Morgunblaðið - 03.04.1997, Side 12
12 FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Þingsályktunartillaga sem miðar að auknum sparnaði
Starfsfólk sparí fyrir
hlut í fyrirtækjunum
FJÓRIR þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins hafa lagt fram þingá-
lyktunartillögu um að sett verði
lög er hafi það að markmiði að
efla sparnað og auðvelda almenn-
ingi að eignast hlut í atvinnu-
rekstri. Þessu markmiði verði náð
með því að bjóða starfsfólki fyrir-
tækja, sem skráð eru á hlutabréfa-
markaði eða hafa verið einka-
vædd, að stofna sérstaka sparnað-
arreikninga með hæstu ávöxtun
hjá viðskiptabanka fyrirtækjanna.
Föst fjárhæð af launum þeirra
yrði lögð á reikninginn. Að loknum
binditíma, þremur til sjö árum,
öðlist starfsmennirnir rétt á að
nýta sér féð til að kaupa hlutafé
í fyrirtækinu á því gengi sem var
á hlutabréfunum þegar sparnaðar-
tíminn hófst. Vilji starfsmaður
ekki nýta sparnaðinn til hlutafjár-
kaupa verði honum frjálst að verja
fénu til annars.
Flutningsmenn tillögunnar eru
Einar K. Guðfinnsson, Tómas Ingi
Olrich, Pétur H. Blöndal og Einar
Oddur Kristjánsson. I greinargerð
þeirra með tillögunni segir m.a.,
að þróun síðustu ára, þar sem ein-
staklingar hafi í vaxandi mæli
keypt hlutabréf, sé afar æskileg.
Vaxandi eignaraðild almennings í
fyrirtækjum veiti stjórnendum að-
hald og krafan um upplýsingar
aukist.
Góðæri skilar til almennings
Vitnað er til reynslu Breta, þar
sem einkavæðing stórra ríkisfyrir-
tækja hafi opnað fólki leið til þátt-
töku í atvinnulífinu með þessum
hætti. Bent er á, að með auknu
hlutafé batni fjárhagur fyrirtækj-
anna, enda sé hægt að nýta það
til að greiða niður skuldir eða efla
fyrirtækið á annan máta. Þá verði
eignadreifing meiri, sem sé ekki
síst æskileg í stórum fyrirtækjum
með markaðsráðandi stöðu og
jafnframt aukist sparnaður í þjóð-
félaginu, en mikil þörf sé á því
hér á landi. í lok greinargerðarinn-
ar benda flutningsmenn tillögunn-
ar á, að ef almenningur eignist
hlut í atvinnulífinu fái fólk tæki-
færi tii að fá beinan arð af fyrir-
tækjunum þegar vel gangi. Þannig
muni góðæri í atvinnulífinu skila
sér til almennings.
Yiðlegu-
bryggja á
Bakkafirði
Bakkafirði. Morgunblaðið.
UNNIÐ er nú að tengingu viðlegu-
bryggju á Bakkafirði og lengist
hún úr 20 metrum í 40 metra en
fyrir eru flotbryggja og 20 metra
löndunarbryggja.
Heildarkostnaðaráætlun við-
legubryggjunnar var upp á 5 millj.
kr. Fram fór lokað útboð þar sem
fjórum aðilum voru send útboðs-
gögn og voru öll tilboðin hærri en
kostnaðaráætlunin. Þar af leiðandi
var þeim öllum hafnað, að sögn
Steinars Hilmarssonar, oddvita og
samið við Guðlaug Einarsson,
skipasmið, um verkið fyrir 2,6
millj. kr. í samtali við Guðlaug
Einarsson kom fram að áætlaður
byggingartími væri 14 vinnudagar
fyrir fjóra starfsmenn og að verk-
ið væri á áætlun. Nýja viðlegu-
bryggjan er úr furu og er ekki
ætluð fyrir meiri öxulþyngd en 2,5
tonn. Þetta verður til mikilla bóta
í höfninni þar sem þrengsli eru oft
mjög mikil því hér er oft mikill
fjöldi aðkomubáta.
Ritstjóri
Mannlífs
kærður til
siðanefndar
PÁLMI Jónasson blaðamaður hef-
ur kært Hrafn Jökulsson ritstjóra
til siðanefndar Blaðamannafélags
íslands vegna úttektar í tímaritinu
Mannlífi um Franklín Steiner.
