Morgunblaðið - 03.04.1997, Síða 36
36 FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1997
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
s
+
Ástkær faðir minn, tengdafaðir og afi,
HALLGRÍMUR HANSSON
húsasmíðameistari,
Skaftahlíð 9,
Reykjavík,
er látinn.
Útför hefur farið fram.
Jónas Hallgrímsson, Ásdís Haraldsdóttir,
Hallgrímur Jónasson, Ólafur Steinn Jónasson,
Viktoría Jónasdóttir, Ágústa Jónasdóttir,
Agnes Jónasdóttir.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, bróðir, afi og langafi,
EYJÓLFUR ÁGÚSTSSON
bóndi,
Hvammi,
Landsveit,
lést sunnudaginn 30. mars.
Jarðarförin auglýst síðar.
Guðrún J. Kristinsdóttir,
Katrfn Eyjólfsdóttir, Már Jónsson,
Ævar Pálmi Eyjólfsson, Kolbrún Sveinsdóttir,
Knútur Eyjólfsson, Edda Halldórsdóttir,
Selma Huld Eyjólfsdóttir, Jóhann Guðmundsson,
Anna Magnúsdóttir,
systkini, barnabörn, barnabarnabörn
og aðrír aðstandendur.
Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma,
LÓA FANNEY JÓHANNESDÓTTIR,
Laugarbrekku,
Hellnum,
verður jarðsungin frá Hellnakirkju laugardaginn 5. apríl kl. 14.00.
Aðstandendur leggja til rútu sem fara mun frá Umferðarmiðstöðinni
kl. 9.30.
Þeir, sem vildu minnast hinnar látnu, eru beðnir að láta Hellnakirkju njóta
þess.
Finnbogi G. Lárusson,
Helgi Þorkelsson,
Reynir Bragason, Jónasína Oddsdóttir,
Oddur Þráínsson,
Fanney Reynisdóttir,
Finnbogi Reynisson.
+
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
SIGURJÓN PÁLSSON
bóndi,
Galtalæk,
Rangárvallasýslu,
sem lést 30. mars sl., verður jarðsettur frá Skarðskirkju á Landi laugar-
daginn 5. apríl kl. 14.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast
hins látna, er bent á Slysavarnafélagið eða Krabbameinsfélagið.
Sætaferðir frá Bifreiðastöð l’slands kl. 12.00 og frá Fossnesti kl. 13.00.
Sigríður Sveinsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur og bróðir,
GUÐMUNDUR STEFÁNSSON
frá Hólkoti, Reykjadal,
Fífuríma 44, Reykjavík,
lést þriðjudaginn 1. apríl.
Fyrir mína hönd og annarra aðstandenda,
Hólmfríður F. Svavarsdóttir.
Ástkær eiginmaður minn,
VILHJÁLMUR HALLDÓRSSON,
Brekku,
Garði,
lést þann 1. apríl.
Fyrir hönd aðstandenda,
Steinunn Sigurðardóttir.
GIZUR
BERGSTEINSSON
+ Gizur Berg-
steinsson, fyrr-
um hæstaréttar-
dómari, fæddist á
Argilsstöðum í Hvol-
hreppi í Rangár-
vallasýslu 18. apríl
1902. Hann andaðist
í Reykjavík eftir
skamma sjúkrahús-
legu miðvikudaginn
26. marz síðastlið-
inn, tæplega níutíu
og fimm ára að
aldri. Foreldrar
hans voru Berg-
steinn Ólafsson,
bóndi og oddviti, og Þórunn
Isleifsdóttir, húsfreyja á Árgils-
stöðum.
Gizur kvæntist Dagmar Lúð-
víksdóttur árið 1931, og lifir hún
eiginmann sinn. Foreldrar
hennar voru Lúðvík Sigurður
Sigurðsson, útgerðarmaður og
kaupmaður á Neskaupstað, og
Ingibjörg Þorláksdóttir. Böm
þeirra eru Lúðvík, hæstaréttar-
Iögmaður, kvæntur Valgerði
Einarsdóttur, Bergsteinn,
bmnamálastjóri, kvæntur
Mörtu Bergmann, Sigurður,
sýslumaður, kvæntur Guðrúnu
Þóru Magnúsdóttir og Sigríður,
meinatæknir.
Gizur lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík
árið 1923 og lögfræðiprófi frá
Háskóla íslands 1927. Hann
stundaði framhaldsnám í lög-
fræði í Berlín og Kaupmanna-
höfn 1927-28.
