Morgunblaðið - 24.04.1997, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 24.04.1997, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 1997 19 LÍFEYRIR LANDSMANIMA Hlutafjáreign nokkurra lífeyrissjóða Lífeyrissj. verzlunarmanna Söfnunarsjóður lífeyrisréttínda Hlutafélag Hlutur (%) Bókfært verð, m.kr. Hlutafélag Hlutur (%) Bókfært verð, m.kr. íslandsbanki 10,4 541,2 Þróunarfélag íslands 3,02 25,9 Eimskip • 3,7 326,2 Jarðboranir 4,05 22,8 Flugleiðif 5,3 262,8 Eimskip 0,21 20,8 Þróunarfélag íslands 12,0 129,8 Flugleiðir 0,32 18,2 Olíufélagið 2,8 107,5 íslandsbanki 0,35 17,0 Ú.A. 2,5 98,7 Hampiðjan 0,89 15,3 S.Í.F. 4,8 95,2 Haraldur Böðvarsson 0,64 15,2 Grandi 2,3 84,8 Plastprent 1,27 14,0 Skeljungur 3,1 80,0 Síldarvinnslan 0,35 12,6 Ehf. Alþýðubankans 7,7 74,1 Grandi 0,27 11,9 Olís 2,5 52,3 Sláturf. Suðurlands 2,07 4,9 Plastprent 2,3 28,4 Þorm. rammi 0,19 4,9 Síldarvinnslan 1,3 27,2 Pharmaco 0,42 4,6 Haraldur Böðvarsson 1,1 25,2 Skeljungur 0,10 3,4 Islenskar sjávarafurðir 0,6 24,7 Skagstrendingur 0,26 2,9 Hampiðjan 2,7 21,2 Skinnaiðnaður 0,56 2,2 Jarðboranir 3,4 19,4 Sæplast 0,63 2,1 Aflvaki 10,1 15,0 Marel 0,11 1,3 Þormóður rammi 0,4 9,3 íslenskar sjávarafurðir 0,02 0,8 Máttarstólpi 9,3 6,9 Nýherji 0,06 0,3 Skinnaiðnaður 2,2 6,8 Samtals 201,2 Samskip 0,4 3,3 Sjóvá-Álmennar 0,1 2,8 Lífeyrissjóður Austuriands Ármannsfell 0,4 0,4 Hlutafélag Samtals 2.043,2 (%) verð, m.kr. SR-mjöl 5,1 45,2 « í/.. _• t « . uiic:yiis>djuuuniiii ridmayii Síldarvinnslan 9,7 38,8 Hlutafélag Hlutur Markaðs- íslenskar sjávarafurðir 4,3 38,3 (%) verð, m.kr. Ehf. Alþýðubankans 4,9 37,9 íslandsbanki 10,03 708,5 Þróunarfélag íslands 3,2 27,5 Fluqleiðir 2,00 140,5 Borgey 6,3 26,7 Útgerðarfélag Ak. 2,03 86,4 Loðnuvinnslan 5,9 24,2 Þróunarfélag íslands 3,58 64,6 Flugleiðir 1,0 22,6 Auðlind hf. 1,47 40,4 Tangi 3,1 15,5 SR-mjöl 0,99 31,4 íslenski fjársjóðurinn 2,2 12,8 Ehf. Alþýðub. 2,16 26,8 Vinnslustöðin 1,0 11,6 Jarðboranir 3,25 25,9 Globus 13,0 10,0 Grandi 0,43 24,2 Handsal 9,5 9,0 Olís 0,52 18,3 S. f. F. 1,3 8,7 Alm. hlutab.sj. 2,65 17,3 Búlandstindur 2,4 8,0 Haraldur Böðvarsson 0,24 10,0 Grandi 0,6 7,7 Samvinnuf.- Landsýn 3,16 10,0 Gunnarstindur 5,1 7,6 Skeljungur Islenskar sjávarafurðir 0,19 7,6 Nýherji 3,1 7,5 0,10 4,9 Skeljungur 1,0 5,9 Hraðfr. Eskifjarðar 0,13 3,8 Haraldur Böðvarsson 0,9 5,9 Sfidarvinnslan 0,05 2,7 Fiskiðjan Dvergasteinn 5,1 5,0 Sjóvá-Almennar 0,03 1,3 Plastprent 2,5 5,0 Þormóður rammi 0,03 1,2 Skinnaiðnaður 7,1 5,0 Árnes 0,31 1,1 Sjávarútvegsst. isl. 5,7 5,0 Vinnslustöðin 0,03 0,9 Eimskip 0,3 4,9 Nýherji 0,17 0,9 Olís 0,7 4,8 Skinnaiðnaður 0,14 0,8 Olíufélagið 0,6 4,6 Plastprent 0,04 0,5 Globus 10,0 4,5 Loðnuvinnslan 0,02 0,3 Austmat 7,7 3,6 Óskráð hlutabréf 20,4 Sláturf. Suðurlands 2,6 3,5 Samtals 1.250,8 Máki 7,4 3,0 Sameinaði lífeyrissjóðurinn Hlutafélag Hlutur (%) Bókfært verð, m.kr. Ehf. Alþýðub. 