Morgunblaðið - 03.04.1997, Síða 24

Morgunblaðið - 03.04.1997, Síða 24
24 FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ SJÓNMENNTAVETTVANGUR AÐSENDAR GREINAR Skartklæði Margrétar I Hér er á ferð einstök risaframkvæmd sem bregður upp mynd af lífínu á 14. öld og segir hverjum leikmanni mikla og afdrifaríka sögu, segir Bragi Asgeirsson í umfjöllun sinni um sýningu Þjóðminjasafnsins í Kaupmannahöfn í tilefni af 600 ára afmæli Kalmarsambandsins. HINNI miklu framkvæmd Þjóð- minjasafnsins í Kaupmannahöfn í tilefni af 600 ára afmæli Kalmar- sambandsins lauk þriðjudaginn 1. apríl, en hún verður svo opnuð 2. maí í höllinni í Kalmar. Fer síðan til Hamenlinna í Finnlandi en enda- stöðin verður Akershus í Noregi, þar lýkur henni 31. marz 1998. Páskahelgin var þannig síðasta tækifæri til að sækja hana heim í Kaupmannahöfn, þar sem hún naut sín mjög vel í þeim frábæru húsa- kynnum sem safnið ræður yfir eftir umfangsmikla endurbyggingu og uppstokkun fyrir nokkrum árum. Aðsóknin á sýninguna var gríðar- leg og þegar rýnirinn var þar á ferð- inni í upphafi Dymbilviku voru biðr- aðir við miðasöluna, að auki fékk almenningur afmarkaðan tíma og einungis klukkustund til ráðstöfunn- ar, sem rétt dugði. Fólk á öllum aldri lýndi af óskiptri athygli á það sem til sýnis var og augljós var aðdáun- in, svo margt frábært sem bar fyrir augu þess í handverki, íðum, sögu- legum heimildum og ritlist. Þetta er sýning sem íslendingum kemur mikið við, varpar ljósi á for- tíð þeirra og menningu, fellur sömu- leiðis vel að þeirri fersku kröfu til nútímamannsins, að hann læri að hugsa í meiri víðemum og lengri tímabilum. Ekki til að sökkva sér alfarið niður í horfin tímaskeið og fortíðarmenningu, heldur til að víkka og styrkja skynsvið sitt til nútíðar og framtíðar, taka þátt í samræð- unni um endurnýjun mannlegra gilda. Hátæknin er stöðugt að kollvarpa fyrri kenningum um fortíðina eins og fram kemur, og hér er á ferð einstök risaframkvæmd sem bregður upp mynd af lífinu á 14. öld, segir hveijum leikmanni mikla og afdrifa- ríka sögu. Bregður jafnframt ljósi á hina sterku og merkilegu stöðu Norðurlanda í menningu Evrópu og heimsins, sem án vafa kemur mörg- um stórlega á óvart. Sýningin er byggð kringum Mar- gréti I drottningu, hinn mikla stjórn- skörung, en Kalmarsambandið telst er svo er komið síður dönsk valda- stefna eins og lengstum var álitið, mun frekar vottur samnorræns hugsunarháttar hátignarinnar. Sem kona Hákonar Noregskonungs hafði hún áður á tímabili verið drottning bæði Noregs og Svíþjóðar. Meðal djásna sýningarinnar er stásskjóll drottningar, kominn frá turni dóm- kirkjunnar í Uppsölum, þar sem hann hefur verið varðveittur síðan 1665. Hann einn segir býsna eftir- tektarverða og lærdómsríka sögu sem rétt og skylt er að staðnæmast lítillega við og er hér stuðst við skráðar heimildir og upplýsingar sem Poul Grinder-Hansen safnvörð- ur gaf blaðamnönnum fyrir opnun sýningarinnar. Kyrtillinn er ekki aðeins fagur á að líta úr sínu ítalska mynsturofna silki, saumi úr skíra gulli, heldur hefur hann varðveist merkilega vel litið til þess að hann var gerður fyrir nær 600 árum. Kjóllinn var upprunalega geymd- ur í sérstökum skáp við gröf drottn- ingarinnar í dómkirkjunni í Hróars- keldu, allt þar til júlídag einn árið 1659, að sá atburður gerðist að sænskir hermenn brutu skápinn upp og tóku kjólinn með sér til Friðriks- borgarhallar og færðu hátignum sín- um. Hafði hann verið þar í nær 200 ár er hann var tekinn sem herfang til að