Morgunblaðið - 24.04.1997, Page 21

Morgunblaðið - 24.04.1997, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 1997 21 ÚRVERINU Þorskafli á Færeyjamiðum hefur ekki verið meiri síðan á síðasta áratug Ákjósanleg skilyrði og nýliðun mjög góð ÞORSKVEIÐI við Færeyjar er nú með bezta móti, hefur ekki _verið meiri síðan á síðasta áratug. Á síð- asta ári veiddust um 40.000 tonn af þorski við eyjarnar, en um 23.000 tonn árið áður og mun minni 1994. Minnst hefur þorskveiðin orðið inn- an við 10.000 tonn. Heildarþorsk- veiðin varð hins vegar um 56.500 tonn á síðasta ári og er þá meðtal- inn þorskafli þeira á fjarlægum miðum. Jákup Reinert, fiskifræð- ingur, segir í samtali við Morgun- blaðið að búast megi við auknum afla í ár, enda séu allar aðstæður í sjónum hinar hinar hagstæðustu. Hann varar hins vegar við því að draga muni úr afla á ný, enda sé meðaltals þorskveiði við Færeyjar aðeins tæp 30.000 tonn á ári og óvarlegt sé að miða við mikið meira í framtíðinni. Ekkert æti á Færeyjamiðum Reinert segir að í kringum 1990 hafi framleiðsla þörunga, svifs og annar ætis á miðunum við Færeyjar að engu orðið. Fiskurinn hafi ekk- ert fengið að éta, nýliðun orðið slök og loks hafi fiskurinn leitað annað í ætisleit. Á árinu 1994 og 1995 hafi staðan síðan batnað mikið, fæðuframleiðslan aukizt verulega á ný og þorskurinn sótt á ný á hrygn- ingarstöðvar sínar við eyjarnar og hafi síðan haldið sig þar. Nú séu öll skilyrði afar hagstæð og stofninn því að nálgast hámark, en mest hafi veiðzt um 46.000 tonn af þorski við Færeyjar á einu ári áður. Hann telur að ekki sé um samgang að ræða milli þorskstofnanna við Fær- eyjar, ísland og í Barentshafi. Eng- in fyrirliggjandi gögn sem bendi til þess séu fyrirliggjandi. Reinert segir ennfremur að ýsu- stofninn sé nokkuð styrkur nú, en hins vegar standi ufsastofninn illa og enginn vöxtur sé í karfastofnin- um. Veiðar á ufsa hafi minnkað mikið og svipaða sögu sé að segja um karfaveiðarnar. „Þrátt fyrir það hefur heildarbotnfískaflinn aukizt nokkuð og ræður þar mestu mikil aukning á þorskafla og meiri ýsu- afli,“ segir hann. Erfitt að meta áhrif aukinnar sóknar Færeyingar hafa tekið upp nýja fiskveiðistjórnun og fara nú eftir sóknarmarki, þar sem skipunum er úthlutaður ákveðinn daga§öldi en engar takmarkanir á afla. Áður var reynt að stjórna veiðunum með kvóta til að draga úr sókninni, en ekki náðist samkomulag um að fara eftir þeirri leið. Reinert segir að í raun hafi flotinn veitt án takmark- ana á þessu ári, en erfitt sé að meta hvort sóknin sé of mikil fyrir stofninn, þar sem enginn saman- burður sé fyrir hendi. Nú hefur sóknin aukizt á ný samfara vaxandi þorskstofni. Auk þess er þorskurinn að hrygna um þessar mundir og verður þá mun veiðanlegri en ella. Allt þetta gerir það að verkum að veiðin er mikil um þessar mundir, en það er að mínu mati ekki hægt að tala um gulan sjó af þorski." Alþjóða hafrannsóknaráðið metur stöðuna Ráðgjafarnefnd Alþjóða hafrann- sóknaráðsins kemur saman til fund- ar í