11,1 137,8 íslandsbanki 1,7 119,6 Eimskip 0,6 79,2 Þormóður rammi 2,4 77,8 SR-mjól 2,1 70,2 Þróunarfélag íslands 8,4 69,2 Grandi 1,0 48,4 Síldarvinnslan 1,0 43,9 Haraldur Böðvarsson 1,0 38,8 Útgerðarfélag Ak. 0,8 35,5 Flugleiðir 0,3 23,9 Hampiðjan 1,0 20,8 (sl. hlutabréfasj. 1,1 17,7 Skeljungur 0,5 16,9 Hlutabréfasjóðurinn 0,2 8,3 Jarðboranir 1,1 8,1 Ármasnnsfell 4,7 6,3 Olís 0,2 4,8 Sæplast 0,7 3,7 Máttur 1,2 0,7 Samskip 0,1 0,5 Olíufélagið 0,1 0,4 islenskar sjávarafurðir 0,1 0,1 Samtals 1.657,5 Samskip Útgerðarfélag Ak. Jökull Barri Sæplast Marel Tryggingam. Hótel Valaskjálf Taugargreining Kjötkaup Miðás Álfasteinn Skagstrendingur Kaupþ. norðurl. Sjóvá-Almennar Samtals 2,2 0,3 0,2 2.4 4,9 1,8 1,1 0,8 4.4 2,2 10,0 4,8 10,0 0,1 0,3 0,0 2,8 2,6 2,0 2,0 2,0 1,8 1,5 1,4 1,2 1,2 1,0 0,9 0,9 0,3 0,2 0,1 442,2 Áhrif lífeyrissjóða í stjórnum hlutafélaga Lífeyrissjóður verzlunarmanna Fulltrúi í bankaráði íslandsbanka Fullltrúi í stjórn Þróunarfélagsins Stendur ásamt öðrum að kjöri eins fulltrúa í varastjórn Flugleiða Lífeyrissjóðurinn Framsýn Fulltrúi í bankaráði íslandsbanka Lífeyrissjóður Austurlands Fulltrúi í stjórn SR-mjöls Fulltrúi í stjórn Gobuss Fulltrúi í stjórn Handsals Samemaði lifeyrissjoðunnn Fulltrúi í stjóm Eignarhaldsfélags Alþýðubankans Fulltrúi í varastjórn Þróunarfélags tslands Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda á engan fulltrúa í stjórnum hlutafélaga. 18% afeign Lífeyrissjóðs Austurlands eru hlutabréf Lífeyrissjóður Austurlands er sá lífeyrissjóður sem fjárfest hefur hæst hlutfall eigna sinna í hluta- bréfum. Hann á núna hlutabréf í 50 hlutafélögum og nema bókfærð- ar eignir hans 1,6 milljörðum. Hlutabréf nema núna 18% af eign- um sjóðsins, sem er raunar hærra hlutfall en sjóðurinn miðar við í reglum sínum, en þar er miðað við að hlutabréf verði ekki meira en 15% af eignum. Gísli Marteinsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Austurlands, sagðist reikna með að sjóðurinn myndi selja eitthvað af hlutabréfum sínum á næstunni til að komast niður í þetta hlutfall. Gísli sagði að þegar Lífeyrissjóð- ur Austurlands tók þá stefnu að fara út í fjárfestingar á hlutabréfum hefðu margir haft efasemdir um þá stefnu, en þær raddir væru þagn- aðar í dag. Sjóðurinn hefði haft mjög góða ávöxtun af hlutabréfum. Af þessum 50 hlutabréfum hefði sjóðurinn aðeins tapað á hlutabréfa- eign í einu félagi. Lífeyrissjóður Austurlands á full- trúa í stjórnum þriggja fyrirtækja, SR-mjöli, Globusi og Handsali. Gísli sagðist ekkert sjá athugavert við það að lífeyrissjóðirnir stuðluðu að kjöri fulltrúa sinna í stjórnir fyrir- tækja sem þeir ættu stóran hlut í. Hann sagðist ekki vera að tala um að það þyrftu endilega að vera framkvæmdastjóri eða stjórnar- menn í lífeyrissjóðunum heldur menn sem hefðu góða þekkingu á rekstri viðkomandi fyrirtækis. Hann minnti á að lífeyrissjóðir víða um heim, sérstaklega í Bandaríkj- unum, hefðu verið að breyta stefnu sinni og skiptu sér núna meira af stjórn fyrirtækja sem þeir ættu hlutabréf i. Gísli sagði að Lífeyrissjóður