Morgunblaðið - 24.04.1997, Side 2

Morgunblaðið - 24.04.1997, Side 2
2 FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Félagsdómur dæmir verkfallsboðun í Sandgerði ólögmæta Friðarskylda komst á við undirritun samnings FÉLAGSDÓMUR féllst í gær á kröfur Vinnuveit- endasambands íslands um að ólöglega hefði verið boðað til verkfalls sem Verkalýðs- og sjó- mannafélag Sandgerðis boðaði með bréfi sem barst VSÍ daginn eftir að kjarasamningur sem Verkamannasambands íslands gerði fyrir hönd félagsins hafði verið undirritaður. Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, segir að niðurstaðan hafi ekki komið á óvart því önnur niðurstaða hefði verið fráleit en Björn Grétar Sveinsson, formaður VMSÍ, segist hafa talið málið unnið og að niðurstaðan kalli fram ótal spurningar í sambandi við undirskrift samninga í framtíðinni. Félagið hefur fellt samninginn Upphaflega átti verkfallið, sem Verkalýðs- og sjómannafélag Sandgerðis boðaði til með bréfi dagsettu 24. mars er barst VSÍ 25. mars, að koma til framkvæmda 2. apríl en félagið fre- staði því fram yfir atkvæðagreiðslu um samning- inn og átti verkfallið að koma til framkvæmda á miðnætti 29. apríl, þar sem félagið hefur fellt samninginn. VSÍ taldi þessa verkfallsboðun ólögmæta þar sem við undirskrift kjarasamningsins 24. mars hefði komist á gildur en skilyrtur kjarasamning- ur og því væri vinnudeilunni lokið og ekki nein óumsamin kröfugerð uppi sem gæfi tilefni eða heimild til að knýja á um gerð samnings með boðun verkfalls. Við undirritun komist á friðar- skylda og á friðarskyldutíma verði verkfalli ekki haldið uppi. Ennfremur sé ekki hægt að fresta framkvæmd verkfalls sem ólöglega hafi verið boðað í upphafi. Á þessi rök féllst félagsdómur í gær og seg- ir meðal annars í niðurstöðum dómsins að það sé skilyrði lögmætrar ákvörðunar um boðun vinnustöðvunar að samningaviðræður eða við- ræðutilraunir um framlagðar kröfur hafi reynst árangurslausar þrátt fyrir milligöngu ríkis- sáttasemjara. „Með undirskrift kjarasamningsins 24. mars sl. íauk vinnudeilu málsaðila a.m.k. um stundar- sakir, enda hafði þá náðst samkomulag um kröf- ur aðila, hvað sem síðar yrði, færi svo að samn- ingurinn yrði felldur," segir í dóminum. „Þar sem svo stóð á verður ekki talið að skil- yrði 14. greinar laga nr. 80/1938 [um stéttarfé- lög og vinnudeilur] til að gera verkfall hafi ver- ið uppfýllt, enda er verkfallsheimildin, eins og fyrr segir, bundin þeim tilgangi að vinna að fram- gangi krafna í vinnudeilum." „Það er fallist á okkar sjónarmið i þessu máli og það kemur mér ekki á óvart því að það hefði verið fráleit niðurstaða ef það hefði verið talið löglegt að boða verkfail þrátt fyrir það að gerður hefði verið kjarasamningur," sagði Þórar- inn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ í samtali við Morgunblaðið í gær. Ein vitleysan enn „Ég hef ekki séð dóminn en lýsi vonbrigðum með þessa niðurstöðu. Þetta hefur sjálfsagt eitt- hvert fordæmisgildi en þetta er ein vitleysan enn í sambandi við þessi nýju lög. Það eru að koma í ljós fleiri og fleiri vitleysur. Þetta þýðir að menn mega ekki klára lýðræðislegar aðgerðir með atkvæðagreiðslu ef það er búið að skrifa undir. Ég taldi að þetta væri unnið mál. Þetta kallar fram ótal spurningar í sambandi við undirskrift samninga í framtíðinni," sagði Björn Grétar Sveinsson, formaður Verkamannasambands ís- lands. „Þarna hefur lýðræðið sem Páll Pétursson talaði svo fjálglega um í sambandi við þessi lög enn einu sinni birst á öfugan hátt.“ Yélin lenti í ókyrrð FRANS Hilbert Pind, danskur flug- maður vélarinnar sem brotlenti vestan við Reykjavíkurflugvöll á þriðjudag, hefur komið því á fram- færi í gegnum Flugmálastjórn að hann hafi verið í eðlilegu aðflugi að flugbrautinni skömmu áður en vélin brotlenti. í síðasta hluta aðflugsins hafi hann hins vegar lent í mikilli ókyrrð eða niðurstreymi, þannig að afl hreyfilsins hafi ekki verið nægilegt til þess að halda fullri stjórn á flug- vélinni. ■ Engin mistök/6 ------»■■■♦ » Lengra gæslu- varðhald HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur samþykkti í gær kröfu Rannsóknar- lögreglu ríkisins um framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir þremur mönnum sem handteknir voru í tengslum við rán á peningum 10-11 búðarinnar í seinustu viku. Mennimir höfðu verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 23. apríl, en að kröfu lögreglu verða þeir í gæslu- varðhaldi til 30. apríl. Engar upplýs- ingar fengust um hvemig rannsókn málsins miðar hjá RLR í gær. Formaður utanríkismálanefndar um efnavopnasamning Afgreiðslu flýtt þegar málið berst GEIR H. Haarde, formaður utanrík- ismálanefndar Alþingis, segir að þingið muni hraða afgreiðslu efna- vopnasamningsins um leið og það fái hann í hendur. Utanríkisráðu- neytið hafi hins vegar enn ekki skilað samningnum af sér til þings- ins. Fram hefur komið að íslenzk fyrirtæki í efnaiðnaði geti orðið fyrir óþægindum, dragist staðfest- ing samningsins. „Það er ekki nokkur einasti vafi á að Alþingi mun geta afgreitt samninginn með hraði og við höfum óskað eftir að fá hann til meðferðar sem fyrst. Það er yfirlýstur vilji í utanríkismálanefnd að hraða mál- inu,“ segir Geir. „Það jaðrar við hneisu að ísland sem ríki skuli ekki geta komið þessu máli frá sér á réttum tima.