Morgunblaðið - 03.04.1997, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 3. APRlL 1997 17
ERLENT
Bonnie og Clyde loks
í sömu gröf ?
Dallas. Reuter. ^^
ÚTLAGARNIR alræmdu, Bonnie Parker
og Clyde Barrow, betur þekkt sem glæpa-
hjúin Bonnie og Clyde, áttu þá ósk heitasta
að verða jörðuð í sömu gröf og nú kann
svo að fara að það verði að veruleika, 63
árum eftir blóðugan dauðdaga þeirra.
Marie Barrow, systir Clydes, ráðgerir
að selja ýmsa persónulega muni hins fræga
glæpamanns á uppboði í San Francisco síð-
ar í apríl. Ætlar hún að nota hluta tekn-
anna til þess að flylja jarðneskar leifar
bróður síns í gröf Bonnie, heimili ættingjar
hennar það á annað borð.
„Það var hinsta ósk þeirra, einkum og
sér í lagi hennar, að þau yrðu jörðuð sam-
an. Ég ætla að láta óskina rætast, fáist
fyrir því samþykki," sagði Marie Barrow
um glæpahjúin. Móðir Bonnie kom á sínum
tíma í veg fyrir að þau Clyde yrðu jörðuð
í sama kirkjugarði, hvað þá í sömu gröf.
Liggja þau hvort í sínum kirkjugarðinum
í Dallas.
Bonnie og Clyde fóru ásamt samverka-
mönnum sínum með báli og brandi um suð-
vestur- og miðvesturríki Bandaríkjanna í
hálft þriðja ár áður en þau voru vegin í
lögregluumsátri skammt frá Gibsland í
Louisiana-ríki í mai 1934. Höfðu þau þá
rænt tugi banka, bensínstöðvar, smáversl-
anir og myrt a.m.k. 12 lögreglumenn. Fyr-
Reuter
Bonnie og Clyde bregða á leik fjarri
armi laganna árið 1933.
ir tilstilli kvikmynda og fjölda bóka er líf
glæpahjúanna orðið að rómantískri goð-
sög^n. Kvikmyndin Bonnie og Clyde með
Warren Beatty og Faye Dunaway í hlut-
verkum illvirkjanna hlaut tvenn Óskars-
verðlaun 1967. Hún hlaut hins vegar mikla
gagnrýni fyrir þann hluta sem sýnir aftöku
þeirra. Þótti sú myndræna umfjöllun helst
til ofbeldisfull.
Meðal muna sem Marie Barrow ætlar að
selja eru vasaúr Clydes, leikfangariffill,
myndir af þeim Bonnie saman, belti og
hálsmen. Skyrtan sem hann var í á dauða-
stundinni verður einnig seld en hún er eins
og gatasigti. Seldi Marie Barrow hana safn-
ara í Dallas í fyrra og ætlar sá að bjóða
hana nú. Uppboðshaldari telur að hún verði
seld á milii 35 og 45 þúsund dollara. Munir
þeir sem systirin ætlar að Iáta frá sér eru
metnir á milli 21 og 31 þúsund dollara en
búist er við að þeir seljist fyrir mun hærri
upphæð.
Marie Barrow segir að móðir hennar
hafi ætíð neitað að selja persónulega muni
bróður hennar og hafi hún geymt þá í
sedrusviðarkistu. Sjálf hefði hún lengst af
haft þá ósk móður sinnar í heiðri. „En nú
er ég orðin gömul og þarf á peningum að
halda,“ sagði Marie Barrow.
Frjáls fjölmiðlun
Castro og
Meciar í hópi
hatursmanna
Malaga. Morgunblaðið.
FIDEL Castro, leiðtogi kommúnista-
stjórnarinnar á Kúbu og Vladimir
Meciar, forsætisráðherra Slóvakíu,
eru í hópi tíu helstu hatursmanna
fijálsrar fjölmiðlunar í heimi hér, að
mati Alþjóðlegu
fjölmiðlastofnunar-
innar (IPI). Á síð-
asta ári voru 26
blaðamenn myrtir
við skyldustörf sín
og 185 voru hand-
teknir.
Þessar upplýs-
ingar komu fram á
ársþingi IPI, sem
haldið var í
Granada í Andalús-
íu á Suður-Spáni í
liðinni viku. Fundin-
um lauk með því að
birtur var listi með
nöfnum þeirra tíu
ráðamanna í heimi
hér sem einna ákaf-
ast berjast gegn því
að fjölmiðlafrelsi fái
þrifist í löndum
þeirra. Þeir eru:
Abu Abdul Rahman
Amín, leiðtogi GIA, hreyfingar vopn-
aðra múhameðstrúarmanna í Alsír,
Deng Xiaoping, leiðtogi kínverskra
kommúnista, sem nýverið kvaddi
þennan heim háaldraður, Sani Abac-
ha, forseti Nígeríu, Mesut Yilmaz,
fyrrum forsætisráðherra Tyrklands,
Jemomali Rakhmonov, forseti Tadji-
kistan, Suharto, forseti Indónesíu,
Fidel Castro, Kúbuleiðtogi, Fahd Bin
Abdulaziz Inb Saud, konungur
Saudi-Arabíu, Moi, forseti Kenýa og
Vladimir Meciar, forseti Slóvakíu,
sem er eini Evrópumaðurinn sem
ástæða þykir til að fordæma í þessu
samhengi.
Á fundinum kom einnig fram að
af þeim 26 blaðamönnum sem týndu
lífi við störf sín í fyrra voru sjö
myrtir í Alsír og sex í Rússlandi.
Að auki féllu fréttamenn fyrir morð-
ingjahendi m.a. í Kólumbíu, á Kýp-
ur, í Indónesíu, á írlandi, Filippseyj-
um og í Tyrklandi, Úkraínu og Tadj-
iskistan. Á síðustu tíu árum hafa 474
blaðamenn verið myrtir í starfi.
-----♦ ♦ «-----
Katólsk en ei
kirkjurækin
Malaga. Morgunbladið.
MIKILL meirihluti spænskra ung-
menna telur sig vera katólskan þó
svo fæst þeirra telji ástæðu til að
sækja messu reglulega. Þetta kemur
fram í nýrri könnun Spænsku rann-
sóknarstofnunarinnar á sviði félags-
vísinda (CIS).
Könnunin náði til 2.400 spænskra
ungmenna á aldrinum 15 til 28 ára.
Sjö af hveijum tíu, sem þátt tóku,
kváðu trúarafstöðu sína falla undir
skilgreininguna „katólskur". Hins
vegar sögðust rúmlega 57% þessara
svarenda nánast aldrei fara í kirkju.
C4KLGIN
GARY FISHER
hjálmar_
fyrstir og tremstir
SHimnno
gírar • bremsur • SPD skór
•jCRir SHIFT—
gírskiptar
logannargírbúnaður
CATEYE®
Ijósabúnaður •hraðamælar
LEMOND
sporthjól _
4i
sértlokki
Helstu útsölustaðir: Örninn Reykjavík, Hjólið v/Eiðistorg Seltjarnarnesi, Músik og Sport Hafnarfirði, Pípul.þjónustan Akranesi,
Olíufél. útvegsmanna ísafirði, Hegri Sauðárkróki, K.S. Sauðárkróki, Sportver Akureyri, K.Þ. Húsavík, Skeljungsbúðin Vestmannaeyjum,
Hjólabær Selfossi, Birgir Oddsteinsson Hveragerði, Stapafell Keflavík.