Morgunblaðið - 03.04.1997, Page 10
10 FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Lyfjaþróun hf. þróar aðferð við slímhimnubólusetningu
Samið við eitt stærsta lyfja-
fyrirtæki Bandaríkjanna
LYFJAÞRÓUN hf. hefur gert samning við eitt
stærsta lyfjafyrirtæki Bandaríkjanna, Wyeth-
Lederle. Fyrirtækið er hluti af fyrirtækjasam-
steypunni American Home Products sem er tí-
undi stærsti lyfjaframleiðandi í heimi. Samning-
urinn veitir bandaríska fyrirtækinu rétt til þess
að þróa og framleiða bóluefni í formi nefúða á
grundvelli einkaleyfis sem Lyfjaþróun hefur
fengið á rannsóknum sínum.
Þór Sigþórsson, stjómarformaður Lyfjaþróun-
ar, segir að fyrirtækið hafi þróað þessa tækni
frá árinu 1991. Framkvæmdar hafa verið dýratil-
raunir og gerðar tilraunir með tvær tegundir
bóluefna í mönnum, þ.e. við barnaveiki og stíf-
krampa, og niðurstöður hafa verið góðar.
Náttúruleg smitleið notuð
Samningurinn við Wyeth-Lederle kveður á um
þróunarsamstarf sem fer að hluta til fram á
Islandi undir stjórn Sveinbjörns Gizurarsonar,
dósents í lyfjafræði lyfsala í Háskóla íslands,
og að hluta til í rannsóknar- og þróunarstofnun
Wyeth-Lederle í Rochester í Bandaríkjunum.
Markmiðið er að þróa bóluefni í nýju lyfja-
formi, þ.e. nefúða, í stað sprautu við ýmsum
smitsjúkdómum.
Þessi aðferð er nefnd slímhimnubólusetning
og fer þannig fram að blöndu af bóluefni ásamt
hjálparefnum er úðað upp í nefíð. Hjálparefnið
ræsir ónæmiskerfi líkamans. Kostir þessarar
aðferðar eru annars vegar þeir að viðbrögð
ónæmiskerfisins verða mun skjótari þar sem
verið er að bólusetja eftir náttúrulegri smitleið
og hins vegar er engin hætta á sýkingu sem
fylgir sprautum, ekki síst í vanþróuðum löndum.
Þór segir að mikið þróunarstarf sé framundan
til þess að þróa endanlegt bóluefni. Ljóst sé að
verkefnið sé mjög stórt og það sé ástæðan fyrir
því að leitað sé samstarfs við öflugan aðila.
Meðalkostnaður við þróun á nýju lyfjaefni er
um 17 milljarðar króna. Þór segir að ljóst sé
að kostnaður við verkefnið verði mjög mikill.
Þór segir að þessi áfangi sé geysilega mikils-
verður fyrir eigendur Lyijaþróunar. Búið sé að
finna öflugan samstarfsaðila til þess að halda
starfinu áfram og fjármuni til þess. Þegar lyfið
komi á markað muni það skila miklum tekjum
til Lyfjaþróunar í formi nytjaleyfisgreiðslna.
Verkefnið var styrkt af Rannsóknarráði íslands.
Lyfjaþróun er í eigu nokkurra fyrirtækja en
er að stærstum hluta í eigu Lyfjaverslunar ís-
lands hf. og Lýsis hf. Aðrir eigendur eru Tækni-
þróun hf., Lyf hf., Steinar Waage og Sveinbjörn
Gizurarson.
Rannsóknir Háskólans á jurtaseyði Ævars Jóhannessonar
ÆVAR Jóhannesson við pottana sína þar sem hann sýður lúpínuseyðið.
Gengur
allt í hag-
inní
Blackpool
Blackpool. Morgunblaðið.
SJÖ íslensk pör voru skráð í
keppni á mánudag í cha-cha-
cha í flokki 11 ára og yngri
og komust þau öll í 2. umferð.
Þtjú pör fóru áfram í 3. um-
ferð og tvö pör komust í 24
para úrslit. Annað þeirra fór
alla leið í úrslit og stóðu íslend-
ingarnir uppi sem sigurvegarar
í lokin. Þetta voru þau Davíð
Gill Jónsson og Halldóra Sif
Halldórsdóttir.
í flokki 12 ára og eldri
kepptu 25 íslensk pör í Vínarv-
alsi. 14 þeirra komust í 2.
umferð og eitt fór alla leið í
úrslit og enduðu þau í 5. sæti
en það voru þau Benedikt Ein-
arsson og Berglind Ingvars-
dóttir.