Austurlands hefði þá stefnu að dreifa hlutabréfaeign sinni milli at- vinnugreina. Meginsjónarmiðið væri hins vegar að fjárfesta í arð- bærum fyrirtækjum. Sjóðurinn hefði einnig áhuga á að stuðla að atvinnuuppbyggingu á Austurlandi, en hefði takmarkaða möguleika til þess því að fá austfirsk fyrirtæki væru skráð á Verðbréfaþinginu. Meirihluti hlutabréfa er erlendur Sameinaði lífeyrissjóðurinn á hlutabréf í 24 félögum sem nær öll eru skráð á Verðbréfaþingi íslands. Sjóðurinn hefur í auknum mæli fjár- fest í erlendum hlutabréfasjóðum og kvaðst Jóhannes Siggeirsson, framkvæmdastjóri sjóðsins, gera ráð fyrir að í ár yrði svo komið að meirihluti hlutabréfaeignar sjóðsins yrði í erlendum hlutabréfum, aðal- lega hlutabréfasjóðum. Sameinaði lífeyrissjóðurinn á fulltrúa í stjórn Eignarhaldsfélags Alþýðubankans, en eignarhluti hans í félaginu er 11%, og varastjórn Þróunarfélags íslands þar sem eignarhlutur sjóðsins er 8,5%. Jó- hannes sagði að þessi tvö félög væru fjárfestingarfélög sem væru farvegur lífeyrissjóðsins fyrir fjár- festingar í óskráðum en arðbærum fyrirtækjum. Jóhannes sagði mikilvægt að hafa í huga að lífeyrissjóðirnir hefðu gegnt mjög mikilvægu hlut- verki við að stuðla að heilbrigðum og þróuðum hlutabréfamarkaði á íslandi. Þeir hefðu ásamt verðbréfa- sjóðunum og hlutabréfasjóðunum gegnt lykilhlutverki í þessari þróun. Ekki þyrfti að hafa mörg orð um mikilvægi hlutabréfamarkaðarins fyrir vöxt fyrirtækjanna og íslenskt efnahagslíf. Jóhannes sagði að erlendis beittu lífeyrissjóðirnir aðallega tveimur aðferðum til að hafa áhrif á stjórn fyrirtækja. Annars vegar að selja hlutabréfin ef þeir væru óánægðir með stjórn eða afkomu fyrirtækis- ins og hins vegar að senda fulltrúa sína á fund stjórnenda viðkomandi fyrirtækis til að koma að athuga- semdum um stjórnun fyrirtækisins. Stundum hefðu slík afskipti leitt til breytinga á yfirstjórn viðkomandi fyrirtækja. Jóhannes sagði að Sameinaði líf- eyrissjóðurinn hefði í flestum tilfell- um engin afskipti af stjórnun þeirra fyrirtækja sem hann á hlutabréf í. Hann hefði ekki einu sinni fyrir því að senda fulltrúa sína á ársfundi margra þessara fyrirtækja, en hann fylgdist með rekstri þeirra eins og tilefni gæfi til. „Það hafa komið upp tilvik þar sem við höfum verið í óformlegu sambandi við verðbréfasjóði og aðra lífeyrissjóði vegna þess að við höf- um verið óánægðir með afkomuna. Slíkar viðræður hafa leitt tii þess að við höfum gefið mönnum umboð til að taka þátt í kosningu um stjórn. Tilgangurinn er þá ekki sá að koma að starfsmanni eða stjórnarmanni í lífeyrissjóðnum heldur að koma fagmanni inn í stjórnina í von um að hann geti stuðlað að breytingum til batnaðar á rekstri viðkomandi fyrirtækis," sagði Jóhannes. Margeir Daníelsson, fram- kvæmdastjóri Samvinnulífeyris- sjóðsins, sagði að það væri stefna sjóðsins að fulltrúar hans tækju sæti í stjórnum fyrirtækja sem hann ætti verulegan hlut í. Sjóðurinn ætti í dag stjórnarmenn í sjö hluta- félögum