Gizur starfaði sem endur-
skoðandi hjá sýslumönnum og
bæjarfógetum 1928-29. Hann
Gizur Bergsteinsson, tengdafaðir
minn, er látinn, níutíu og fjögurra
ára að aldri. Gizur gegndi lengst af
starfsævi sinnar háu embætti og var
fyrir það þjóðkunnur. Færri þekktu
hins vegar manninn bak við embætt-
ið. Vil ég því fara örfáum orðum
um þann mann er tengdafaðir minn
hafði að geyma.
Er ég kynntist Gizuri fyrir rúmum
þrjátíu árum bauð hann mig, unga
var skipaður full-
trúi í dóms- og
kirkjumálaráðu-
neytinu 1929 og
settur skrifstofu-
stjóri þar 1930 til
1931 og aftur 1934.
Hæstaréttardómari
var hann skipaður
1935, aðeins 33 ára
að aldri. Gegndi
hann því starfi allt
þar til honum var
veitt lausn frá emb-
ætti fyrir aldurs
sakir árið 1972 eða
alls um 37 ára skeið.
Hann var formaður ríkisskatta-
nefndar 1934-35. Áheyrnarfull-
trúi var hann við málaferli
Breta og Norðmanna í Haag
1950 um landhelgi Noregs.
Hann vann auk þess að undir-
búningi fjölda lagafrumvarpa,
þ.á m. til hegningarlaga og bif-
reiðalaga, til laga um barna-
vernd, til laga um meðferð opin-
berra mála, til laga um útlend-
ingaeftirlit og til laga um
Hæstarétt. Auk þess samdi hann
frv. til laga um meðferð einka-
mála í héraði með skýringum,
frv. til laga um loftferðir með
skýringum, frv. til laga um Iax-
og silungsveiði og frv. til námu-
laga. Hann var 1942 skipaður
formaður yflrmatsnefndar sam-
kvæmt lögum um lax- og silungs-
veiði og gegndi því starfi til árs-
ins 1990. Hann samdi rit um rétt-
arstöðu Grænlands og tímarits-
greinar um lögfræðileg efni.
Útför Gizurar fer fram frá
Dómkirkjunni í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
konu, velkomna í fjöískyldu sína með
virðingu og ljúfmennsku. Af kynnum
mínum af fjölskyldu hans varð mér
fljótt ljóst að Gizur unni konu sinni
Dagmar Lúðvíksdóttur og börnum
þeirra afar heitt og lifði farsælu fjöl-
skyldulífi.
Mér varð jafnframt ljóst að Gizur
var einstakur maður. Hann var hæ-
verskur og kaus að berast iítið á.
Hann sneyddi hjá samkvæmislífi og
+
Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og út-
för eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður,
afa og langafa,
SIGURÐAR SVEINS
GUÐMUNDSSONAR.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á dvalar-
heimilinu Hlíf og Sjúkrahúsi ísafjarðar fyrir ein-
staka umönnun og hlýju.
Aðalheiður Tryggvadóttir
Guðmundur Sigurðsson, Kristín R. Einarsdóttir,
Sóley Sigurðardóttir,
Heiðar Sigurðsson,
Magnús R. Sigurðsson,
Ólafur G. Sigurðsson,
Gerður Kristinsdóttir,
Jón Halldórsson,
Einhildur Jónsdóttir,
Hafdís Brandsdóttir,
Ósk Gunnarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Útför eiginmanns míns,
ÞORSTEINS BJARNASONAR,
Þelamörk 3,
Hveragerði,
fer fram frá Hveragerðiskirkju laugardaginn 5.
apríl kl. 15.00.
Jarðsett verður að Kotströnd.
Jóna María Eiríksdóttir,
Hrafnhildur Þorsteinsdóttir, Þór Þorsteinsson,
Heiðrún Þorsteinsdóttir, Jóhann Grétarsson,
Hrönn Árnadóttir.
félagsstarfsemi en einbeitti sér þeim
mun meir að fjölskyldu sinni og
fræðistörfum. Framkoma hans öll
einkenndist af einstakri háttvísi
bæði við unga sem aldna. Þeim sem
samskipti áttu við Gizur Bergsteins-
son duldist ekki að þar fór strang-
heiðarlegur og rökvís maður. Virð-
ing hans fyrir lögum var djúp og
mótaði hún líf hans og atferli allt.
