Morgunblaðið - 03.04.1997, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1997 37
MINNINGAR
dyggðir er Gizur Bergsteinsson bjó
yfir í svo ríkum mæli.
Ég vil að lokum þakka tengdaföð-
ur mínum velgjörðir hans bæði and-
legar og veraldlegar.
Marta Bergman.
Nú þegar afi minn, Gizur Berg-
steinsson, hefur kvatt okkur sinni
hinstu kveðju, langar mig að minn-
ast hans með nokkrum orðum. Hann
var góður maður og honum var allt-
af efst í huga að gera rétt og vanda
sig í hvívetna, jafnt orð sín sem at-
hafnir. Þessir eiginleikar voru vissu-
lega mikilvægir fyrir mann sem set-
ið hefur í Hæstarétti íslands í 37
ár. Þar var mestur hluti ævistarfs
hans unninn enda var hann skipaður
hæstaréttardómari aðeins 33 ára
gamall. Þótt margir dómar Hæsta-
réttar, þar sem dómarar voru sam-
mála um niðurstöðu, hafi verið
samdir af honum, bera samt sérat-
kvæði hans því órækast vitni hversu
geysiöflugur lögfræðingur hann var.
Þau voru rökstudd af mikilli vand-
virkni og voru ekki aðeins góð lög-
fræði heidur einnig góð íslenska
enda lagði afi mikið upp úr því að
vanda mál sitt. Afi minn var síles-
andi og sívinnandi, enda var vinnu-
þrekið gífurlegt. Man ég varla eftir
honum öðru vísi en með bók í hendi
eða við skriftir. Ailtaf las hann lög-
fræðirit af ástríðufullri ánægju en
hann hafði þó mörg önnur áhuga-
mál. Hann hafði gífurlegan áhuga á
tungumálum og málfræði eins og
sératkvæðin hans bera vitni um. I
frístundum þótti honum gott að
dreifa huganum með því að lesa t.d.
Agöthu Christie á ensku, en einnig
alvarlegri bókmenntir á öðrum
tungumáium. Við barnabörnin nut-
um góðs af þekkingu hans og áhuga
á menntun og menningu og var
hann okkur gott fordæmi. Oft þegar
við afi sátum saman við borðstofu-
borðið á Neshaganum átti hann það
til að spyija mig hvað ég væri að
læra í skólanum og lét mig svo þýða
setningar af íslensku yfir á dönsku
eða ensku og stundum beygja lat-
neskar sagnir og nafnorð. Éf svörin
voru ekki rétt leiðrétti hann mig á
svo jákvæðan hátt að það varð manni
hvatning til að standa sig betur.
Sömu sögu hafa önnur barnabörn
hans að segja. Gizuri afa mínum var
óvenjuleg mannúð í blóð borin. Hann
var mikill dýravinur og neitaði af
þeirri ástæðu að snæða kjötmeti.
Dýravinátta hans birtist m.a. í mik-
illi ást á hestum og þótti honum
gott að bregða sér á hestbak þegar
hann kom í átthagana austur í Hvol-
hreppi í Rangárvallasýslu. Síðustu
árin áttu afi og amma kött og komst
enginn hjá því að taka eftir hversu
vænt afa þótti um hann. Það sem
mér er þó minnisstæðast um afa
minn er hversu vænt honum þótti
um íjölskyldu sína og var alla tíð
hlýlegur í framkomu og hafði góða
nærveru. Það var einstakt að fylgj-
ast með honum og Dagmar ömmu,
hversu mikla virðingu þau báru
hvort fyrir öðru og sýndu það í öllum
sínum verkum hversu vænt þeim
þótti hvoru um annað. Þegar amma
var komin yfir nírætt, spurði afi
hana einn daginn hvernig hún gæti
verið svona slétt í framan þrátt fyr-
ir sinn háa aldur. Þá svaraði hún:
„Það er vegna þess að þú hefur allt-
af verið svo góður við mig, Gizur
minn.“ Þau voru ekki aðeins hjón,
heldur líka bestu vinir. Þrátt fyrir
að afi hafi orðið næstum níutíu og
fimm ára gamall hélt hann góðri
heilsu og andiegum kröftum sínum
fram til þess síðasta.
Hans verður sárt saknað.