þjóna metnaði sænsku drottn- ingarinnar, Heiðveigar Elenóru. Eig- inmaður hennar Karl Gústaf kon- ungur hafði í febrúar árið áður söls- að undir sig þriðjung ríkisins, Skán- ey, Halland, Blekinge og Bornhólm, ásamt Bóhús- og Þrándheimslénum frá Noregi, ágirntist einnig land- svæðið beggja vegna Eyrarsunds, þarmeð einnig Kaupmannahöfn. Naumast var sænska drottningin að þjóna skart- og hégómagimd sinni með hliðsjón af aldri flíkurinnar. Frekar hefur vakið fyrir henni að innsigla og króna sigur spúsa síns yfir Dönum, með því að taka hana herfangi og má út þetta áþreifanlega veldistákn atburðarins frá Kalmar 1397, sem staðfesti og innsiglaði yfirráð Dana yfir Noregi og Svíð- þjóð, ásamt tilheyrandi viðaukum, Finnlandi og íslandi. Það hefur þó verið sannað að Margrét bar ekki kjólinn við valda- tökuna í Kalmar vegna þess að hann er saumaður úr ítölsku silki með þræði úr skíra gulli, gullbrókaði, sem menn fóru fyrst að vefa 1403, fímm árum eftir fundinn. Sagnfræðingar hafa svo ekki með öllu getað rakið sögu hans og tengsl við drottning- una, né ástæðuna fyrir því að hann var staðsettur við gröf hennar. Tvær samtímaheimildir eru til um þjófnaðinn, önnur komin frá sænsk- um liðsforingja, en hin frá þýskum aðalsmanni sem gerði sér ferð til Hróarskeldu til að ganga úr skugga um hvort orðrómur um eyðileggingu kirkjunnar væri sannur. Hann kom að kirkjunni heilli stafa á milli og hermdi að líkast til væri hin reisu- lega flík hið eina burtnumda. Nokkr- um dögum seinna var kjóllinn ásamt öðrum ránsfeng frá Danmörku flutt- ur til Stokkhólms og á endanum komið fyrir í dómkirkjunni í Uppsöl- um og hefur alla tíð verið varðveitt- ur í safni hennar þar til hann var fluttur til Kaupmannahafnar til að þjóna sem djásn sýningarinnar miklu um Kalmarsambandið, sem opnuð var annan dag jóla. Það lætur að líkum, að gerðar hafa verið margar tilraunir frá hálfu Dana að endurheimta skart- kiæðin, einu varðveittu heim- ildina um viðlíka stássflík á konu af dönskum uppruna frá miðöldum. Sagnfræðingar hafa grátbeðið og stjóm- málamenn þrumað og höfð- að til samvisku Svía, en til þessa án árangurs. Og það gekk á ýmsu áður en sam- þykkt var á endanum að flíkin dýrmæta skyldi lánuð á þessa samnorrænu framkvæmd, sem styrkt .< er af norrænu ráðherra- nefndinni. Var fyrst gefið eftir er þeir fengu hátíðlegt lof- orð um að henni yrði skilað í sér- hönnuðum sýn- ingarskáp er fyrirhugað væri að smíða með full- komnu loft- ræstikerfi sem tryggir áframhaldandi varðveislu um mörg FRUMUTGÁFAN af kjól Mar- grétar fyrstu Danadrottning- ar, sem haldið hefur sér merkilega vel í 600 ár, saum- aður úr silki og lagður þráð- um úr skira gulli. ár. Sjálfir höfðu þeir uppi ráðagerð- ir um slíkan glerskáp því kyrtillinn er farinn að láta á sjá og sleppa nú fyrir horn um yfirmáta kostnaðars- ama framkvæmd. Hugað var að öllu út í æsar við smíð skápsins, sem ekki einasta verndar kjólinn fullkomlega fyrir hnjaski á sýningaferðalaginu, heldur fellur nákvæmlega inn í þá þröngu lyftu í turni dómkirkjunnar í Uppsöl- um sem gengur upp í safnrými henn- ar. Litið til sögimnar hafa Svíar verið sterka aflið á Norðurlöndum og eins og fara vill í valdaátökum er til mikið af herfangi og þýfi í sænskum söfnum. í ljósi þess má tregðan við að skila hinum dýrmæta kyrtli vera skiljanleg, því óttast er að það gæti haft afdrifaríkt fordæm- isgildi. Einkum litið til þess, að ef öllu yrði skilað myndi víða verða tómlegt um að litast í sölum safn- anna. Auðvitað er einnig samankominn