Morgunblaðið - 03.04.1997, Page 34
34 FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1997
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
INGA JENNÝ
ÞORSTEINSDÓTTIR
+ Inga Jenný Þor-
steinsdóttir frá
Olverskrossi var
fædd 24. apríl 1921.
Hún lést á dval-
arheimilinu Hraun-
búðum, Vest-
mannaeyjum 10.
mars síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru hjónin Þórdís
Ólafsdóttir, f. 26.8.
1893, d. 27.1. 1970,
og Þorsteinn Gunn-
laugsson, f. 11.3.
1985, d. 14.10.1958.
Þau bjuggu lengst
af á Olverskrossi í Kolbeins-
staðahreppi, í Snæfells- og
Hnappadalssýslu. Af níu börn-
um þeirra, sem upp komust, var
Inga þriðja í röðinni. Þau eru:
Olgeir, Arndís, Fríða, Halldóra
Ágústa, Ólafía, Ásta, Sesselja
Þorbjörg og Ragnheiður Lilja,
og lifa þau öll systur sína. Um
tvítugt flutti Inga til Reykjavík-
ur og bjó þar lengst af. Síðasta
árið bjó hún þó í Vestmannaeyj-
um.
Fyrri maður Ingu var Óskar
Líndal Arnfinnsson matsveinn,
f. 7.7.1920, d. 23.11.
1991. Seinni maður
Ingu var Svavar
Guðjónsson, f. 22.5.
1917, d. 24.11.1973.
Inga Jenný eignað-
ist sex börn. Þau
eru: 1) Sigríður
Sæunn Óskarsdótt-
ir, f. 2.10. 1942,
maki Kjartan Már
ívarsson, búsett í
Vestmannaeyjum.
2) Steinþór Oskars-
son, f. 1.12. 1943,
d. 17.9. 1944. 3)
Þórdís Óskarsdóttir
Kámpe, f. 20.10. 1945, maki
Áke Ingemar Kámpe, búsett í
Svíþjóð. 4) Jakobína Óskars-
dóttir, f. 23.11. 1948, maki Ber-
gleif Joensen, búsett í Reykja-
vík. 5) Örn Óskarsson, f. 15.12.
1949, búsettur í Noregi. 6) Auð-
ur Óskarsdóttir, f. 15.1. 1951,
maki Guðmundur Einarsson,
búsett á Álftanesi. Barnabörn
Ingu eru 15 og barnabarna-
börnin 16.
Útför Ingu fer fram frá Bú-
staðakirkju í dag og hefst at-
höfnin kl. 13.30
Ég veit af lind, er líður fram
sem ljúfur blær.
Hún hvíslar létt við klettastall
sem kristal tær.
Hún svalar mér um sumardag,
er sólin skín.
Ég teyga af þeirri lífsins lind,
þá ljósið dvín.“
(Hugrún.)
Kæru frænkur og frændur. Með
fátæklegum orðum langar mig til
að minnast góðrar frænku minnar,
vinar og móðursystur, Ingu Jennýj-
ar Þorsteinsdóttur. Inga var fædd
og uppalin á Ölverskrossi í Kolbein-
staðarhreppi, ásamt átta syskinum.
Inga var mér ekki aðeins góð
frænka heldur einnig góður vinur.
Að eiga góðan vin eru verðmæti
sem einungis verða metin í andleg-
um skilningi. í dag er ég einum
vini mínum fátækari. Af hveiju
skrifa ég minningar mínar niður á
blað? Hvaða hvatir og þörf leiðir
til þess að ég vil minnast Ingu með
þessum hætti?
Fyrir mig er það léttir að geta
sagt þeim sem þetta les frá því
hvernig Inga var mér og mínu fólki
nú þegar leiðir okkar skiljast og við
kveðjum Ingu frænku hinstu
kveðju. Einnig langar mig til þess
að koma á framfæri þökkum fyrir
samfylgdina, hjálpina og vinsemd-
ina í minn garð og fjölskyldu
minnar.
Mig langar til þess að segja það
sem mér fínnst, það sagði mamma
mín alltaf. Þetta sagði Inga frænka
líka. Á æskuheimili mínu, Vestri-
Leirárgörðum í Leirársveit var alla
tíð mannmargt. Það var og er einn-
ig gestkvæmt enda skyldmenni
mörg bæði í föður og móðurætt.
