Morgunblaðið - 24.04.1997, Side 49

Morgunblaðið - 24.04.1997, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 1997 49 ekki eftir að tala saman oftar, en síðast hittumst við á vinnustað hennar í Kennaraháskólanum í marsmánuði síðastliðnum. Þar virt- ist hún hress og kát að vanda við vinnu sína. Við kynntumst fyrir nokkrum árum, þegar sonur hennar, Haf- steinn, og fjölskylda bjuggu í næsta húsi við mig. Eftir að þau fluttu til Bandaríkjanna hélt Ingibjörg „amma“ tryggð við mig, og verð ég henni ætíð þakklát fyrir. Við spjölluðum oft saman í síma. Við hana var hægt að ræða um alla heima og geima, svo færði hún mér fréttir af fjölskyldunni í Indi- ana. Minnist ég líka skemmtilegra heimboða hennar. Horfðum við á myndband af barnabörnunum, skoðuðum myndir og fieira, og ekki má gleyma hamborgurum, ís og perutertum, sem voru hennar sér- grein. Með sorg í hjarta kveð ég þessa góðu konu og votta Hafsteini, Þór- unni Elvu, Stefáni Árna, Eggerti Karli, Ingibjörgu Viktoríu og öðrum ástvinum hennar mína dýpstu sam- úð. Minning hennar lifir. María Gísladóttir. Kveðja frá Kennarafélagi Kennaraháskólans Fyrir hönd Kennarafélags Kenn- araháskóla íslands vil ég minnast starfsfélaga okkar, Ingibjargar Friðriksdóttur, með nokkrum orð- um. Ingibjörg var alltaf hlý og nota- leg í viðmóti, brosmild og glettin. Hún var afar greiðvikin og reyndi að leysa hvers manns vanda. Starf sitt ieysti Ingibjörg af hendi með stakri prýði, enda vel látin 1 starfi. Þegar við vorum erfið og skiluð- um of seint af okkur gögnum eða gerðum aðrar vitleysur sló hún á létta strengi og benti á hæverskan hátt á það sem betur mætti fara. Oft hlýtur Ingibjörg að hafa ver- ið þreytt og illa haldin að undan- förnu, en samviskusemin rak hana áfram. Hún bar sig vel og gerði lítið úr veikindum sínum sem nú hafa borið hana ofurliði. Góðs félaga er sárt saknað. Við vottum fjölskyldu Ingibjarg- ar og vinum innilega samúð okkar. Fyrir hönd Kennarafélags Kenn- araháskólans, Brynhildur Briem, formaður. Vér köllumst brott. Hið hvíta lín oss klæðir, fyrr en veit. Og jörðin býr um bömin sin og blómgar hinsta reit. (Friðrik Hansen) Hér eru örfá kveðjuorð um elsku- lega vinkonu mína og samstarfs- mann til margra ára. Þótt Ingibjörg gengi ekki heil til skógar árum sam- an, kom hið skyndilega áfall öllum í opna skjöldu. Á rúmum mánuði tók sjúkdómurinn völdin og lagð hana að velli. Það var notalegt og mikill styrk- ur að hafa hana sér við hlið við ýmis störf er ti! féllu á erilsömum vinnustað. Vandvirkari og sam- viskusamari konu var erfitt að finna. Hjálpsemi hennar og um- hyggja fyrir ungum og öldnum var einstök og munu margir sakna vin- ar \ stað. Á skilnaðarstundu er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa þekkt Ingibjörgu og átt hana að vini. Sonum hennar, tengdadætrum og barnabörnum, sem voru henni svo dýrmæt, svo og systkinum og öðrum vinum, sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Valgerður Stefánsdóttir. ANDRES ASTVALDUR MAGNUS GUÐMUNDUR BLOMSTERBERG t , Andrés Ástvald- ur Magnús Guð- mundur Blomster- berg vélvirki fæddist í Reykjavík 25. júní 1918. Hann lést á heimili sínu Björtu- hlíð 11, Mosfellsbæ, 16. apríl síðastliðinn. Hann var sonur hjón- anna Frederik A. Hans Blomsterberg, kjötiðnaðarmanns, sem ættaður var frá Ilelsingor, fæddur 6. október 1898, lést 23. október 1949, og Ástu Þóru Bjamadóttur Blomst- erberg, sem fædd var 20. febrúar 1898 að Meium, Leirársveit. Hún lést úr spönsku veikinni 24. nóv- ember 1918. Þau eignuðust tvo syni, Bjarna og Andrés, en þeir ólust upp hjá Ingibjörgu, móð- urömmu sinni, og syni hennar, Jóni Bjamasyni, stórkaupmanni. Síðar gifti faðir þeirra sig aftur Annelise Blomsterberg sem er nýlátin og áttu þau tvo syni, Ni- els Marius og Hans Blomsterberg. Andrés var tvikvæntur, fyrri kona hans var Sigríður Sigurð- ardóttir og eignuðust þau tvo syni, Svein Hörð og Sigurð Ragn- ar. Eftirlifandi eiginkona hans er Gréta Guðmundsdóttir og eignuð- ust þau þijú böm, Axel Sævar, Jón og Ingibjörgu Ástu. Útför Andrésar fer fram frá Lágafellskirkju föstudaginn 25. apríl