sé að hann hafi samþykkt
slíkan flutning. Honum hafi því
verið gert að hætta störfum með
ólögmætum hætti, þar sem staða
hans, staða skrifstofustjóra Vita-
og hafnamálastofnunar, hafi ekki
verið lögð niður. Stöðumissirinn
hafi verið óréttmætur.
Umsókn hafnað 33 sinnum
Við ákvörðun bóta var tekið tillit
til að maðurinn var 52 ára þegar
hann missti stöðuna og hafði þá
starfað í rúm 25 ár hjá stofnun-
inni. Þá hafði hann lagt fram 33
bréf frá opinberum stofnunum, þar
sem umsóknum hans um starf var
hafnað. Þar sem maðurinn hafði
þó haft atvinnutekjur voru bætur
taldar hæfílegar tvær milljónir
króna.
Stýrimannaskólinn í Reykjavík
Enginn við nám
á 3. stigi skólans
Bensín-
þjófnaðir
í auknum
mæli
BRÖGÐ hafa verið að því að
fólk hafi reynt að verða sér
úti um bensín með ólögmæt-
um hætti að undanförnu og
hefur fjöldi tilkynninga um
bensínþjófnaði úr bílum og
tilraunir á þá veru borist lög-
reglu. Þannig handtók lög-
reglan í Reykjavík tvo menn
í Fróðengi á laugardagsmorg-
un við að reyna að stela bens-
íni af bifreiðum.
Eftir miðnætti aðfaranótt
sunnudags var tilkynnt um
pilt vera að reyna að stela
bensíni af bifreið við Tryggva-
götu. Hann var handtekinn
með stóran kaffibrúsa og
tveggja metra langa slöngu í
fórum sínum. Piltur var færð-
ur á lögreglustöð og sóttur
þangað af foreldri sínu.
Bensínstybba I stigagangi
Þá var kvartað yfir stækri
bensínlykt á stigagangi húss
við Bolholt á sunnudag. Einn
íbúinn hafði byrgt sig vel upp
af bensíni og komið bensín-
tunnu fyrir á fyrstu hæð húss-
ins með þeim afleiðingum að
gufur frá henni lagði um allt
hús. Manninum var gert að
fjarlægja tunnuna hið snar-
asta.
Áreitti barn
TILKYNNT var um að karl-
maður hefði áreitt sex ára
gamla stúlku í Fellunum á
laugardagskvöld og var hans
leitað án árangurs.
Lögreglunni barst um það
tilkynning á laugardagskvöld
að dökkhærður maður með
skegghýjung, í svörtum bux-
um og svörtum jakka með
svarta húfu, hefði angrað 6
ára gamla stúlku í Fellunum.
Lögreglan hélt strax á vett-
vang og gerði leit að mannin-
um en hann fannst ekki þrátt
fyrir töluverða leit.
ENGINN nemandi er nú við nám á
3. stigi, farmannadeild, í Stýri-
mannaskólanum í Reykjavík og að
sögn Guðjóns Ármanns Eyjólfsson-
ar skólameistara er þetta í fyrsta
skipti í sögu skólans sem enginn
er við nám á þessu stigi.
Guðjón sagði að síðastliðið haust
hefðu 90 nemendur innritast í Stýri-
mannaskólann og nú væru þar 80
nemendur. Fyrsta stig skólans veit-
ir undirstýrimannsréttindi á 500
rúmlesta fiskiskipi innan landhelg-
innar og annað stigið veitir ótak-
mörkuð réttindi á fiskiskip, undir-
stýrimannsréttindi á kaupskipum
og varðskipum af hvaða stærð sem
er og skipstjóraréttindi á 200 rúm-
lesta kaupskipum. Á öðru stigi eru
nú 28 nemendur. Þriðja stig skól-
ans, sem er hrein farmannadeild,
veitir skipstjóraréttindi á kaupskip-
um og varðskipum.
LÖGÐ hefur verið fram stjórnsýslu-
kæra á hendur Jökuldalshreppi
vegna úthlutunar á hreindýraarði.
Arðinum er skipt jafnt niður á ábú-
endur á lögbýlum í hreppnun. Kær-
andinn, Aðalsteinn Ingi Jónsson,
Klausturseli, segir að úthlutunin sé
ekki í samræmi við reglur um stjóm
hreindýraveiða því ekki sé tekið til-
lit til mismunandi ágangs eða land-
stærðar.
Að sögn Hákonar Hanssonar for-
manns hreindýraráðs, em víða deil-
ur í sveitarfélögum um skiptingu
arðsins, enda eru regiur óskýrar. í
þeim segir að hreindýraráð skuli
dreifa arðinum milli sveitarfélaga í
samræmi við fjölda veiðiheimilda.
Sveitarstjórnum er ætlað að sjá um
úthlutun innan sveitar og segir að
þær skuli fyrst og fremst láta þá
Guðjón sagði að aðeins fjjórir
nemendur hefðu sótt um nám á
3. stigi við skólann síðastliðið haust
en það þætti ekki nægilega margir
nemendur til að halda uppi
kennslu.
„Það hefur fækkað í kaupskipa-
flotanum og það hlýtur því að hafa
áhrif hvað atvinnutækifærum far-
manna hefur fækkað,“ sagði Guð-
jón. Vísar hann í þessu sambandi
til ályktunar Stýrimannafélags Is-
lands frá því í október síðastliðnum,
en í henni kemur fram að frá jan-
úar 1990 hefur stöðugildum ís-
lenskra farmanna á skipum í rekstri
innan Sambands íslenskra kaup-
skipaútgerða fækkað úr 375 í 198,
eða um 177 stöðugildi, en það jafn-
gildi því að ársstörfum íslenskra
farmanna hafi fækkað um 266, eða
50%.
bændur, og aðra, sem fyrir mestum
ágangi verða af hreindýrum á lönd
sín, pjóta arðs af veiðunum.
„Það er mismunandi hvernig
þetta er gert í einstökum sveitarfé-
lögum og hreindýraráð hefur ekki
séð sér fært að skipta sér af því,
svo fremi að farið sé að minnsta
kosti nokkuð nálægt þessu,“ segir
Hákon. Ráðgert er að endurskoða
fyrirkomulag hreindýraveiða og
skýra reglur og er frumvarp þess
efnis væntanlegt innan skamms.
Samtals voru veidd 268 hreindýr
í fyrra og er áætlaður arður af
þeim til sveitarfélaga, eftir að dreg-
ið hefur verið frá leyfisgjald, á átt-
undu milljón króna. Hann skiptist
milli 27 sveitarfélaga og var hlutur
Jökuldalshrepps í fyrra um ein millj-
ón króna.
Stj órnsýslukæra gegn Jökuldaishreppi
*
Uthlutun hrein-
dýraarðs ekki í sam-
ræmi við reglur