mikill fjöldi safnmuna af erlendum uppruna í danskri vörslu, og þá ekki síst í þjóðminjasafninu. Hluti þeirra er þýfi, annað er aðkeypt eða fengið eftir öðrum leiðum svo sem ýmsir fornmunir frá Noregi, Færeyjum og íslandi, og eru frá þeim tíma er þjóð- irnar voru hluti dönsku krúnunnar. Danir álíta sjálfir, að þeir hafi verið flestum þjóðum heiðarlegri á þessu sviði. Vitna til þess að Norðmönnum hafi verið skilað ýmsum fornminjum á þessari ‘l öld og framar öðru hafí Islend- ingar fengið dijúgan hluta fomra handrita sinna aftur. Þetta er alveg rétt og hafa , þeir mikinn sóma af, hér ' veit skrifari fáar hliðstæður, í sumum tilvikum jafnvel ekki um herfang frá þessari 1 öld eins og iðulega getur að lesa í heimsfréttum. Mun rýn- irinn greina ítarlegar frá lif- unum sínum á sýningunni í þann mund er hún verður opnuð í Kalmar. ENDURGERÐUR kjóll Margrétar á Sögusafninu, Statens hist- oriska Muse- um, í Stokk- hólmi. ókomin Að gerðum samningnm ÉG HITTI nýlega ung hjón sem bæði vinna í fiski og hafa því í laun rúm 60 þúsund hvort á mánuði fyrir fullan vinnudag. Um- rædd hjón hafa fyrir tveim börnum að sjá og því er hver vika, raunar hver dagur, glíma við það vandamál að ná endum saman. Komi eitthvað óvænt uppá; þurfi að kaupa skó á börnin eða t.d. kaupa lyf við einhverri um- gangspestinni er íjár- málum heimilisins þann mánuðinn stefnt í óefni. Að veita sér eitthvað umfram brýnustu lífsnauðsynjar er óhugs- andi. Jafnvel tilbreytni í mat umfram það allra ódýrasta kemur ekki til greina. En þó er það sárast, sögðu þessi hjón, að við sjáum ekki lengur neinn möguleika til þess að mennta börnin okkar. Það var hugsanlegt gætu þau fengið vinnu meðfram námi en nú eru þau, vegna fjár- hagsástæðna okkar, dæmd á sömu galeiðuna og við. Einhveijir kynnu að halda að nú gætu umrædd hjón, vegna nýgerðra samninga, litið fram til bjartari daga. Skrifað hefur verið undir nýja kjarasamninga og samkvæmt þeim eiga þau um næstu áramót von á heilum 70 þúsundum í mánaðarlaun. Þessi hækkun er nokkuð mikil í pró- Vaxandi misrétti og meiri eignatilfærsla til þeirra sem betur mega sín hefur, að mati Sig- ríðar Jóhannesdóttur, verið stefna síðustu ára. sentum talin, ekki skal ég draga úr því. Ég ætla heldur ekki að draga úr þeirri ánægju sem ýmsir, sumir næsta óvæntir, hafa haft uppi um þessar prósentur. En sé sá til sem telur að líf um- ræddra hjóna verði umtalsvert létt- ara eða að framtíð þeirra og barna þeirra verði til muna ánægjulegri á næsta ári vegna umsaminna pró- sentuhækkana þá væri fróðlegt að kynnast þeim manni. Aðdragandi nýgerðra samninga, sem sumir hveijir eiga raunar að endast fram að aldamótum, var að sjálfsögðu á hefðbundnum nótum. Fulltrúi launagreiðenda sagði eina ferðina enn að atvinnurekendur hefðu teygt sig örlítið lengra en óhætt væri. Þrátt fyrir það að stöð- ugleikanum margnefnda hefði verið stefnt í hættu með óbilgjörnum kröf- um verkalýðs hefði það ábyrga lið sem stundum er kennt við Garða- stræti ákveðið að reiða fram sinn síðasta eyri til þess að óábyrgur lýð- urinn keyrði nú ekki allt í strand. Allt er þetta kunnuglegur söngur. Og af einhveijum ástæðum talar forsætisráðherrann okkar ævinlega mjög á svipuðum nótum og hinn alvöruþrungni Þórarinn V. Enda þurfa þeir saman að standa vörð um stöðugleikann, sjá til þess að vextir hækki ekki, gengið falli ekki, verð- bólgan hraði sér ekki og því er lausn- arorðið eins og endranær að launin hækki helst ekki. Sérstaklega ekki þau sem lægst eru. Eina ferðina enn voru