af þeim 28 félögum sem hann á hlut í. Hann sagðist sitja í stjórnum þriggja hlutafélaga, Sam- vinnusjóðnum, Olíufélaginu og VÍS. Eignarhlutur Samvinnulífeyris- sjóðsins í þessum félögum er á bil- inu 5-20%. Stjórnarformaður Sam- vinnulífeyrissjóðsins er stjórnarfor- maður í Islenskum skinnaiðnaði hf. sem sjóðurinn á 17% hlut í. Mar- geir sagði að Samvinnulífeyrissjóð- urinn fylgdi svipaðri stefnu og margir lífeyrissjóðir í Bandaríkjun- um, að skipta sér af rekstri fyrir- tækja ef afkoma eða rekstur þeirra gæfi tilefni til. Lífeyrissjóður sjómanna á hlut í 22 innlendum félögum. Þar af er hlutur hans í SR-mjöli stærstur, eða um 4% af heildarhlut. Markaðsverð hlutabréfanna í árslok 1996 var rúmar 398 milljónir króna. Arni Guðmundsson, framkvæmdastjóri sjóðsins, sagði að það hefði aldrei staðið til að nýta hlutafjáreign sjóðsins til að koma mönnum í stjórnir fyrirtækja. „Við höfum ekki átt stóran hlut, þannig að það hefur kannski ekki reynt á það, en ég held að það sé óhætt að fullyrða að stjórn lífeyrissjóðsins telji ekki æskilegt að sitja í stjórnum þessara fyrirtækja. Við kaupum auðvitað hlutabréf eftir arðsemissjónarmið- um, en ætlum okkur ekki að stjórna fyrirtækjunum." Sigurbjörn Sigurbjörnsson, fram- kvæmdastjóri Söfnunarsjóðs lífeyr- isréttinda, sagði að sjóðurinn ætti ekki fulltrúa í stjórnum fyrirtækja með beinum hætti. „í stjórn sjóðsins sitja að vísu menn, sem eiga sæti í stjórnum annarra fyrirtækja, en þeir sitja ekki þar í krafti eignar- hlutar sjóðsins. Söfnunarsjóðurinn á almennt það lítinn hlut í hveiju félagi, að hann vegur ekki þungt. Sá möguleiki, að koma mönnum inn í stjórnir einhverra fyrirtækja, hefur aldrei verið ræddur innan stjórnar sjóðsins.“ Það er ljóst af viðtölum við fram- kvæmdastjóra nokkurra af stærstu lífeyrissjóðum landsins að sjóðirnir fylgja ekki allir þeirri stefnu að vera óvirkir ijárfestar. Sjóðirnir eiga full- trúa í allmörgum fyrirtækjum og skipta sér með beinum hætti af stjórn þeirra. Það er einnig ljóst að með ákvörðunum um kaup á hluta- bréfum geta lífeyrissjóðirnir haft áhrif á valdatafl innan fyrirtækj- anna. Þannig má hugsa sér t.d. að upp komi þær aðstæður að eign líf- eyrissjóðanna í Útgerðarfélagi Ak- ureyringa hf. ráði úrslitum um hvort með meirihluta í fyrirtækinu fari fyrirtæki tengd Samvinnuhreyfmg- unni eða Eimskipafélaginu og SH. Már Guðmundsson, hagfræðing- ur Seðlabankans, sagði að áhrif líf- eyrissjóðanna á innlendum hluta- fjármarkaði ættu eftir að aukast og sú hætta væri þá fyrir hendi að fulltrúar sjóðanna yrðu mjög um- svifamiklir í stjórnum fyrirtækja. Þetta væri hins vegar eitthvað sem væri ekki reyndin í dag. Fjárfestinga- og hluthafastefna F lestir lífeyrissjóðir hafa markað sér ákveðna fjárfest- ingastefnu. Sem dæmi má nefna fj árfestingastefnu Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Hún gerir ráð fyrir að sjóðurinn fjárfesti í félögum sem hafa skráð hlutabréf sín á Verðbréfaþingi íslands. í öðru lagi