Morgunblaðið - 03.04.1997, Page 26

Morgunblaðið - 03.04.1997, Page 26
26 FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1997 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Vanþekking íþróttaráðs- fulltrúans ÞEGAR ég fletti Morgunblaðinu fimmtudaginn 20. mars sá ég J)ar grein eftir Ásdísi Olafsdóttur, full- trúa Sjálfstæðisflokks- ins í íþróttaráði Kópa- vogs. Eftir frábæran árangur íþróttafélag- anna í Kópavogi á hin- um ýmsu sviðum að undanförnu bjóst ég við því að íþróttaráðsfull- trúinn hefði glaðst yfír honum eins og aðrir bæjarbúar og væri að láta ánægju sína í Ijós. En það sást strax á fyrstu línunum að til- gangurinn var annar og neikvæðari og ég hjó sérstaklega eftir því að ekki var á það minnst að greinarhöf- undur ætti sæti í íþróttaráðinu, held- ur aðeins tilgreint að hann væri „íþróttakennari og áhugamaður um framgang almenningsíþrótta." Ég nefni það vegna þess að tals- verðrar vanþekkingar á starfí íþróttafélaganna gætti í skrifum Ásdísar og hún gaf ýmislegt í skyn í sem ekki á sér stoð í raunveruleik- anum. Allavega ekki í því íþróttafé- lagi sem ég hef unnið fyrir í mínum frístundum undanfarin ár, HK. Þó Ásdís nefni Kópavogsfélögin ekki sérstaklega í grein sinni er ekki annað hægt en að skilja skrif hennar sem sneið til þeirra, vegna stöðu hennar. Þess vegna sé ég mig knúinn til að koma ákveðnum upp- lýsmgum á framfæri. Ásdís efast um að styrkir bæjar- félaga, sem ætlaðir eru til barna- og unglingastarfs, skili sér á réttan stað, heldur megi ætla að megin- hluti þeirra fari í rekstur meistara- flokkanna. Börnin borgi æfingagjöld sem nægi fyrir launum þjálfara og foreldrar standi síðan fyrir fjáröflun- um ef farið er í keppnisferðir. Síðan segir hún að það ætti að draga meistaraflokkana út úr og mynda um þá hlutafélög, einstaka félag sé byijað í einhverri mynd. Állt frá stofnun knattspyrnudeild- ar HK í ársbyijun 1992 hefur rekst- ur meistaraflokks og yngri flokka verið aðskilinn. Sami háttur hafði verið hafður á um árabil hjá forvera deildarinnar, íþróttafélagi Kópa- vogs. Þetta er því langt frá því að vera eitthvert nýmæli og mun al- gengara er að meistaraflokkarnir Víðir Sigurðsson ■ák ' FLÍSASKERAR OG FLÍSASAGIR Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 567 4844 séu reknir sjálfstætt en svo að „einstaka félag sé byijað í einhverri mynd“. Það hafa nefni- lega sífellt fleiri félög farið inná þessa braut á síðari árum. Unglingaráð knatt- spyrnudeildar HK, sem sér um starfið fyrir drengi og stúlkur frá 4 til 16 ára, fær æfinga- gjöldin óskipt til sín, sem og hveija krónu af þeim styrk sem Kópa- vogsbær veitir til knatt- spyrnudeildarinnar. Fjármunum sem bær- inn hefur eymamerkt bama- og unglingastarfi hjá HK hefur aldrei verið varið í „manna- kaup fyrir meistaraflokk" og verður aldrei gert. Þeir renna eingöngu til barna- og unglingastarfsins. Þar eru líka útgjaldaliðirnir margfalt fleiri en bara Jaunagreiðslur til þjálfara, eins og Ásdís virðist halda. Knattspyrnudeild HK steig enn- fremur það skref fyrir nokkrum árum að fella niður æfingagjöld Knattspyrnudeild HK steig það skref fyrir nokkrum árum, segir Víðir Signrðsson, að fella niður æfingagjöld fyrir börn 8 ára og yngri. fyrir börn 8 ára og yngri. Þetta hefur fallið í góðan jarðveg meðal Kópavogsbúa sem þiggja það með þökkum að börnin þeirra fái að kynnast knattspyrnunni og ákveða hvort hún sé