Morgunblaðið - 03.04.1997, Side 6
6 FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Skipulagstillögur Hafnarfjarðar um tvöföldun Reykjanesbrautar með mislægum gatnamótum
íbúar telja gengið
gegn forsendum
nýlegrar byggðar
UNDIRSKRIFTASÖFNUN er hafin
meðal íbúa í Setbergshverfi í Hafn-
arfirði í mótmælaskyni við þá skipu-
lagstillögu í nýju aðalskipulagi bæj-
arins að Reykjanesbraut verði gerð
að stofnbrauí, með tveimur akrein-
um í hvora átt, miðeyju og mislæg-
um gatnamótum þar sem brautin
liggur í gegnum Hafnaríjörð með-
fram Setbergshverfí.
Tillagan gerir ráð fyrir því að
bensínstöð Esso við Lækjargötu verði
rifin, einnig „kúluhúsið" sem stendur
gegnt íþróttasvæðinu við Kaplakrika
og 2 einbýlishús á Sólvangssvæðinu,
sunnan Reykjanesbrautar.
Var forsenda
Hjalti Amþórsson, talsmaður íbú-
anna í Setbergshverfí, segir að hverf-
ið hafi verið byggt á árunum upp
úr 1980 samkvæmt því skipulagi að
Reykjanesbraut yrði tvöfölduð en
hún yrði áfram tengibraut með
40-60 km hámarkshraða á klukku-
stund. Nú væri rætt um stofnbraut
með mislægum gatnamótum og brú.
„Þetta var forsenda skipulagsins
þegar okkur voru seldar lóðir og
þegar við byggðum húsin þarna.
Þarna átti að vera tengibraut og
álíka mikil umferð árið 2000 og
1980; það átti að koma vegur ofan
byggðarinnar sem tæki 20-30% af
umferðinni. En nú er búið að færa
þennan ofanbyggðarveg fjær en var
í upphafi og þar af leiðandi fara svo
fáir um hann að borgar sig ekki leng-
ur að byggja hann.“
„Þetta er nýtt hverfí, byggt upp
úr 1980, þannig að við erum ekki
að horfa upp á sams konar dæmi og
á Miklubraut. Við viljum halda okkur
við gamla skipulagið og að haldið
sé niðri umferð og hraða. Við vitum
að þar sem Reykjanesbrautin liggur
í gegnum Kópavoginn var byggðin
færð fjær henni,“ sagði Hjalti.
Frestur til að gera athugasemdir
við aðalskipulagið rennur út 11.
apríl og fyrir þann tíma verða íbú-
amir búnir að skila inn undirskrifta-
listum sínum. Hjalti hafði ekki í gær
tök á þeim fjölda undirskrifta sem
safnast hefur en sagði að gengið
hefði verið í hús í hverfínu og lang-
flestir íbúar væru andvígir skipu-
lagstillögunni.
„Þessi tillaga er tæknilegt svar
við spám um umferðarþunga," sagði
Jóhannes Kjarval, skipulagsstjóri
Hafnarfjarðar. Hann segir að nú aki
17-18 þús. bílar þarna um Reykja-
nesbraut á sólarhring en þegar yfir
20 þúsund bíla umferð fari um þessa
götu sé fræðilega ekki lengur hægt
að flokka hana sem tengibraut. Spár
um þróun umferðarþunga á næstu
áram sýni að ljóst verði að um 30
þúsund bíia umferð fari um Reykja-
nesbrautina og ljóst sé að hljóðvist
í húsum í grennd við götuna muni
versna ef ekkert verður að gert.
Hlj óðvistaraðgerðir
í þeim tillögum sem nú liggja
fyrir er að sögn Jóhannesar miðað
við aðgerðir til að bæta hljóðvistar-
mál og er unnið með það í huga að
hávaði við útvegg húsa fari ekki
yfir 55 desibel, eins og skylt er lög-
um samkvæmt.
Hann sagði að fallið hefði verið
frá ofanbyggðarvegi þar sem Hafn-
fírðingar hefðu ekki möguleika á
þriðju stofnbrautinni inn í bæinn.
Sú braut þyrfti að liggja um
Garðabæ og það sveitarfélag hafn-
aði þeirri framkvæmd, auk þess sem
sérfræðingar væru sannfærðir um
að meginþungi umferðarinnar
mundi alltaf vera um Reykjanes-
braut frekar en ofanbyggðarveg.
