Morgunblaðið - 20.04.1997, Page 16

Morgunblaðið - 20.04.1997, Page 16
16 B SUNNUDAGUR 20. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ PILAGRIMSFERD ^PALESTÍNU VEGGSPJALD með mynd af Yasser Arafat, forseta Palestínumanna, gnæfir yfir götu í Gazaborg. húsinu. Ég rumskaði yfirleitt um fimm leytið á morgnana þegar kall- að var tii bænda í gegnum hátalara sem staðsettir eru víðsvegar um borgina. Kóraninn var kyrjaður djúpri röddu og þótt ótrúlegt megi virðast, var þetta notaleg stund. Þá vafði ég teppinu betur utan um mig og sofnaði djúpum svefni. Hanagalið kom mér svo á fætur um sjöleytið. Ég fékk aftur á móti töluverðan skammt af „kúltúrsjokki" er húsinu sleppti. Við fórum í nokkrar skoðun- arferðir um Gaza svæðið og þá skall raunveruleikinn harkalega á mann. Meirihluti íbúa Gaza-svæðisins býr við ömurlegar aðstæður. Göt- umar eru flestar eitt drullusvað og urðu nær ófærar þegar rigndi. Hús- in eru í niðurníðslu, vöruúrval af skornum skammti og fátæktin yfir- þyrmandi. Börnin leika sér berfætt og eftirlitslaus úti á götu og hoppa um í drullupollunum. Fyrst um sinn fannst mér sú sjón átakanleg og mig langaði að taka þau öll undir minn verndarvæng. En þegar ég var farin að venjast þessum gjör- ólíka veruleika og horfði undir yfir- borðið og bar þessi börn ekki leng- ur saman við íslensku börnin í Lev- is buxunum með fallegu reiðhjólin sín, þá sé ég að þessi börn voru ekki síður hamingjusöm. Þau voru öll hlæjandi í leik sínum, höfðu greinilega nóg að borða og voru svo frjáls í æskusakleysi sínu. En fram- tíð þeirra er vissulega ekki björt, á meðan ísrael heldur fast við sína apartheit-stefnu. Ahersla á menntun Er ég keyrði um Gaza, fannst mér mjög athyglisvert að sjá litlu börnin ganga berfætt í forinni með sínar skólatöskur á bakinu. Mennt- un er Palestínumönnum afar mikil- væg og þeir hafa í gegnum píslar- göngu sína haft það að leiðarljósi að mennt sé máttur. Þor þeirra til þekkingarleitar og uppfræðslu hef- ur verið eitt af fáum vopnum þeirra til sjálfsvarnar og til uppbyggingar sjálfstæðis þjóðarinnar. Palestínu- menn eru menntaðastir allra araba- þjóða og er það mjög athyglisvert í ljósi þess að þeir hafa verið land- iaus þjóð. Við keyrðum einnig um betri svæði borgarinnar og skoðuðum hús Arafats utan frá. Það var mjög stórt og voldugt, staðsett nærri Miðjarðarhafinu. Húsið er að sjálf- sögðu vaktað af öryggisvörðum og mér var meinað að taka mynd. Arafat á nokkur heimili víðsvegar um heiminn og reynir að halda búsetu sinni leyndri. Hann er óneit- anlega í þeirri stöðu að vera um- deildur leiðtogi. Ég náði mynd af húsi Abu-Mazin, sem er næstur Arafat að völdum. Ég smellti af út um gluggann á bílnum. Uppbygging íbúðarhúsnæðis stendur yfir í nokkrum hlutum borgarinnar, en það virðist ganga hægt og flest nýju húsanna stóðu auð. Sameinuðu þjóðirnar reka stór- ar bækistöðvar á Gaza og bílar merktir UN, stöfum Sameinuðu þjóðanna, sáust daglega á ferli í umferðinni. Palestínski fáninn var alls stað- ar, ekki aðeins blaktandi á fána- stöngum, heldur málaður á hús- veggi, umferðarskilti og jafnvel ru- slatunnur. Fáni Palestinumanna er greinilega ekki bara sparitákn held- ur er hann þeim hið sanna samein- ingartákn og virkilega notaður. Við birgðum okkur á útimarkaði, sem var ævintýri út af fyrir sig. Hávað- inn var ógurlegur; ég tróð mér áfram á milli kuflanna og asnanna, steig til skiptis ofan í drullupolla og asnaskít. Söluvarningurinn var skemmtilega fjölbreyttur. Þar var að finna allt frá ódýrum snyrtivör- um og ávöxtum, upp í 24 karata glæsilega gullskartgripi. Þarna á markaðnum komst ég einnig að því