þeirra framtíðaríþrótt án þess að það kosti skattpínd heim- ilin viðbótar útgjöld. Þetta framtak mæltist samt misjafnlega fyrir hjá þeim sem stjórna íþróttamálum bæjarins, þótt ótrúlegt megi virð- ast, en það hefur sannað gildi sitt. Uppgangur yngri flokka HK og sá fjöldi sem þar stundar knattspyrnu í dag ber því glöggt vitni að þessi ákvörðun var rétt, og fjárhagslegt sjálfstæði unglingaráðsins var for- sendan fyrir því að hún var fram- kvæmanleg. Styrkir Kópavogsbæj- ar til HK eru því nýttir til að koma til móts við foreldra og börn í bæn- um og skila sér á réttan stað. íþróttaráðsfulltrúinn þarf ekki að efast um það. Fleira aðfinnsluvert er að finna í grein Ásdísar en ég læt hér við sitja, enda annarra að svara því. Höfundur er formaður unglingaráðs knattspyrnudeildar HK og starfar sem íþróttafréttamaður. Sátt um stjórn- kerfi fiskveiða ÞVI FER fjarri að fijálst framsal afla- heimilda sé sársauka- laus aðferð til hagræð- ingar. Þvert á móti get- ur framsalið bæði leitt til tímabundinnar og varanlegrar röskunar í byggðarlögum og hjá sjómönnum svo ekki sé talað um fiskvinnslu- fólk. I sögu íslenskra sjávarplássa og út- gerðarstaða hafa alltaf skipst á skin og skúrir og mun svo verða með- an þaðan er gert út. Byggðarlög voru engan veginn óhult fyrir brott- flutningi atvinnutækja sem voru dýr þá ekkert síður en nú. Athafnamenn og fískigengd hafa sett mörk sín á mannlíf og afkomu útgerðarstaða. Auðvitað hafa allar sveiflur mikil áhrif á íbúafjölda, fast- eignaverð og þjónustustig byggð- anna. En það má einnig færa fyrir því nokkuð haldbær rök að aflamark- skerfið geti styrkt hráefnisöflun byggðanna frá því sem var á tímum fijálsrar sóknar. Ekkert hefur þó haft eins alvarleg áhrif á afkomu sjávarþórpa og sá mikli samdráttur í veiðum sem orðið hefur hér undanfarin fimm ár. Það var augljóst mál að eitthvað hlaut undan að láta þegar þorskafli dróst saman úr 350 þús. tonnum í 180 þús. tonn. Einhvers staðar hlaut að verða skortur á flski. Ef allir útgerða- raðilar hefðu haldið óbreyttri hlut- deild hefðu flestir þeirra lent í veru- legum erfiðleikum. Hagræðing hefði ekki orðið nein. Það hefði bitnað mun þyngra á landsmönnum og einstaka byggðarlögum en sá þó takmarkaði sársauki sem fylgir núverandi kerfi. Tilfærslur á milli byggðarlaga eru vissulega tilfmnanlegar og sársauka- fullar, en þær eru að vissu marki óhjákvæmilegar til að ná betri heild- arafkomu í sjávarútvegi. í þessu máli verður ekki bæði haldið og sleppt. Ekki má heldur gleyma því að afli og aflaheimildir smábáta hafa margfaldast á undanförnum árum, meðan hann dróst saman hjá öðrum, sem styrkir stöðu fjölmargra sjávar- plássa. Heildarkvóta smábáta mætti þess vegna auka ennfrekar með vax- andi fiskgengd. Þegar breytingar þær sem kvóta- kerfið hefur leitt af sér eru bomar saman við liðna tíð er gjaman bent á að veiðiheimildirnar fari nú varan- lega í burtu. Þetta er rétt svo langt sem það nær. En veiðiheimildimar gufa ekki upp, þær flytjast til ann- arra staða á landinu. Hér gildir lög- mál lífsins: eins dauði er annars brauð. Það er vissulega rétt að menn kaupa ekki kvóta fyrir verðlaus hús og gjaldþrota sveitarsjóð. Það hefðu menn ekki heldur gert áður fyrr þótt um skip hefði verið að ræða. En meðan framsalið er fijálst hafa ein- Ný sending af vorfatnaði frá Li/ra Vorum að taka upp pils- og buxnadragtir einnig tvískipta og heila kjóla