ijárfestir sjóðurinn í öðrum hlutafélögum með a.m.k. 5 ára starfsreynslu og hafa samþykktir sem tryggja hömlulaus viðskipti með hlutafé. Ennfremur skulu síð- ustu 2-3 ár sýna góða rekstraraf- komu. í þriðja lagi fer þátttaka í nýsköpunarverkefnum og áhættuij- ármögnun fram í gegnum félög og sjóði sem hafa slíkar fjárfestingar á stefnuskrá sinni og lífeyrissjóður- inn hefur gerst hluthafi í. Í fjórða lagi er ekki fjárfest í félögum ef einn aðili á meirihluta hlutafjár. í fimmta lagi miðar sjóðurinn við að 3/4 hlutar séu kjarnafjárfestingar, þ.e. til langs tíma, en 1/4 sé nýttur til viðskipta á markaði eftir aðstæð- um. í sjötta lagi má eignarhlutur í einstökum félögum að öllu jöfnu ekki vera hærri en 7% af heildar- hlutafé viðkomandi félags. í hluthafastefnu Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segir að sjóðurinn gegni eigendaskyldum sinum með ábendingum um rekstur og stefnu félaga sem sjóðurinn er hluthafí í, sem fulltrúar hans koma á framfæri í beinum samskiptum við stjómend- ur fyrirtækja. í öðru lagi með þátt- töku í stjórnum félaga þegar að- stæður og stærð eignarhluta kallar á slíkt. Reglur stjórnsýslulaga um sérstakt hæfí gildi eftir því sem við getur átt um meðferð mála og ákvarðanatöku í stjóm' sjóðsins í ein- stökum málum. Reglur stjómsýslu- laga gildi með sama hætti um þá sem sjóðurinn styður til stjómarsetu í einstökum félögum. í reglugerðum sumra lífeyris- sjóða er ákvæði sem takmarkar möguleika stjórnarmanna þeirra að sitja í stjórnum fyrirtækja sem sjóð- irnir eiga hlut í. Reglur Sameinaða lífeyrissjóðsins kveða á um að stjórnarformaður og framkvæmda- stjóri megi ekki gegna stjórnarfor- mennsku í fyrirtækjum sem sjóður- inn á hlut í. Reglur Lífeyrissjóðsins Framsýnar gera ráð fyrir að for- maður og varaformaður stjórnar og framkvæmdastjóri sjóðsins megi ekki sitja í stjórnum fyrirtækja sem sjóðurinn á hlut í. Halldór Bjömsson, stjórnarfor- maður Framsýnar, sagðist telja þetta góða reglu. Það gætu skapast aðstæður þar sem það færi illa að sami maður hefði forystu um að gæta hagsmuna lífeyrissjóðs og fyr- irtækis. Sú hætta væri fyrir hendi að stjómarformaður í fyrirtæki sem ætti í erfíðleikum freistaðist til að gera ráðstafanir sem gætu stefnt hagsmunum lífeyrissjóðsins í voða. Ekki er langt síðan Lífeyrissjóður bænda tapaði yfír 100 milljónum á fjárfestingum í flugfélaginu Emerald Air hf. Framkvæmdastjóri sjóðsins var stjórnarformaður í flugfélaginu og þegar það lenti í rekstrarerfiðleikum ákvað hann að lána því fé án þess að bera það undir stjórnina. Lífeyrissjóður bænda á nú hlut í 37 félögum. Markaðsverð hluta- bréfa sjóðsins í árslok 1996 var um 631 milljón króna. Sjóðurinn á full- trúa í stjórn eins þessara hlutafé- laga, Globus-Vélaveri hf. A laugardag verður rætt við talsmenn þingflokka, tryggingafélaga, sam- eignarsjóða og séreignar- sjóða um fyrirhugaðar _______breytingar á lögum um lífeyrissjóði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.