Morgunblaðið - 03.04.1997, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1997 43
BRÉF TIL BLAÐSIIMS
Miskunnsemi
Frá Eggerti E. Laxdal:
MARGT er að gerast í þjóðfélag-
inu, sem hefur valdið deilum og
umræðum, bæði meðal almenn-
ings og manna í æðstu stöðum.
Menn gerast dómharðir og leggja
allt kapp á að svifta fórnarlömb
sín frama og æru vegna misferlis,
sem mönnum er borið á brýn.
Engin refsing er talin of þung,til
þess að fullnægja kröfum um sið-
ferði og réttlæti. En er nokkur
maður syndlaus ef grannt er skoð-
að og ber ekki að taka orð meistar-
ans frá Nasaret alvarlega þegar
hann sagði: „Sá yðar, sem synd-
laus er, kasti fyrsta steininum."
Það er eitt orð í íslensku máli,
sem vonandi finnst ennþá í orða-
bókum, en þar á ég við orðið mis-
kunnsemi, sem er að missa meira
og meira af áhrifamætti sínum
og kemur það glöggt fram í öllum
samskiptum manna á meðal.
Dómharka og refsigleði eru aftur
á móti orð, sem sífellt virðast vera
að ná auknu vægi í þjóðfélaginu.
Þegar krafist er harðari refsinga
fyrir meint brot eiga slíkar kröfur
greiða leið inn í æðsta stjórnkerfi
landsins og eru umsvifalaust tekn-
ar til greina og samþykktar sem
lög.
Eg veit ekki hvort orðið mis-
kunnsemi finnst í lögbókum eða
í huga þeirra sem kveða upp dóma,
en óttast þó að lítið muni fara
fyrir því á þeim vettvangi. Verði
menn uppvísir að einhverju mis-
ferli, sem að sjálfsögðu getur ver-
ið ámælisvert, þá geta þeir átt það
á hættu að missa starf sitt, eigur
sínar og lenda loks í fangelsi um
lengri eða skemmri tíma. Þetta
þykir þó stundum ekki nóg, helur
eru þeir einnig sviftir ærunni
ævilangt og taldir óalandi og
óferjandi alls staðar í þjóðfélag-
inu. Hvað bíður svo refsifanga,
þegar refsivist lýkur og þeim er
sagt að nú séu þeir frjálsir menn.
Margir útskrifast allslausir,
heimilislausir og ofan á allt, at-
vinnulausir og eiga hvergi höfði
sínu að halla. Eitthvert afdrep
mun vera til fyrir þessa menn, en
það er ófullkomið og varla sæm-
andi lifandi mönnum. Þar eru vist-
mönnum settar reglurnar, því að
frelsi má ekki ríkja á slíkum stöð-
um. Meðal annars er þeim gert
að vera komnir heim á tilteknum
tíma á kvöldin, geri þeir það ekki,
þá er þeim úthýst og gert að
mæla göturnar næturlangt í öllum
veðrum. Þarna og víða annars
staðar þar sem fólk er vistað þyrfti
að hengja upp boðskap á veggina,
sem fjallar um miskunnsemi.
Þekkingarskortur á þýðingu þessa
orðs kemur fram í samskiptum
manna og þjóða og um allan heim,
bæði í þróuðum og vanþróuðum
ríkjum. Menn leita réttar síns með
ofbeldi og misþyrmingum og
krefjast hefndar telji þeir að gert
sé á hluta þeirra. Stundum gengur
þetta svo langt, að það kostar
mannslíf og í versta tilfelli styrj-
aldir, þegar þjóðir deila, með öllum
þeim hörmungum, sem þeim
fylgja.
Þá vantar ekki peninga, þeir
eru alltaf til þegar kaupa þarf
vopn og önnur drápstæki. Her-
mennirnir fá nógan mat, en biðji
sveltandi almúginn um brauðbita
til þess að seðja sárasta hungrið,
þá er honum synjað.
Það er mín tillaga til allra
manna og þá ekki síst þeirra, sem
stjórna þjóðum, að auka vægi
orðsins miskunnsemi og láta það
fá meira rými í öllum störfum sín-
um og ákvarðanatökum, sem
varða hag og velferð fólksins.
EGGERT E. LAXDAL,
pósthólf 174, Hveragerði.
Frá Pétri Grétarssyni:
REYKJAVÍK ætlar að skila hlut-
verki sínu sem ein af menningar-
borgum Evrópu árið 2000 með
sóma, samkvæmt yfirlýsingum
borgarstjóra
sem nú hefur ýtt
úr vör fram-
kvæmdafleyi
sem setja á kúrs-
inn. í stjórninni
situr fólk sem í
ræðu og riti hef-
ur sýnt að því er
treystandi til að
taka myndarlega
á málum og er
því ekki ástæða
til að efast um að verkefnið verði
til góðs fýrir íslenska menningu
hvort sem árangurinn verður mæld-
ur í fermetrum nýs tónlistarhúss
eða aukinni menningarvitund
þjóðarinnar. Vonandi getur þetta
farið saman.
Þess var ekki getið í Morgun-
blaðsgreininni um þetta fyrirbæri
fímmtudaginn 27. febrúar sl. hvort
milljónirnar tuttugu sem renna eiga
til verkefnisins á þessu ári séu þær
sömu og Reykjavíkurborg áætlar
til menningarstarfsemi sem ekki er
miðuð við menningarborgarveisl-
una. Þetta á kannski eftir að skýr-
ast. Það á líka eflaust eftir að skýr-
ast hver hlutur ráðuneytis menning-
armála verður í undirbúningi og
framkvæmd Menningarársins
2000.
í almennri greinargerð um mark-
mið verkefnisins er lögð áhersla á
að menningin eflist til lengri tíma
litið og segir m.a. að markaðssetja
skuli íslenska menningu erlendis.