Segir Pálmi í kærubréfi, að
hann hafi verið fenginn til að
skrifa úttektina sem hafi átt að
vera unnin í nánu samstarfi við
Hrafn sem er ritstjóri Mannlífs.
Ritstjórinn hafi búið úttektina í
endanlegan búning og kosið að
eigna sér alla vinnuna, bæði í tíma-
ritinu sjálfu og allri þeirri umfjöll-
un sem fylgdi. Pálmi segist hins
vegar hafa látið Hrafni í té öll
meginatriði úttektarinnar og styð-
ur það gögnum.
IpBÁKKWj m>uR -|
HHB mH j
UNNIÐ við viðlegubryggjuna á Bakkafirði.
Morgunbiaðið/Áki Guðmundsson
Mótmæli Hanes-hjóna fyrir héraðsdóm í næstu viku
Sljórnvökl bíða úrskurðar
ÞESS er að vænta að mótmæli
Hanes-hjónanna við framsalskröfu
á hendur þeim verði tekin fyrir hjá
Héraðsdómi Reykjavíkur í næstu
viku. Stefán Eiríksson, lögfræðing-
ur hjá dómsmálaráðuneytinu,
kveðst ekki eiga von á að íslensk
stjórnvöld grípi til sérstakra að-
HÁG
Skrifstofustólar
LOKSINS
Á ÍSLANDI
Til framtiðar litið
EG Skrifstofubúnaður chf
Ármúli 20 Sími 533 5900
gerða þangað til úrskurður dóms-
ins liggur fyrir.
Hjónin lögðu fram hjá RLR yfir-
lýsingu þess efnis á þriðjudag að
þau væru tilbúin að fara til Banda-
ríkjanna af fúsum og fijálsum vilja,
verði handtökuskipun á hendur
þeim felld niður. Heita þau því að
gefa sig fram við yfirvöld í Ariz-
ona-ríki.
Snýr að bandarískum
stjórnvöldum
Stefán kveðst telja þessa beiðni
snúa nær einvörðungu að banda-
rískum stjórnvöldum. „Að okkur
beinist krafa bandarískra stjórn-
valda um framsal og við mátum
það svo að ekki væri ástæða til
að hafna henni að svo stöddu og
sendum hana því ríkissaksóknara
til meðhöndlunar. Þótt svo við féll-
um frá því að samþykkja kröfu um
framsal myndi það litlu breyta um
handtökuskipun á hendur Hanes-
hjónunum í Bandaríkjunum.
Við munum þess vegna leiða
málið til lykta í samræmi við lög
og alþjóðasamninga þar að lút-
andi, nema afturköllun eða eitt-
hvað sambærilegt berist frá
Bandaríkjunum," segir Stefán.
Hann kveðst líta svo á að Hanes-
hjónunum hafi staðið til boða að
gefa sig fram i Arizona án þess
að vera meðhöndluð sem sakamenn
við komuna til Bandaríkjanna,
hefðu þau virt það samkomulag
sem þau gerðu við bandarísk
stjórnvöld um að fara héðan ekki
síðar en 1. mars sl.
Virðist sem þau hafi ekki gert
sér grein fyrir afleiðingum þess að
framlengja dvöl sína hérlendis, sem
þau gerðu að fengnu samþykki ís-
lenskra stjórnvalda á þeim forsend-
um að þau hefðu ekki náð að ganga
nægjanlega vel frá málum sínum
hérlendis.
Hanes-hjónin héldu því fram í
yfirlýsingu sinni að bandarísk al-
ríkisyfirvöld væru reiðubúin að
fella handtökuskipunina niður fyrir
sitt leyti, „enda er fyrirsjáanlegt
að við verðum ekki ákærð fyrir
neinn refsiverðan verknað á grund-
velli alríkislaga," segir í yfirlýsing-
unni.
Stefán segir að samkvæmt þeim
upplýsingum sem ráðuneytið hafi
fengið, sé þessi staðhæfing röng,
því ekki aðeins séu þau ákærð fyr-
ir ólögmæt afskipti af forræði held-
ur einnig flótta frá réttvísinni. „Án
þess að vilja leggja neinn dóm á
efni þessarar yfirlýsingar tel ég
það falla undir verksvið banda-
rískra stjórnvalda enda hefur bréf-
ið ekki borist ráðuneytinu með
formlegum hætti.“
Ákvörðun fyrst eftir 4 vikur
Héraðsdómur mun úrskurða um
hvort skilyrði fyrir framsali sam-
kvæmt lögum frá 1984 sé fyrir
hendi, og virðist svo vera, kveður
hann upp úrskurð þess efnis. Þá
er möguleiki að kæra úrskurðinn
til Hæstaréttar sem dæma myndi í
málinu.