þvingaðir fram samningar sem hafa undanfar- ið ár fengið öfugmælaheitið þjóðar- sátt. Raunar sá ég í leiðara Dags- Tímans að niðurstaðan nú var kölluð kjarasátt. Það skyldi þó aldrei vera að menn séu farnir að fá óbragð í munninn af orðaleppnum þjóðarsátt? Það vill svo til að einmitt um þetta leyti er lögð fram á Alþingi „skýrsla forsætisráðherra um þróun launa og lífskjara á íslandi á árunum 1991-1996“ en þing- menn Alþýðubanda- lagsins höfðu beðið um skýrslu þessa. Þetta er hin fróðleg- asta samantekt og upp- lýsir lesendur um hvert hefur verið stefnt und- anfarin ár á því tíma- bili sem oft er kennt við þjóðarsátt. Þar kemur fram að sé landsframleiðsla árið 1990 sett á 100 er hún 104,1 árið 1996. Þróun elli- og örorkulífeyris miðað við laun er á hinn bóginn með þeim hætti að sé hann settur á 100 árið 1990 er hann nú 94,4. Augljóst má því teija að elli- og örorkulífeyrisþegar séu ekki sá hóp- ur sem núverandi ríkisstjórn ber helst fyrir bijósti. Ekki er ólíklega til getið að um- ræddur hópur sé sá sem helst þarf að nota lyf og þiggja læknisþjón- ustu. En lyfjaverð hefur samkvæmt skýrslunni hækkað langt umfram almennt verðlag" en hafi vísitala neysluverðs stigið frá 100 til 114 undanfarin 5 ár hefur vísitala lyfja- verðs stigið í 164. Þar að auki hefur kostnaðarhlutdeild notenda heil- brigðisþjónustunnar vaxið mjög. Illgjarnir gætu sem best látið sér koma til hugar að þeir sem standa að þvílíkri aðför að öldruðum hafi aldrei átt foreldra heldur verið klón- aðir niðri í Garðastræti. I áðurnefndri skýrslu forsætisráð- herra kemur líka fram að skuldir heimila hafa aukist, vanskil hafa vaxið og í framhaldi af því hefur gjaldþrotum og nauðungaruppboð- um fjölgað svo að með ólíkindum er. Öll þessi ár hefur skattbyrði laun- þega vaxið ár frá ári. Það er að segja hjá þeim 30% þjóðarinnar sem greiða tekjuskatt. Það væri raunar efni í margar greinar að skoða hveijum töfra- brögðum ýmis stórfyrirtæki landsins beita til þess að velta skattbyrðinni yfir á launþega. Er ásættanlegt að meðan aðeins 30% framteljenda greiða tekjuskatt, biðlistar lengjast á sjúkrahúsum og þrengt er svo að kosti elli- og örorku- lífeyrisþega að sums staðar stendur nú neyðin í gættinni, greiðir útgerð- in í landinu til sameiginlegra þarfa landsmanna litlar 200 milljónir? Og þá erum við komin að þeirri spurningu hvernig skyldi á því standa að þótt kaupmáttur dag- vinnulauna hafi yfirleitt mjakast lít- illega upp á við sl. 5 ár þá reynist flestum launþegum erfiðara að ná endum saman nú en fyrir 5 árum? Það skyldi þó aldrei vera vegna þess að á tímabilinu hafa skattar stórhækkað, vextir sömuleiðis, að ekki sé talað um svokölluð þjónustu- gjöld. Hvað vaxa til dæmis skuldir heim- ilanna í landinu við það eitt að nú á vordögum leggjast ofurtollar á flestar tegundir af innlendu græn- meti? Hvað hækka skuldir þínar, lesandi góður, við það eitt að formað- ur Verslunarráðs Islands ákvað dag- inn eftir að hann skrifaði undir kja- rasamninga að hækka alla sína brauðframleiðslu um 10%? Kjarni málsins er að mínu viti sá að hér hefur undanfarin ár verið rekin stefna vaxandi misréttis og meiri eignatilfærslu til þeirra sem betur mega sín en dæmi eru til um áður. Þessari stefnu verður ekki hnekkt við samningaborð, hversu langt verkfall sem við erum tilbúin að heyja. Henni verður aðeins breytt við kjörborðið. Höfundur er þingniaður Alþýðubandalagsins og óháðra í Reykjaneskjördæmi. Sigríður Jóhannesdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.