Reykjanesbrautin er þjóðvegur
og Vegagerðin er veghaldari. Krist-
inn Magnússon, bæjarverkfræðing-
ur í Hafnarfirði, segir að hugmynd-
in á þeim uppdrætti sem fyrir liggur
sé fram komin að frumkvæði Vega-
gerðarinnar og hún sé enn á frum-
hönnunarstigi.
Nýtt aðalskipulag Hafnarparðar
er nú auglýst og gefst færi á að
gera athugasemdir við skipulagstil-
lögurnar til 11. þessa mánaðar.
Eftir að Hafnaríjarðarbær hefur
tekið afstöðu til athugasemdanna
verður skipulagið sent Skipulags-
stjórn ríkisins og umhverfisráðherra
sem þurfa að fjalla um málið áður
en aðalskipulagið fær staðfestingu.
Mat á umhverfísáhrifum fer hins
vegar ekki fram fyrr en að sam-
þykktu aðaiskipulagi og þegar að
ákvörðun um framkvæmdir kemur.
Melmi ehf. leitar hlutafjár erlendis
Leit að gnlli á 10
svæðum í sumar
Sólheimar I Grímsnesi fá alþjóðlega vottun
Morgunblaðið/Sig. Fannar.
GUÐMUNDUR Árni Pétursson, forstöðumaður atvinnumála á
Sólheimum, fyrir utan Listhúsið þar sem hægt er að nálgast
framleiðslu fyrirtækjanna á Sólheimum.
MELMI ehf. hyggst leita að gulli
á tíu svæðum á Islandi næsta sum-
ar og eru þegar hafnar viðræður
við kanadíska og norræna aðila
um þátttöku í verkefninu. Bjarni
Bjarnason, stjórnarformaður
Melmis, segir að reiknað sé með
því að leita að gulli á þessu ári
fyrir á bilinu 100 til 200 milljónir
króna.
Fimm til tíu manns
vinna við leitina
Bjarni sagði að veturinn hefði
að mestu farið í það að undirbúa
leit næsta sumars og afla fjár til
þess. „Við erum með tíu stór svæði
ÍSLENSK
DAGSKRÁ!
Dagsljós
Fiðlusnillingur frá Litháen og
Ómar á faraldsfæti.
SJÓNVARPIÐ
Tónlistarkvöld Utvarpsins
Leiðsla eftir Jón Nordal í
flutningi Sinfóníuhljómsveitar
ísiands.
RÁS 1
Dægurmálaútvarpió
Ef málið er á dagskrá er það
rætt í dægurmálaútvarðinu.
RÁS 2
rifii
RÍKISLJWARPIÐ
sem leitarleyfi tekur til. Við mun-
um leita á þeim öllum að meira
eða minna leyti og hefjumst handa
þegar frost fer úr jörðu,“ sagði
Bjarni.
Hann sagði að á bilinu fimm til
tíu manns myndu vinna við leitina
þegar mest yrði. Leitað verður með
jarðefnafræðilegum aðferðum,
sýnatöku, jarðfræðikortlagningu
og fleiru. Byijað er með ódýrum
aðferðum á stórum svæðum og þar
sem vísbendingar finnast eru svæði
minnkuð og dýrari aðferðum beitt.
Lokaaðferðin er borun en hún fer
ekki fram nema mjög góðar vís-
bendingar finnist.
Sterkar
vísbendingar
„Á árunum 1991 til 1993 var
leitað á mjög stórum svæðum með
mikilli yfirborðssýnatöku. Sterkar
vísbendingar komu fram á nokkr-
um stöðum. Við munum meðal
annars rekja þær áfram. Eina
svæðið sem við höfum skoðað
vandlega er Þormóðsdalur og þar
er styrkur gulls nægur til vinnslu
en við höfum ekki fundið nógu
mikið magn af bergi sem inniheld-
ur þennan styrk,“ sagði Bjarni.
Hann segir að verið sé að und-
irbúa hlutafjársöfnun erlendis.