Blessuð sé minning Gizurar afa.
Dagmar Sigurðardóttir.
Með Gizuri Bergsteinssyni er
genginn merkur maður, sem naut
almennrar virðingar og hafði víðtæk
áhrif í þjóðfélagi okkar. Stóran hluta
starfsævi sinnar var hann dómari við
Hæstarétt íslands og markaði djúp
spor í sögu og þróun réttarins. Var
hann skipaður dómari þar á árinu
1935, aðeins 33 ára að aldri, og sat
þar til ársins 1972, eða í rúm 36 ár,
lengur en nokkur annar. Forseti rétt-
arins var hann samtals í 9 ár á þessu
tímabili, en lengst af tímabilsins var
kjörtímabil forseta eitt ár. Þetta voru
tímar mikilla breytinga í hinu ís-
lenska þjóðfélagi, frá því bændasam-
félagi, sem Gizur ólst upp í, til nú-
tímaþjóðfélags með gjörbreyttum
háttum á öllum sviðum. A starfstíma
Gizurar varð því mikil og ör þróun í
íslenskum rétti. Þar hafði hann mikil
áhrif sökum víðtækrar og næmrar
lagaþekkingar. Naut hann mikils álits
og trausts í störfum sínum, enda
hafði hann til að bera greind og
hæfileika, sem gerðu hann frábær-
lega hæfan til að leysa úr hinum
flóknustu viðfangsefnum. Hann var
víðlesinn á flestum sviðum lögfræð-
innar og gerði sér sérstakt far um
að fýlgjast m_eð nýjum straumum í
þeim efnum. í Hæstarétti reyndi sí-
fellt á ný og erfíð úrlausnarefni, sem
tekin voru vönduðum tökum og
kveðnir upp skýrir dómar. Þar voru
á þessum tíma dæmd mál á mörgum
sviðum réttarins, sem reyndust traust
fordæmi til framtíðar. Naut hér við
staðgóðrar lagaþekkingar, glögg-
skyggni og mannvits Gizurar og sam-
dómenda hans.
Ekki einasta nýttist þekking Giz-
urar Bergsteinssonar og hæfíleikar
í störfum hans sem dómari í Hæsta-
rétti, heldur átti hann drjúgan þátt
í að undirbúa nýja lagasetningu,
meðal annars á áður lítt þekktum
sviðum. Þannig átti hann mjög hlut
að mótun löggjafar á sviði sam-
gangna, en á fáum sviðum hafa orð-
ið eins gagngerar breytingar og
þar. Hann vann meðal annars að
frumvarpi að bifreiðalögum og ekki
síður er merkt framlag hans til laga
um loftferðir, en hann mun hafa
samið frumvarp að fyrstu lögum um
þau efni og skýringar með því. Þá
átti hann góðan hlut að löggjöf um
réttarfarsmálefni, bæði með meðferð
opinberra mála og einkamála, svo
og að löggjöf um Hæstarétt íslands.
Rétt er hér og að geta þess að Giz-
uri og samdómurum hans var það
æuð mikið kappsmál að dómar
Hæstaréttar væru ritaðir á góðu ís-
lensku máli eins og dómar réttarins
á ofangreindu tímabili bera glöggt
vitni um.
Þegar Gizur Bergsteinsson er nú
kvaddur hinstu kveðju minnist
Hæstiréttur íslands hans með mik-
illi þökk og virðingu. Þau störf, sem
hann og starfsfélagar hans unnu
innan veggja réttarins, lögðu traust-
an grunn, sem síðan hefur verið
byggt á. Sú ósk skal hér látin í ljós
að Hæstarétti megi auðnast um alla
framtíð að starfa af þeim trúnaði
og hollustu við lög landsins, sem
einkenndu öll störf Gizurar Berg-
steinssonar. Eiginkonu hans, frú
Dagmar Lúðvíksdóttur, og aðstand-
endum öllum er vottuð innileg samúð
við fráfall hans.
Haraldur Henrysson.
0 Fleiri minningargreinar um
Gizur Bergsteinsson bíða birting-
arogmunu birtast í blaðinu næstu
daga.
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR,
áður til heimilis
í Breiðumörk 5,
Hveragerði,
er lést á Hrafnistu í Reykjavík 22. mars, verður
jarðsungin frá Hveragerðiskirkju laugardaginn
5. april kl. 13.00.
