Morgunblaðið - 03.04.1997, Page 20

Morgunblaðið - 03.04.1997, Page 20
20 FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ALINA Dubik á æfingu í Háskólabíói. Morgunblaðið/Ásdís Alina Dubik einsöngv- ari með Sinfóníunni SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT íslands gengst fyrir tónleikum í Háskóla- bíói í kvöld kl. 20.00. Hljómsveitar- stjóri verður Antoni Wit og ein- söngvari Alina Dubik en á efnis- skrá Leiðsla eftir Jón Nordal, Kind- ertotenlieder eftir Gustav Mahler og Sinfónía nr. 4 eftir Robert Schumann. Antoni Wit fæddist í Krakow í Póllandi. í tónlistarháskólanum þar í borg lagði hann stund á hljómsveitarstjórn hjá Henryk Czyz. Tónsmíðar nam hann einnig fyrst undir leiðsögn Krzystof Pend- erecki en síðar í París hjá Nadiu Boulanger. Árið 1971 vann Wit til annarra verðlauna í Herbert von Karajan hljómsveitarstjórakeppn- inni og hlaut námsstyrk til að stunda nám hjá Seji Ozawa og Stanislav Skrowaczewski. Antoni Wit er nú aðalstjórnandi pólsku Útvarpshljómsveitarinnar í Katowice og Fíiharmóníuhljóm- sveitarinnar á Gran Canaria. Hann hefur stjórnað hljóðritunum fyrir EMI, CBS, Polskie Nagrania og NAXOS. Arið 1992 hlaut túlkun Wit, Kun Woo Paiks og pólsku Útvarpshljómsveitarinnar á píanó- konsertum Prokofievs verðiaunin Grand Prix du Disque og Diapason d’Or. NAXOS gaf út þá hljóm- diska. Alina Dubik er einnig pólsk að ætt og uppruna þótt nú sé hún orðin íslenskur ríkisborgari. Alina útskrifaðist frá tónlistar- skólanum í Gdansk árið 1985. Samhliða námi söng hún með óper- unni í Krakow í heimalandi sínu. Fyrir utan tónleikahald hér á landi hefur Alina komið fram sem ein- söngvari í Þýskalandi, Lúxemborg, Ítalíu og Sviss. Hún starfar nú sem söngkennari við Nýja tónlistarskól- ann í Reykjavík. Tónskáld ársins Undanfarin ár hefur Sinfóníu- hljómsveitin beint sérstakri athygli að einu íslensku tónskáldi á hverju starfsári. Starfsárið 1996-1997 var Jón Nordal tilnefndur tónskáld ársins og voru þrjú verka hans valin til flutnings á árinu, þ.e. selló- konsertinn, Bjarkamál og Leiðsla en tónleikarnir í kvöld hefjast á því verki. Leiðsla var samið árið 1972 að beiðni forráðamanna hljómsveitar- innar Harmonien í Bergen í Noregi og var frumflutt þar sama ár. Tón- verkið er byggt á kafla úr hinu forna helgikvæði Sólarljóðum sem talið er vera frá 13. öld. Þar segir frá því er látinn faðir vitrast syni sínum í draumi, birtir honum leynd- ardóma annars heims og fræðir hann um lífið eftir dauðann. Söngvarnir Kindertotenlieder voru samdir á árunum 1901-1904. Þeir eru gerðir við Ijóð eftir Fried- rich Rúkert en í þeim harmar skáld- ið dauða barna sinna. Árið 1841 var mikil gróska í tónsmíðaferli Schumanns og samdi hann þijú sinfónísk verk sem öll voru frumflutt það árið. Fyrsta sin- fónían, Vorsinfónían sem fyrst var flutt undir stjórn Mendelssohns, vakti mikla hrifningu, en seinni verkunum tveim var tekið heldur fálega. Annað þessara verka, sem Schumann nefndi þá aðra sinfón- íuna, endurskoðaði hann og var hún gefín út árið 1851 og kallaðist þá sinfónía nr. 4 eða Sinfónísk fantas- ía fyrir stóra hljómsveit. Tímarit 9RITMENNT, Ársrit Lands- bókasafns íslands - Háskóla- bókasafns er komið út. Er þetta nýtt ársrit sem leysir af hólmi Arbók hins fyrra Landsbóka- safns sem komið hafði út í fimmtíu ár. í þessu nýja riti verður skýrsluhlutinn felldur brott og ársskýrsla safnsins birt sem sérstakt rit. Brotinu hefur verið breytt að því leyti að síður eru nú breiðari en áður. Hönnun ritsins