byijun næstu viku til að meta stöðu fiskistofna við Færeyjar. Meðal annars verður reynt að meta hvort sóknarþunginn er of mikill. Sigfús Schopka, fiskifræðingur, verður meðal annarra á fundi ráð- gjafarnefndar Alþjóða hafrann- sóknaráðsins. Hann segist ekki vita mikið um veiðina við Færeyjar, enda sé hann rétt búinn að fá gögn um hana frá Færeyjum. „Staðan verður metin á fundi okkar í Kaup- mannahöfn og þá kemur væntan- lega í ljós hvað þarna er um að vera,“ segir Sigfús. Aðspurður um það hvort vænta megi aukinnar þorskgengdar á ís- landsmiðum í kjölfar uppgangs stofnins við Færeyjar, segir hann það ólíklegt. „Það eru engin merki um samgang milli þorskstofna á íslandsmiðum og við Færeyjar. Menn héldu að einn árgangur hefði farið héðan til Færeyja á síðasta áratug, en engin merki um það komu fram. Þá er ekkert sem bend- ir til samgangs milli Barentshafsins og Færeyjamiða,“ segir Schopka. Mestur botnfiskafli 1990 Botnfiskaflinn við eyjarnar varð tæp 100.000 tonn í fyrra á móti 85.000 tonnum 1995. Árið 1993 varð aflinn minnstur, aðeins um 70.000 tonn, en árið 1990 veiddust 120.000 tonn af botnfiski við Fær- eyjar. Þjóðhagsstofnun Færeyja segir að verðmæti aflans hafi auk- izt verulega, enda hafí þorskafli aukizt en mun minna veiðzt af ufsa. Þá hefur síldveiði einnig aukizt verulega. Fyrir vikið hefur útflutn- ingur aukizt um 15% milli ára. Fiskafli Færeyinga árin 1991 til 1996 Tonn af óslægðum fiski 1991 1992 20.580 6.889 1993 26.720 5.066 1994 35.475 7.664 1995 44.465 8.284 1996 56.474 12.797 Breyting 1994/1995 +25% +8% öreyting 1995/1996 +27% +54% Þorskur Ýsa 24.379 10.473 Ufsi 58.971 39.041 36.955 35.096 30.104 19.473 -14% -35% Karfi 15.475 19.559 14.151 12.137 14.226 7.598 +17% -47% Rækja 9.471 10.879 9.689 8.944 9.334 10.442 +4% +12% Kolmunni 6.644 12.731 16.376 25.720 30.573 22.367 +19% -27% Spærlingur 19.784 22.410 30.801 32.860 9.777 9.099 -70% -7% Loðna 15.291 41.724 38.902 12.310 3.306 37.163 -73% +1024% Makríll 15.226 14.898 14.422 19.821 29.428 17.092 +48% -42% Fíld 15.963 11.865 3.375 5.378 60.638 51.116 +1028% -16% Aðrarteg. 39.993 48.337 30.687 38.662 47.916 39.450 Samtals 231.670 248.913 227.144 234.067 288.051 283.071 +23% -2% Frábært feróatilboó! Me5 tíu fyrstu Coleman fellihýsunum sem keypt verða fylgir flug fyrir tvo til Glasgow eða annarra staða í Evrópu* að eigin vali. Þar getur þú gert samanburð á bestu hótelum heims og Coleman fellihýsum. Coleman fellihýsi má líkja við 5 stjörnu hótel. Fellihýsin eru fáanleg með margs konar þægindum, sjálfrennandi heitu og köldu vatni, sturtu, fullkomnu eldhúsi, miðstöð, húsgögnum, tvöföldum rúmum og ýmsu fleiru. Þú smellir þessum lúxus aftan í bílinn og ferðast hvert sem er. ' Flugfarseðlar til Glasgow fyrir tvo eða andvirði miðanna upp í ferð að eigin vali. Coleman @ d-FLEeiwœa Mest seldu fellihýsi á tslandi Suðurlandsbraut 20 Sími: 588 7171 Opið í dagfrá kl ll.oo-17.oo og aUa daga í sumar. Coleman fellihýsi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.