Guðmundur Bjarnason,
Steinunn Bjarnadóttir, Ingi Sæmundsson,
Hafsteinn Bjarnason, Valdís Steingrímsdóttir,
Birgir Bjarnason,
Hildur Bjarnadóttir,
Guðrún Bjarnadóttir,
Björk Bjarnadóttir,
Kolbrún Bjarnadóttir, Morten Ottesen,
barnabörn og barnabarnabörn.
Jónas Helgason,
Sigurjón Björnsson,
t
Elskulegur faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir,
bróðir og afi,
EYJÓLFUR BJÖRNSSON,
Vötnum,
Ölfusi,
andaðist á Sjúkrahúsi Suðurlands þann 1. apríl.
Útförin fer fram frá Kotstrandarkirkju laugar-
daginn 5. apríl kl. 11.00.
Aldís Eyjólfsdóttir, Höskuldur Halldórsson,
Jóna Guðný Eyjólfsdóttir,
Þórður Kr. Karlsson, Soffía Adolfsdóttir,
Stefán Már Símonarson,
Aldis Björnsdóttir,
Geir Höskuldsson,
Viktor Elí Sverrisson.
t
Innilegar þakkir til allra, vina og vandamanna,
fyrir auðsýnda samúð og hlýhug, vegna frá-
falls elskulegs eiginmanns míns, föður okkar,
sonar og bróður,
GUÐJÓNS HAUKS HAUKSSONAR,
Holtsbúð 77,
Garðabæ.
Sérstakar þakkir til starfsfólks heimahlynning-
ar Krabbameinsfélagsins og deildar 12G á Landspítalanum
Álfheiður Emilsdóttir,
Haukur Guðjónsson,
fris Dögg Guðjónsdóttir,
Áslaug Hulda Magnúsdóttir,
Haukur Guðjónsson,
Margrét Hauksdóttir og fjölskylda,
Sigurlaug Hauksdóttir og fjölskylda.
t
Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
STEFÁNS GUTTORMSSONAR,
Mánagötu 12,
Reyðarfirði.
Dagmar Stefánsdóttir,
Einar Guðmundur Stefánsson, Birna María Gísladóttir,
Stefán Þórir Stefánsson, Kristín Guðjónsdóttir,
Guttormur Örn Stefánsson, Helga Ósk Jónsdóttir,
Sigfús Arnar Stefánsson,
Smári Stefánsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og jarðarför elskulegs föður
okkar, tengdaföður, afa og langafa,
HALLGRÍMS Á. KRISTJÁNSSONAR
pípulagningameistara,
Hraunbæ 12,
Reykjavík.
Hörður Hallgrímsson, Oddný Guðmundsdóttir,
Kristján Hallgrímsson, Steinhildur Sigurðardóttir,
Herdís Hallgrímsdóttir, Guðni Pálsson,
Svava Hallgrímsdóttir, Magnús Vilhjálmsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Öllum þeim, nær og fjær, sem minntust
INGÓLFS MÖLLER
fyrrverandi skipstjóra,
Dalbraut 21,
færum við dýpstu þakkir.
Ástúð ykkar og virðingu geymum víð I minningu okkar.
Skúli Möller,
Jakob R. Möller,
Elín Möller,
Anna R. Möller,
Ingólfur Jónsson,
Kristin Sjöfn Helgadóttir,
Jón G. Baldvinsson,
Stefán Hjaltested,
Hafdfs Hreiðarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem
sýndu okkur samúð og vinarþel við andlát og
útför
INGVARS EINARSSONAR,
Hraunbraut 27,
Kópavogi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks krabbameins-
deildar Landspítalans 11E, svo og til starfs-
fólks Heimahlynningar Krabbameinsfélags islands,
Fyrir hönd aðstandenda,
Anna V. Gissurardóttir.
t
Þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför
VALGERÐAR GUÐMUNSDÓTTUR,
Lindarbrekku,
Hvammstanga.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss
Hvammstanga fyrir góða umönnun.
Eggert Levy og aðstandendur.
t
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem
sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og
útför
SIGRfÐAR BJARNADÓTTUR.
Bjarni Jónsson og fjölskylda.