Morgunblaðið - 03.04.1997, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 03.04.1997, Qupperneq 8
8 FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÞÉReruorðinvinsælastaplokkfiskefniþjóðarinnarherra . . . Ný gjaldskrá fyrir símaþjónustu í samkeppni Stofngjöld farsíma lækka NÝ gjaldskrá og reglur fyrir síma- þjónustu í samkeppni tóku gildi í fyrradag. Meðal breytinga í gjald- skránni er lækkun stofngjalda í báðum farsímakerfunum. Stofngjald farsíma í NMT-kerf- inu lækkar um 57% eða úr 11.691 kr. í 4.980. Stofngjald í GSM-kerf- inu lækkar úr 4.358 í 2.490 eða um 43%. Þá lækkar viðtökugjald í NMT-kerfínu um 62% og gjald fyr- ir númeraskipti í GSM-kerfínu um 46%, samkvæmt fréttatilkynningu frá Pósti og síma hf. Meðal nýjunga í NMT-kerfinu má nefna svokallaðan NMT-dúett, sem felst í því að mögulegt er að hafa tvo síma á sama númeri. Það getur t.d. komið sér vel fyrir þá sem þurfa á handsíma að halda auk stærri NMT-síma sem oft er hafður fastur í bíl eða báti. Einnig verður sú breyting á að framvegis þurfa eigendur NMT-síma að sækja sér- staklega um númeraleynd, vilji þeir ekki að númer þeirra sjáist á skjá þeirra sem eru með númerabirti. Símbréf og tölvugögn send frá ferðatölvu gegnum GSM-síma I GSM-kerfínu verður nú hægt að fá læsingu á símann til útlanda og í símatorg, unnt verður að senda símbréf og tölvugögn frá PC-ferða- tölvu gegnum GSM-símann og allt að sex notendur geta nú tengst í hópsímtali. Þá verður hægt að senda svokölluð smáskilaboð, SMS, allt að 160 stafí eða tákn að lengd, úr einum GSM-síma yfir í annan. Opið er fyrir viðtöku smáskilaboða í öll GSM-númer en þeir sem vilja senda boð verða að sækja sérstak- lega um þá þjónustu. Sumir eldri GSM-símar geta þó ekki tekið við smáskilaboðum. í háhraðaneti Pósts og síma hf. er nú boðið upp á vistun heimasíðu og þeir sem tengdir eru gagnahólfi geta nú sent tölvupóst um Inmars- at-gervihnött, en það getur t.d. komið sér vel fyrir útgerðir og sjó- menn, segir ennfremur í fréttatil- kynningunni. Riðuveiki staðfest á Brú á Jökuldal „Framlag S-L til aukins kaupmáttar“ HELGI Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Samvinnuferða- Landssýnar, segir að fyrirtækið vilji leggja sitt af mörkum til að auka kaupmáttinn og fagna stöð- ugleika sem framundan er á vinnumarkaði með því að lækka verð á sólarlandaferðum um 4,7% fram til 20. maí. Hann segir að tilboðið sé til hluthafa ferðaskrif- stofunnar, sem eru öll launþega- samtök landsins. Fyrir 10. mars hafi verið sér- stök kjör í boði en í ljós kom að margir treystu sér ekki til þess að festa sér ferð vegna óvissunnar sem var á vinnumarkaði. Helgi sagði að þeir sem hefðu keypt sólarlandaferð eftir að til- boðið rann út 10. mars myndu einnig njóta þessa 4,7% afsláttar. Afslátturinn þýddi um 10 þúsund krónur ef reiknað væri með þriggja vikna ferð fjögurra manna fjölskyldu sem kostaði u.þ.b. 200 þúsund krónur. Vaðbrekka, Jökuldal. RIÐUVEIKI staðfestist í fjárstofnin- um á Brú II nú fyrir páskana. Bænd- umir á Brú II, Stefán Halldórsson og Sigríður Ragnarsóttir, tóku eftir því uppúr áramótum að ein ærin í fjárstofninum fór að sýna einkenni um riðuveiki. Einkennin ágerðust síð- an og undir lok góu var kallaður til dýralæknir er fargaði ánni og tók úr henni venjuleg sýni. Það var síðan undir páska sem niðurstöður úr sýn- unum komu fram og reyndust þær vera jákvæðar. Það er mikið áfall að fá riðuveiki staðfesta í fjárstofni sínum því skera verður alian stofninn á næstu dögum TVEIR ungir menn voru teknir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut, rétt innan við Voga, á níunda tíman- um á þriðjudagskvöld. Að sögn lögreglu í Keflavík virtist sem þeir hefðu verið að reyna með og urða hann, alls tæpar 300 vetrar- fóðraðar kindur. Auk þess sem þetta er í annað skiptið er riðuveiki kemur upp á Brú, en riða var staðfest á Brú árið 1978 og allt fé skorið niður það haust. Var það í fyrsta skipti sem sýktur fjár- stofn var skorinn niður hér á landi og markaði sá niðurskurður upphaf að markvissri baráttu gegn riðuveiki í landinu. Það er því mikið áfall að fá riðuveikina upp aftur á Brú nítján árum seinna. Tvö býli eru á Brú og verður að öllum líkindum skorið niður á hinu býlinu næsta haust en þar eru 260 vetrarfóðraðar kindur. sér í kappakstri og óku þeir báðir á um 150 km hraða. Piltamir voru fluttir á lögreglu- stöðina í Kefiavík og sviptir ökuleyfí en ökuskírteini yngri mannsins var aðeins tæplega tveggja vikna gamalt. Teknir á 150 km hraða Vímuefni og unga fólkið Fordæmi full- orðinna skiptir mestu máli MOTTAHED segist vera