Af samtölum okkar skildist mér,
eftir því sem árin liðu, að hann liti
svo á að lögin væru hinar skráðu
reglur samfélagsins og í raun grunn-
ur þess. Hann sagði það ekki berum
orðum en framganga hans bar þess
vitni að hann teldi að honum bæri
sem heiðvirðum manni að fara eftir
lögunum í stóru sem smáu. Með því
öðluðust menn sjálfsvirðingu og
sýndu samborgurum sínum um leið
virðingu. Afstaða hans til hinna
óskráðu reglna samfélagsins var
svipuð. Þannig virti hann til hins
ýtrasta reglur um háttsemi í sam-
skiptum fólks. Náunganum sýndi
hann ávallt kurteisi með framkomu
sinni sem og snyrtimennsku í klæða-
burði.
Gizur var farsæll maður bæði í
einkalífi sem og opinberu lífi. Starf-
ið var honum hvort tveggja í senn
áhugamál og afkomugrundvöllur.
Þar af leiddi að hann varði miklum
tíma í lestur fræðibóka. Átti hann
mikið bókasafn tengt hugðarefnum
sínum. Naut hann í því samhengi
mikils skilnings og stuðnings eigin-
konu sinnar. Mestum tíma eyddi
hann í lestur um lögfræðileg mál-
efni en einnig varði hann dijúgum
tíma í lestur um íslenska og ger-
manska málfræði. Fræðigrein sinni,
lögfræðinni, miðlaði hann úr báðum
þessum brunnum. Fjölskylda hans
og afkomendur nutu einnig góðs
af þekkingu hans og áhuga og
minnist ég þess á fyrstu hjúskap-
arárum mínum er hann lagði fyrir
yngri kynslóðina okkar erfið beyg-
ingardæmi ísienskrar málfræði til
þess að minna á fjölbreytileika
málsins. Þá átti hann það til, sem
lið í því að auka þroska og skilning
yngri kynslóðarinnar að varpa fram
spurningum sem ekki síður tengd-
ust heimspeki en lögfræði. Gizur
átti sér einnig önnur áhugamál en
þau sem beinlínis geta talist fræði-
leg. Hann gaf sér þó lítinn tíma til
þess að sinna þeim vegna anna við
störf sín. Frá unga aldri hafði Gizur
mikinn áhuga á hestamennsku og
útreiðum. Hann var laginn við hesta
og væri vilji eða gangur í hesti var
við búið að sá hinn sami vaknaði
til lífsins og gengi undir honum.
Gizur sat vel hest og naut þess að
ríða um æskustöðvar sínar í Rang-
árvallasýslu langt fram yfir áttræð-
isaldur. Hann vildi þó helst viljuga
gæðinga og breyttist sú ósk ekkert
þótt árin færðust yfir.
Segja má að Gizur hafí verið langt
á undan samtíð sinni í afstöðu ti!
útivistar og hreyfingar. Gekk hann
alla tíð mikið og við starfslok setti
hann sér að ganga úti helst fimm
tíma á dag. Þótt klukkustundunum
sem hann gengi fækkaði nú hin allra
síðustu ár, stundaði hann göngur
allt til hins síðasta eins og kraftar
og geta leyfðu.
Gizur Bergsteinsson er nú látinn
í hárri elli. Fyrir rúmum mánuði
fékk hann lungnabólgu sem leiddi
hann til dauða. Þrátt fyrir háan ald-
ur varð hann þó aldrei gamall í þeim
skilningi að hugur hans staðnaði og
áhuga hans á málefnum dagsins
þryti. Þvert á móti fylgdist hann
með í fagi sínu og almennri umræðu
allt til hins síðasta.
Hann átti því láni að fagna að
búa á eigin heimili ásamt eiginkonu
sinni og nánustu fjölskyldu til ævi-
loka. Hann fylgdist með velferð sér-
hvers fjölskyldumeðlims og reyndi
að efla og hvetja hvern og einn eins
og hann taldi að efni stæðu til.
Það er eðli fjölskyldna að til þeirra
sé stofnað, þær lifi sinn tíma, leysist
síðan upp og nýjar séu myndaðar.
Áhrifa mikilhæfra aðila getur þó
gætt löngu eftir að þeirra sjálfra
nýtur ekki lengur við. Gizur Berg-
steinsson var höfuð fjölskyldu sinnar
og hafði víðtæk áhrif innan hennar.
Afkomendur hans í annan og þriðja
lið vaxa nú sem óðast úr grasi. Það
væri þeim hollt sem og allri æsku
þessa lands að hafa í heiðri þær