Inga frænka var þriðja elst í níu
syskina hópi. Hún eignaðist sex
börn en missti einn dreng á fyrsta
ári. Þessi frændsystkini mín voru
tíðir og góðir gestir í Leirárgörðum.
Það var alltaf eftirvænting þegar
Inga kom því við vissum að hún
ætti sælgæti handa okkur sem þá
var sjaldgæft að fá í sveitinni.
Með okkur systkinunum í Leirár-
görðum sem vorum tíu talsins og
frændsystkinunum, börnum Ingu,
mynduðust missterk vinabönd. Það
fór allt eftir aldri. Sum okkar áttu
þau að góðum vinum. Aldurinn var
mér óhagstæður. En Inga Jenný
varð mér sérstök frænka og síðar
góður vinur. Hún er sérstök frænka
í minni minningu af einni ástæðu
sérstaklega.
Öll eigum við jólaminningar. Við
reynum að_ halda í gömul gildi og
góða siði. í minningunni er tvennt
sem skóp eftirvæntingu og var vissa
þess að jólin voru á næsta leiti. Hið
fyrra er sá tími þegar bændur
hleyptu hrútunum til ánna og fengi-
tíminn hófst í íjárhúsunum rétt fyr-
ir jólin. Nýtt líf kviknar.
Hitt, sem við systkinin biðum
eftir,_var lestur jólakveðja í útvarp-
inu. Á Þorláksmessu áttum við allt-
af von á jólakveðju frá Ingu
Jennýju. Sérstök jólakveðja til
heimilisfólksins að Vestri-Reyn,
Vestri-Leirárgörðum, Ystu-Görð-
um, Heggstöðum, Hraunholtum,
Stekkjarvöllum, Hamraendum og
Setbergi frá Ingu Jennýju.
Þá fyrst þegar við heyrðum
kveðjuna lesna vissum við að jólin
nálguðust hratt. Að heyra bæjar-
nafnið sitt lesið í útvarpinu var
merkilegt og sérstakt í mínum huga
og gerði Ingu Jennýju merkilega
og sérstaka frænku.
Eftir að ég hleypti heimdragan-
um og stofnaði eigin fjölskyldu
fylgdist ég enn með jólakveðjunum.
En nú mynduðust ný tengsl á milli
okkar Ingu, vinartengsl. Fjölskylda
mín og þá sérstaklega Hildur, eldri
dóttir okkar, fékk tækifæri til að
njóta hlýleika og vinskapar Ingu.
1976 þegar Hildur var fjögurra
mánaða og við hjónin bæði í skóla
vantaði okkur sárlega dagmömmu
fyrir hana. Við færðum þetta í tal
við Ingu en hún færðist undan í
fyrstu og taldi sig komna úr allri
æfingu. Ég fékk dætur hennar,
Bínu og Auði, í lið með mér og bað
þær að hafa áhrif á hana. Þetta
gekk og lét Inga þetta eftir sér sem
betur fer fyrir okkur hin.
Inga kom reglulega til okkar í
Barmahlíðina og passaði Hildi á
meðan við sóttum skóla. Nú eignuð-
um við okkur sérstakan hlut í Ingu
frænku og slepptum honum ekki
aftur. Hildur átti alltaf þijár ömm-
ur. Við héldum góðu sambandi og
glöddumst saman þegar við hitt-
umst. Inga kom til okkar til Dalvík-
ur þegar Hildur fermdist og var það
eins og að fá þriðju ömmuna í heim-
sókn. Inga hafði líka eignað sér
hlut í okkur. Inga var hreinskilin
og opinská og vildi að þannig væri
komið fram við sig. Hún var góður
vinur vina sinna.
Og þegar sjónin myrkvast mín
og máttur þver,
ég veit, að ljóssins draumadís
mér drykkinn ber.
Svo berst ég inn í bjartan sal
og blessað vor.
Þá verður jarðlífsgatan gleymd
og gengin spor.“ '
(Hugrún.)
Um leið og ég kveð frænku mína
og góðan vin vil ég votta frænda,
frænkum, Siggu Dæju, Dísu, Bínu,
Ödda, Auði, ömmu- og langömmu-
bömunm samúð. Megi guð þinn
styrkja þig í sorginni en minningin
um góðan vin vaka.
Sveinbjörn Markús Njálsson.