og svipmót er einnig að ýmsu leyti annað og áskrifendur fá það nú innbundið. Ritið mun eins og fyrirrenn- ari þess birta fræðilegar ritgerð- ir, margvíslegar skrár, texta úr fórum safnsins ásamt skýring- um, svo og stuttar frásagnir, meðal annars af merkum að- föngum, sýningarhaldi og öðru því sem frásagnarvert þykir í starfi safnsins og síður á heima í ársskýrslu þess. Efni þessa fyrsta árgangs Ritmenntar er að nokkru helg- að aðdraganda formlegrar sam- einingar safnanna tveggja og opnun hins nýja safns. Birt eru erindi flutt við hátíðarsamkomu 1. desember 1994 er safnið var opnað. Aðalgeir Kristjánsson ritar um Carl Christian Rafn, stofnanda Landsbókasafns ís- lands. Birt er skrá um íslands- kort Kjartans Gunnarssonar sem gefin voru bókasafninu 1995. Eimreiðin - útgáfa menn- ingartímarits fyrir 100 árum nefnist grein eftir Kristinu Bragadóttur. Birt er ritaskrá Haralds Sigurðssonar bókavarðar og minningarorð um hann. Lög um Landsbóka- safn íslands - Háskólabókasafn eru birt og sagt frá aðdraganda lagasetningar og umfjöllun Al- þingis. Einnig er viðtal við ve- flistakonuna Synnove Anker Aurdal. Þá er meðal annars sagt frá skákmóti sem haldið var í bókasafninu 1995, Þjóð- arátaki stúdenta 1994-95 og finnskri sýningu á landa- kortum. Nýjar bækur •í FEBRÚARMÁNUÐI sl. kom út bókin Tímatal. Þar er rakin saga úrsmíði á íslandi og sagt frá sigurverkum og tímamæl- ingum í aldanna rás. Bókin er 10. bindi í Safni til Iðnsögu Is- lendinga. Efnisöflun og gerð bókarinnar var samstarfsverk- efni Úrsmiðafélags íslands og Iðnsögunnar. Höfundur er Edda Kristjánsdóttir sagnfræðingur. Bókinni er fylgt úr hlaði með Aðfaraorðum Björns Bjarnason- ar menntamálaráðherra og Ás- geirs Ásgeirssonar ritstjóra Iðn- sögu íslendinga. I átta köflum Tímatals er sagt frá þróun tímamæla og íslenskum úrsmiðum fyrr og nú ásamt störfum þeirra. Lýst er verkstæðum úrsmiða, helstu verkfærum sem þeir nota, námi þeirra og félagsstarfi. Fjöldi mynda prýðir bókina. Hluta af upplagi bókarinnar fylgir Úr- smiðatal sem Úrsmiðafélag ís- lands hefur látið taka saman og gefur út ásamt Hinu íslenska bókmenntafélagi. Segja má að Úrsmiðatal hafi verið í smíðum um þijátíu ára skeið með hléum inn á milli. Brautryðjandi á þeim vettvangi var Hjörtur R. Björns- son úrsmíðameistari. Hann hóf að safna upplýsingum um látna úrsmiði og aðra sem starfað höfðu við úra- og klukknavið- gerðir þegar á sjöunda áratugn- um. Eftir lát Hjartar árið 1983 vann Ingólfur Jónsson frá Prestsbakka um skeið að undir- búningi og söfnun upplýsinga. Síðustu árin hefur svo ritnefnd Úrsmiðafélagsins unnið að frá- gangi og heimildaöflun sem lauk í nóvember 1996. Höfund- ur bókarinnar sá síðan um skrá- setningu efnis. Úrsmiðatal hef- ur að geyma nöfn um 150 manna, þar á meðal eru 3 kon- ur, sem iagt hafa stund á úr- smíði hér á landi. Greint er frá uppruna þeirra, námi og nán- ustu fjölskyldu. Myndir fylgja eftir því sem til þeirra hefur náðst. Flestir úrsmiðir selja þá gerð bókarinnar sem Úrsmiða- talið fylgir í verslunum sínum og kostar hún kr. 6.000 í vönd- uðu bandi. Úrsmiðafélag Is- lands verður sjötíu ára í haust. Því má líta á útkomu bókar um sögu iðngreinarinnar og Úr- smiðatals sem upphaf hátíðar- halda á afmælisári Úrsmiða- félags íslands. Utgefendur: Iðnsaga íslend- inga og Hið íslenska bók- menntafélag. HLJÓÐBÆKUR OG BÖRN Nokkuð er rætt um framtíð hljóðbókarinnar um þessar mundir. Kjartan Arnason kannaði bamaefni á snældum og spyr hvort hljóðbókin eigi