“ Geir segist ekki átta sig á því hver forgangsröðunin sé á samning- um af þessu tagi í utanríkisráðu- neytinu. „í utanríkismálanefnd höfðum við til dæmis til meðferðar í [gær]morgun alþjóðlegan samning um ráðstafanir gegn eyðimerkur- myndun, til dæmis í Afríku. Ef ég hefði átt að forgangsraða sjálfur, hefði efnavopnasamningurinn orðið á undan," segir Geir. Þingfundir ekki fyrr en eftir gildistöku Úr þessu getur orðið snúið að fullgilda efnavopnasamninginn áður en hann tekur gildi næstkom- andi þriðjudag. Aðeins fimm dagar eru nú til stefnu. Auk þess gerir starfsáætlun Alþingis ekki ráð fyrir þingfundum fyrr en 2. maí, þar sem halda á nefndafundi í næstu viku. Breyta þyrfti starfsáætluninni ef takast ætti að fullgilda samninginn fyrir gildistöku hans. Morgunblaðið/Golli Möguleikar „listdansmeyja“ á að starfa hérlendis þrengdir Verða að framvísa gögnum frá listaskólum Félagsmálaráðuneytið hefur kveðið upp úr um meðferð umsókna um atvinnuleyfi hérlendis fyrir ein- staklinga sem dansa svokallaðan listdans, og er talið að úrskurðurinn muni takmarka mjög möguleika þessara aðila á að starfa hérlendis. Útlendingaeftirlitið fékk fyrir skömmu svar við fyrirspum til fé- lagsmálaráðuneytisins, vegna um- sóknar sem Útlendingaeftirlitið hafði fengið um vegabréfsáritun fyr- ir tvær stúlkur frá Eistlandi, en til- gangurinn með komu þeirra hingað til lands var að dansa nektardans. Útlendingaeftirlitið vildi kanna hvort stúlkurnar féllu undir ákvæði laga um atvinnuréttindi útlendinga, þar sem kveðið er á um að lista- menn sem koma hingað til lands geti stundað starf sitt í takmarkað- an tíma án sérstaks atvinnuleyfis og án þess að greiða gjöld og skatta af þeirri starfsemi, eða hvort þeim bæri að sælq'a um atvinnuleyfi hér á landi. Eðlileg verklagsregla í svari ráðuneytisins 16. apríl segir að það telji eðlilega verklags- reglu að útlendingar sem hyggjast vinna hérlendis og sækja um dvalar- leyfi með tilvísan til þessara laga, verði látnir sýna fram á að þeir uppfylli lögmæt skilyrði sem séu forsenda fyrir því að njóta undan- þáguákvæða laganna. Í því tilviki sem þama um ræðir virðist eðlilegt að óska eftir vottorði frá viður- kenndum listaskólum eða öðrum jafngildum gögnum sem sanni að um sé að ræða starfandi listamann. Skapar fordæmi Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er með þessari niðurstöðu talið koma fordæmi fyrir því að óska slíkra upplýsinga, og síðan þurfí að leita staðfestingar á að nefndar stofnanir eða skólar séu viðurkennd á sínu sviði. Ef þessu er fylgt strangt eftir er talið að búið sé að takmarka mjög mögu- leika nektardansmeyja á að starfa hérlendis undir því yfirskini að um listdans sé að ræða, nema þær eigi að baki skólagöngu á því sviði. Glaðst yfir rektorskjöri PÁLL Skúlason, nýkjörinn há- skólarektor, gladdist með stuðn- ingsmönnum sínum á Sólon Is- landus í gærkvöldi eftir að úrslit í rektorskjöri Háskóla íslands lágu fyrir en Páll bar sigurorð af Jóni Torfa Jónassyni í síðari umferð kjörsins. Páll tekur við rektorsstarfinu næsta haust af Sveinbirni Björnssyni. Reykjavík og Kjalarnes Hugsanlega kosið um t sameiningu 14. júní ‘ HJÖRLEIFUR Kvaran borgarlög- maður segir að 14. júní komi til greina sem kjördagur leggi nefnd um sameiningu Reykjavíkur og Kjalarness til við viðkomandi sveitarstjórnir að sveitarfélögin tvö verði sameinuð. Fjögurra manna samstarfs- nefnd um sameiningu er að störf- um um þessar mundir og segir Hjörleifur vinnu hennar langt á veg komna. „Starfinu gæti lokið öðrum hvor- um megin við mánaðamótin og þá geri ég ráð fyrir að nefndin skili tillögum sínum til sveitarstjórna. Ef allt gengur upp og það verður niðurstaða sameiningarnefndar að leggja til við sveitarstjórnir að kos- |, ið verði um sameiningu er stefnt að því að reyna að gera það áður C en fólk fer í sumarleyfi. Þá eru | menn að horfa á 14. júní,“ segir Hjörleifur. i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.