Stærðir 36-48 DifDarion Reykjavíkurvegi 64, sími 565 1 147. staklingar og fyrirtæki möguleika á að kaupa sér heimildir á ný, svo fremi að kvótaverðið sé innan þeirra marka sem gerir útgerðina arð- bæra. Það er ekki kvóta- kerfið sem slíkt, heldur arðsemi rekstrarins sem skilur á milii feigs og ófeigs. Ef kvótinn hefði verið bundinn við byggðarlagið með ein- um eða öðmm hætti hefði óarðbær útgerð fylgt staðnum hvað sem Þröstur á hefði dunið. Það hefði Olafsson haft afleit áhrif á af- komu sjávarútvegsins í heild og einstakra sjávarplássa. Mikilvægi sjávarútvegsins fyrir þjóðarbúið er slíkt að það er óviðun- andi að stór hluti af takmörkuðum veiðiheimiidum sé nýttur á óarðbær- an hátt. Það dregur úr iífskjörum landsmanna. Það er ekki hægt að vemda óarðbær fyrirtæki jafnvel þótt þau séu mikilvæg fyrir einstök byggðarlög. Þetta er þeim mun mik- ilvægara sem heildarafli er minni. Hér verður að muna að við upphaf- lega úthlutun aflaheimilda var hugs- uð út frá því „réttlæti" að útdeila minnkandi heildarafla í hlutfalli við aflareynslu. Þannig fengu allir þeir Mikilvægi sjávarútvegs er slíkt, segir Þröstur Ólafsson, í annarri grein sinni, að óarðbær nýting veiðiheimilda væri óverjandi. sem þá stunduðu útgerð tækifæri til að ávaxta sitt pund. Þá bættist við að margar útgerðir í sjávarplássum úti á landsbyggðinni höfðu aðgang að sérstaklega niðurgreiddum lánum sem áttu að rétta af slakan rekstur. Við munum allar aðgerðimar á ámn- um fram til 1991. Því miður hefur það víða farið svo að þær útgerðir sem komnar vom í ógöngur við upphaf kvótakerfisins áttu sér fæstar viðreisnar von. Ekki bætti úr skák þegar þar við bættist að draga þurfti saman þorskafla um yfir 40%. Landsvæði sem mikið byggðu á þorskveiðum, eins og t.d. Vestfírðir, lentu verr útúr skerðingu þorskaflans en önnur. Reynt var að lina þá skerð- ingu með aukaúthlutun aflaheimilda sem teknar vom af sérveiðibátum. Vestfirðingar vanræktu hinsvegar upp til hópa að endurskipuleggja fyrirtæki sín og rekstur. Samdráttur í þorskafla og nýtt fiskveiðisstjórn- unarkerfi gaf þó fullt tilefni til þess. Því miður eyddu þeir dýrmætum aðlögunartíma í ófijótt andóf meðan aðrir endurskipulögðu rekstur, sam- einuðu fyrirtæki og hagnýttu sér breyttar leikreglur. Nú sem stendur er verð á varan- legum veiðiheimildum mjög hátt og mun að öllum líkindum haldast svo meðan heildaraflamark í bolfiski er aðeins um 280 þ. tonn. Með árvissri aukningu aflaheim- ilda mun verð þeirra vonandi lækka en það mun auðvelda mönnum að kaupa skip á ný. Þegar verð á skipi með aflamarki verður orðið hlutfalls- lega svipað og það var á skipum meðan enn var fijáls sókn, er mönn- um engin vorkunn að kaupa sér kvóta á ný. Enn er til hópur ráðamanna og forsvarsmanna atvinnulífsins sem með óskhyggju koma í veg fyrir að fyrirtæki og byggðarlög aðlagi sig breyttum aðstæðum við stjórn fisk- veiða og gylla sífellt óraunhæfa kosti. Það torveldar skynsamlega nýtingu og langtíma áætlanagerð að vera sífellt að hrópa að gjörbreyta þurfl stjórnkerfi, sem fest hefur sig í sessi og reynst hefur vel. „Kvótabraskið" Önnur alvarleg röskun sem skap- ast samfara ftjálsu framsali er þátt- taka sjómanna í kvótakaupum, sem gengur undir miður virðulegum nöfn- um svo sem kvótasvindl eða kvóta- brask. I krafti ráðstöfunarréttar síns geta útgerðaraðilar ráðskast með aflaheimildir, leigt þær og selt með þeim