„Við erum ekki bundnir af því
að framselja þótt að dómurinn segi
að skilyrði séu fyrir hendi, en verð-
um í kjölfarið að taka ákvörðun um
framhaldið. Miðað við þessa máls-
meðferð liggur ákvörðun um fram-
sal ekki fyrir fyrr en eftir um fjórar
vikur. Þegar maður sem dæmdur
hafði verið fyrir nauðgun í Finn-
landi var framseldur þangað á sín-
um tíma tók ferlið þijá mánuði, sem
var þó of langur tími að okkar
mati,“ segir hann.
Ráðuneytinu hefur borist bréf frá
nokkrum einstaklingum í Banda-
ríkjunum sem æskja þess að Hanes-
hjónin fái að vera hér áfram, á
þeim forsendum að bandarískt rétt-
arkerfi sé óréttlátt. Stefán segir
ráðuneytið skoða hverja slíka beiðni
en þær geti ekki breytti farvegi
málsins lögum samkvæmt.
Aðgerðir
gegn eyði-
merkur-
myndun
RÍKISSTJÓRNIN ætlar að leita
heimildar Alþingis til þess að
skrifa undir samning um að-
gerðir gegn eyðimerkurmynd-
un. Verður samningurinn lagð-
ur fyrir Alþingi á yfirstandandi
þingi. Samningurínn var gerður
í Rio de Janeiro 1992 en hann
gekk í gildi nýlega.
Samningurinn kveður á um
alþjóðiegt samstarf um aðgerðir
sem stuðla gegn myndun eyði-
marka í heiminum. Tryggvi
Felixson, hjá umhverfisráðu-
neytinu, segir að samningurinn
snúi aðallega að tvennu leyti
að íslendingum. í honum er
gert ráð fyrir ákveðnu vísinda-
legu samstarfí sem íslendingar
geta nýtt sér og að hluti þróun-
arhjálpar verði notaður sérstak-
lega í þessu skyni. Samningur-
inn geti því haft áhrif á stefnu-
mörkun í þróunarsamvinnu.
Tryggvi segir að samningur-
inn nái ekki til heimskauta-
svæðanna en engu að síður
gætu íslenskir vísindamenn not-
ið góðs af samstarfmu vegna
áætlana og hugmynda um að-
gerðir gegn landeyðingu hér á
landi.
Otaði hnífi
að leigubíl-
stjóra
TILKYNNT var um ölvaðan
mann sem lét ófriðlega um
klukkan þijú í fyrrinótt við
leigubílastæði á Skólavörðu-
holti og var beðið um aðstoð
lögreglu til að fjarlægja hann.
Þegar lögreglan kom á svæð-
ið reyndist maðurinn vopnaður
hnífi sem hann sveiflaði í kring-
um sig og hafði hann meðal
annars otað vopninu að leigubíl-
stjóra sem þar var.
Ófriðarseggurinn var af-
vopnaður og færður í fanga-
geymslu.
Skömmu síðar ók maður, sem
grunaður er um ölvun, á ljósa-
staur við Reykjanesbraut,
skammt frá Blesugróf. Hann
var fluttur á slysadeild með
sjúkrabifreið, en meiðsli hans
voru talin minniháttar. Fjar-
lægja þurfti bifreiðina með
dráttarbíl.
Nefndir
þjóðkirkjunnar
Karlmenn í
miklum
meirihluta
í ELLEFU af 27 nefndum sem
skipaðar hafa verið um málefni
þjóðkirkjunnar á síðastliðnum
þremur árum eru allir nefndar-
menn karlmenn.
Konur eru í meirihluta í
tveimur nefndum og í einni
nefnd eru jafnmargir karlmenn
og konur. Formenn nefnda eru
í 23 tilfellum karlmenn, konur
eru formenn í þremur en í einni
er enginn formaður. Þetta kem-
ur fram í svari kirkjumálaráð-
herra við fyrirspurn Guðnýjar
Guðbjörnsdóttur alþingis-
manns.
Nefndarmenn eru samtals
112 og þar af eru 22 konur.
Meirihluta hafa konurnar í
Djáknanefnd og Ellimálanefnd
og er þar í báðum tilfellum
kona formaður. Kona er einnig
formaður stjórnar Kirkjugarða-
sjóðs.