að dömubindin fljúga ekki á vængj- um á Gaza ...! Ég hafði gaman af að sjá konurn- ar kuflum klæddar og með blæjurn- ar vafðar fyrir nær allt andlitið, skoða djörf undirföt sem héngu skammlaust til sölu innan um gráa kuflana og slæðumar. Þau voru gjarnan sett eldrauðum blúndum og svo efnislítil, að fröken vestræn fór hjá sér! Það leyndist sem sagt ýmislegt spennandi undir blessuð- um kuflunum. Ömmubróðir Alex fór með okkur í eina skoðunarferðina. Hann er nýlega kominn af spítala eftir að hafa verið meira og minna rúmliggj- andi og óvinnufær í tvö ár. Hann hafði tekið þátt í götuóeirðum þeg- ar Intifada stóð sem hæst og var vopnlaus á flótta undan ísraels- mönnum. Skotið reið af á tveggja metra færi og fór í gegnum bijóst- kassann. Það er talið kraftaverk að hann skuli hafa lifað þetta af. Hann sagði mér frá þessu ósköp rólega. Veruleiki þessara manna er svo ólíkur okkar. Það telst varla til tíðinda að vera skotinn. Vonbrigði með fyrirheitna landið Þessi maður vissi að ég var að vinna að blaðagrein um lífíð á Gaza og bað mig að nafngreina sig ekki. Hann sagði mér að fjöldi Palestínu- manna hefði flutt á Gaza-svæðið eftir uppreisnina. Arafat var orðinn forseti og fólk bjóst við að ástandið væri orðið miklu betra. En margir urðu fyrir miklum vonbrigðum með fyrirheitna jandið, langþráða fóst- uijörðina. Ýmislegt hafði versnað við Intifada. Fyrir uppreisnina unnu margir Palestínumenn í Jerúsalem og á öðrum stöðum utan Gaza, en nú hafa fæstir þeirra útgönguleyfi lengur og hafa því misst atvinnu sína. Þeir eru lokaðir inni á Gaza- svæðinu. Verslun er einnig þung í vöfum, Palestínumenn eru háðir ísraelum um allan inn- og útflutn- ing og þurfa að greiða ísrael 17% skatt af þeim vörum sem þeir kaupa. Palestínumenn þurfa svo einnig að nota ísraelskan gjaldmiðil. Fyrrgreindur aðili fór með okkur einn daginn í mjög fallegan kirkju- garð, þar sem fallnir Palestínumenn úr Intifada hvíla. Svartklædd kona tók á móti okkur við innganginn og gaf öllum súkkulaði sem heim- sóttu þennan garð. Við skoðuðum vel hirt og falleg leiðin og fylltumst sorg og vanmætti er við stóðum við gröf fimm ára drengs, sem fallið hafði fyrir hendi ísraelsks her- manns. Mér varð hugsað til sonar míns sem var þessa stundina að leika sér svo saklaus úti í garði hjá ömmu, annars staðar á Gaza. Við skoðuðum einnig gröf eins fyrirliða Hamas-samtakanna, sem hafði verið eftirlýstur af Israel og stórar fjárfúlgur lagðar til höfuðs hans. Hann fór huldu höfði á Gaza, en það náðist til hans að lokum. Það var magnþrungin stund er við stóðum þögul við gröf hans, og rokið ijátlaði við palestínska fán- ann, er stoltur gætti grafarinnar. Hryðjuverk á friðarferlinu Ég var á Gaza þegar Hamas- samtökin sprengdu kaffihús í Tel Aviv 21. mars með hörmulegum afleiðingum. CNN færði okkur þessa frétt og íjölskyldan þusti að sjónvarpinu. Ég fylgdist með við- brögðum þeirra og fann hversu hræðilegur þeim fannst þessi at- burður. Þau höfðu greinilega mikla samúð með fórnarlömbum árásar- innar. Ég þakkaði mínum sæla fyr- ir að vera á Gaza á þessum tíma en ekki á flakki um ísrael. Hamas- menn sprengja ekki sitt eigið fólk. Andrúmsloftið var þó spennu- þrungið og karlarnir mættu fyrr en „Borðar barnabarn mitt Yaffa appelsínur ísraelsmanna á íslandi?