A þriðjudag kepptu 11 ára
og yngri í standarddönsum og
komust fjögur íslensk pör í 2.
umferð og eitt alla leið í úrslit
og gerðu þau sér lítið fyrir og
sigruðu en þetta voru þau
Davíð Gill Jónsson og Halldóra
Sif Halldórsdóttir. Þau sigruðu
síðan í jæv í gærkvöldi.
12-15 ára kepptu í samba
og komust 21 íslenskt par í
2. umferð, 10 í 3. umferð, 7 I
4. umferð og 4 í 24 para úr-
slit. Eitt þeirra, þau Benedikt
Einarsson og Berglind Ing-
varsdóttir lentu í öðru sæti.
Einnig fór fram landakeppni
og hafnaði ísland í 4. sæti.
Boðið var upp á keppni fyrir
12-13 ára í cha-cha-cha og
rúmbu og gekk íslensku pör-
unum ágætlega þó ekkert par
hafí komist í úrslit.
„NIÐURSTÖÐUR nýlegra rann-
sókna hjá Raunvísindastofnun
Háskóla íslands, sem hafa sýnt
fram á að lúpínurót hefur jákvæð
áhrif á ónæmiskerfið, eru í raun
staðfesting á því sem okkur hefur
lengi grunað og er það vissulega
ánægjulegt,“ segir Ævar Jóhann-
esson tækjafræðingur, en hann
hefur unnið að því í tómstundum
sínum í um átta ár að sjóða saman
jurtaseyði með rót af alaskalúp-
inu sem aðaluppistöðu og gefa
það sjúkum. Rannsóknir Raunvis-
indastofnunar hafa sýnt fram á
að fjölsykrur sem eru i lúpinurót
valda marktækri ónæmissvörun
og örva ónæmiskerfið, en einnig
að jurtaseyði Ævars örvi bein-
merginn. I samtali við Morgun-
blaðið vill Ævar hins vegar hafa
varann á og segir að áhrif Iúpínu-
rótar á ónæmiskerfið verði að
Staðfesta
lækninga-
mátt lúpínu
rannsaka mjög vel áður en hægt
verði að fullyrða lækningamátt
hennar með vissu.
Sýður um 60 til 120 lítra af
jurtaseyði á dag
Að sögn Ævars er mikil eftir-
spurn eftir jurtaseyðinu og sýður
hann um 60 til 120 lítra á dag.
Hann er ekki með nákvæma tölu
yfir þá sjúklinga sem fái reglu-
lega hjá honum jurtaseyði en
sennilega skipti þeir hundruðum.
Þeir séu flestir krabbameinssjúkl-
ingar og drekki um 250 ml á dag.
„Sjúklingarnir koma vikulega til
að ná í flösku, því jurtaseyðið
geymist ekki vel,“ segir hann. „Það
hefur reynst því fólki vel sem hef-
ur drukkið það reglulega og
krabbameinssjúklingar segjast
þola lyfjameðferð betur drekki
þeir seyðið samhliða henni," segir
hann.
Ævar hefur aldrei krafíst
greiðslu fyrir jurtaseyðið og segist
hann hafa ákveðið það strax I upp-
hafi. „Hefði ég byrjað á þvi að taka
eitthvað fyrir seyðið, hefði verið
litið á þetta sem hvert annað gróða-
fyrirtæki og margir orðið á móti
mér og reynt að gera mér erfítt
fyrir. Og þá hefði ég aldrei komist
neitt áleiðis með að sýna fram á
Iækningamátt jurtaseyðisins," seg-
ir hann að síðustu.
Mál Sophiu Hansen fær mikla umfjöllun í tyrkneskum fjölmiðlum
„Erfitt að fara
út á götu“
„ÞAÐ er orðið mjög erfítt fyrir
mig að fara út á götu hér í Istanb-
úl, því að alls staðar er fólk sem
vill lýsa yfír samúð sinni og stuðn-
ingi við mig,“ sagði Sophia Hansen
í samtali við Morgunblaðið í gær.
Mikið er fjallað um mál hennar í
tyrkneskum fjölmiðlum þessa dag-
ana og nú síðast var sýndur þáttur
í gærmorgun á sjónvarpsstöðinni
ATV, þar sem rætt var við Sophiu
og barnasálfræðing, auk áhorf-
enda í sal.