e.t.v. vænlegasta framtíð á því sviði. SUNGIN lög og leikin er það helsta sem bömum hefur staðið til boða af hljóðrænu éfni gegnum árin. Fáein stytt leikrit hafa ratað á hljóðbönd, en minna verið um talað mál eða lesið. Enginn hefur beinlínis „gert út“ á hljóðbækur fyrir börn og unglinga og bó- kaútgefendur hafa verið ragir við að gefa út bækur á snældum. Að öllu samanlögðu er niðurstaðan sú að ekki er um ýkja auð- ugan garð að gresja hvað varðar lesið söguefni fyrir yngstu hópana. Nú er myndbandavæðingin gengin um garð og nýjar kynslóðir vaxnar upp við myndrænar sögur. Margir hafa um skeið verið uggandi um afdrif ritaðs máls. „Börn eru hætt að lesa bækur,“ heyrist sagt. Það tel ég reyndar af og frá, en bókin á óneitanlega harðari keppinauta en áður var. En heimurinn fer ekki versnandi, hann breytist bara. í öllu tali um að mynd- in sé að kæfa ritaðan texta hefur sjaldan verið bent á að ritað mál sé ekki aðeins orð á bók, heldur líka orð úr munni: sögu- maður þarf ekki lengur að sitja framan við áheyrendur sína í holdinu, það nægir að „taka hann upp“. Hijóðbókin er ekki að stela af prentaðri frænku sinni, hún er viðbót við hana; þær eru sameiginlegir verjendur þess ímyndunarafls sem sjón- varp og myndbönd virkja ekki. Börn eru einstakir áhugamenn um sagnaskemmtun, vita fátt skemmtilegra en að hlusta á sög- ur eða leikrit. En úrvalið hefur semsé ekki verið ríkulegt. Á þessum áratug hefur varla komið út meira en tugur hljóðbóka fyrir börn og unglinga. Blindrafélagið og nú Hljóðbókaklúbburinn eru líklega einu aðilarnir sem gefið hafa út hljóðrænt bamaefni með reglulegum hætti, þ.e. út- gáfuna hefur aldrei dagað uppi þótt hægt hafi farið. Afrakstur þessarar útgáfu þennan ára- tuginn er fjórar skáldsögur fyrir börn, Draugar vilja ekki dósagos eftir Kristínu Steinsdóttur, Dvergasteinn og Furðulegt ferðalag eftir Aðalstein Ásberg Sigurðs- son, alít sögur fyriir aldurshópinn 7-10 ára eða þar um bil. Einnig kom bókin Fjóskötturinn Jáum segir frá, reyndar 1989. Loks má geta unglingasögunnar Gauragangs eftir Olaf Hauk Símonarson. Allar höfðu bækurnar áður komið út á prenti nema Furðulegt ferðalag sem kom samtímis á snældum og prenti á síðasta ári. Að auki era frá þessum útgefanda tvær snældur þarsem annarsvegar Vilborg Dagbjartsdóttir og hinsvegar Iðunn Steins- dóttir segja sögur, ætlaðar yngsta hópn- um. Fyrir utan þessar hljóðbækur hafa forlögin gefið út bækur með snældu sem tengist lestri bókanna, ein og ein snælda hefur komið með draugasögum eða ævin- týrum, allt heldur stopul útgáfa. HLJÓÐBÓKIN hefur hingað til því miður ekki komið til tals sem mót- vægi við myndrænt barnaefni né sem raunhæfur kostur til að viðhalda og auka tilfinningu barna og unglinga fyrir rituðu máli, en einmitt í þessum atriðum er hljóðbókin ákjósanleg. Brátt tekur rýmri diskur við af snældunni, en það breytir engu um eðli hljóðbókarinnar, auðveldar aðeins til muna alla meðhöndlun hennar. Prentaðar bækur verða áfram gefnar út, myndir áfram gerðar fyrir börn - upp- lifun gegnum orð er vitanlega ekkert merkari reynsla en upplifun gegnum mynd, hér er einfaldlega um að ræða ólík- ar leiðir að hjarta mannsins. Reynsla ald- anna af munnlegri frásögn er aftur á móti traust, hljóðbókin tekur við þeirri hefð og færir fram um veg. En e.t.v. er tímabært að spyija: getur hugsast að vaxt- arbroddurinn í íslenskri hljóðbókaútgáfu liggi fyrst um sinn einmitt á sviði barna- og unglingaefnis?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.