Morgunblaðið - 25.03.1997, Page 50

Morgunblaðið - 25.03.1997, Page 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLADSINS HtflWU, lAODi. HVB&ViG, J ÓEMU/Z yiCftOÆ. NUNAf' t > í k/Nsóié 1 J VEN7UL EGA | Í2 rc^ Grettir Kringlan 1103 Reykjavík # Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Byggjum upp náttúruvæna stóriðju Tommi og Jenni Ferdinand Frá Helga K. Hjálmssyni. EFTIR hádegi laugardaginn 22. þ.m. hlustaði ég á ágætan þátt sem til var stofnað af JC og umhverfis- ráðuneytinu og var jafnframt út- varpað. Hafi allir aðilar bestu þakk- ir fyrir framtakið. Þáttur þessi fjallaði um mengun- armál og stóriðju. Þarna voru marg- ar spumingar fram bornar og um- hverfis og landbúnaðarráðherra sat m.a. fyrir svörum. Allar spumingar og næstum öll umræða snerist um stóriðju í formi mengunarvaldandi verksmiðja, svo sem álvera og járn- blendiverksmiðja. Það var líkast því að ekki væru til margir kostir varð- andi þessi mál. Það var að vísu nefnd ágæt hugmynd um vetnis- framleiðslu, sem orkugjafa fyrir skipaflota okkar, en þetta átti að gerast í tengslum við þá mengunar- valdandi stóriðju, sem nú er stöðugt einblínt á. Ég saknaði þess að enginn skyldi varpa fram þeirri spumingu til umhverfís- og landbúnaðarráð- herra, hvort ekki væri skynsam- legra að nýta þá orku, sem við emm að framleiða og munum framleiða, til matvælaskapandi stóriðju t. d. í formi framleiðslu á hverskonar af- urðum, sem hægt er að framleiða í gróðurhúsum við ljós og varma, svo og tilbúnum réttum úr fiski og lambakjöti. Þama er um algjörlega mengunarlausa framleiðslu að ræða og stóriðju ef við kjósum að kalla hana svo. Er ekki skynsamlegra að stefna á náttúrvæna framleiðslu. Framleiðslu á náttúruvænum afurð- um, sem heiminn hungrar eftir. Byggja upp orðstír íslands sem mengunarlauss lands og ganga þar fram fyrir skjöldu, frekar en að halda áfram þeirri stefnu sem nú er viðhöfð, að það sé aðeins hægt að selja útlendum fyrirtækjum og sóðalegri stóriðju ódýrt rafmagn. Af hveiju nýtum við ekki þessa orku til matvælaframleiðslu og sköpum okkur nafn á þeim vett- vangi. Ef leita þarf eftir fjármagni, þá eru fjölmargir aðilar og fjárfest- ar vafalítið tilbúnir til þess að leggja fram fjármagn í þessu skyni. Það eru ekki mörg ár síðan erlent stór- fyrirtæki í framleiðslu tilbúinna rétta úr fiskafurðum vildi fjárfesta hér á íslandi. Vegna skammsýni og embættismannahroka gekk það gullna tækifæri okkur úr greipum. Þetta fyrirtæki sneri sér til frænda okkar í Noregi og fékk þar allt aðrar viðtökur og svör en hér á landi. Það leið aðeins hálft .ár þar til þeir voru komnir þar í fulla fram- leiðslu. Látum þetta ekki henda okkur aftur. HELGIK. HJÁLMSSON, viðskiptafræðingur, Garðabæ. „Borgaraleg ferming byggir upp siðferðis- kennd ungmenna án trúarafstöðu“ Frá Hope Knútsson og Þyrí Valdimarsdóttur: FERMING barna er stór stund í lífi hverrar fjölskyldu. Æ stærri hópur ungmenna kýs að fermast án kirkjulegrar leiðsagnar. Sið- mennt, félag um borgaralegar at- hafnir, hefur haldið utan um fræðslustundir fyrir ungmenni sem huga að borgaralegri fermingu. Fyrirlesarar koma víða að úr þjóðfélaginu og fjalla um hugtökin mannréttindi, frelsi og ábyrgð og taka fyrir atriði eins og ákvörðun- artöku, gildi lífs, fjölskylduna, mannleg samskipti, tilfinningar, tjáningu, jafnrétti og forvarnir um vímuefni. Foreldrar taka þátt í skipulagn- ingu fermingarathafnarinnar. At- höfnin þykir mjög hátíðleg, falleg og persónuleg þar sem ungmenni eru virkir þátttakendur. Nú í ár eru 53 ungmenni sem munu fermast borgaralega í Reykjavík og á Akur- eyri. Þetta er umtalsverð aukning frá árinu í fyrra en borgaraleg ferming hófst fyrir 9 árum og nú þegar hafa 200 ungmenni látið ferma sig borgaralega. Morgunblaðið ákvað að fjalla ekki um borgaralegar fermingar í ár í 40 blaðsíðna fermingarblaði og þótti foreldrum og aðstandendum fermingabarnanna það miður. Hér er verið að mismuna ungmennum stórlega vegna trúarlegrar afstöðu. Borgaraleg ferming er annar val- kostur við kirkjulega fermingu og er ekki síður merkileg. Borgaraleg ferming hefur öðlast sess í ís- lenskri menningu og hana ber að virða sem merkilega stund í lífi ungmenna. Borgaraleg ferming verðskuldar heiðarlega umfjöllun í stærsta dagblaði landsmanna. HOPE KNÚTSSON, formaður Siðmenntar. ÞYRÍ VALDIMARSDÓTTIR, varaformaður Siðmenntar. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt tii að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.