Elskulega systir okkar, við þökk-
um þér af heilum hug samveruna
og allar glaðar stundir.
Þegar við kveðjum þig hinstu
kveðju reikar hugurinn eðlilega
fram að Krossi.
Við minnumst samverustunda
okkar í ærslum og leik æskuár-
anna. Einnig minnumst við starfa
okkar heima á Krossi, gleði og
sorga. Lífið er ekki aðeins dans á
rósum. Með samhjálp og trúnni á
okkur sjálf og guð okkar náum við
að sigrast á erfiðleikum og áföllum
lífsins.
Elsku Sigga Dæja, Dísa, Bína,
Öddi og Auður, ykkur og ijölskyld-
um ykkar sendum við samúðar-
kveðjur og biðjum þess að með sam-
hjálp og trúnni á ykkur sjálf og guð
ykkar megið þið sigrast á áföllum
lífsins.
Guð blessi ykkur öll.
Systkinin frá Ölverskrossi.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibj. Sig.)
Sigríður, Þórdís, Jakobína,
Örn og Auður.
Nú er lífsgöngu þinni lokið,
amma mín, og þú sofnuð svefninum
langa. Umhyggja þín brást aldrei.
Við þökkum með kærleik og ást.
íris, Sylvía og Einar.
J
*
+
Útför elskulegrar móður, tengdamóður og
ömmu,
BJARNFRÍÐAR SIGURJÓNSDÓTTUR,
dvalar- og hjúkrunarheimilinu Seljahlíð,
Hjallaseli 55,
Reykjavík,
er lést þann 26. mars sl., fer fram frá Foss-
vogskirkju föstudaginn 4. apríl kl. 15.00.
Blóm eru vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hinnar
látnu, er bent á Hallgrímskirkju.
Þórður S. Gunnarsson, Helga Sigþórsdóttir,
Þórunn Helga Þórðardóttir.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalang-
amma,
KRISTÍN HALLGRÍMSDÓTTIR,
Neðri-Rauðalæk,
Glæisbæjarhreppi,
sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri laugardaginn 29. mars,
verður jarðsungin frá Bægisárkirkju mánudaginn 7. apríl kl. 13.30.
Steingrímur Þétursson,
Guðbjörn Pétursson, Hulda Kristjánsdóttir,
Kristfn Brynjólfsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
+
Hjartkær eiginkona mín,
KRISTRÚN ÍSLEIFSDÓTTIR,
Aðalgötu 21,
Stykkishólmi,
er látin.
Jarðsett verður frá Stykkishólmskirkju laugar-
daginn 5. apríl kl. 14.00.
Blóm eru afþökkuð, en þeir, sem vildu minn-
ast hennar, láti St. Franciskusspitalann í Stykkishólmi njóta þess.
Eyjólfur B. Ólafsson.
ASTA
ÁSBJÖRNSDÓTTIR
+ Ásta Ásbjörns-
dóttir fæddist
á Hellissandi á
Snæfellsnesi 27.
nóvember 1910.
Hún lést á Hrafn-
istu í Hafnarfirði
23. mars síðastlið-
inn og fór útför
hennar fram frá
Víðistaðakirkju 2.
apríl.
Nú er hún elsku
amma mín dáin. Auð-
vitað vissi ég að þessi
stund myndi renna upp
en það er erfitt að vera undir slíkt
búinn. Það er erfitt tii þess að hugsa
að hitta hana ekki aftur í þessu lífi
og mér þykir einnig leiðinlegt að
sonur minn skuli ekki hafa tæki-
færi til að kynnast þessari góðu
konu.
Mér þótti alltaf gaman að heim-
sækja hana enda fékk maður alltaf
svo hlýjar móttökur. „Nei, ert þetta
þú, elskan mín,“ sagði hún þegar
ég stakk höfðinu inn í dyragættina
hjá henni. Ég er mjög þakklátur
fyrir allar þær stundir sem við áttum
saman og minningarnar um þær eru
mér mjög dýrmætar. Þrátt fyrir að
hafa átt við veikindi að stríða síð-
ustu árin lét hún sem ekkert væri
og í mesta lagi gretti sig aðeins ef
ég spurði hana hvort henni liði illa.
í síðasta skipti er ég heimsótti
hana var hún ekki í herberginu sínu
á Hrafnistu eins og vanalega. Ég
bjóst við að eitthvað væri að en þá
sögðu starfsstúlkurnar á ganginum
mér að hún væri niðri við messu.