“ KAMAL Abu-Samra sneri aftur til æskustöðva sinna á Gaza þegar svæðið fékk sjálfstjórn eftir 30 ára útlegð. Hann er verk- fræðingur, var félagi í Frelsis- samtökum Palestínu (PLO) og er kunnugur Yasser Arafat. Hann er einnig afi sonar míns. Daginn eftir að Hamas-samtökin sprengdu kaffihús í Tel Aviv og aðeins hafði dregið úr spennunni taldi ég kjörið að taka stutt viðtal við afa. Aðdragandinn að því var dálítið kostulegur. Alex sonur minn sat á gólfinu í stofunni þetta kvöld og var að dunda sér við að teikna. í barnslegu sakleysi sínu fór hann að teikna ísraelska fánann, sem hann hafði séð víðs vegar í Jerú- salem er við fórum þangað í dags- ferð. Ég varð ögn vandræðaleg er hann rétti afa sínum myndina stoltur, en afi hló góðlátlega og hjálpaði barninu að lita fánann. Að því loknu fékk Alex auðvitað kennslu í að teikna og lita palest- ínska flaggið! Mér fannst þetta tilvalinn undirbúningur fyrir við- talið. Ég fékk mér rótsterkt kaffi og sígarettu með honum og beindi umræðunum að pólitíkinni. „Kam- al, hvað finnst þér, gömlum póli- tíkusi úr PLO, um það sem er að gerast í friðarferlinu?" Afi setti sig í stellingar og var mikið niðri fyrir: „í fyrsta lagi er ákvörðunin um nýtt íbúðarhverfi gyðinga í Austurhluta Jerúsalem gróft brot á samþykktum Sameinuðu þjóð- anna. Einnig brýtur hún í bága við Hebron-samkomulagið. Bill Clinton sagðist harma þessa ákvörðun Israelsstjórnar, en gerði ekkert frekar í málinu, þó svo að Bandaríkin hefðu gengið í ábyrgð fyrir Hebron-samkomu- laginu. Hann hefur því ekki stað- ið við sinn hlut og svikið okkur blákalt og opinberlega. Hvaða önnur þjóð kæmist upp með þetta en Bandaríkjamenn?" Netanyahu hinn eiginlegi hryðjuverkamaður Honum er greinilega mikið niðri fyrir en rólegur þó. „Þjóðir heims ættu að setja viðskipta- bann á Israel og þrýsta á þá bæði póiitiskt og efnahagslega. Það verður aldrei friður á meðan þeir halda áfram valdaráni um hábjartan dag og það oftast í beinni útsendingu CNN! ísraelar eru búnir að drepa friðarsam- komulagið með blóðugum hnefa sínum. Þeir eru hryðjuverka- menn sem bera áætlanir sínar og málstað ekki á torg, heldur dulbúa þær og keyra landið okk- ar niður með jarðýtum. Netanya- hu er hinn eiginlegi hryðjuverka- maður; hann framdi hryðjuverk á friðarferlinu. Hann vissi ná- kvæmlega hvaða afleiðingar það hefði í för með sér að rjúfa frið- arsamkomulagið. Blóðið er því hans. Þegar við veitum svo mót- spyrnu við nýbyggingunum, þá segir hann ofbeldi okkar mestu ógnunina við friðarferlið! En uppreisn okkar er svar við ólög- mætum aðgerðum. ísraelar leika sér með friðar- ferlið líkt og stráklingar í fót- bolta, þeir bera ekki meiri virð- ingu fyrir því en það. Þessar tvær þjóðir geta aldrei lifað saman í sátt og samlyndi með þessu áframhaldi. Við sitjum heima og sjáum fréttir í sjónvarpinu um að Israelsmenn séu harkalega gagn- rýndir af ríkisstjórnum um allan heim og málsstaður okkar virðist loksins eiga skilning hjá ykkur sem búið fjarri þessum slóðum. En á meðan erum við lokaðir inni á Gaza-svæðinu, valdalausir og niðurlægðir. Hvernig virkar þetta? Sjáið þið þetta sem hveija aðra frétt sem gleymist næsta dag eða jafnvel fyrr?“ Hann lyftir brúnum. „Vesturlandabúar eru alltaf að tala um mannréttindi og brot á þeim. Alla vega virðist það vera vinsælt umræðuefni. En hér er um að ræða heila þjóð er sætir mannréttindabroti, er meinaður rétturinn til að lifa sem sjálfstæð- ir einstaklingar í okkar eigin landi.“ Við fáum okkur meira kaffi og spjöllum aðeins almennt, svona til að losa lítið eitt um spennuna. Allir aðrir í húsinu eru gengnir til náða. Skyndilega segir afi: „Segðu mér eitt. Borðar barna- barn mitt Yaffa appelsínur ísra- elsmanna á íslandi?" Hryðjuverk ekki raunhæf lausn „Hver er skoðun þín á hryðju- verkum?" spyr ég því næst og læt appelsínurnar liggja á milli hluta. YASSER Arafat, forseti Palestínumanna, ásamt Kamal Abu-Samra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.