mjög hrifinn af ísiandi en hann viti að hér á landi séu mörg dæmi um að börn, alveg niður í ellefu ára gömul, séu háð áfengi og jafnvel enn öflugri vímuefnum. Þetta sé uggvænlegt og hann vilji leggja hönd á plóginn við að ráða bót á vanda af þessu tagi sem þekkist um allan heim. Mestu skipti að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða og koma í veg fyrir að fólk ánetjist efnunum. - Hvernig ber að sporna við vímuefnanotkun hjá ungu fólki? „Sérhvert samfélag ætti að grípa inn eins snemma og hægt er. Foreldrarnir þurfa að vera þátttakend- ur. Ef þeir verða sjálfir gott fordæmi og nota ekki áfengi á heimilinu er miklu síður hætta á að barnið verði áfengissjúkt síð- ar á ævinni. Barnið iærir jafn- framt um hættuna af efninu." - Afengi er og hefur lengi ver- ið hluti af vestrænni menningu. Mælirðu með vínbanni? „Ekki banni sem stjórnvöld setja heldur banni sem menn ákveða hver fyrir sig, ákvörðunin á að vera meðvituð. Ég get ekki ímyndað mér að nokkur menning geti byggst á eitri; áfengi og fíkniefni eru vissu- lega eitur. Þetta er eitur sem veld- ur miklu tjóni á líkamanum og andlegri heilsu, einnig efnahags- legum skaða. Við verðum að huga vel að þessu. Það er ekki til nein hófleg neysla á áfengi eða fíkni- efnum.“ - Áttu við að hófdrykkja sé ekki til? „Mjög sjaldan. Það er til fólk sem drekkur í hófí en fiestir sem segjast kunna sér hóf í þessum efnum gera það ekki í reynd. Sum- ir drekka eitt eða tvö glös af létt- víni heima hjá sér en verði þetta að daglegri venju líður þeim illa ef þeir fá ekki skammtinn sinn. Þeir fá fráhvarfseinkenni. Þegar fólk drekkur of mikið kemur það illa niður á fjöiskyld- unni, vinnunni, margir lenda í bíl- slysum, oft kennir fólki áfengi eða eiturlyfjum um þegar það fremur glæpi. Það er hægt að koma í veg fyrir þetta allt með því að neyta ekki þessara efna.“ - Tölulegar upplýsingar um þessi mál benda ekki til þess að meirihluti þeirra sem nota áfengi misnoti það, er það? „Ég fullyrði það ekki en skýrslur sýna að unga fólkið um allan heim notar í æ ríkari mæli tóbak, áfengi og, þegar frá líður, hass, heróín og kókaín. Þótt ekki verði nema tíundi hlutinn af öllu unga fólkinu ykkar þessum efnum að bráð er tjónið gríðarlegt. Skatt- greiðendur verða að borga fyrir aðstoðina sem þarf að veita sjúkl- ingunum og bæta það tjón sem verður af slysum og glæpum er tengjast notkun áfengis og eitur- lyfja. Enginn getur bætt þá sem láta lífíð." - Stundum er bent á að öli misnotkun sé samfélaginu dýr, hvort sem það er ofnotkun áfeng- is, sykurs eða fitu. „Það er alveg rétt en áfengið ► Bandaríski læknirinn dr. Iraj Mottahed hefur starfað við meðferð áfengissjúklinga og er mikill áhugamaður um vímu- efnavarnir en hann er nú í ann- að sinn staddur hér á landi. Liðsmenn bahá’í-samfélagsins í Reykjanesbæ fengu hann til að ávarpa þar fund um þessi vandamál nú í vikunni þar sem einnig átti að ræða um verkefn- ið Vímulaus valkostur. Hann telur mikilvægt að foreldrar séu börnum sínum gott fordæmi þegar notkun vímuefna er á dagskrá og vill að enginn undir 21 árs aldri fái að kaupa tóbak eða áfengi í verslunum. Mottahed er búsettur í borg- inni New Bedford, skammt frá Boston í Massachusetts. Hann er 65 ára gamall, kvæntur og á tvær dætur. er sérstaklega slæmt vegna þess að fólk ánetjast því og það veldur ásamt eiturlyfjum hvers kyns glæpum, unga fólkoð stelur til að fá peninga fyrir efninu og margir leiðast út í vændi. Það þarf að útskýra málin, fræða unga fólkið. Mitt hlutverk er að lækna þá sem eru sjúkir. Stjórnvöld verða að tryggja að skaðleg efni geti ekki lent í hönd- unum á ungu fólki og þá á ég við fólk undir 21 árs aldri. í allri auð- mýkt fer ég fram á að opinberir aðilar banni stranglega að fíkni- efni af hvaða tagi sem er, einnig áfengi og tóbak, verði seld fólki undir 21 árs aldri. í stuttu máli sagt, ég mæli með fræðslu og takmörkuðum að- gangi að þessum efn- um, að minnsta kosti fyrir þá sem ekki eru enn komnir með góða dómgreind, vita ekki hvað er gott og hvað slæmt fyrir líkamann, sálina og pyngjuna." - Ungt fólk hér á landi kaupir nú þegar heimabrugg á svarta- markaði vegna þess að það er svo ódýrt. Yrði hægt að framfylgja svona lögum? „Það er hlutverk stjórnvalda, ég veit ekki hvernig þau eiga að gera það. En sölumennirnir ættu líka að huga að því sem þeirra eigin samviska býður þeim. Ég tei að aðgerðir af þessu tagi myndu draga mjög úr notkuninni, reynsl- an af þeim í Bandaríkjunum bend- ir eindregið til þess.“ Mjög fáir eru hófdrykkju- menn í reynd

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.