Við feðgarnir fórum þangað til
hennar og sátum hjá henni út mess-
una. Mér fannst hún dálítið döpur
í bragði og ég velti því fyrir mér
hvað hún hlyti að sakna afa mikið.
En nú eru þau samein-
uð aftur á ný og ég
veit að þeim líður báð-
um vel.
Sigfús Magnússon.
Þegar leiðin er á
enda og gott sam-
ferðafólk kveður
hrannast gjarnan upp
í huganum góðar
minningar frá liðinni
tíð. Slíkar minningar á
ég margar um hana
Ástu sem kvödd er í
dag og manninn henn-
ar hann Sigfús, sem látinn er fyrir
nokkrum árum. Ég flutti ung til
Hafnarfjarðar í nýtt hús við hliðina
á þeim við Hringbrautina sem þá
var nýtt hverfi í uppbyggingu.
Fyrsta sumarið sem við bjuggum
þar var ekki búið að laga lóðirnar
við húsin. Sigfús byijaði á að setja
nokkrar grasþökur sunnan við hús-
ið sitt og þar sat hún Ásta gjarnan
í góðu veðri og prjónaði með litla
drenginn sinn hjá sér. Hann var á
sama aldri og minn sem ég var þá
með í sandkassanum við okkar
hús. Hún bauð mér þá strax að
koma með hann upp á grasið svo
að þeir gætu leikið sér saman. Það
er óhætt að segja að þeir urðu þá
strax vinir og þori ég að fullyrða
að sú vinátta-er í fullu gildi enn í
dag. Hún eignaðist líka dóttur á
sama tíma og ég eignaðist annan
son minn og þau léku sér líka sam-
an sem börn og voru góðir vinir
og enn í dag finnst mér ég eiga
smá hluta í þessum tveimur börn-
um hennar eins og þegar þau voru
lítil.
Hún var fyrsta og eina manneskj-
an hér í bæ sem ég kynntist og
umgekkst utan Ijölskyldu mannsins
míns í allmörg ár. Börnin tengdu
okkur saman og voru grunnur að
vináttu sem entist vel enda þótt
sambandið rofnaði nokkuð með ár-
unum. Ásta var ákveðin í skoðun-
um, raunsæ og hlý í viðmóti og var
mér ákaflega góður vinur. Synir
mínir fundu það einnig ákaflega vel
að hjá henni áttu þeir vísan griða-
stað ef á þurfti að halda.
Við áttum margar góðar stundir
með börnunum heima við húsin eða
suður í hrauni og víðar við beija-
tínslu og eftirminnilega tjaldferð
fórum við austur á Þingvöll og vor-
um þar í nokkra daga í frábæru
veðri. Ýmislegt fleira gerðum við
sem gaman er að minnast og kem-
ur fram í hugann í dag.
Við byggðum á sama tíma eins
hús hlið við hlið við Sléttahraunið
og urðum fyrstu íbúarnir þar í göt-
unni. Þar áttum við líka margar
góðar stundir, bæði meðan staðið
var í byggingunni og unnið þar alla
frídaga, kaffið haft með og drukkið
í félagsskap í hraunbollanum bak
við húsin okkar þar sem margt var
skrafað um framkvæmdirnar.
Yngsti sonur okkar átti líka góðu
að mæta, fór oft í heimsókn á neta-
verkstæðið til Sigfúsar sem var
aðeins innar í hrauninu og bar Sig-
fús hann þá gjarnan á háhesti heim
aftur þegar hann fór í mat. Þau
hjón voru honum afar góð eins og
hinum tveimur._ Enn geymi ég fal-
legu fötin sem Ásta pijónaði á hann
lítinn, en hún var mikil hannyrða-
kona og bar heimili hennar því fag-
urt vitni.
Það er dýrmætt að hafa kynnst
og eignast að vinum svo gott og
traust fólk eins og þau hjón voru.
Þau eiga glæsilegan hóp afkomenda
og sendum við þeim öllum innilegar
samúðarkveðjur.
Við hjónin þökkum þeim báðum,
Ástu og Sigfúsi, af alhug fyrir allt
það er við áttum saman. Astu þakka
ég sérstaklega fyrir hlýju og vin-
áttu liðinna ára. Blessuð sé minning
þeirra beggja.
Elsa.