og hefst athöfnin klukkan 14. _____________ Vinur minn Andrés Blomsterberg er fallinn í valinn eftir langt veik- indastríð. Kynni okkar voru orðin löng, næstum 50 ár. Ég kynntist honum þegar ég var 15 ára, og hann tók mig undir sinn verndarvæng þegar við vorum saman í flokki manna við að rífa olíuskipið Clam, sem hafði strandað á Reykjanesi. Alltaf síðan var hann veitandinn í okkar vinskap. Mér var óhætt að koma með bílinn minn í viðgerð til hans á nóttu sem degi, en Andrés var vélvirki að mennt og átti og rak verkstæði í mörg ár. Sama gilti um fjölskyldu mína, hann var henni inn- an handar ef á þurfti að halda. Við höfðum gaman af að fara saman í veiðiferðir og skoða landið. Erfídrykkjur HOTEL REYKJAVIK Sigtúni 38 Upplýsingar í síma 568 9000 •'> á Af 'v-v’, •’ \ i GLÆSILEG KAFFlHLAÐBOho FALLEGIR SALIR OG MJÖG GÓÐ PJQNÚSTA ,f' < ‘ * \ . ‘ / ' _ UPPLÝSÍNGAR í SÍMUM 562 7575 & 5050 925 > . ' ■ '. V/fc*: •' HOTEL LOFTLE4QIR Andrés var gleðinnar maður og vildi leita á vit ævintýranna, alltaf ungur í anda og hugur- inn_ fleygur. Ég votta Grétu og börnum þeirra samúð okkar hjóna. Megi minning Andrésar lifa í hjörtum okkar um ókomna framtíð. Þórir Þórisson. Nú ertu búinn að fá hvíldina, elsku Addi minn, eftir meira en árs baráttu við einn af þeim verstu sjúk- dómum sem leggst á okkur mennina. Eins og við var að búast af þér þá barstu þig undir lokin með slíkri hug- prýði að aðdáunarvert var og fáum hef ég kynnst sem búið hafa yfir jafnmiklu jafnaðargeði og hlýleika. Ég veit að kona þín sem hefur staðið eins og klettur við hlið þér á hveiju sem hefur gengið, hún hefur gefíð þér eitt- hvað af þeim styrk sem hún sjálf býr yfir. Alla tíð frá því þið Gréta bjugguð inni á Sléttuvegi, fékk ég hlýjar mót- tökur og fór þaðan ætíð léttari í lund en þegar ég kom. Sonur þinn kynnti okkur snemma árs 1961 og voru það afskaplega óformleg kynni og brostum við oft yfír því eftir á en við renndum ekki grun í þá að ég yrði tengadóttir þín í yfír 35 ár, ég átti ekki bara góðan tengdaföður heldur varstu einn af mínum tryggu vinum, það var gott að leita til þín þegar eitthvað bjátaði á og tókst þú ætíð þátt í gleði okkar og sorgum. Það sýndi sig best hvem mann þú hafðir að geyma þegar veik- indi og erfíðleikar steðjuðu að hjá okkur og sjálfur varstu orðinn las- burða, hjálpfýsi þín og góðvild í okkar garð var ómetanleg. Þú varst mikið náttúrubam og margar góðar stundir áttum við hjónin með þér á kyrrlátum sumarkvöldum þegar þú komst upp í sumarbústað til okkar, ræddir um lífíð og tilvemna, en þama varstu á gömlum heimaslóð- um þar sem þið hjónin höfðuð verið ábúendur á býlinu Höfða, sem þar var skammt frá. Ég kveð þig, Addi ininn, með sökn- uði en eftir lifir minning um góðan tengdaföður og elskulegan vin og allar mínar minningar um þig em bjartar og hlýjar. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin Ijúfu og góðu kynni af alhug þakka hér, þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, sem fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Elsku Addi minn, Guð veri með þér og gefi Grétu og bömunum styrk í sorgum sínum. Arndís Kristjánsdóttir. I C í L A N O A I, X M O T .« *£>• BLAÐAUKI HÚSIÐ &GARÐIIRINN í blaðaulíanum Húsinu og garðinum Verður að þessu simii lögð ahersla á nýjtmgar og hugmyndir fyrir hús- og garðeigendm'. Þar verður því að fimia ýmsan fróðleik um garðrækt og viðhald hrrsa, jaíiit fyrir leikmerm sem fagmerm. Meðal efinis: • almanak hús- og garðeigandans • sólpallar og -skýli • grillaðstaða • gangstígar, hellur og bílasteeði • heitir pottar • gróðurhús og fuglaliús • verkfæraslcúrar og ruslageymslur • tól og tæki garðeigandans • gluggar og hljóðeinangnm • lýsing og húsamerkingai' • þakeíhi og máhiing • girðingíu og fúavöni • leikaðstaða íýTir bömin • klipphrg trjáa • matjurtir og lífrænar skordýravamir • o.m.fL. Sramudagiiin 11. maí Skilalrestur auglýsingapantana er til ld. 12.00 niánudaginn 5. maí. Allar nánaii upplýsingar veita starfsmemi auglýsingadeildar í síma 569 1111 eða í bréfsíma 569 1110. - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.