Samkvæmt áhorfskönnunum
fýlgjast um 35 milljónir áhorfenda
með þættinum, sem sendur er út
kl. hálftíu að morgni, og er aðal-
markhópur hans heimavinnandi
húsmæður. Því kom það stjórnanda
þáttarins mjög á óvart hversu
margir karlmenn hringdu til stöðv-
arinnar að þættinum loknum til
þess að lýsa yfir stuðningi við
málstað Sophiu.
Sophia kom fram öðru sinni í
þættinum Arena sl. fimmtudag
en sá þáttur var m.a. tekinn upp
á heimili hennar í Istanbúl og á
tröppum heimilis Halims A1 og
dætra þeirra, Dagbjartar Vesile
og Rúnu Aysegiil, þar sem Sop-
hia gerði árangurslausa tilraun
til að neyta umgengnisréttar síns.
Þá var viðtal við Halim A1 í þætti
á sjónvarpsstöðinni Kanal 7 á
föstudaginn langa, þar sem hann
mætti gagnrýni frá heittrúarmú-
slimum. Þar kom m.a. fram að
hvergi í Kóraninum segði að rétt-
lætanlegt væri að aðskilja móður
og börn.
Sophia sagði marga vegfarend-
ur hafa stöðvað sig úti á götu sið-
ustu daga.
„Sumir segjast hreinlega
skammast sín fyrir að vera Tyrkir
því að þeim fínnst svo hræðilegt
hvernig búið er að koma fram við
börnin og mig. Þeir segja að tyrkn-
eska þjóðin sé ekki öll svona, þetta
mál sé undantekning," sagði
Sophia.
Fríverslun
við Fær-
eyjar og
Grænland
LÖGÐ hefur verið fram á Alþingi j
þingsályktunartillaga um að gerður
verði fríverslunarsamningur við
Færeyjar og Grænland.
Flutningsmennirnir, sem eru
fimm þingmenn Sjálfstæðisflokks,
Þingflokks jafnaðarmanna, Fram-
sóknarflokks og Alþýðubandalags,
benda á að ef gerður yrði samsvar-
andi fríverslunarsamningur og til
dæmis hefur verið gerður við ýmis
ríki Austur-Evrópu og Miðjarðar- |
hafssvæðisins, mætti flytja inn físk |
frá löndunum tveimur og selja hann
á markaði á Evrópska efnahags-
svæðinu, rétt eins og hann væri frá
íslandi.
Einnig telja þeir að möguleikar
séu á útflutningi matvæla til Fær-
eyja og Grænlands. Þeir benda á
að fyrir nokkrum árum hafi skap-
ast möguleikar á útflutningi mjólk- (
ur til Færeyja, en að tækifærið
hafi ekki nýst vegna þess að ekki 1
hafi náðst gagnkvæmir samningar )
um verslun með slíkar vörur.
♦ ♦ ♦-----
Enn í mikilli
hættu
FJÖLSKYLDAN sem slasaðist F
mjög alvarlega í hörðum árekstri á ,
Reykjanesbraut á mánudagskvöld v
liggur enn á gjörgæsludeild Sjúkra-
húss Reykjavíkur.
Um er að ræða hjón og bam
þeirra á sjötta aldursári og er líðan
þeirra óbreytt frá því slysið átti sér
stað, samkvæmt upplýsingum frá
sjúkrahúsinu. Þau hafa verið í lífs-
hættu.
I
I
>
Andlát
ETHEL
WIKLUND \
FRÚ Ethel Wiklund, fyrrverandi •
sendiherra Svía á íslandi, andaðist
á heimili sínu í Svíþjóð 19. mars
sl., 66 ára að aldri.
Hún var fædd 24. október 1930
í Kalmar í Smálöndum. Hún lauk
lögfræðiprófí frá Uppsalaháskóla
árið 1955 og að því búnu hófst fer-
ill hennar hjá utanríkisþjónustu
Svíþjóðar.
Ethel var sendiherra Svía á Is- p
landi á árunum 1978-1983. Hún t
var fyrsta konan sem tók við slíku 9
starfi í utanríkisþjónustu Svía sem
embættismaður en ekki pólitískur
fulltrúi. Áður hafði hún starfað í
ýmsum löndum á vegum utanríkis-
þjónustunnar, m.a. í París, Kaup-
mannahöfn, Gaborone í Botswana-
landi og í Lissabon.
Eiginmaður Ethel var Oscar Wik- L
lund verkfræðingur sem lést árið
1985. I'
Útför Ethel Wiklund fer fram frá m
Rácksta kyrka í Stokkhólmi 11-
apríl kl. 12.45. j