Viðbrögð hafi verið mjög góð. „Að
sjálfsögðu stefnum við að sem
mestu hlutafé. Við teljum hins veg-
ar raunhæft núna að safna
100-200 milljónum króna. Ef nið-
urstöður sumarsins verða mjög
góðar er það verkefnið sjálft sem
tekur völdin og þá verður ekkert
vandamál að afla fjár. Þetta er
fullkomin áhættufjárfesting og við
kynnum verkefnið aldrei öðruvísi,"
sagði Bjarni.
Sjálfbært
og vistrænt
byggða-
hverfi
Selfossi - Morgunblaðið.
SÓLHEIMAR í Grímsnesi fengu
í gær þá alþjóðaviðurkenningu
að vera valdir í hóp 14 sjálf-
bærra og vistrænna byggða-
hverfa í heiminum. Þessi byggða-
hverfi mynda með sér samtök
sem nefnast „Global Eco-Village
Network".
Eco-village er alþjóðleg hreyf-
ing sem byggir upp samfélög sem
eiga að vera fordæmi fyrir aðra
byggðarkjarna. Þar spila saman
umhverfismál, félagsmál og and-
leg sjónarmið. Íbúar Eco-village
byggðarkjarna stunda sjálfbæra
þróun sem fullnægir þörfum íbúa
án þess að rýra möguleika kom-
andi kynslóða.
Viðurkenning
fyrir ísland
Pétur Sveinbjarnarson, stjórn-
arformaður Sólheima, segir
þessa viðurkenningu geta haft
margvíslega þýðingu fyrir Sól-
heima, en í fyrsta lagi sé þetta
skemmtileg viðurkenning fyrir
ísland.
„Það er búist við að þetta
muni hafa þau áhrif að það verði
mjög gestkvæmt í náinni framtíð
á Sólheimum, og þetta þýðir að
við tökum á okkur ýmsar skyldur
til að vera til fyrirmyndar í um-
hverfismálum. Hugmyndin á bak
við þessi alþjóðasamtök er að það
sé til staðar eitt eða fleiri
byggðahverfi í hveiju landi sem
geti verið fyrirmynd í upphafi
næstu aldar að góðu bæjarfélagi
í umhverfismálum," sagði Pétur.
Á Sólheimum hófst skipulagt
starf að ummönnun fatlaðra á
íslandi og eru Sólheimar fyrsta
samfélag sinnar tegundar í heim-
inum þar sem fatlaðir og „ófatl-
aðir“ lifa saman eðlilegu lífi og
þess vegna hafa Sólheimar já-
kvæða sérstöðu á meðal þessara
samfélaga.
Framleiðsluhættir
Með vistfélagi er lögð áhersla
á að virða náttúruna, unnið er
með náttúrunni en ekki gegn
henni. Leitað er leiða til þess að
raska ekki jafnvægi vistkerfis-
ins. Á Sólheimum eru endurunn-
in 60% af öllu sem þar er notað
í daglegu lífi. Sem dæmi um það
sem nýtt er til endurvinnslu
verða matarleifar að áburði til
lífrænnar ræktunar. Kertastub-
bar og vax er notað í kertafram-
leiðslu. Úr sængurfötum og efn-
isafgöngum eru framleiddar
gólfmottur. Reynslan á Sólheim-
um er mikil í lífrænni frma-
leiðslu enda hefur hún verið
stunduð þar í áratugi og í vistfé-
laginu er þekking kynslóðanna
virt og metin.
í vistfélagi er byggt á litlum
en vel skipulögðum framleiðslu-
einingum þar sem lögð er áhersla
á nýtingu mannafla fremur en
vélvæðingu. Á Sólheimum eru
sjálfstætt starfandi fyrirtæki
sem öll framleiða vistvænar vör-
ur. Þar er Iistasmiðja, kertagerð,
skógræktarstöðin Olur, garð-
yrkustöðin Sunna, verslunin Vala
og listhús Sólheima þar sem
hægt er að kaupa framleiðslu-
vörur listasmiðjunnar og kerta-
gerðarinnar. Markmiðið er að
reka sjálstæð fyrirtæki sem eiga
að skila hagnaði og veita íbúum
samfélagsins atvinnu. Það nýj-
asta í atvinnumálum Sólheima
er gistiheimilið Brekkukot sem
tekur á móti hópum og gestum
í gistingu. Brekkukot er hentugt
fyrir fundi og ráðstefnur en þar
er lögð áhersla á græna ferða-
mennsku, sem er nú að ryðja ser
til rúms.