afleiðingum að sjómenn eru of oft neyddir til að taka þátt í þessum viðskiptum. Mest ber á „kvótabrask- inu“ á kvótalitlum bátum við suð- vesturströnd landsins. Þar er eftir- spum eftir leigukvótum mikil. Leiða má líkur að því að ósamræmið milli sóknargetu og aflaheimilda sé hvergi meira en þar, jafnvel þótt fiskgengd við Reykjanes sé mikil og vaxandi. Mikil uppkaup aflaheimilda af vertíð- arbátum á þessum slóðum fyrr koma nú fram með þessum hætti. Þarna þyrftu útgerðaraðilar að stofna kvótasamlag og safna þangað að- keyptum aflaheimildum sem þeir nýttu eftir ákveðnum reglum. Bent hefur verið á það að hægt sé að fá mörgum illa þokkuðum samningum hnekkt fyrir úrskurðar- nefnd ef einstök mál verða gerð opin- ber. Lítið hefur verið um að slík mál hafi verið tekin til meðferðar. Nýleg niðurstaða Félagsdóms ætti þó að draga verulega úr leiguliðafyr- irkomulaginu. Það mun líklega einn- ig hafa þau áhrif að minna verður fyrir þessa kvótalitlu báta að gera í framtíðinni. Besta leiðin til úrbóta er að sá afli sem veiðist með þessum hætti verði settur á frjálsan markað. Það kæmi í veg fyrir verstu mein- semdina. Vinna þarf gegn misnotkun með samningum og brejittri verð- lagningaraðferð en ekki með því að kasta kerfinu á burt. Ef útiloka á algjörlega misnotkun í viðskiptum með aflaheimildir þarf að afnema fijálst framsal veiðiheim- ilda. Stjórnkerfi án fijáls framsals er óhagkvæmt öllum. Sjómenn sem stétt myndu tapa meira á því fyrir- komulagi en á vanköntum núverandi kerfís. Nýtt stjórnkerfí sem grundvallað- ist á sóknareiningum mun nánast örugglega verða tengt fijálsu fram- ‘ sali sóknareininga. Framtíðarhags- munum sjómanna yrði ekki betur fyrir komið í þannig breyttu kerfí en í núverandi fyrirkomulagi og hugs- anlegt „sóknareiningasvindl" þar síst minna því eftirlitið yrði erfiðara. Fleiri fylgifiskar aflamarkskerfisins Brottkast afla er einnig vandamál sem eyrnamerkt hefur verið afla- markskerfinu. Afla hefur alltaf verið fleygt á Islandsmiðum eða honum hefur verið fleygt í gúanó eftir að í land kom. Þetta var alsiða löngu fyrir daga aflamarkskerfisins. Senni- lega er hvergi fleygt meira af físki en í Smugunni og er kvótakerfinu ekki fyrir að fara þar. Þetta breytir þó ekki því að brottkast afla í kvóta- kerfínu er sagt mikið þótt umræðan um það hafl dofnað að undanfömu. Enginn veit með nokkurri vissu hve miklum fiski er fleygt. Sögu- sagnir þar um eru mjög mistrúverð- ugar. Jafnvel þótt við göngum út frá því að brottkastið sé allnokkuð er málið hinsvegar margþættara en svo að kenna megi aflamarkskerfinu ein- göngu um. Það þekkist t.d. ekki leng- ur að net séu geymd í sjó yfir helgi hvað þá lengur eins og algengt var áður. Umgengnin um auðlindina hef- ur vissulega batnað. Ein ástæða fyrir brottkasti er að fiskurinn er orðinn of dýr til að það borgi sig að sigla að landi með undir- málsafla. Þá kallar sérhæfð land- vinnsla á sérhæfðar veiðar óháð veiðikerfum. Það er ekki líklegt að annað kerfi muni breyta þessu nema að litlu leyti. Á síðustu misserum hefur notkun ýmiss konar skilja í troll skilað eftir- tektarverðum árangri. Það verður að þróa þessa tækni betur og auka notkun hennar. Takist það, sem flest- ir sem til þekkja eru sannfærðir um, mun þetta vandamál ekki verða til staðar í framtíðinni nema í veigalitl- um mæli. Höfundur er hagfræðingur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.