Vonandi verður starfsemi stjómar
Menningarárs í beinum tengslum
uxur
Tískuver/Jun v/Nesveg
SeUjarnarnesi sfmi 561 1680
afsl.
rUll búð af n, ■
CHA * CHA
fimmtudag,
föstudag
og laugardag
C*C*D*K
CYKLES
C»C*D»K bolir nú
BasicTwiil buxur nú
New Silver buxur nú
Ballon buxur nú
Allar blússur nú
Menn-
ing
2000
við kynningarmiðstöðvar listgreina
í landinu svo að starfið nýtist lista-
mönnum til áframhaldandi kynn-
ingar á verkum sínum eftir að
menningarárinu lýkur.
Fyrir tveimur árum lét Félag ís-
lenskra hljómlistarmanna vinna
þarfagreiningu vegna þjónustu og
kynningarmiðstöðvar tónlistarflytj-
enda í Reykjavík, en aðstaða sem
í boði er fyrir tónlistarflytendur er
algjörlega óviðunandi og úrbóta
þörf hið snarasta.
Það hlýtur að teljast réttlætismál
að íslenskir tónlistarflytjendur njóti
nokkurs atbeina ríkis og borgar til
að byggja upp kynningarmiðstöð
fyrir list sína. Tónlist verður ekki
flutt nema með fulltingi hljómlistar-
manna og undanfarin ár hefur hlut-
deild þeirra í því sultarbrauði sem
menningarmál eru farið minnkandi.
Flytjendum hefur lengi sviðið það
óréttlæti að þeir skuli ekki njóta
sama réttar og aðrir listamenn sem
hafa með styrk frá hinu opinbera
getað starfrækt öflugar kynning-
armiðstöðvar fyrir listgreinar sínar.
Nægir hér að nefna Tónverkamið-
stöð og kynningarmiðstöðvar
myndlistarmanna og kvikmynda-
gerðarmanna. Þrátt fýrir ójafna
stöðu hefur FÍH hafið brautryðj-
endastarf fyrir íslenska tónlistar-
flytjendur, nú síðast með útgáfu á
jazztónlist og klassískri tónlist.
Þessi útgáfa er þungamiðjan í
öflugri kynningu á íslenskum tón-
listarflytjendum sem nú er hafin á
erlendri grundu í nafni ÍSDISKA.
Menntamálaráðuneytinu var sent
erindi nýlega vegna kynningarmið-
stöðvar tónlistarflytjenda, en svar
hefur ekki borist við umsókn um
að ráðuneytið kosti starfsmann til
reynslu í eitt ár til að vinna að
gagnabanka um möguleika ís-
lenskra tónlistarflytjenda á erlend-
um mörkuðum.
Hér er kjörið tækifæri fýrir
menntamálaráðuneytið og Reykja-
víkurborg að sameinast í öflugri
kynningu á íslenskum tónlistarflytj-
endum í tengslum við Menningarár-
ið 2000. í tengslum við starf fram-
kvæmdanefndar Menningarársins
2000 mætti reka þjónustumiðstöð
tónlistarinnar í landinu í þágu alls
tónlistarfólks.
PÉTUR GRÉTARSSON,
hljómlistarmaður.
Ókeypis lögfræðiaðstoð
í kvöld milli kl. 19.30 og 22.00
í síma 551 1012.
Orator, féiag iag
cinemci.
Kœru vibskiptavinir
Um leib og við bjóðum Rakel
Ársælsdóttur velkomna, viljum
við láta ykkur vita að hún hefur
hafið störf á stofunni okkar.
FAXAFENI 9
108 REYKJAVÍK
SÍMI 588 9299
RALA
Rannsóknastofnun
landbúnaðarins
Bændasamtök íslands
BÚSKAPUR OG VIST Á NORÐURSLÓÐ
Fundur í Borgartúni 6, Reykjavík,
föstudaginn 4. apríl 1997, kl. 13.00.
Haldinn í tilefni af útkomu 10. heftis fræðiritsins BÚVÍSINDA,
sem tileinkað er dr. Sturlu Friðrikssyni.
Dagskrá
Fundarstjóri: Sigurgeir Þorgeirsson, framkv.stj. Bændasamtaka íslands
kl. Inngangur
13.00 Ávarp og setning - Þorsteinn Tómasson, forstjóri
rannsóknastofnunar landbúnaöarins
13.10 Kynning og afhending rits - Friörik Pálmason, ritstjóri búvísinda
13.20 Ávarp Sturla Friðriksson
Erindi
13.30 Störf dr. Sturlu Friðrikssonar - Stefán Aðalsteinsson
13.45 Kynbætur fóðurjurta fyrir norðurslóðir - Áslaug Helgadóttir
14.00 Áhrif nituráburðar og sláttufjölda á túngrös - Bjarni E. Guðleifsson
14.15 Áhrif nokkurra þátta á spírun melfræs - Sigurður Greipsson og
Anthony J. Davy
14.30 Túnbeitartilraunir með sauðfé og kálfa á Hvanneyri - Ólafur R.
Dýrmundsson, Sigurður H. Richter og Jón Viðar Jónmundsson
Kaffihlé
15.15 Hitafar og gróður - Páll Bergþórsson
15.30 ( norðlenskri vist - Grétar Guðbergsson
15.45 Áhrif sinubruna á vistkerfi framræstrar mýrar - Guðmundur
Halldórsson
26.00 Gróðurframvinda í Surtsey - Borgþór Magnússon, Sigurður H.
Magnússon og Jón Guðmundsson
16.15 Umræður
16.40 Fundarslit - Árni Bragason, forstöðumaður Rannsóknastöðvar
Skógræktar ríkisins
Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis